Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Síða 9
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991.
9
Nýútskrifuð og þegar
með fastan samning
- frábærir dómar gagnrýnenda
Hún hlaut einróma lof gagnrýn-
enda hjá Nemendaleikhúsinu í fyrra-
vetur.
Hún hefur nú verið fastráðin hjá
Þjóðleikhúsinu og fengið óskahlut-
verk ungra stúlkna, Júlíu í Rómeó
og Júhú eftir Shakespeare.
Þetta þykir ekki amaleg byrjun á
starfsferli nýútskrifaðrar leikkonu.
Leikkonan, Halldóra Bjömsdóttir,
sem er 25 ára gömul, verður svolítið
feimin á svipinn þegar það er orðað
við hana að ný stjarna sé fædd. Hún
tekur það fram að um sé að ræða
fastráðningu hjá Þjóðleikhúsinu til
eins árs.
„Mér þykir það í rauninni ögrandi
að það skuli vera eitt ár. Það þarf að
vera hreyfing í leikhúsinu, í listinni.
Tímamir breytast og mennirnir
með.“
Áhorfendur hræddir
Halldóra hikar andartak áður en
hún játar því að Júlía sé óskarullan.
Hún segir að orðið óskarulla hafi allt-
af farið í taugamar á sér. Hún leggur
áherslu á að það sé mjög spennandi
að fá að leika í verki eftir Shakespe-
are en hefur um leið orð á því að
áhorfendur séu hræddir við hann.
„Þeir taka hann kannski of alvar-
lega. Hann notar svo mörg og falleg
orð um bæði fallega og ljóta hluti en
hann QaUar samt um það sem við
þekkjum öll, ást, hatur og afbrýöi.
Fólk þarf að njóta þess að hlusta."
Aðspurð kveðst Halldóra ekki hafa
lesið nóg til að geta nefnt uppáhalds-
leikritahöfund.
„Núna er ég mjög hrifm af Ljúdm-
Ou Razúmovskaju sem skrifaði leik-
ritið Kæra Jelena. í þessu leikriti,
sem frumsýnt verður á Litla sviðinu
í október, leik ég eitt af fjórum bekkj-
arsystkinum sem heimsækja
kennslukonu sína á afmælisdegi
hennar. Það býr þó annað undir
heimsókn vinanna en að óska
kennslukonunni til hamingju með
daginn. Þetta er stórbrotið verk,“
segir Halldóra.
Hún kveðst líta á hvert verkefni
sem tækifæri til að sanna sig. „Ég
stefndi ekki að því að fá hlutverk
Júlíu eri vona að það verði til að ég
þroskist sem leikkona."
Herranótt bjargaði
Rómeó leikur Baltazar Kormákur
sem einnig hefur fengið árssamning
hjá Þjóðleikhúsinu. „Við þekkj-
umst,“ segir Halldóra kímin. „Við
lékum saman í Herranótt Mennta-
skólans í Reykjavík."
Hún bætir því við að það sem hafi
„bjargað" henni í MR hafi verið
Herranótt. „Mér fannst andrúmsloft-
ið í skólanum stíft og kúgandi og
maður var niðurlægður af sumum
kennurum," útskýrirhún. „Mérþyk-
ir sem að allt sem er skapandi fái
ekki að njóta sín í skólakerfmu."
Sjálf lék Halldóra í jólaleikritum
þegar hún gekk í grunnskóla. „Þetta
hefur verið ósköp klassísk leið hjá
mér. Það má segja að leiklistaráhug-
inn hafi alltaf verið fyrir hendi.“
Aö loknu stúdentsprófi tók hún sér
frí frá námi í eitt ár, innritaðist síðan
í Leiklistarskóla íslands þaðan sem
hún lauk námi síðasthðið vor eftir
fjögurra ára nám. Fjórða árs nemar
fá hlutverk í þremur uppsetningum
Nemendaleikhússins og við öll tæki-
færin í fyrra fékk Halldóra frábæra
dóma gagnrýnenda.
Gagnrýnin ekki
nógu fagleg
Leikhúsfólk hefur ekki alltaf verið
sátt við gagnrýni. Halldóra telur það
Halldóra i hlutverki Rakelar í Leiksoppum sem Nemendaleikhúsið setti upp
í fyrra.
taka mikið mark á gagnrýninni, jafn-
vel of mikið því það sé svo persónu-
legt hvernig fólk upplifir sýningar.
Hún fullyrðir að ekki sé fjallað um
leiksýningar á jafnfaglegan hátt og
leikhúsið eigi skilið.
„Við getum tekið sem dæmi tónlist-
argagnrýni. Það eru ekki þeir sömu
sem fjalla um klassíska tónlist og
popp eða djass. En þegar um leikhús-
ið er að ræða fjalla sömu gagnrýn-
endur um allar uppsetningar, hvort
sem það eru söngleikir eða klassísk
bókmenntaverk og það virðist heldur
ekki skipta máli frá hvaða tímabilum
leikritin eru.“
í vetur mun Halldóra aftur mæta
gagnrýnendum. En hvað hefði hún
tekið sér fyrir hendur heföi hún ekki
fengið vinnu í leikhúsinu?
„Eg var ekki komin með neinar
sérstakar áætlanir. Mig langaði auð-
vitað mest af öllu til að leika en ég
var jafnvel að hugsa um að fara í
háskólann til að upplifa andrúms-
loftið þar. En svo á ég nú líka litla
dóttur sem er að verða eins árs og
ég hefði reynt að njóta hennar sem
mest. Einhverja vinnu hefði ég samt
þurft að fá.“
Gott andrúmsloft
Atvinnuleysi meðal nýútskrifaðra
leikara hefur verið talsvert undan-
farin ár en flestir hafa fengið eitt-
Halldóra Björnsdóttir á tröppum Þjóðleikhússins. Halldóra mun leika Júlíu
i Rómeó og Júlíu sem verður jólaleikrit Þjóðleikhússins. DV-mynd Hanna
hvert hlutverk að því er Halldóra
segir. „Það var viss spenna meðal
nemanda í vor þegar skólaslit voru
í nánd. Fólk fór í leikhúsin og kynnti
sig og talaði við leikhússtjóra og í
sumum tilfellum við leikstjóra."
Nú er leikárið aö hefiast og vetur-
inn leggst vel í Halldóru. „Mér fannst
andrúmsloftið gott þegar starfsfólk
Þjóðleikhússins kom saman um dag-
inn,“ tekur hún fram.
-IBS
„SÍÐASTI“
innritunardagur er í dag í símum: 642535 og 46635.
„Afhettdniif
skírteina fyrir kennslustaði
okkar: Kópavogi
Álftanesi
Seltjarnarnesi
Tónabæ, Rvík
er sunnudag 8. sept. kl.
13-18 að Smiðjuvegi 1,
Kópavogi.
Einnig:
* Studio 1, létt „dansæf-
ing“ fyrir veturinn!
* Studio 2, video frá nem-
endasýningu, vor ’91!
* Allir nemendur fá óvænta
gjöf!
Allir vclkoittnir
Kennsla hefst
mánudag 9. sept.
Dagný Björk
danskennari
DSÍ-DÍ-ICBD