Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Page 31
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ1991. 43 Trimm ■ >' -> I ;'■ ■;■; .■: \': '■ r:'v-i.s ■ : ■ ■ ■ : ■■■:■■■ ">■ W.V ' ■"■ ■ ,■ ;/:■,■;■ : •/ 1 , v!|| . . í::::f Sí.íi ;■ \ Ásgeir Friðgeirsson, Ólöf Huld Vöggsdóttir og Vöggur Magnússon hafa síðustu vikurnar verið að æfa fyrir Reykja- víkurmaraþon undir leiðsögn Sigurðar Péturs Sigmundssonar (annar f.v.). Styttist óðum í Reykjavíkurmaraþon: Lesa hvemig manni líður og fylgja því þarf stundum að víkja frá æfingaáætlunum Ásgeir segist vera orðinn lystugri eftir að hann byrjaði að skokka reglu- lega. Sigurður benti honum á að ettir ákveðinn tíma kæmist jafnvægi á matarneysluna. DV-myndir JAK Reykjavíkurmaraþon fer fram þann 18. ágúst í sumar. Fyrir sex vikum fengum við þrjá einstaklinga, sem voru ákveðnir í því að hlaupa með, til að taka þátt í markvissum æfingum fyrir maraþonið. Sigurður P. Sigmundsson, sem margoft hefur hiaupið maraþon, tók að sér að útbúa æfingaáætlun fyrir þau. Vex þetta síður í augum Ásgeir Friðgeirsson, sem ætlar að hlaupa hálfmaraþon (21 km), segir þessar æfingar ekki hafa verið erflð- ar. „Ég hef lítillega fundið til í fótun- um upp á síðkastið en annars hefur þetta allt gengið vel. Veikindi hafa komið upp og þá sagði Sigurður mér að sleppa skokkinu, ekki geyma það og bæta því við seinna,“ segir Ás- geir. Hann segist fmna að hann ráði núna við meiri hraða auk þess sem auðveldara sé að klára vegalengdirn- ar þegar hann er kominn af stað. „Nú koma síður upp stundir sem manni vex þetta í augum.“ Ásgeir spilar fótbolta með félögum sínum auk þess sem hann skokkar. „Það bætist við. Mér var sagt að fót- boltinn væri ekki frádráttarbær.“ Léttari matur með hreyfingu Ólöf Huld Vöggsdóttir, sem ætlar að hlaupa 7 km skemmtiskokk, finnst æfingaáætlunin ekki hafa ver- ið erfið. „Stundum hleyp ég lengra en samkvæmt áætluninni." Ólöf er 14 ára gömul. Hún segist ekki finna mikinn mun á sér frá því hún byrj- aði að fylgja áætluninni, hún hafi hreyft sig mikið áður. „Þetta hefur gengið vel hjá mér,“ seg- ir Vöggur Magnússon sem æfir fyrir maraþon (42 km). „Eg fmn að ég er léttari og á auðveldara með að komast vegalengdir." Vöggur hefur skokkað nokkuð reglulega í um fimm ár. Ásgeir haföi orð á því að hann væri orðinn mjög lystugur og hefði bætt við sig lítilsháttar í stað þess að tapa þyngd. Sigurður Pétur segir að þegar fólk byrji að hreyfa sig eitt- hvað að ráði þá aukist matarneysla oft. „Það tekur ákveðinn tíma að ná jafnvægi en það kemur. Þetta er líka spurning um að breyta mataræði. Þegar farið er að hlaupa mikið þýðir ekkert að borða þungan mat, s.s. fitu og sykur. Maður sækir í kolvetnarík- an mat, korn, pasta, grænmeti og þess háttar. Með hreyfingu borðar maður léttari mat.“ Ekki of seint að byrja Markmið þeirra sem ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu hlýtur að vera ánægjan, aö vera með og hafa gaman af. „Hver og einn verður að lesa hvernig honum líður. Æfingaáætlun er ekki til að fylgja algerlega óháð öllu öðru og stundum þarf að víkja frá henni, svo sem vegna veikinda og meiðsla," segir Sigurður Pétur. Enn er tími fyrir þá sem vilja vera með til að byrja að æfa fyrir hlaupið. „Áætlunin hefur það að markmiði að koma fólki í það ástand að það verði ekki erfitt að komast í mark. Sumir segjast aldrei ætla að hlaupa aftur eftir að hafa dragnast í mark einu sinni með erfiðismunum." Það er alltaf einhver hópur sem bara vill vera með og gengur jafnvel hluta leiðarinnar. Enginn fer þó í hálf- maraþon eða maraþon óundirbúinn. -hmó Útívistin ermér mikilvæg - segir Margrét Jónsdóttir skokkari „Eg fæ mikið út úr því að vera með í götuhlaupum. Tíminn sem ég fæ skiptir mig litlu máh, aðalat- riðið er að mér líði vel,“ segir Mar- grét Jónsdóttir sem fjórum sinnum hefur hlaupið hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoni auk þess sem hún var með í skemmtiskokk- inu árið 1984. „Ef ég ætti að gefa fólki sem ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni ráð þá er það fyrst að nefna að fólk verður að vera búið að undirbúa sig. Það fer enginn í maraþon eða hálfmaraþon óundirbúinn. Svo er það að hugsa um sjálfan sig en ekki vera upptekinn af hinum sem eru að skokka." Margrét segist aðeins fara 21 km einu sinni á ári. Hún er meðmælt- ari því að fólk fari styttri vega- lengdir og oftar. Hún segir að fólk eigi að gæta að því að hlaupa rétt. „Eg hef séð fólk í götuhlaupum sem hleypur allt of mikið á táberginu, er með stífar axlir og hendur og þar fram eftir götunum. Mikilvægt er að hafa mjaðmir undir bol og fætur undir mjöðmum. Það sem mér finnst svo jákvætt Margrét Jónsdóttir segist fá mikið út úr því að vera með i götuhlaup- um, tíminn skipti minna máli. DV-mynd BG við skokkið er útiveran. Ég fæ heil- mikið út úr því að vera úti hvernig sem viðrar. Það er alltaf betra veð- ur en maður heldur, það er bara að klæða sig samkvæmt þvi.“ -hmó Rey kj aví kurmaraþon: Sleppa skokkinu ef meiðsli eðaveikindi geravartvið sig - sjötta vika æfingaáætlunar í sjöttu viku verða litlar breyting- ar. Rétt er að ítreka að þaö er aldr- ei of seint að byrja að fylgja áætlun- inni. Það á sérstaklega við um þá sem ætla í skemmtiskokkið. Þeir sem eru að byrja núna myndu þá hlaupa aðeins styttri vegalengdir fyrst um sinn. Áðalatriðið er að uppbyggingin sé jöfn og stígandin í æfingunum mátuleg. Aldrei má fylgja æfmgaáætlun svo stíft eftir að ekki sé tekið tillit tii veikinda eða meiðsla. Ráðlegt er að sleppa skokkinu ef fólk verð- ur veikt. Það sama á við um meiðsli. Það getur gert illt verra að þrjóskast við. Að sama skapi er ekki skynsamlegt að bæta sér upp þær æfingar sem maður hefur misst úr með því að skokka meira Skemmtiskokk Hálfmaraþon Maraþon ÓlöfHuld Ásgeir Vöggur 1.d. 5 km rólega 12kmrólega 18 km rólega 2. d. Hvíld Hvíld Hvíld 3. d. 3kmjafnt 6 km jafnt 8kmfartleíkur 4. d. Hvild Hvild 10 km rólega 5. d. 5 km rólega 8kmrólega 12kmjafnt 6. d. Hvíld eða 3 km Hvíld Hvíld . rólega 7. d. Hvíld 6 km jafnt 8 km rólega Hitt er svo annað mál að það er ekki bráðnauðsynlegt fyrir þá sem ætla að hlaupa skemmtiskokkið að æfa sig markvisst undir það. Það fer allt eftir því hvað hver og einn vill. Það er að sjálfsögðu hægt að komast af með engan undirbúning ef hraðanum er stillt í hóf en ég held að almennt fái fólk meiri ánægju af því að koma vel undir- búið í skokkið og geta farið létt í gegnum þaö. Svo er hka gaman að bera sig saman við aðra. dagana á eftir. Þá getur álagiö orð- ið of mikiö og stígandinn í uppbygg- ingunni riðlast. Skokk hefur litla meiðslaáhættu í fór með sér, byrjendur fá stundum eymsh. Oftast er þá um að ræða stífleika í vöðvum en einnig getur verið um vott af beinhimnubólgu að ræða. Teygjur, heit böð og nudd ráða oftast bót á þessu. Ef ekki, þá er rétt að leita til læknis. Kveðja, Sigurður Pétur Sigmundsson STVRKIR REYKJAVIKURMARAÞON ýg> TOYOTA Tákn um gœði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.