Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. Spumingin Hefur þú komið í Þórsmörk? Andrés Bjarni, í herþjónustu í Dan- mörku: Nei, ég hef ekki komið þang- að. Ég bý í Danmörku og er hér í sumarfríi. i Sigrún Valdimarsdóttir skrifstofu- maður: Já, ég kom þangað í fyrra- sumar. Jónína Sigurbergsdóttir ellilífeyris- þegi: Já, ég hef komiö þangað oft og mörgum sinnum en það er langt síð- an ég fór síðast. Gunnar Ármannsson járnsmiður: Já, ég hef komið þangað svona tvisvar eða þrisvar. Guðmunda Jakobsdóttir, vinnur á barnaheimili: Já, ég hef oft komiö í Þórsmörk, síðast í maí sl. 11 Gjaldþrot Álafoss Konráð Friðfinnsson skrifar: Allt þar til fyrir svo sem tíu til fimmtán árum rúðu bændur fé sitt á sumrin. Miklar og margháttaðar breytingar hafa menn fengið að líta á 20. öldinni. Og að sjálfsögðu einnig í sveitinni. Nú t.a.m. rýja bændur yfirleitt ekki lengur sjálfir, heldur eru fengnir til starfans sérstakir rún- ingsmenn sem vappa á milli bæja. Þeir notast ekki við gömlu hand- klippurnar. Öðru nær. Nú er það rafmagnið sem gildir og rafmagns- klippur eru notaðar, svipaðar klipp- ur og hárskerar brúka. Þá hefur sumarrúningur líka verið niður lagður en haust- og vetrarrúningur tekið við að honum. Með þessum hætti fæst betri og verðmætari afurð. Eitt fyrirtæki öðrum fremur hefur sérhæft sig í vinnslu, verkun og sölu á þessum varningi og unnið ágætt starf á því sviði. Um það er ekki spurning. Til þessa fyrirtækis hafa bændur lika sent sína ull, raunar allt frá stofnun fyrirtækisins, árið 1896. Rekstur Álafoss, en það er fyrir- tækið, hefur gengið með ýmsu móti hin síðari ár. Það hefur mátt þola bæöi meðbyr og mótbyr. Ríkið hefur alloft þurft að hlaupa undir bagga og veita fé í rekstur þess. Nú er svo komið að búið er að lýsa verksmiðj- una, er stendur á bökkum Varmár, gjaldþrota og atvinnuleysi blasir við fjölda manna - a.m.k. fyrsta kastið. Þegar gjaldþrot verða eins og þetta er venjan að lýsa eftir kröfum í búið. Til verksins fá menn ákveðinn tíma, gjarnan til að skila inn gögnum. Og þar sem ég veit að margur bóndinn lagði inn ull í Álafoss en hefur ekki fengið andvirði hennar greitt, og er því logandi hræddur um að þar sé tapað fé legg ég til að þeir sjálfir, el- legar talsmenn þeirra, geri sem allra fyrst kröfu í hið „fallna virki". Ég lít á sauðfjárbændur sem ákveö- inn hóp launamanna eða starfsmenn fyrirtækisins og eigi fyrir þær sakir' að hafa forgang. Eða kveða lög lýð- veldisins ekki á um það að laun starfsmanna skuli greiða fyrst? ... og til Álafoss sendu bændur ullina eftir rúningu. Lyfjakort eða erlendar lántökur? Magnús Guðmundsson skrifar: Það er ekki víst að almenningur hér átti sig á því svona allt í einu að nú er loks, eftir áratuga óstjórn, eyðslu og ranga efnahagsstefnu, komið að tímamótum. Fólk hefur orðið fyrir barðinu á nánast sam- felldri sósíalískri þjóðmálastefnu, allt frá því að svonefnd viðreisnar- stjórn fór frá völdum. Innstæður manna í bönkum hafa brunnið upp í verðbólgu og skammtímaáætlunum - fram að næstu kosningum. Enginn ríkisstjórn þorði að taka nýja stefnu. Það eru þó alltaf einhverjir sem ekki vilja viðurkenna að hér þurfi breytingar. Þeir vilja hafa kerfið óbreytt, hafa lifað á því. Þetta eru þeir sem hafa notið greiðvikni ríkis- valdsins. Þeir hafa gengið á fund ráöamanna þegar á bjátar og fengið úrlausn eftir úrlausn. Almenningur hefur borgað brúsann. Nú er komin ný ríkisstjórn með nýjum mönnum að hluta til. Þeir hafa aðrar skoðanir en þeir sem fylgdu lögmálum sósíalismans. Og það gerðu flestar ríkisstjórnir hér, þrátt fyrir mismunandi stjórnar- mynstur. Ekki er að sjá annað en allur almenningur taki fyrirhuguð- um breytingum vel. Fólk hefur kraf- ist þess að dregið sé úr útgjöldum ríkisins? Hvað er þá rangt viö það t.d. að byrja á heilbrigðiskerfmu, helsta og stærsta útgjaldaliö ríkisins? Hvað er óheilbrigt við það að þeir sem nauðsynlega þurfa lyf og eru ekki á sjúkrahúsum framvísi lyfja- kortum við kaup nauðsynlegra lvfja? Mér virðist afskaplega varlega af staö farið og að ráðstafanirnar bitni alls ekki á þeim sem minnst hafa. Einstaka gagnrýnisraddir heyrast í „þjóðarsálum“ fjölmiölanna. Sumir eru raunar dregnir fram í sviðsljósið til að vitna gegn aðgerðum stjórn- valda og búa til sögur um dæmalaus- an fruntaskap ráðamanna. En er þetta nú ekki mildari og eðlilegri aðferð sem hér er á ferðinni en að snúa öllu upp í kæruleysi líkt og tíðk- ast hefur og taka bara erlend lán til að mæta sívaxandi kostnaði í óþarf- lega þungu og krefjandi heilbrigði- skerfi? Ég er þess fullviss að fólk á eftir að sannfærast um réttmæti þessara aðgerða. Þær eru aöeins lið- ur í þeirri breyttu stefnu sem löngu átti að vera búið að taka. í minningu Michaels Landon H.L.P. skrifar: Hver minnist ekki með ánægju myndaflokksins „Húsið á sléttunni" sem sýndur var í Sjónvarpinu fyrir nokkrum árum? Eða myndaflokks- ins Bonanza? - Hvort tveggja mynda- flokkar sem óefað væru vel þegnir á skjáinn í dag. Nú eru komnir nýir ungir áhorfendur sem áreiðanlega hefðu ánægju af að horfa á Húsið á sléttunni. Þetta var frábær fram- haldsmyndasería. - í henni lék Mic- hael Landon, hinn bandaríski kvik- myndaleikari, aðalhlutverkið, fóður- inn í húsinu á sléttunni. Nú er hann nýlátinn, aðeins 54 ára að aldri. Fáir kvikmyndaleikarar bjóða af sér eins góðan þokka og Michael Landon. Og burtséð frá hans einka- lífi, en hann var sagður þrígiftur og eiga níu böm, lýsti persóna hans engu öðru en góðmennsku og per- sónutöfra hafði hann umfram flesta aðra kvikmyndaleikara að mínum dómi. - Það er skaði þegar svona Michael Landon i hlutverki Ingalls, föðurins i Húsinu á sléttunni. listamenn falla frá vegna "þess að hann hefði áreiðanlega skilað mörg- um hlutverkum í kvikmyndum enn heföi hann lifað. Þátturinn Húsið á sléttunni var stundum í hálfkæringi nefndur „Grenjað á gresjunni" Þetta heiti var fram sett meira í vörn gárunga en af illkvittni eða gríni. Staöreyndin var sú að leikur Michaels Landon i þessum myndaflokki og sannfærandi persónusköpun snerti fólk. Hann náði eins og margir góðir leikarar að skapa sanna persónu. í þessu til- viki hinn hlýja og ástríka eiginmann og föður Ingalls dætranna tveggja. - Það þarf mikið til að koma tárunum út á Islendingi sem situr við skjáinn. Það gerði Michael Landon nánast í hverjum þætti. Húsið á sléttunni var mannbætandi menningarauki fyrir íslendinga og þar kom Michael Lan- don viö sögu og gleymist seint þeim mörgu sem á hann horföu. Lesendur Dagblöðin íSorpu Árni skrifar: Ég er mjög ánægður með hvernig staðið er að málum varð- andi nýtt fyrirkomulag um sor- peyðslu hér á höfuðborgarsvæð- inu. Ég er hins vegar ekki sáttur við þá hlið sem snýr að úrgangs- gappír, t.d. notuðum dagblöðum. Eg tel að ekki sé hægt að skylda fólk til að safna þeim saman til að afhenda sérstaklega. Á meðan pappír er ekki endurunninn hér á landi á ekki að kosta neinu til. Lesendasiða hafði samband við stöðvarstjóra Sorpu sem sagði að engin skylda væri að safna t.d. dagblöðum saman. Þetta væri hins vegar tilraun, aðallega fyrir beiðni þeirra sem leggja mikiö upp úr því að ná öllum endum saman í umhverfismálum. Um hana væri allt gott að segja. - Pappír er safnað í gáma sem eru fluttir út. Reynslan á eftir að skera úr um hvort þetta borgar sig. Verði engum úrgangspappír skilaö fellur þessi tilraun um sjálfa sig. Alltafsami hópurinn Kristján Jónsson hringdi: Nú er kominn fram á sjónar- sviöið hópur fólks sem vill fá undirskriftir landsmanna gegn þátttöku íslendinga í evrópsku efnahagssvæði. Mér sýnist hér kominn meira og minna sami hópurínn og hér áður barðist undir slagorðinu ísland úr NATO herinn burt. - Alltaf sami hópur- inn á ferðinni þegar kemur að auknum samskiptum okkar ís- lendinga við aðrar þjóðir. Hvað ætlar þessi hópur að að- hafast þegar og ef í ljós kemur að við íslendingar getum einfald- lega ekki verið án viðskiptasamn- inga viö EB? - Ætlar hópurinn þá að efna til undirskrifta fyrir samningunum? - Við skulum gjalda varhug við uppákomum eins og þeirri sem endurreistir vinstri menn standa nú fyrir. Ömannúðlegt reykingabann 616190-54 skrifar: Ég get ekki orða bundist vegna þáttar sem ég lagði eyrun að á Bylgjunni í morgun (5.7.) hjá Ei- ríki Jónssyni. Þar var rætt viö Láru Höllu lækni á Landspital- anum, m.a. um reykingabannið á spítalanum. Ég er einn þeirra sem hef reynslu af þessu banni. Það er mikið vandamál fyrir þá sem eru að koma þarna til afvötnunar að þurfa líka að gefa reykingar upp á bátinn í sömu andrá. - Sama hvað hver segir, það er ómannúð- legt að þvinga fólk til aö hætta að reykja snögglega. En þetta er víst líka flokkað undir eins konar geðlækningar. Þegar þingmönn- umferfram Regina Thorarensen skrifar: Þaö er guösgjöf þegar þing- mönnum fer fram með forgangs- hraði. Mér flnnst þeir þingmenn vera í hröðum framförum. Alþjóð sér hvað Þorsteini Pálssyni heftir farið fram síðan Davíð Oddsson vék honum úr formannssætinu. Þorsteinn kunni fátt til þingstarfa þegar hann byijaði á þingi, hvorki sem forsætisráðherra eða fjármálaráðherra og verkin töluðu þann veg að hann skildi ekkert í formannsstarfmu, en nú er hann orðinn svo skilningsgóö- ur sem sjávarútvegsráðherra. Sennilega er Þorsteinn góð eftir- herma þegar að hann tekur við embætti ábyrgs ráöherra. Það er guðsgjöf þegar þingmönnum fer fram með hraði eins og í þessu tilviki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.