Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Side 46
58
laugardagur^. jC;lí 1991.
Afrnæli
Öm Eiðsson
Örn Eiðsson ritstjóri, Hörgslundi
8, Garðabæ, verður sextíu og flmm
áraámorgun.
Starfsferill
Örn fæddist á Búðum við Fá-
skrúðsfjörð og ólst upp á Fáskrúðs-
firöi. Hann lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræöaskóla Akureyrar 1944 og
verslunarskólaprófi frá VÍ1946.
Örn stundaði verslunar- og skrif-
stofustörf í Reykjavík 1946-53, hefur
verið starfsmaður Tryggingastofn-
unnar ríkisins frá 1953, fyrst gjald-
keri og síðast deildarstjóri en er nú
ritstjóri tímarits Tryggingastofn-
unnar ríkisins, Almannatryggingar
-Félagsmál.
Örn hefur verið íþróttafréttaritari
að aukastarfi, bæði hjá sjónvarpi og
útvarpi, veriö íþróttaritstjóri Al-
þýðublaðsins í áratugi, ritstjóri og
útgefandi tímaritsins Allt um íþrótt-
ir og ritstjóri íþróttablaðsins. Örn
er nú ritstjóri og útgefandi héraðs-
fréttablaðsins Garðpóstsins í Garða-
bænum.
Örn hefur haft ýmis afskipti af
stjórnmálum á vegum Alþýðu-
flokksins. Hann átti sæti í bæjar-
stjórn Garðabæjar eitt kjörtímabil,
hefur setið í bæjarráði og nokkrum
nefndum. Hann hefur átt sæti í
flokksstjórn og gegnt formennsku í
ílokksfélaginu í Garðabæ auk þess
sem hann hefur setið nokkur flokks-
þing Alþýðuflokksins.
Örn hefur starfað mikið innan
íþróttahreyfingarinnar. Hann sat í
stjórn Frjálsíþróttafélags íslands í
þrjátíu ár, þar af sextán ár formað-
ur, hefur átt sæti í ólympíunefnd
íslands á þriðja áratug og lengst af
í framkyæmdanefnd, var í mörg ár
í stjórn ÍR, í stjórn Fijálsíþróttaráðs
Reykjavíkur og í stjórn Samtaka
iþróttafréttamanna. Þá hefur hann
sótt fjölmörg alþjóðleg þing íþrótta-
manna. Loks hefur hann verið far-
arstjóri í ótal keppnisferðum er-
lendis.
Fjölskylda
Örn kvæntist4.8.1951 Hallfríði
Kr. Freysteinsdóttur, f. 27.2.1928,
fulltrúa en hún er dóttir Freysteins
Sigurðssonar, iðnverkamanns á
Akureyri, og Guðlaugar Pétursdótt-
ur húsmóður.
Börn Arnar og Hallfríðar eru Eið-
ur, f. 16.10.1951, kerfisfræðingurí
Hafnarfirði, kvæntur Hafdísi Stef-
ánsdóttur og er sonur þeirra Einar
Rafn, f. 2.11.1989 en sonur Eiðs frá
fyrra hjónabandi er Einar Örn, f.
9.2.1978; Guðbjörg Kristín, f. 29.7.
1958, kennari í Garðabæ.
Systkini Arnar: Sveinn Rafn, f.
22.5.1928, forstöðumaður á Egils-
stöðum, kvæntur Gyðu Ingólfsdótt-
ur og eiga þau sex börn; Ragnhild-
ur, f. 15.3.1930, búsett í Reykjavík
og á hún tvö börn; Berta, f. 10.9.
1933, bókavöröur í Garðabæ, gift
James Arthúr Rail og eiga þau fjög-
ur börn; Kristmann, f. 27.5.1936,
kennari og þýðandi í Reykjavík,
kvæntur Kristínu Þorsteinsdóttur
og eiga þau fjögur börn; Bolli, f. 4.5.
1943, kennari í Svíþjóð, kvæntur
Klöru Sigvaldadóttur og eiga þau
sex börn; Albert, f. 9.3.1945, póst-
maður í Reykjavík.
Foreldrar Arnar voru Eiður Al-
bertsson, f. 19.10.1890, d. 1972, odd-
viti og skólastjóri á Búðum á Fá-
skrúðsfirði, og Guðríður Sveins-
dóttir, f. 17.5.1906, d. 1986, húsmóðir.
Ætt
Eiður var sonur Alberts, b. og
skipstjóra í Garði í Fnjóskadal,
Finnbogasonar, b. í Presthvammi,
Finnbogasonar. Móðir Eiðs var
Ragnhildur Jónsdóttir, b. í Hvammi
í Þistilfirði, Bjarnasonar.
Örn Eiósson.
Guðríður var dóttir Sveins, hrepp-
stjóra á Búðum, Benediktssonar, b.
í Hamarsseli, Benediktssonar, pósts
Björnssonar. Móðir Sveins hrepp-
stjóra var Ragnheiöur Jónsdóttir.
Móðir Guðríðar var Kristborg
Brynjólfsdóttir, frá Hvalnesi í
Stöðvarfiröi, Jónssonar. Móðir
Kristborgar var Guðlaug Jónsdóttir,
b. í Gautavík og í Núpshjáleigu,
Jónssonar „matrós" b. í Gautavík,
Jónssonar. Móðir Guðlaugar var
Þórdís Einarsdóttir.
2».
Yalgeir Matthías Pálsson
Valgeir Matthías Pálsson, fyrrv.
húsvörður Austurbæjarskólans í
Reykjavík, nú til heimilis að
Brekkubyggð 7, Blönduósi, er átt-
ræður í dag.
Starfsferill
Valgeir fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Eftir barna- og unglinga-
skólanám var hann í Reykholti í
Borgarfirði í tvo vetur. Þá stundaði
hann orgelnám hjá Þórði Sigtryggs-
syni og Kristni Ingvarssyni, organ-
ista í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
Valgeir starfaði frá upphafi við
byggingu stórbýlisins að Korpúlfs-
stööum og var síðar vinnumaður
hjá Thor Jensen í tíu ár. Hann vann
við landmælingar með dönskum
mælingamönnum og starfaði í mörg
ár hjá Rafveitu Reykjavíkur. Á fer-
tugsaldri hóf Valgeir störf í Austur-
bæjarskólanum, fyrst sem dyra-
vörður og síðar húsvörður til ársins
1977.
Fjölskylda
Valgeir kvæntist 28.9.1940 Önnu
Sigríði Baldursdóttur, f. 16.2.1921,
en hún er dóttir Baldurs Einarsson-
ar, sjómanns og síðar verkstjóra, og
Guðnýjar Hólm Samúelsdóttur.
Börn Valgeirs og Önnu eru Guðný
Hrafnhildur, f. 15.4.1941, ráðskona,
var gift Sigurði Eiríkssyni múrara
en synir þeirra eru Eiríkur, Hrafn,
sem lést af slysförum 1981, Hörður
og Svavar auk þess sem Hrafnhildur
átti Valgeir Matthías sem Valgeir
og Anna ættleiddu; Svava, f. 28.8.
1942, starfsmaður Orkustofnunar,
gift Guðjóni Inga Sigurðssyni, hljóð-
færaleikara og trésmið, en börn
þeirra eru Ingibjörg, Sigurður og
Arnar; Brynhildur, f. 27.9.1943, gift
Ágústi Stefáni Ágústssyni en þau
eru búsett í Kanada ásamt dætrum
sínum, Önnu Ingibjörgu, Svövu og
' Brynhildi; Baldur, f. 24.6.1945, fram-
kvæmdastjóri, kvæntur Þuríði Her-
mannsdóttur en synir þeirra eru
Hermann Þór, Valgeir Matthías, og
Þormóður Orri; Páll Böðvar, f. 22.11.
1949, golfvallarstjóri á Blönduósi,
kvæntur Sigríði Jónsdóttur og eru
böm þeirra Valgeir Matthías, Mar-
íanna, Rakel og Rebekka; Stefanía,
f. 1.11.1956, útvarpsþulur, gift Eiríki
Hreini Helgasyni, rannsóknarlög-
regíumanni og söngvara, og eru
börn þeirra Kristinn Geir, Tinna og
Andri; Valgeir Matthías, f. 2.1.1962,
rafvirkjanemi, kvæntur Bimu Sig-
fúsdóttur og eru börn þeirra Hrafn-
katla og Böðvar.
Systkini Valgeirs: Magnús Berg-
mann, f. 19.11.1912, d. 1990, glerslíp-
unarmeistari, var kvæntur Ragn-
heiði Þyri Nikulásdóttur og eignuð-
ust þau sex börn; Svava, f. 29.6.1916,
d. 27.4.1922; Hrefna, f. 23.11.1919,
var gift Hans Guðmundi Magnús-
syni kaupmanni sem lést 1973 og
áttu þau einn kjörson en seinni
maður Hrefnu var Óskar Axel Sig-
urðsson bakarameistari sem lést
1987; Svavar, f. 13.5.1924, d. 1968,
starfsmaður Rafveitu Reykjavíkur,
var kvæntur Ólöfu Ólafsdóttur og
eignuðust þau þrjá syni; Sigurður,
Valgeir Matthias Pálsson.
f. 23.11.1926, glerslípunarmaöur og
síðar umsjónarmaður Lækjarskóla
í Hafnarfirði, kvæntur Guðrúnu
Pálsdóttur og eiga þau sex börn.
Foreldrar Valgeirs voru Páll Böð-
var Stefánsson, f. að Fossá í Kjós
16.8.1886, trésmíðameistari, lengi
hjá Rafveitunni, og Guðný Magnús-
dóttir, f. að Dalkoti í Kirkju-
hvammshreppi í Vestur-Húnavatns-
sýslu29.6.1885.
Foreldrar Páls voru Stefán Hann-
esson, sjómaður frá Litla-Botni, og
Guðrún Matthíasdóttir frá Fossá er
lengi rak veitingasölu í Reykjavík.
Foreldrar Guðnýjar vom Magnús
Guðlaugsson og Þorbjörg Þórðar-
dóttir frá Sigríðarstöðum í Vestur-
hópi.
Valgeir dvelur að heimili sínu á
afmælisdaginn í faðmi fjölskyld-
unnarogvina.
Til hamingju með
afmælið 7. júlí
90 ára
60 ára
S vava Sigurðardóttir,
Hjallaseli 55, Reykjavík.
Agnes Sigurðsson,
Dalbraut 25, Reykjavik.
Andrés Bergsson,
Klapparstíg 5, Akureyn.
KennethScarr,
Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfirði.
50 ára
Aðalheiður Jóhannesdóttir,
Áfabyggð9, Akureyri.
Stefán Bjarnason,
Nautsbúð 8, Hellissandi.
Hildur Júliusdóttir,
Greniteigi34, Keflavík.
Aðalsteinn Grímsson,
Eilífsdal, Kjósarhreppi.
Leó F. Sigurðsson,
Oddeyrargötu 5, Akureyri.
40ára
Símon Þorsteinsson,
Túngötu 1, Grindavik.
Svava Jóhannesdóttir,
Melási 12, Garðabai.
Sigurður Sigurðsson,
Hvassaleiti 20, Reykjavík.
Kristín H. Traustadóttir,
Reynihlíð 8, Reykjavík.
Vilborg Árný Valgarðsdóttir,
Hjaltabakka32, Reykjavík.
Viðar Marel Jóhannsson,
Kirkjuteigi 18, Reykjavík.
Þórarinn F. Grétarsson,
Sunnuvegi 14, Skagaströnd.
Sævar Ástráðsson,
Hjarðarholti 13, Selfossi.
Guðríður Sigurðardóttir
Svanbjörg Eiríksdóttir
Svanbjörg Eiríksdóttir mat-
reiðslukona, Hlíðargötu 28 i Sand-
gerði, verður sextug á morgun.
Starfsferill
Svanbjörg er fædd á Neskaupstað
og ólst þar upp. Hún hlaut barna-
skólamenntun. Svanbjörg fór
snemma að heiman og vann hin
ýmsu störf. Hún var til að mynda
vinnukona í Reykjavík á sínum
yngri árum og starfaði sem kokkur
á síldarbát. Síðustu sextán árin hef-
ur hún unnið sem matreiðslukona
í mötimeytinu í Rockvill. Hún var
trúnaðarmaður starfsmanna þar í
þrjú ár.
Svanbjörg hóf búskap í Keflavík
1953. Hún flytur austur að Neskaup-
stað 1967 og býr þar til ársins 1973
er hún flytur í Sandgerði þar sem
hún hefur búið síðan.
Fjölskylda
Svanbjörggiftist 31.12.1954 Sveini
Þorgrímssyni, f. 26.4.1931, d. 13.9.
1986, leigubifreiðastjóra. Foreldrar
hans eru Þorgrímur Einarsson,
bóndi á Síðumúlaveggjum, Hvítárs-
íðurog Guðrún Guðmundsdóttir
húsmóðir.
Börn Svanbjargar eru: Ása Sigríð-
ur, f. 24.3.1954, matreiðslukona í
Sandgerði, börn hennar eru Peter
Robert, f. 18.3.1983, og Svanbjörg
Dóra, f. 9.9.1986; Pétur Friðrik, f.
29.7.1959, leigubifreiðasljóri í Kefla-
vík, sambýliskona hans er Stefanía
Sigurðardóttir, f. 24.10.1963, böm
þeirra eru Elísabet Tanja, f. 26.10.
1989, og Linda Ósk, f. 6.2.1991. Ste-
fanía átti dreng fyrir, Kristján Val,
f. 11.7.1983; Linda Ósk, f. 13.2.1963,
hún er búsett í Bandaríkjunum,
maki hennar er Gilbert Molina,
börn þeirra eru Sveinn Eugene, f.
14.4.1986, og Ása Janet, f. 22.1.1990.
Systkini Svanbjargar eru: Mar-
grét, f. 25.3.1929, verkakona á Nes-
kaupstað, maki hennar er Magnús
Hermannsson og eiga þau þrjú böm;
Ásmundur Guðni, f. 18.10.1941, d.
1944; óskírður Eiríksson, f. 15.5.
1946, d. 16.5.1946.
Svanbjörg á einn fósturbróður,
Þórð Flosason, f. 23.6.1946, raf-
Svanbjörg Eiríksdóttir.
virkja, maki hans er Borghildur
Stefánsdóttir, þau eru búsett í Kópa-
vogi og eiga þrjú börn.
Foreldrar Svanbjargar em Eirík-
ur Guðnason, f. 8.5.1906, sjómaður
fæddur á Norðfiröi og Sigríður Ein-
arsdóttir, f. 14.10.1901, d. 26.5.1989,
húsmóðir, hún var fædd á Staðar-
felli í Lóni. Þau bjuggu alla tið á
Neskaupstað og býr Eiríkur þar
enn.
Svanbjörg tekur á móti gestum í
húsi Björgunarsveitarinnar Sigur-
vonar í Sandgerði frá kl. 18.00 í dag.
Guðríður Sigurðardóttir húsmóð-
ir, Kársnesbraut 78, Kópavogi, er
sjötug í dag. Hún og maður hennar,
Friðþjófur Hraundal, eiga einnig
fjörutíu ára brúðkaupsafmæli þenn-
andag.
Starfsferill
Guðríður er fædd og uppalin á
ísafirði. Hún byijaði snemma að
vinna utan heimihs. Á unglingsár-
unum var hún í vist en vann síöan
á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði
í fimm ár. Auk þess vann hún á
Skíðaskólanum á ísafirði á þessum
árum. Árið 1944 flutti hún suður og
vann þar við ýmis störf þar til árið
1973 að hún réð sig að íþróttahúsi
Kársnesskóla sem baðvörður. Vann
hún þar allt til ársins 1988 er hún
lét af störfum sökum aldurs.
Fjölskylda
Guðríður giftist 6. júlí 1951 Friðþjófi
Hraundal, f. 15.9.1918. Foreldrar
hans voru Sigurlaug Guðmunds-
dóttir ljósmóðir og Ásgeir Hraundal.
Böm Guðríðar eru: Guðmundur
Antonsson, f. 11.2.1943, málara-
meistari, maki Anna G. Árnadóttir,
þau eru búsett í Kópavogi og eiga
þijú börn og fjögur bamabörn; G.
Ómar Fiðþjófsson, f. 2.10.1951,
kaupmaður, maki Sigurbjörg Þór-
Guðríður Sigurðardóttir.
mundsdóttir, þau eru búsett í
Reykjavík og eiga íjögur börn. Frið-
þjófur Friðþjófsson, f. 25.11.1959,
hann á tvö börn og er búsettur í
Reykjavík; G. Berglind Friðþjófs-
dóttir, f. 10.3.1961, ritari, maki Stef-
án B. Högnason rafmagnsiðnfræð-
ingur, þau eru búsett í Kópavogi og
eigatvö börn.
Guðríður átti 9 systkini en þijú
þeirra dóu ung að árum. Hún á einn-
ig einn uppeldisbróður.
Foreldrar Guðríðar voru Sigurður
Bjarnason, verkamaður á ísafirði,
og Aðalheiður Dýrfjörð. Þau bjuggu
lengstafáísafirði.