Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Side 16
MÁNUpAGURm'mf mi. Hárgreiðslustofan Klapparstíg, sími 13010 Bókhaldsstarf Þjónustufyrirtæki í miöborginni óskar eftir starfs- krafti til bókhaldsstarfa. Starfið felst í merkingu bókhaldsskjala, tölvufærslum og afstemmningum. Upplýsingar um menntun og fyrri storf óskast sendar DV, merkt „9695“, fyrir 29.07.91. Meiming Tónleikar í Listasafni Sigurjóns: Báðir píanókvartettar Mozarts í flutningi alþjóðlegs kvartetts Á þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar annað kvöld verða fluttir báðir píanókvartettar Mozarts. Flytjendur eru Hlíf Sigur- jónsdóttir fiðluleikari, David Tutt píanóleikari frá Kanada og Sviss- lendingarnir Christian Giger selló- leikari og Lorenz Hasler víóluleikari. Hlíf lauk einleikaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík árið 1974 þar sem kennari hennar var Björn Ólafsson. Næstu sex árin var nún við framhaldsnám í Bandaríkjunum og Kanada. Hlíf hefur haldið tónleika víða og hefur starfað með erlendum kammersveitum, meðal annars í Þýskalandi og Sviss. Hlíf hefur veriö konsertmeistari íslensku hljómsveit- arinnar, íslensku óperunnar og Kammersveitar Seltjarnarness og hefur leikið einleik við mörg tæki- færi, meðal annars með Sinfóníu- hljómsveit íslands. David Tutt hefur oft haldið tónleika á íslandi. Hann stundaði píanónám í heimalandi sínu, Kanada, en lauk BA-prófi frá háskólanum í fndiana. Kennari hans var Georgy Sebok. David hefur unnið til margra verð- launa og hefur leikið einleik með sin- fóníuhljómsveitinni í Toronto, Ed- monton og Calgary og með útvarps- hljómsveitinni í Búdapest. Áriö 1988 hélt hann einleikstónleika í Wigmore Hall í London og gerði upptökur fyr- ir BBC. Christian Giger er nemandi hjá prófessor Boris Pergamenschikow í Hochschule fur Musik í Köln og hef- ur auk þess numið kammertónlist hjá Amadeus kvartettinum. Christ- ian hefur unnið til fjölda verðlauna og hefur meðal annars leikið einleik með sinfóníuhljómsveitum í St. Gall- en og Winterthur. Hlíf, David og Christian hafa unnið saman undanfarin ár og hafa komið fram sem píanótríó bæði á íslandi og í Sviss. A þriðjudagstónleikunum bætist í hópinn svissneski fiölu- og víóluleikarinn Lorenz Hasler, sem mun vera íslendingum að góðu kunnur því hann er félagi í kvintett- inum I Salonisti, sem lék í Listasafni Sigurjóns á Listahátíð í fyrra við frá- bærar undirtektir. Lorenz Hasler er nýkominn úr tónleikaferð með I Sal- onisti til Parísar en hópurinn ferðast víða um heim. ÖKUMENN Athugið að til þess að við komumst ferða okkar þurfum við að losna við bifreiðar af gangstéttum. Kærar þakkir. ~\ Blindir og sjónskertir. Bandarísk sveifla í miðbænum „Það er lítil munur á að skemmta Reykvíkingum og New York búum,“ segir bandaríska söngkonan og píanóleikarinn Karen Tanbom sem þessa dagana skemmtir á Café Operu í Lækjargötu. Tanborn, sem hefur mikið starfaö sem klúbbsöngkona í New York, syngur og leikur fyrir matargesti og aðra gesti á Café Operu hvert kvöld og hefur vakiö athygli fyrir skemmtilegan og fágaðan flutn- ing á þekktum standördum. Þá hefur húspíanistinn á veitingastaðnum, hinn snjalli Guðmundur Ingólfsson, einnig tekið lag og lag með henni. Karen Tanborn verður á Café Operu út þessa viku. Aðspurð kvaðs Tan- born líkavel dvölin hér á landi og fara í sund á hverjum degi. -HK Karen Tanborn við pianóið á Café Operu. Tvær nýjar Úrvalsbækur: Lömbin þagna og Falin markmið NÝKOMID! Gullfallegir skotloklcar. Mikið úrval, stórir og litlir. Gerum göt í eyru SPORTFATriAÐUR Gott úrval af frábærum fatnaði á verði sem allir ráða við. Ath. Margar fleiri tegundir. ^ Blindrafélagið Þessa dagana er sýnd við mikla aðsókn hér á landi sem og annars staðar kvikmyndin Lömbin þagna (The Silence of the Lamb). Kvikmynd þessi er gerð eftir samnefndri met- sölubók sem er önnur tveggja bóka sem eru að koma út hjá Úrvalsbók- um þessa dagana. Hin bókin er einn- ig spennusaga og nefnist Falin markmið. Lömbin þagna, sem er eftir Thomas Harris, hefur verið metsölubók aust- an hafs og vestan frá því hún fyrst kom út 1988 og er hana enn að finna á listum yfir metsölubækur erlendis. Söguþráðurinn er í stuttu máli á þá lund að geðveikur fjöldamorðingi gengur laus. Annar fjöldamorðingi er í haldi, Hannibal Lecter geðlækn- ir, dæmdur til lífstíðardvalar á geð- veikrahæli. Hann býr yfir vitneskju sem getur orðið til að binda enda á atferli hins. En það er ekki fyrir hvern sem er að ná sambandi við Lecter. Clarice Starling, nemi í lög- regluskóla FBI, ung og óhörönuð verður til þess að brjóta ísinn. Sam- skipti Clarice Starling og Hannibals Lecters og sagan sem þau leiða okkur inn í eru magnþrungin átök milli góðs og ills. Þess má geta að það eru aöeins tveir mánuðir liðnir frá því að vilyrði fékkst fyrir útgáfurétti á þessari metsölubók. Falin markmið heitir á frummál- inu Hidden Agenda og er eftir Anna Porter. Þegar þekktur bókaútgefandi bíður bana undir neðanjarðarlest lít- ur lögreglan aðeins á það sem slys eða kannski sjálfsvíg. Blaðamaður- inn Judith er fráskilin tveggja barna móðir og á þar að auki við erfiða móður sjálf. Hún hefur því lítinn áhuga á að flækjast í rannsókn á dauðsfalli. En hún getur ekki varist þeirri áleitnu hugsun að Harris hafi veriö myrtur og vill fá að vita hvers vegna. Morð á öðrum gildum útgef- anda í New York verður til þess að Judith og Marsha, vinkona hennar, lenda í hringiðu rannsóknarinnar á vitsmunalegum átökum við öfluga óvini sem einskis svífast. Kvikmyndin Lömbin þagna er sýnd um þessar mundir vió mikla vinsældir í Háskólabiói. Á myndinni eru aðalleik- ararnir, Anthony Hopkins, Jodie Foster og Scott Glen. Bókin, sem er ekki síður spennandi en myndin, er nú komin út á íslensku. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greiða með korti. nafn þitt og heimilisfang, síma, kennitölu og gildistíma og númer greiðslukorts. • Hámark kortaúttektar í síma kr. 6.000,- • SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 1’OriY 520 I.IPIDA 592 AriMA 507 OpÍÖ frá kl 10-16 KR. 4.233 KR. 2.980 KR. 3.984 laugardaga H li «1 VERKSMIÐJUVERSLUn SKIPHOLTI37 - SÍMAR 31515 OQ 31516

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.