Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Page 8
8
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991.
Útlönd
Alvarlegur f isksjúkdómur í Færeyjum
Hinn alvarlegi fisksjúkdómur sem hrjáði fiskeldi í Noregi og reyndist
þvi dýrkeypt virðíst nú kominn til Færeyja.
Sjúkdómsins hefur orðið vart í þremur laxeldisstöðvum viö Funnings-
fjord í Færeyjum. Þessi fisksjúkdómur hefur verið kallaður forunkolose
og er um aö ræöa blóðsjúkdóm sem getur haft í Fór með sér opin sár á
fiskinum. Frá þessum opnu sárum berst svo sjúkdómurinn í aðra fiska.
Til að koma i veg fyrir smit breiðist út verður að slátra öllum sýktum fiski.
Sjúkdómsins hefúr áður orðið vart í Færeyjum en þá i litlum mæli og
örugglega tókst að koma í veg fyrir að hann breiddist út. Það verður
mikið áfall fyrir fiskeldismenn ef þessi sjúkdómur nær að breiðast út þar
sem það hefur í fór með sér slátrun allra eldisfiska.
Hundabanar ganga um götur Peking
Hundaeigendur reyna að koma hundum sínum undan hundahöturunum
með því að koma þeim fyrir á hundahælum. Simamynd Reuter
Hundaeigendur í Peking eru nú felmtri slegnir og óttast miög um líf
og limi hunda sínna. Svo virðist sem hundahatarar hafi skipulagt með
sér litlar sveitir manna sem ganga um götur Pekingborgar og berja hunda
til ólifis.
í þessum hundahanasveitum virðist vera fólk sem er á móti hundahaldi
i borginni en hefur hingað til látið sér nægja aö kvarta yfir ónæði og
subbuskap af völdum hunda. Nú hafa hundahatararnir hert baráttu sína
svo um munar. Þeir hafa tekið sér slagorðið: „Útrýmum hundaplág-
unni“. Pekingborg í Kína hefúr oft verið köliuð höfuðhorg hundanna
sökum aUs þess fjölda af hundum sem þar er.
Hundaeigendur hafa reynt aö forða hundum sinum frá hættunni með
því að koma þeim fyrir á sérstökum dýraheimilum. Öll slík hæli eru nú
yfirfull af hundum og verða það væntanlega þar til eitthvað sfjákkar í
hundabönunum og hættan er yfirstaðin.
Ófrískum konum ráðlagt að taka aspirín
Ófrískar konur geta minnkaö hættuna á óeðlilega háum hlóðþrýstingi
sem stundum veldur dauöa nýfæddra barna og komist hjá því að fæða
htil og veikburða böm ef þær taka inn lítið magn af aspiríni daglega segir
í nýútkominni skýrslu.
Það em læknar í háskólanum i Cleveland sem komust að þessari niður-
stöðu. Þeir skrifuðu í bandaríska læknablaðið og héldu því fram að kon-
ur þjáðust ekki af neíkvæðum áhrifum aspiríns. Rannsókn þeirra var
gerð alls sex sinmnn á 394 óléttum konum.
Hinn ráðlagði skammtur af aspiríni fyrir óléttar konur í rannsókninni
var á milh 60 og 150 milligrömm daglega á síðustu mánuðum meögöngunn-
ar. Ahættan á að konumar fæddu bam sem var undir meðalþyngd minnk-
aði um 44% hjá þeim konum sem tóku aspiríniö miðað við samanburðar-
hóp sem ekki tók aspirín. Hættan á að konumar fengju óeðlilegan háan
blóðþrýsting á meðan á meðgöngunni stóð minnkaði um 65% hjá þeim
sem tóku aspiríniö en hár blóðþrýstingur sem er ein meginorsök nýbura-
dauða og kemur fyrir hjá um 15% allra ófrískra kvenna.
í steininn fyrir morðsamsæri
Tveir læknar á Kúbu ætluóu að
myrða Fidel Castro en upp komst
um fyrirætlan þeirra.
Simamynd Reuter
Tvei kúbanskir læknar sem
fundnir voru sekir um samsæri um
að myrða Fidel Castro vora dæmd-
ir i tólf og átta ára fangelsi fyrir
rétti í Havana i gær.
Sá sem hlaut lengri dóminn, Dr.
Julio Bientz Saab, hafði gortað af
því við starfsfélaga sina að hann
væri reiðubúinn að skjóta Castro
sem hann kenndi um efnahags-
vandræði landsins um þessar
mundir.
Læknamir tveir starfa á tauga-
og heilaskurðlækningastofnuninni
1 Havana og höfðu þeir rætt þá
hugmynd að sprengja forsetann í
loft upp þegar hann heimsækti
stofhunina í september 1990.
Saksóknari hafði farið fram á að
mennirnir yröu dæmdir í 18 og 10
ára fangelsi en dómurinn tók tillit
til þess að þeir höfðu aðeins rætt
hugmyndina en ekki hrint henni í
framkvæmd.
Þrettán manns ferðast nú á hjólaskautum um Evrópu. Fólkið ætlar sér
að fara um 1500 kílómetra leiö frá Darunörku tO Frakklands á aðeins 15
dögum. Fólkið sem er á aldrinum 17 til 41 árs fer um 100 kílómetra á dag
á hjólaskautunum og er 7 til 9 klukkustundir aö þvi. Skipuleggjandi feröar-
innar segir að þátttakendumir ættu að koma í mark þann 16. júlí.
Fólkiö byijaði að skauta í Árhúsum i Danmörku. Þaðan var farið til
Þýskalands. í næsta áfanga verður farið um Holland og Belgíu og ferð-
innl lýkur í París í Frakklandi. Lokatakmarkið er að komast i mark við
Eiffeltuminn í París þann 16. júií. Ekki er vitaö um að fólk hafi íkrið á
hjólaskautumálíkavegalengdáður. ReuterogRiuau
Slóvenskur hermaður fær koss frá dóttur sinni sem heimsótti hann á vaktina á aðaltorgi Ljubljana í gær.
Símamynd Reuter
Eftirlitsmenn
til Júgóslavíu
- þing Slóveníu ræðir friðarsamninginn
Bardagar brutust út að nýju á
landamærum lýðveldanna Króatíu
og Serbíu í Júgóslavíu í gær á sama
tíma og fyrstu eftirlitsmenn Evrópu-
bandalagsins komu til landsins til að
fylgjast með framgangi friðarsamn-
inganna.
I fyrsta eftirlitshópnum eru tíu
menn frá vamarmála- og utanríkis-
ráðuneyti Lúxemborgar, Hollands og
Portúgals. Þetta er í fyrsta skipti sem
EB sendir menn til vopnahléseftir-
lits. Vaxandi spenna milli Króatíu og
Serbíu getur þó gert starf þeirra að
engu.
Sveitir úr júgóslavneska sam-
bandshernum börðust við króatískar
sveitir í gærmorgun 150 kílómetra
norðvestur af Belgrad og þar féll einn
maður og þrír særðust. Sveitirnar
beittu sprengjuvörpum, skriðdrek-
um og flugskeytum til að granda
skriðdrekum.
Onecin Czitan, innanríkisráðherra
Króatiu, sagði í Zagreb, höfuðborg
Króatíu, í gær að liösflutningar hers-
ins brytu í bága við friðarsamning-
inn sem gerður var fyrir milhgöngu
Evrópubandalagsins á sunnudag og
jafngilti sálrænum hernaði gegn lýð-
veldinu. Hann sagði að stjómvöld í
Zagreb væru sérstaklega áhyggjufull
vegna aðgerða hersins í Slavóníuhér-
aði sem liggur aö landamærum Serb-
íu þar sem átök áttu sér staö.
Grunnt hefur verið á því góða milli
Króata og serbneska minnihlutans í
Króatíu og saka Króatar sambands-
herinn um aö styöja minnihlutann.
Embættismaður í Slóveníu sagði
að herinn hefði kvatt til 200 þúsund
varaliða í Serbíu, Svartfjallalandi og
Vojvodníahéraði í Serbíu. Hann sak-
aði herinn um brot á friðarsamn-
ingnum með því að kalla hermenn
sína ekki til búða sinna.
Forsætisráð Júgóslavíu sakaði Sló-
vena á sama tíma um seinagang í aö
framfylgja vopnahlésskilmálunum
og lýsti yfir áhyggjum sínum yfir
hugsanlegum afleiðingum.
Veljko Kadijevic, varnarmálaráð-
herra Júgóslavíu, varaði viö þvi á
sunnudag að harðlinumenn meðal
foringja í hernum hefðu hótað að-
gerðum upp á eigin spýtur ef Slóven-
ar léttu ekki hverkví af sveitum úr
hernum.
Stjórnarerindrekar Evrópubanda-
lagsins sögðu að eftirlitsmennirnir,
sem allir em óvopnaðir og borgara-
lega klæddir, mundu fara til Zagreb
og Ljubljana til aö fylgjast með
vopnahléinu. EB ætlar að senda alls
fimmtíu menn til að líta eftir deiluað-
ilum í Júgóslavíu.
Þingið í Slóveníu kemur saman í
dag til að ræða friðarsamninginn og
ekki er enn öruggt að hann verði
samþykktur þótt Milan Kucan, for-
seti lýðveldisins, hafi varað við því
að valiö stæði á milli stríös og friðar.
Margir Slóvenar eru þeirrar skoöun-
ar að þingið eigi aö samþykkja friðar-
samninginn en um leið lýsa þeir yfir
ótta sínum um að herinn kunni að
ráðast gegn þeim að nýju.
En stríðið í Júgóslavíu fer ekki
bara fram á vígvellinum. Fjölmiðlar
í Króatíu og Serbíu em stóroröir
mjög og af þeim að dæma ríkir stríð
milli lýðveldanna.
Króatíska vikuritið Globus kallaði
síðasta tölublað sitt „stríðsútgáfa
númer eitt“ og í dagblaðinu Vjesnik
mátti lesa eftirfarandi fyrirsögn:
„Serbía hótar Fjóröa ríkinu" og er
þar verið að vísa í yfirráð nasista í
Króatíu í heimsstyrjöldinni síðari.
Serbneska dagblaðið Politika Eks-
pres lýsti því svo yfir í vikunni að
þjóðarmorð ógnaði Serbum. Reuter
Bandaríkin:
Líklegt að viðskiptabanni gegn
Suður-Af ríku verði af létt
Líklegt þykir að Bandaríkjastjórn
muni aflétta viöskiptabanni sínu
gegn Suður-Afríku mjög fljótlega.
George Bush, forseti Bandaríkj-
anna, sagði í gær að hann heföi ekki
ennþá ákveðið neitt þar um en sagði
jafnframt að samkvæmt bandarísku
lögunum um refsiaögerðimar væri
honum skylt að aflétta þeim ef Suð-
ur-Afríkustjórn væri búin að upp-
fylla þau fimm skifyröi sem sett vora.
„Lögin eru mjög skýr. Ef skilyrðin
fimm hafa verið uppfyllt verður
refsiaðgerðunum aflétt. Við eigum
eftir að ákveöa hvort búið sé að upp-
fylla skilyrðin og síðan munum við
tilkynna um ákvörðun okkar,“ sagði
forsetinn.
Talsmaður Hvíta hússins, Marhn
Fitzwater sagði að Bush vildi hvetja
Suður-Afríkustjóm til að gera frek-
ari breytingar. „Við erum jákvæðir
í að aflétta refsiaðgerðunum þar sem
það mun hvetja til áframhaldandi
breytinga í Suður-Afríku.
Líklegt er að öðrum refsiaðgerðum
gagnvart Suður-Afríku sem ekki
voru bundnar við sömu skilyrði
verði haldið áfram. Það eru meðal
annars bann við vopnasölu og kjam-
orkuviðskiptum.
Reuter