Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. Fréttir i>v 650 milljóna króna tap á ökutækjatryggingum Tryggingafélögin töpuðu 650 milljónum króna á ökutækjatryggingum i fyrra. Þetta tap nemur 14 prósentum af bókfærðum iðgjöldum félaganna. Afkoma almennra tryggingafélaga — á verðlagi 1990 í milljónum króna — 100 50 o -50 -100 -150 -200 vís Trygglnga- mlðstöðln Sjóvá- Almennar Önnur almenn félög □ 1989 H 1990 Grafið sýnir, hvernig rekstur Vátryggingafélagsins snerist úr hagnaði i stórt tap og hagnaður minnkaði hjá hinum. Heimild: Visbending. Tryggingafélögin töpuðu 650 millj- ónum króna á ökutækjatryggingum í fyrra. Þetta tap nemur 14 prósent- um af bókfærðum iðgjöldum félag- anna. Þetta eru auðvitað geysimiklar íjárhæðir. En tap hefur verið lengi á ökutækjatrvggingum, þótt iðgjöldin hafl hækkað mikið. Tap félaganna á þessari grein var 7 prósent iðgjalda árið 1989 og 10 prósent árið 1988. Þetta tap er einkum talið eiga rætur sínar að rekja til miklu meiri tjóna- greiðslna af slysatryggingu öku- manns og eiganda en ráð var fyrir gert. Þessari tryggingu var komið á árið 1988. Fólk gerir sér nú meiri grein en áöur fyrir rétti sínum til bóta. Tjón koma nú fram, sem áður voru ekki tilkynnt eða krafizt bóta fyrir. Þetta er vel. Iðgjöld bifreiðatrygginga hafa ver- ið að hækka mikið, og fólk hefur kvartað yfir því. Þessi iðgjöld hækk uðu um rúm 20 prósent fyrr á þessu ári. Alltaf er hvellur, þegar iðgjöldin hækka, enda eru þau þungur baggi á bifreiðaeigendur. En þrátt fyrir hækkunina síöastliðinn vetur er lík- Sjónarhom Haukur Helgason lega enn stórtap á greininni. Ef grannt er skoðað, verður ekki komizt að annarri niðurstöðu en þeirri, að við verðum að hafa þessi háu iðgjöld bifreiðatrygginga. Sú skoðun er til dæmis að líkindum rétt, að aksturs- lag íslendinga kalli á mörg tjón, þótt margt annað komi til. Markaðurinn ráði Tryggingafélögin hafa þungar áhyggjur af miklu tapi á bifreiða- tryggingum. Iðgjöld hafa hækkað mikið, en það dugir ekki til. Þó ber að athuga, að þessi liður er aðeins um fimmtungur iðgjalda trygginga í heild. Slæm afkoma skýrist fyrst og fremst af því, hversu tryggingafélög- in greiða nú mikið vegna slysa á fólki, eins og rakið hefur' verið. Tryggingamenn telja einu leiðina til að koma í veg fyrir meiri hækkanir iðgjalda vera að draga úr umfangi bótagreiðslna. Ætti ríkið að koma til skjalanna og greiða stóran hlut af bótum vegna slysa á fólki? Svarið er, að svo ætti ekki að vera. Greiðslur þessar eiga með réttu að vera í hönd- um almennra tryggingafélaga, á frjálsum markaði, en þá eiga iðgjöld að vera í samræmi við það. Ef litið er á rekstur tryggingafélag- anna í heild, er 160 milljóna króna tap á Vátryggingafélaginu, VÍS. En nýtt hlutafé var selt í Vátryggingafé- laginu fyrir 160 milljónir, þannig að eigið fé er samkvæmt reikningum svipað og áður. VÍS hefur afskrifað margar kröfur, sem voru orðnar vonlausar áður, og er líklegt, að staða félagsins sé að lagast að nýju. Vátryggingafélagið afskrifaði þannig í fyrra viðskiptakröfur og setti í afskriftasjóð 120 milljón krón- ur. Heildartap á almennum trygginga- félögum, á greininni í heild, reynist hafa verið 93 milljónir króna í fyrra eða 6 prósent af eigin fé, og það staf- ar mest af tapi ökutækjatrygginga, eins og nefnt hefur verið. Árið á und- an varð hagnaður félaganna í heild 166 milljónir eða 11 prósent eiginfjár. Miðar á Poi- son-tónieik- ana enn ekki endurgreiddir Margir hafa haft samband við DV þar sem þeir hafa enn ekki fengið endurgreidda rniða á rokk- tónleikana í Hafnarfiröi 16. júní en sem kunnugt er mætti aðal- hljómsveitin, Poison, ekki. Þeim hafði verið lofaö endurgreiðslu strax í vikunni eftir tónleikana. Hick hjá Rokki hf. segir að það sé vegna þess aö þeir hafl enn ekki fengið borgað út úr trygging- unum en Alan Ball sé i London að vinna í því máli. Fyrr en það tryggingarfé komi geti þeir ekki endurgreitt fólki. Hann segir að flestir starfs- menn hafi fengið laun sín greidd en enn séu 5-6 aðilar sem eigi eftir að fá einhver laun. Það hafi hins vegar komið fyrir að sumir starfsmenn hafl fengið tvígreitt og þar til þeir peningar fást aftur verði ekki greitt út meira. : Hick vonast til þess að allar skuldh' verði greiddar að fullu þegar tryggingarpeningarnir berist og að það verði jafnvel hagnaöur af tónleikunum. Hann segir það hins vegar alrangt að Poison hafi spilað annars staðar þegar þeir áttu að vera hér, eins og haldið hefur verið fram. -pj Koma Julio Iglesiasog Iron Maiden til landsins? Alan Ball hjá Rokki hf. er nú úti í Bretlandi að semja við hljóm- sveitir. Hick hjá Rokki hf. sagði að þeir mundu halda tvenna hljómleika á þessu ári. Nokkuð öruggt væri að Julio Iglesias kæmi til landsins i október og vonir stæðu til að Iron Maiden kæmi einnig til landsins í oktöb- er. Ef Iron Maiden kæmi ekki fengju þeir einhverja aðra rokk- hljómsveit. -RU Verðbólgan og pillurnar Nýi heilbrigðisráðherrann lét það verða sitt fyrsta verk að hækka lyfjaverð. Það er að segja, hann ákvað að draga úr niðurgreiðslum Tryggingastofnunar á lyfjaáti ís- lendinga. Þessi ákvörðun ráðherr- ans hefur valdiö nokkrum úlfaþyt og þá bæði hjá lyfjaneytendum og ekki síður hjá læknum. Þaö kemur nefnilega í ljós að það er ekki síður hagsmunamál læknastéttarinnar en þeirra sem éta lyfin að Trygg- ingastofnunin haldi niðurgreiðsl- unum gangandi. Læknar segjast ekki hafa hugmynd um það hvaö lyf kosti í útsölu og hafi enga verð- skrá undir hóndum. Sjúklingar þeirra hafa heldur ekki spurt, enda hafa þeir getað hámað í sig hvers konar lyf án þess að hafa áhyggjur af verðlagi þeirra. Ríkið hefur borgaö. Þetta hefur sömuleiðis leitt til þess að þjóðin hefur étið pillur í gríð og erg, þó ekki sé nema vegna þess hve ódýrar þær eru, og lyfsala hefur verið meiri og betri hér á landi en annars staðar þekkist á Vesturlöndum. Framleiðendur ly- flanna erlendis hafa borið mikið lof á íslendinga fyrir heimsmet í lyfia- áti og margverðlaunað íslenska lækna fyrir frammistöðu þeirra í því að koma pillunum á markað- inn. Þannig hafa læknar getað þjónað ákveðnum lyfiaframleið- endum og gegnt sams konar hlut- verki.og heildsalar í almennri um- boðssölu. Lyfiaframleiðendur hafa síðan launað læknunum dyggilega þessa þjónustu og eru sagðar marg- ar sögur af höfðinglegum móttök- um af þeirra hálfu í hvert skipti sem íslenskur læknir hleypir heim- draganum. Þegar ráðherra ákveður að lyf verði framvegis seld á því verði sem þau kosta liggur í augum uppi að svokallaðir sjúklingar vilja fá að vita hvað lyfin kosta og þá vand- ast máhð fyrir læknana. Þeir geta ekki lengur stjórnað lyfiaátinu og sjúklingamar taka upp á því að velja sér lyfin sjálfir út frá fyrir- hggjandi verðskrá sem ráðuneytiö segist ætla að gefa út. Svo er annað í þessu. Hættan er sú að íslendingar dragi mjög úr lyfianeyslu af efnahagsástæðum og taki jafnvel upp á því að láta sig frekar drepast en að éta pillur sem þeir hafa ekki efni á að kaupa. Vandinn er bara sá að enginn veit í rauninni hversu mikið íslending- ar eyða í pilluát eftir að Trygginga- stofnunin hættir að borga pillumar niður og afleiðingin er sú að lyfia- neyslan mæhst ekki lengur í fram- færsluvísitölunni og Hagstofan get- ur ekki reiknað verðbólguna út. Alþýðusambandið hefur þar af leiöandi mótmælt ákvöröun heil- brigðisráðherra og segir að vísi- tölufiölskyldan geti ekki framfleytt sér ef lyfiakostnaður fer upp úr öllu valdi. Er þá ekki átt við að vísi- tölufiölskyldan lifi á pillunum, en ef verðbólgan hækkar vegna verðs á lyfium, sem vísitölufiölskyldan mundi þurfa að kaupa ef hún veikt- ist, þá getur hún ekki lifað á kaupi sem ekki dugár fyrir lyfiunum. Hækkun lyfiaverðsins hefur þannig veraleg áhrif á hagþróun- ina, verðbólguþróunina og fram- færslu fiölskyldna í landinu, hvort sem þær fiölskyldur kaupa lyf eða ekki. Nú er að vísu ekki vitað hversu margir éta pillur eða hversu margár pillur þeir éta sem éta pillur á annað borð. Það er held- ur ekki vitað hvað pillurnar kosta sem menn éta vegna þess að verð- skrá hggur ekki fyrir. En Hagstof- an verður að gera ráð fyrir að pillu- át sé inni í framfærslunni og Al- þýðusambandið verður að vernda umbjóðendur sína fyrir hækkuðu verði á pillum, hvort sem þeir éta pillurnar eða ekki. Þar af leiðandi mótmælir ASÍ og reyndar BSRB líka verðlagshækkun á pillum sem skjólstæðingar þeirra mundu þurfa aö kaupa ef þeir mundu veikjast ef þeir eru í vísitölufiölskyldunni. Og af þessum sökum fer verðbólg- an af stað og hleypir öllu í bál og brand og niðurstaðan verður sú að ákvörðun heilbrigðisráðherra hef- ur lítilfiörleg áhrif á heilsuna en því meiri á efnahaginn. En þá má ekki heldur gleyma því að verðbólgan er skaðlegasta pestin sem gengið hefur hér á landi og sá sjúkdómur hefur leikið okkur verst af öllum þeim pestum og farsóttum sem yfir þessa þjóð hafa dunið. Með því að draga stórlega úr niður- greiðslum á lyfium til að forða fólki frá lyfiaáti hefur heilbrigðisráð- herra tekist að breiða út verðbólg- una á nýjan leik. Það er afrek út af fyrir sig. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.