Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Blaðsíða 52
Landsbankinn tryggir rekstur Álafoss til áramóta: Bankinn vill taka þrotabúið á leigu Landsbankinn hefur ákveöiö að fara þess á leit viö bústjóra þrota- bús Álafoss að taka reksturinn á leígu til áramóta. Meö þessu vill bankinn freista þess að minnka þau áíoli sem hann ella yrði fyrir. Bankinn hefur fariö þess á leit við stjórnendur fyrirtækisins aö þeir haldi áfram störfum h)á fyrirtæk- inu ef af leigu veröur. Á næstunni mun fulltrúi bankans, Bárði Áma- son, ásamt Ólafi Ólafssyni fram- kvæmdastjóra halda tíl Rússlands til aö ganga frá stórum sölusamn- ingá á íslenskum ullarvörum við Rússneska innkaupasambandið. Á blaðamannafundi sem Sverrir Hermannsson bankastjóri hélt vegna þessa kom fram sú skoðun hans að bankinn hafi horft upp á allt að 150 milljón króna tap ef rekstur Álafoss hefði stöövast end- anlega nú. Með áframhaldandi rekstri næstu sex mánuðina mættí væntanlega minnka það tap veru- lega og jafnframt finna leiðir til að tryggja framtíð íslensks ullariðn- aðar. „Við höfum staðfestan grun um að áhugi sé á rekstri slíks fyrirtæk- is. Viö áiítum það hag bankans og allra annarra að það verði fundin framtíðarlausn á ullariðnaöinum. Þessa mánuöi munum viö leita leiða til að finna aðila sem tilbúnir ■ eru að taka við þessu og tryggja áframhaldandi rekstur. Við mun- um reka þetta mjög þröngt á þessu tímabili með sem minnstum tíl- kostnaði og meö eins lítilli áhættu og unnt er,“ sagði Sverrir. -kaa LOKI Þá hefur Sverrir Hermannsson tekiö upp prjónana! Bæjarstjórinn á Akureyri: Það sem við vorumað vonast til „Þetta er það sem menn hafa verið aö vonast til og verið að vinna aö. Með þessu móti má örugglega búa til meiri verðmæti en ef menn heföu bara klippt á áframhaldandi rekstur. Það er bara vonandi að á þessum tíma gefist mönnum færi á -að fara betur ofan i hlutina og leita uppi þá fleti sem kunna að vera á framhald- inu." segir Halldór Jónsson. bæjar- stjóri á Akureyri, um þá ákvörðun Landsbankans að taka þrotabú Áia- foss á leigu til áramóta. Halldór sagði þessa niðurstöðu gefa færi á aö kanna möguleikana á fram- iBtíö íslensks ullariðnaöar og tryggja stórum hluta starfsmanna áfram- haldandi vinnu. Hann segir að þó verði að gera ráö fyrir að með endur- skipulagningu á rekstrinum ásamt auknu aðhaldi megi gera ráö fyrir að einhverjir missi vinnuna. -kaa Víetnamamir: Eitt barnanna á .Landspítalanum Eitt víetnömsku barnanna, sem komu hingað til lands i gær i hópi flóttafólksins frá Hong Kong, liggur nú á Landspítalanum. Aö sögn Hólm- fríðar Gísladóttur, deildarstjóra fé- lagsmáladeildar Rauða kross ís- lands, reyndist barniö vera meö bull- andi eyrnabólgu og lungnabólgu þeg- ar það kom hingað. Þaö var því lagt inn á Landspítalann. „Barniö hélt engu niöri en kastaði upp í sífellu. það var því orðið mjög þurrt. Þaö hefur nú fengið vökva og penísillín í æð og líður betur,“ sagöi Hólmfríður. -JSS LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991. Erich H. Köppel og Maria Hákonardóttir gerðu stutt „fréttastopp“ þegar DV hitti þau á Myrdalssandi. Þau voru búin að hjóla 232 kilómetra á tveimur dögum en reiknuðu með að vera um 3-4 vikur að hjóla hringinn i kringum land- ið. Þau æfðu sig vel fyrir ferðina með sundferðum, skokki og styttri hjólreiðatúrum enda fundu þau ekki fyrir þreytu. DV-mynd Brynjar Gauti Veðrið á sunnudag og mánudag: Suðaustlæg átt og áfram hlýtt Á sunnudag veröur hæg suðaustlæg- eöa breytileg átt. Þurrt verður og bjart um mest allt land en dálítíð þokuloft eða mistur við austur- og suðurströndina. Hiti veröur á bilinu 13-23 stig að deginum, hlýjast á Vestur- og Norðurlandi. Á mánudag verður suðaustanátt. Dáhtil súld verður suðaustanlands og skýjað að mestu á Suður- og Austurlandi en léttskýjað á Norður- og Vesturlandi. Áfram verður hlýtt, einkum norðvestantil. ForstjóriÁIafoss: Það eina í stöðunni „Þetta var það eina sem hægt var að gera í stööunni," sagði Ólafur Ól- afsson, framkvæmdastjóri Álafoss, um ákvörðun Landsbankans að taka fyrirtækið á leigu næstu sex mánuð- ina. „Landsbankinn tekur reksturinn á leigu til þess að gæta eigin hagsmuna og til þess aö gefa öðrum aðilum umþóttunartíma tíl þess að taka yfir. Það er ekki hlutverk bankans að standa í atvinnurekstri eins og þess- um. Það veröur aö leita leiöa til þess að tryggja hann til lengri tíma. Ef það tekst ekki þá verður hann aflagð- ur.“ Aðspurður um hvort hann teldi að þessi ákvörðun Landsbankans myndi bjarga rekstrinum tíl fram- búðar sagði Ólafur að hún yrði alla vega tíl þess aö hann stöðvaðist ekki núna. Næstu daga yrði unnið að aö- gerðaáætlun, sem menn væru þegar farnir aö ræða, en ekki væri búið aö ganga endanlega frá. Yröi hún vænt- anlega fullgerð í byrj un næstu viku. -JSS t í í i t i i i i F R ETTASKOTIÐ 62 • 25 • 25 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 ffliiii Laugardaga 10-17 Sunnudaga 14-17I TM-HUSGÖGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.