Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1991, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991. 13 Við krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu „Kannski að afla að ígildi tveggja skuttogarakvóta fylgi fjárfestinga- og kauparéttur á íslandi til handa erlendum fyrirtækjum?" Lögfræðingur, er starfar hjá Fé- lagi íslenskra iðnrekenda, skrifar í Morgunblaðinu (13.6.) að það verði að teljast mikill misskilningur að evrópska efnahagssvæðið sér for- salur að EB, eins og margir halda fram. Um þetta segir Þröstur Ólafs- son, hagfræðingur, EES-sinni og aðstoðarmaður utanríkisráðherra í sama blaöi: „... að EES væri auð- veldasta leiðin til aö aðlagast Evr- ópu og að allar aðrar leiðir væru mjög torfærar" (20.6). Við sem ekki viljum „aðlagast Evrópu", samein- ast henni eða neyðast til þess að ganga í ríkjabandalag, heldur fyrst og fremst eiga tvíhhða viðskipti og samskipti við Evrópuríki trúum ekki hveiju sem er. Líklega trúum við horíki lögfræðingnum né hag- fræðingnum. Líklega leggjum við bara sjálfstætt mat á EES og EB og segjum: - Hvort tveggja felur í sér slíka takmörkun sjálfræðis að stoðum verður smám saman kippt undan fullveldi landsins. Rökin eru fjölmörg og hafa verið tíunduö, t.d. í greinum Hannesar Jónssonar, Jóhannesar S. Snorra- sonar, Magnúsar Norðdahl, Krist- ínar Einarsdóttir o.fl. í umræddu dagblaði. Meðal annars hafa menn fett fingur út í 1400 forskriftir um efnahagsmálin og lagabálk sem er 6-7 sinnum gildari en allt íslenska lagasafnið. Um þetta segir lögfræð- ingurinn í grein sinni: „Auövitað (!) er það skilgreiningaratriði hvað átt er við með yfirþjóðlegu valdi. í öhu falh má fullyrða að EES feli frekar í sér samþjóðlegt vald. Samningurinn verður býsna vel (!) afmarkaður og hið samþjóðlega vald felst í því að framfylgja reglum hans (!), en þær hafa allar þátttöku- þjóðirnar samþykkt fyrirfram (það bætir innihaldið!). I þessu felst mikill kostur fyrir smáþjóð eins og ísland (!).“ Svigamál er mitt. Þetta er væntanlega lögfræðin sem aðlagar þjóðina að Evrópu. KjaUarinn Ari Tr. Guðmundsson jarðfræðingur Svo er það kansl- arinn fyrrum Það hafa lengi verið hugsjónir íhaldsmanna (með undantekning- um) og krata í stórveldum Evrópu að sameina helst alla álfuna undir forystu öflugustu ríkjanna og öflugustu fyrirtækjanna er mörg hver hafa miklu meiri veltu en nemur öllum fjárlögum ísl. ríkis- ins. Willy Brandt er jafnheitur tals- maður þessa og Mitterrand en til þeirra hafa margir íslenskir stjórn- málamenn á sama væng sótt sér hugmyndastyrk. Kanslarinn fyrr- um segir EB tryggja smáþjóðunum sömu völd og sömu áhrif á fram- vindu mála (og skiptingu gæöanna, gleymdi hann þeim) og stóru aðild- arríkjunum. Ekki útskýrði hann hvernig það gerist. Líklega var það jafnréttið og þessi trygging sem rústaði stóran hluti dansks málm- iðnaðar (hann var „óhagkvæmur") og kom í veg fyrir að dönsk meng- unarlög næðu að minnka sóöa- skapinn í hafinu allt um kring smáþjóðina. Það eru líklega völd íra sem viðhalda versnandi og mesta atvinnuleysi i norðanverðri Evrópu, á írlandi. Austurríkis- menn eru að tapa sínum þungaiðn- aði, bændur flosna upp og gerast „ferðaþjónustutæknar" vegna þess að landsmenn þeirra vilja það og tryggja framgang mála í Brussel. Willy Brandt veit að það er meiri- hlutastefna í EB að hafa jaðarsvæði sem hráefna- og orkulindir, flár- festingasvæði og ferðaslóðir. Þann- ig er ísland skoðað í gegnum papp- írsflóðið í Brussel og þannig er litið til hluta af Austur-Evrópu. Á þess- um svæðum, þar sem einkum búa smáþjóðir, er ekki alþýða manna sem ræður framtíð sinni, heldur fólk sem verður að þiggja fé úr „fá- tækrasjóði" en sér á eftir auðinum til miðsvæðisins; gullna þríhyrn- ingsins London-Frankfurt-Milanó- London. Þetta viljum við ekki og það þarf ekki Willy Brandt til þess að reyna að draga fjöður yfir allt þetta með orðum um gildi og völd smáþjóða í EB. Danskir ráðamenn vilja nú þegar að EB falli frá markmiði sínu um sambandsríkið mikla. Grænlenskur fiskur fyrir fullveldið íslenskir ráðamenn vilja leysa einn hnútinn sem myndast hefur á þráðinn milli EFTÁ-ríkjanna og EB-ríkjanna með því að samþykkja gagnkvæmar veiöiheimildir. Eins og þær séu einhver nýlunda. Þarf aðeins 30 þúsund tonn af loðnu sem EB kaupir af þriðja aðila, Græn- landi, til þess að EB-fyrirtækjunum og íbúunum séu heimil hér öll umsvifin er lagabálkarnir í Brussel heimila. Eða er verið aö blása upp einhverja blöðru kringum fisk- veiðimálin til að fólk taki ekki eftir öllu sem fylgir? Kannski að afla að ígildi tveggja skuttogarakvóta fylgi fjárfestinga- og kauparéttur á ís- landi til handa erlendum fyrirtækj- um? Veit ekki einhver eitthvað um það; t.d. Eyjólfur Konráð, og upp- lýsir segjum íslenska sjómenn um það. Það er vinsælt hjá EB-sinnum að tala um að aðrir en þeir vilji halda landinu aftur í forneskju. Hverju er svo sem hægt að svara slíkum þéttingsrökum? Ef tímar flölþjóða- risa eru framtíðin og framfarir fel- ast í að hræra nú enn duglegar í fátækrasúpunni í Evrópu sem hef- ur ekki minnkað eftir stofnun EB, heldur súrnað, er svo sem sama hvað skynsemin er kölluð. Hitt er alveg víst að ef svo illa fer að íslenska ríkisstjórnin og flokkar sem að henni standa leyfa sér að undirrita EES-samninginn, er það stjórnarskrárréttur fólks að krefj- ast þjóðaratkvæðagreiðslu um hann og langs undirbúningstíma að henni. Lýðveldið var stofnað eft- ir slíka skoðanakönnun og það fer vel á því að mylja undan því ef meirihuti landsmanna samþykkir undirritun samningsins. En svo væri það auövitaö (eins og lögfræð- ingurinn segir) stórglæsilegt og lýðveldisforkólfunum sæmandi að hafa bullandi meirihluta fyrir því að hafna EES-samningnum. Og auðvitað þyrfti að hafa Alþingi sem þorir að fara eftir niðurstöðum at- kvæðagreiðslunnar. Síðast en ekki síst væru tilþrif í því aö hafa for- seta sem aðeins fullgildir lög er ekki skerða fullveldi landsins sem fólk treysti honum til að vera full- trúi fyrir. Ari Trausti Guðmundsson „Ef tímar fjölþjóðarisa eru framtíðin og framfarir felast í að hræra nú enn duglegar í fátækrasúpunni í Evrópu, sem hefur ekki minnkað eftir stofnun EB, heldur súrnað, er svo sem sama hvað skynsemin er kölluð.“ Herseta í hálf a öld „Fyrsta Keflavikurgangan var farin 19. júní 1960 og síðan hafa verið gengnar tíu göngur." Á þessu sumri eru liðin 50 ár síð- an bandarískur her kom til lands- ins þann 7. júlí 1941. Enn er ekkert fararsnið á bandaríska herliðinu og íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt nein merki um að þau haii í hyggju að binda enda á veru þess hér. Allan síðasta áratug höfum við orðið vitni að gífurlegri vígvæð- ingu. Nægir þar að nefna endurnýj- un og stóraukningu flugflota hers- ins, nýjar ratstjárstöðvar, olíuhöfn í Helguvík svo aðeins fátt eitt sé talið. Þessum framkvæmdum er að ljúka en á sama tíma hafa aðstæður í heiminum líka gerbreyst þannig að hemaðarplönin sem lágu til grundvallar þessum mannvirkjum eru nú orðin úrelt. Breytingar Þíðan sem hófst í samskiptum stórveldanna um miðjan níunda áratuginn hefur gert það að verk- um að forsendur vígbúnaðarkapp- hlaupsins eru brostnar. Það er eng- inn óvinur lengur. í kjölfar leið- togafundarins í Reykjavík haustið 1986 voru stigin stór skref í átt til afvopnunar í Evrópu. Stórveldin gerðu samning um að taka niður meðaldrægu flaugarn- ar, sem hafði verið mótmælt kröft- uglega með fjöldamótmælum um alla Evrópu frá því að ákveðið var að setja þær upp um 1979. Því fylgdi svo áframhaldandi afvopnun, bæöi einhliða og samkvæmt samning- um. Breytingarnar í Austur-Evrópu, upplausn Varsjárbandalagsins, og sú staðreynd að Sovétríkin eru ekki lengur stórveldi á heimsmæli- kvarða heldur ríki sem stendur á brauðfótum, hefur leitt af sér meiri breytingar sl. fimm ár en nokkur KiaUariim Ingibjörg Haraldsdóttir formaður miðnefndar Samtaka herstöðvaandstæðinga hefði getaö séð fyrir. Verið er að loka herstöðvum um allan heim. Sovéski herinn er farinn frá Tékkó- slóvakíu og Ungverjalandi og um tvö hundruð þúsund bandarískir hermenn eru á förum frá Þýska- landi. Breytinganna sér einnig stað hér norðurfrá þó í minna mæh sé. Sem dæmi má nefna að aðeins var flo'gið í veg fyrir 45 sovéskar herflugvélar við landið árið 1990 á móti 170 árið 1985. Umferð sovéskra kaíbáta um hafsvæðið umhverfis ísland er nær engin skv. fréttabréfi Öryggismála- nefndar. Bandaríkin hafa líka dregið verulega úr vígbúnaði sín- um á höfunum. Sóknarstefnu Re- agans var lagt í sparnaðarskyni. Hætt var við að byggja herflugvöll fyrir Nató i Aðaldal og hafinn er samdráttur í herstöðinni í Keflavík bæði í mannafla og tækjum. Engin nothæf plön Þessara breytinga hefur lítt orðið vart í íslenskri stjórnmálaumræðu. í kosningunum í vor var eftirtekt- arvert að flokkarnir minntust varla á herstöðvamálið. Hefur þetta sjaldan verið eins áberandi og nú. Samdrátturinn sem orðið hefur í herstöðinni er alfarið verk Bandaríkjahers sjálfs og reyndar í óþökk íslenskra stjórnvalda, sem sendu skósvein sinn bónarveg til Bandaríkjanna nú í byrjun árs til að reyna aö hindra að fækkað yrði í starfsliðinu hjá hernum. Engin nothæf plön liggja fyrir um uppbyggingu atvinnulífs á Suður- nesjum þegar herinn fer og íslensk- ir stjórnmálamenn hafa ekkert rætt um fyrstu skrefin til þeirrar framtíðar, að ísland verði herlaust og hlutlaust. Eftir hálfrar aldar hersetu virðast þeir hræðast þá staðreynd að sá dagur kunni að koma að herveldið þurfi ekki leng- ur á íslandi að halda og kalli lið sitt heim. Keflavíkurganga Samtök herstöðvaandstæðinga hafa ákveðið að reyna að ýta við stjórnmálamönnum og almenningi í þessu máli og nota til þess 30 ára gamla leiö: Keflavíkurgöngu. Fyrsta Keflavíkurgangan var farin 19. júní 1960 og síðan hafa verið gengnar tíu göngur undir kjörorð- inu um herlaust, hlutlaust land. Með Keflavíkurgöngu sem farin verður undir kjörorðinu: „í átt til afvopnunar" undirstrikum við það að ef við íslendingar viljum teljast friðarins fólk hljótum við að beita okkur fyrir því að herstöðinni á Miðnesheiði verði lokað. Við getum ekki beðið eftir því að herinn hrekist á brott vegna eld- goss eins og reyndin hefur orðið á Filippseyjum. Hér er einnig um umhverfisvernd að ræða því gífur- leg mengun fylgir herstöðinni, bæði mengun jarðvegs og and- rúmslofts. Fram hafa komið áætl- anir um að haldin veröi heræfing hér á landi í sumar, „Norðucvík- ingur 91“, sem yrði hhðstæð heræf- ingunni sem hófst á þjóðhátíðar- degi íslendinga 1989. Það er því nauðsynlegt að friðarsinnar hér á landi láti til sín heyra. Gangan verður laugardaginn 10. ágúst næstkomandi og hafa samtökin nú opnað skrifstofu að Þingholtsstræti 6 þaðan sem undirbúnsigi verður stjórnað. Hann er nú að hefjast af fullum krafti og er mikil þörf fyrir sjálfboðaliða. Ég vil hvetja alla þá sem vilja leggja sitt af mörkum til friðar í heiminum að koma til liðs við samtökin til að vinna sem best að þessu verkefni. Ingibjörg Haraldsdóttir „Samdrátturinn sem orðið hefur 1 her- stöðinni er alfarið verk Bandaríkjahers sjálfs og reyndar í óþökk íslenskra stjórnvalda,..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.