Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Qupperneq 33
45 LAUGARDAGUR 6. JÚLl 1991. 1. 0 ; il i .1 M /. ti .i / : . ; , „Hundruð útigangsmanna hafast viö í París án húsaskjóls. Ræfilslegt fólk sem hefst við á götum borgarinnar, algerlega án afskipta stjórnvalda." upp við það, heldur krækja fyrir blettina og reyna að hugsa sem minnst um hvað gerst hefur. Reyndar er aðcdmálið að vera ekki ein á ferli seint á kvöldin.“ Ógnargrýlur samfélagsins Það er einmitt þessi kona og aðr- ar fjölskyldur í hennar aðstöðu sem hafa sett Cresson og Mitterrand í vanda. Sú staðreynd er sláandi að þegar Mitterrand komst til valda 1981 þá voru þessi unglingar, ógn- argrýlur samfélagsins í dag, aðeins óhörðnuð börn og það er afskipta- leysi stjórnvalda sem á að mestu leyti sökina á því hvemig komið er. Reyndar hafa frönsk stjórnvöld ekki of mikil afskipti af velferð þegna sinna því þrátt fyrir að stjórnin í landinu kallist vinstri- stjóm sósíalista má frekar segja að hún hallist til hægri. Ég sé á hverjum degi blindan mann með hundinn sinn. Maður þessi syngur hástöfum og betlar um leið. Hann er snyrtilega klædd- ur sem bendir til þess aö hann sé eingöngu að betla fyrir mat. Af þessu má ráða hversu vel er búið að blindum í landinu og jafnframt að ef þú átt ekki góða að er eins vist að þú sért upp á þig einan kom- inn, sama hver eða hversu mikil fötlun þín er. En það er ekki bara hann sem þarf að beijast fyrir lífi sínu. Hundruð útigangsmanna haf- ast við í París án húsaskjóls. Ræf- ilslegt fólk sem hefst við á götum borgarinnar, algerlega án afskipta stjómvalda. Líf þessa fólks er af- skaplega dapurt þar sem það staul- ast um illa klætt með aleiguna í pokum. Það hefur jafnvel ekkert afdrep til að framkvæma grund- vallarþarfir sínar. Hver vill svo sem vera í aðstöðu konunnar sem á brautarpalli í miðborginni neydd- ist til að hysja upp um sig pilsið sitt og gera þarfir sínar í poka. Poka, sem hún að athöfninni lok- inni batt fyrir og henti á teinana. Þetta gerði hún fyrir framan allt það fólk sem stóð og beið eftir næstu lest. Gjöf flækingsins Afskipti mín af rónunum hófust í vetur þegar sem kaldast var. „Ég hafði séð þá áður á ferðum mínum um borgina, ég átti reyndar þrjá káta nágranna sem bjuggu á göt- unni minni. Þeir betluðu í gamla steikarpönnu og ég hafði lagt það í vana minn að gefa þeim smápen- ing af og til, enda urðu þeir alltaf jafnhiminlifandi. Það var svo eitt sinn að ég gleymdi lyklunum mín- ,um og þurfti að bíöa úti í nístandi kulda. Allir strunsuðu framhjá mér þar sem ég sat og vorkenndi sjálfri mér, öskuill yfir að hafa líka gleymt veskinu mínu heima. Skyndilega varð ég vör við návist einhvers. Ég leit upp og við mér blasti innilegt bros á skítugu and- liti. Ég leit strax niður, vissi ekki alveg hvernig ég átti að bregðast við. Þá sá ég tvær hendur rétta fram ólögulegan böggul og eftir smástund skildist mér hvað hann vildi, einn fyrrnefndra nágranna minna.-Hann var að bjóða mér peysuna sína og rám rödd hans sagði: „Taktu peysuna því það er svo kalt og það er vont að vera kalt.“ Um leið vissi ég að aldrei myndi ég fá innilegri gjöf en peysu flækingsins en ég stóð upp og af- þakkaði gjöfina, kunni ekki við svona höfðingsskap en forvitni mín var vakin. Það er þess vegna sem ég hef freistast til að stoppa og spjalla við þá borgarróna sem á vegi mínum verða og reyna að skyggnast aðeins á bak við skítug andlitin, að sjá hvaö leynist innan tötranna. Það er ekki oft sem það tekst. Þeir hafa yfirleitt enga löngun til að segja frá sér og lífi sínu, deyfðir af of mikilli drykkju, þessir yfirlýstu alkóhól- istar sem löngu eru komnir yfir stig sjálfsvorkunnar. í félagi með dúfunum Á Rue Saint-Jac ues, sem er róleg gata í fimmta hverfi, býr indælis- karl. Hann vill ekki segja mér hvað hann heitir, segist hafa týnt nafn- inu sínu. „Enda er ég ekki neitt. Sérðu dúfurnar þarna,“ og hann bendir á dúfnapar sem röltir í kringum okkur. „Þær vekja mig á hverjum morgni, ég er búinn að þekkja þær í þrjú ár. Áttu kannski brauð eða pening fyrir brauði, því ég hef engu náð að safna fyrir þær í dag?“ Ég neita en býð honum í staðinn sígarettur, eina til aö reykja strax og tvær „í nesti“. Þeg- ar hann tekur við þeim sé ég að það vantar á hann tvo putta og er hönd- in öll afmynduð. „Ertu frá París?“ spyr ég og hann svarar um síðir játandi en ber talið strax að dúfun- um, leyfir mér að taka myndir af sér ef ég lofa að gefa honum eintak „því eins og þú sérð hef ég enga aðstöðu til að taka myndir hér á mínu heimili" og bendir jafnframt á skotið sem hann situr í allan árs- ins hring. „Er þetta ekki vond og köld vist“ spyr ég og hann svarar fáu. Ég ítreka spuminguna og hann svarar með semingi: „Það er verst þegar hann rignir.“ Og enn og aftur snýr hann talinu að dúfunum sín- um. Það er nokkuð ljóst að hann, eins og aðrir rónar, vill ekkert um sig og líf sitt segja. En þegar ég geng burtu get ég ekki varist því að velta fyrir mér hvort hann eigi sér ein- hverja drauma og þá hvað hann hugsar að kvöldi dags, þegar hann hallar aftur augunum, einn með dúfunum sínum. Dagurmeð rónunum Og af tómri forvitni ákveð ég að eyða einum degi í þessu rónasamfé- lagi. Ég birgi mig upp af sígarettum og vel mér svo álitlegan hóp í ein- um af almenningsgörðum borgar- innar. Mér er tekið meö semingi en er aö lokum samþykkt eftir þó nokkurt hik, þar sem ég á nóg af sígarettum, auk þess sem ég er eins og þau, útlendingur í samfélaginu. „Svo þú ert nerni," segir Paul. „Við erum allir nemar, ég er til dæmis í heimspeki, já, heimspeki,“ segir hann og er greinilega nokkuð ánægður með valið. Ekki virðist hann þó vera við eina fjölina felld- ur, því skömmu seinna er hann orðinn lögfræðinemi og eigandi átta íbúða úti um allan heim. Þegar ég spyr hann nánar út í námsferil hans segist hann vera útskrifaður lögfræðingur og þjóðfélagsfræðing- ur úr háskóla lífsins. „Ég er sál- fræðingur götunnar og hef ekki þörf fyrir aðra menntun." Monica segir að það sé ekkert vandamál að borða, „okkur leggst alltaf ejtt- hvað til.“ „Sofa?“ spyr hún forviða á spumingunni, „það er sko ekkert mál, bara leggjast niður og loka augunum." En hvað er það í raun sem hefur dæmt þetta fólk til götulífs? Það væri of einfalt að skella skuldinni eingöngu á áfengið því ástæðan er oft önnur og dýpri. Oftar en ekki eru það líkamlegir gallar, sem hafa útskúfað því úr samfélaginu, vönt- un á útlimum eða afmyndun á einn eða annan hátt. Það er og margt áberandi ófrítt, mælt eftir þeim af- stæða staðli sem við höfum vanist og köllum líkamlega fegurð. Eftir stendur sú staðreynd að það er öðruvísi þetta fólk sem situr undir pappakössum og dagblöðum, á rist- um eða í húsaskotum á pokum eða vafið inn í teppi. Þetta fólk sem betlar með þöglu augnaráði, ýtni og frekju eða með því að sýna lík- amsgalla sína. Fólk sem á lífsviður- væri sitt undir gæsku meðborgara sinna, fólk sem er komið upp á náð og miskunn annarra. Verðurbreyting árið 1993? Enn eitt vandamálið sem krefst lausnar og það er ljóst að Edith Cresson hefur í mörg horn að líta. En það er deginum ljósara að ef henni á að takast að stýra landi sínu farsællega verður .henni að skiljast að þjóðfélagið er það fólk sem í landinu býr, ekki eitthvað sérstakt fyrir framlínu mennta- manna og ríkisbubba. Að þeim sem landinu stjórna ber skylda til að * hlúa að þegnum landsins og hjálpa þeim sem minna mega sín. Þetta veit þó Edith Cresson og jafnframt það að Frakkland verður að koma lagi á mál sín heima fyrir, ef það á að vera styrkt efnahagslega og stjórnmálalega þegar landa- mæri Evrópu opnast 1993. En skyldi henni takast að leysa hingað til óleyst vandamál með kvenlegri útsjónarsemi? Það verður tíminn einn að leiða í ljós. Ása Ólafsdóttir, Frakklandi Vandi innflytjenda er mikill í Frakklandi þar sem þeim er tekið sem annars flokks þjóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.