Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Page 12
12 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991. 100 ár frá vígslu brúar yfir Ölfusá morgun. Aðdragandi brúar- byggingarinnar Kristján Einarsson, DV, Selfossi: Á morgun, sunnudaginn 8. sept- ember, eru 100 ár frá því að brú yflr Ölfusá var vígð. Þennan sama dag árið 1891 fór fram á Selfossi hátíöar- samkoma þar sem u.þ.b. 2000 gestir fógnuðu því aö brú var opnuð og öll- um þar með greiö leið yflr þennan mikla farartálma. Nú, 100 árum síð- ar, eru einnig hátíðarhöld á Selfossi til að fagna þessum merku tímamót- um og hafa þau hátíðarhöld staðið alla þessa viku. Allt frá landnámstíð hefur verið búið á Selfossi en með tilkomu brúarinnar 1891 fór að myndast byggð við brúna sem varð síðan fyrsta þéttbýli í sveit á íslandi. Þessu fagna Selfossbúar nú með fjöl- breyttri hátíðardagskrá sem endar á Litla húsið, sem sést á myndinni, er Tryggvaskáli. Margar viðbyggingar hafa verið byggðar við hann síðan myndin var tekin. Myndin sýnir þegar brúin féll 6. september árið 1944. Bíllinn sem stendur í ánni var sá bíll sem dreginn var, hann fór heilan hring í loftinu áður en hann hafnaði á grynningum. Hinn bíllinn fór í aðalálinn og hefur aldrei sést siðan. Nokkrum áratugum fyrir aldamót- in 1900 fóru að heyrast raddir um að brúa Þjórsá og Ölfusá. Sá sem gerö- ist svo djarfur að hreyfa þessu máli opinberlega var ungur prestur aust- ur í Fljótshlíð, séra Hannes Stephen- sen. Gerðist þetta á sýslufundi Rangáeinga á Stórólfshvoli árið 1872. 1877 kom málið fyrst í sali Alþing- is. 1879 var leitað tilboða í smíði brú- ar yflr Ölfusá. Leitað var tilboöa er- lendis og var þetta í fyrsta sinn að stórverk á íslandi var boðið út er- lendis. Þæfðist málið nokkur ár í þinginu og var það ekki fyrr en árið 1889 að konungur staðfestir lög um bygging- una þegar Tryggvi Gunnarsson, al- þingismaður og reyndur brúarsmið- ur, býðst sjálfur til að taka verkið að sér fyrir 68.000 kr. Verkfræðingar gerðu ráð fyrir aö brúarsmíðin kost- aði 80.000 kr. Dýravinurinn Tryggvi Tryggvi lagðist í upphafl gegn því að brúin yrði byggð fyrir landsfé og þaðan af síður að hann tæki að sér að smíða brúna þótt vegagerð og brú- arsmíðar væru honum hugleiknar enda forsendur fyrir aukinni og greiðari verslun. Tryggvi, sem á þessum árum var í viðskiptaerindum fyrir Gránufélagið, var ákafur dýra- vemdunarsinni. Hann færði þau rök fyrir hugafarsbreytingu sinni að hann liti á brúun stórfljóta sem lið í baráttunni fyrir bættri umgengni við dýr. Bílar voru þá engir á íslandi. Duglegir en ódýrir Bresku verktakafyrirtæki, Mess- ers Vaughn & Dymond frá Newc- astle, var falið að hanna og smíöa allt járnverk í brúna. Kom þetta rúmlega 50 tonna ferlíki meö skipi til Eyrarbakka og var dregið af mönnum og hestum á ísilagðri mýri að brúarstæðinu við Selfoss. Tryggvi réð einn íslending til þess að vera yfirmann á staðnum auk Englendins og Dana. Þessi íslendingur, Sigurður Sveinsson steinsmiður, hafði unnið við byggingu Alþingishússins og bar Tryggvi mikið traust til hans. Sigurð- ur fékk það hlutverk að ráða verka- menn til vinnu. Hann fékk þau fyrir- mæli að ráða „duglega og ódýra menn - en fyrst og fremst duglega". Tímakaup verkamanns á þessum tíma var 20 aurar á tímann og urðu þeir sjálfir að sjá um sig. í dag er tímakaup verkamanns heldur liærra og ef miðað er við verð brúarinnar 1891 og kaup í dag ætti brúin að kosta milli 80 og 90 milljónir króna. Selfoss verður til Fljótlega eftir komu brúarinnar fór að myndast þéttbýli við Ölfusárbrú. Er engum blöðum um það að fletta að tilkoma þessa mannvirkis varð aðdragandinn aö upphafi höfuðstað- ar Suðurlands. Vegur var lagður frá Kömbum að Selfossi 1892. Menn fóru þó hægt af stað en upp úr 1930 var kominn verulegur byggðakjarni sem kallast gat kauptún. I dag eru íbúar staðarins u.þ.b. 4000 talsins og blóm- legt mannlíf í Selfossbæ. Brúin fellur Brúin, sem vígð var 1891, var hengibrú úr járni með trégólfi, 75 metra löng, hún átti að bera járn- brautarlest eða 1000 menn í einu. ís- lendingar, sem unnu við smíöina, höfðu aldrei séð annað eins mann- virki nema af myndum sem Tryggvi hafði í fórum sínum. Þó fór svo að brúin féll undan þunga tveggja vöru- bifreiða. Aðfaranótt 6. september 1944 losnar annar strengurinn sem hélt henni uppi er stór vörubíll frá Kaupfélagi Arnesinga var að draga annan yfir. Brúin valt til og féllu báðir bílarnir í ána. Sá sem dreginn var lenti á grynningum, hann fór heilan hring í loftinu og kom í vatniö á hjólunum. Tókst að vaða út að bíln- um og bjarga bílstjóranum. Hinn bíl- inn lenti í aðalálnum, þar er strengur mikill og hyldýpi. Bílstjórinn, Jón I. Guðmundsson, núverandi yfirlög- regiuþjónn í Árnessýslu, fór á kaf með bílnum en bjargaðist með undraverðum hætti. Reyndi hann fyrst að brjóta framrúðuna en tókst ekki. Hins vegar lánaðist honum að komast út um dyragluggann og krafla sig upp á yfirborðið. Þegar honum skaut upp sá hann tóman mjólkurbrúsa á floti og náði hann taki á honum, tómir brúsar voru aðalvarningur bílsins í þessari ferð. Slæmt tak var á brúsanum og tók Jón það ráð að hafna brúsanum og taka sér far meö varadekki vörubíls- ins sem var á floti skammt frá honum í ánni. Barst hann með straumnum u.þ.b. 1200 metra leið en gat að lokum náð landi á eystri bakkanum. Þótti þetta og þykir enn mikið þrekvirki. Jón á ennþá dekkið góða og er þaö nú á sýningu í Tryggvaskála ásamt mörgum hlutum tengdum brúar- smíðinni. Núverandi brú Eftir fall brúarinnar urðu mjólkur- bílar og önnur farartæki að fara um brúna við Brúarhlöð í Hrunamanna- hreppi, er það 130 km krókur. Var þetta oft á tíðum erfitt ferðalag þar sem vegurinn náði ekki nema að bænum Reykjahlíð í Hreppum, það- an að Brúarhlöðum er u.þ.b. 15 km leið um mýrar og móa að fara. Fyrstu dagana eftir óhappið tók það bílstjóra mjólkurbílanna sólarhring að kom- ast þessa leið. Gamla brúin var hengd upp aftur og bætt í hana strengjum. Stórar jarðýtur frá hern- um voru fengnar til að hífa mann- virkið upp og strekkja á vírunum. Að sögn kunnugra varð brúin helm- ingi sterkari eftir þessa aðgerð. Þrátt fyrir þaö var þegar hafist handa við aö hanna og smíða nýja brú yfir Ölf- usá við Selfoss. Enn var það breskt verktakafyrir- tæki sem hannaði brú yfir þetta mesta vatnsfall landsins. (376 m:' á sek). Aftur var það hengibrú úr stáli og aftur var þaö stærsta þrúarmann- virki á íslandi þegar hún reis árið 1945.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.