Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Side 23
LAUGAKDAGUR 7. SEPTEMBER 1991.
23
Bridge
Jón Baldursson og Aöalsteinn Jörgensen höfnuðu í öðru sæti í Cavendish-boðsmótinu í fyrra, hér eru þeir ásamt
Gunnari Fjalar í miðið sem „keypti“ þá í Kauphallarmótinu í fyrra.
Cavendish-boðsmótið:
Svíamir Wirgren og
Bennet unnu
með yfirburðum
Mörgum er eflaust minnisstæð góð
frammistaða Aðalsteins Jörgensen
og Jóns Baldurssonar í Cavendish-
boðsmótinu í fyrra þegar þeir höfn-
uðu í öðru sæti.
í ár urðu heimamenn ennþá einu
sinni að lúta í lægra haldi fyrir Evr-
ópubúum en það hafa þeir gert þrisv-
ar á undanfórnum fjórum árum. Að
visu voru Bandaríkjamenn í sex
Bridge
Stefán Guðjohnsen
næstu sætum á eftir Svíunum Ben-
net og Wirgren en Svíarnir höfðu
mikinn meðbyr og sigruðu með yfir
tvö hundruð stiga mismun.
Pakistaninn Zia Mahmood og félagi
hans, Bandaríkjamaðurinn Seymon
Deutsch, réttu Svíunum sigurinn í
þessu spili frá síðustu umferðinni.
♦ ÁK1064
V 1096
♦ 83
+ G63
♦ G2
V D8
♦ ÁDG9
♦ ÁD875
♦ D98753
¥ G7
♦ K10754
♦
Það er augljóst að a-v geta unnið
alslemmu í laufl og nokkur pör náðu
þeim samningi. N-s eiga hins vegar
ódýra spaðafórn og þegar Zia í suður
opnaði á tveimur spöðum virtist allt
stefna í þá átt.
En Zia á það til að opna á hindrun-
arsögn í stuttlit! og Deutsch hafði
brennt sig á því fyrr um daginn:
Suður Vestur Norður Austur
Zia Wirgren Deutsch Bennet
2 spaðar 3 hjörtu 4 spaöar dobl
pass 5lauf pass 6lauf
6tíglar dobl pass pass
pass!!
Það var gott hjá Svíunum að kom-
ast í sex lauf eftir þessar hindranir.
En þá gerðist undarlegt atvik. Zia
kaus af einhverjum ástæðum að sýna
tígullitinn og þegar Deutsch breytti
ekki í spaðaiitinn þegar vestur do-.
blaði taldi Zia að hann vildi frekar
spila tígulfórnina. Deutsch vildi hins
vegar hafa vaðið fyrir neðan sig ef
Zia væri að einhverju fikti, alla vega
gæti hann breytt í spaðann ef honum
sýndist svo.
Sex tíglar voru heldur nöturlegur
samningur og þegar vestur hóf vörn-
ina með laufútspili missti Zia fljótt
vald á spilinu og fékk aðeins fjóra
slagi á tromp. Það voru níu niður
doblaðir og Svíarnir fengu 2600 og
296 impa og töluvert meira en vinn-
ingsmismuninn.
Hefði Zia hins vegar breytt í sex
spaða og Svíarnir doblað þá hefðu
Svíarnir fengið 300 og hafnað í þriðja
sæti. Auðvitað er mögulegt að
Svíamir hefðu komist í alslemmuna
og fengið að spila hana. Þá hefðu
þeir líka unnið.
Stefán Guðjohnsen
* -
V ÁK5432
♦ 62
T/mn/io
Sumarbridge 1991
Þátttaka í sumarbridge var ágæt mánudaginn 2.
september en þá mættu 35 pör til leiks. Keppni um
fyrsta sætið var geysihörð í AV-áttirnar en Sævin
Bjamason og Ragnar Björnsson voru öruggir sigur-
vegarar í NS. Lokastaða varð þessi þar.
1. Sævin Bjarnason-Ragnar Björnsson 516
2. Gylfi Baldursson-Gísli Hafliðason 488
3. Jón Viðar Jónmundsson-Eyjólfur Magnússon 478
4. Pétur Júlíusson-Heiðar Agnarsson 449
5. Indriði Rósenbergsson-Þórður Möller 444
- og hæstu skor í av hlutu:
1. Pétur Sigurðsson-Guðmundur Sveinsson 502
2. Alfreð Kristjánsson-Óli Björn Gunnarsson 500
3. Guðlaugur Nielsen-Guðlaugur Sveinsson 488
4. Erla Sigurjónsdóttir-Óskar Karlsson 482
5. Árnína Guðlaugsdóttir-Bragi Erlendsson 460
Mjög góð þátttaka var þriðjudaginn 3. september en
þá mættu 45 pör í sumarspilamennsku. Keppni var
geysijöfn í báðar áttir og réðust úrslitin ekki fyrr en
í síðústu umferð. Lokastaðan í NS varð þannig:
1. Alfreð Kristjánsson-Guðrún Jóhannesdóttir 495
2. Sigurjón Harðarson-Gylfi Ólafsson 484
3. Sveinn R. Eiríksson-Svavar Björnsson 479
4. Ásthildur Sigurgísladóttir-Lárus Arnórsson 469
5. Hrólfur Hjaltason-Sverrir Ármannsson 468
- og hæstu skor í AV:
1. Véný Viðarsdóttir-Ólína Kjartansdóttir 520
2. Ragnar Hermannsson-Anna Þóra Jónsdótfjr 512
3. Jón Stefánsson-Sveinn Sigurgeirsson 497
4. Árnína Guðlaugsdóttir-Bragi Erlendsson 492
5. Sigríður Ingibergsdóttir-Jóhann Guðlaugsson 463
Sumarbridge er nú lokið að sinni en Bridgefélag
Reykjavíkur hóf starfsemi sína í vikunni og Bridgefé-
lag kvenna og Bridgefélag Breiðfirðinga hefja starf-
semi í komandi viku.
-ÍS
Fullorðinsfræðslan
• Alltaf til staðar alla daga
• öll kvöld allt árið
• þegar þú þarft á okkur að halda
• Námskeið og námsaðstoð fyrir alla
• grunn- og framhaldsskólagreinar
Vetrarnámskeiðin hefjast 16. og 21. sept.
ENSKA - SPÆNSKA - ÍTALSKA - SÆNSKA - ÍSLENSKA -
ÍSLRNSKA FYRIR ÚTLENDINGA - ÞÝSKA - STÆRÐFRÆÐI
- EÐLISFRÆÐI - EFNAFRÆÐI
bæði dag- og kvöldtimar
fullorðinsfræðslan
Laugavegi 163,105 Reykjavík
Sími 91-11170
Leiðsögu- og öryggistæki
athafnamannsins!
KVH DataScope™
Fjölnota hágæðasjónauki frá USA.
I bátinn,
bílinn,
tlugvélina,
veiðiferðina,
fjallgönguna,
skíðaferðina
& m.fl.
ÁTTAVITI FJARLÆGÐARMÆLIR KLUKKA
100% vatnsheldur
Hágæða 5x30
stækkun
Ljósmögnun fyrir
náttmyrkur
Mjúkur gúmmíhringur
á sjóngleri
Oðinsgata 7
101 Reykjavík
Tel.: +1-626940 fax: +1-626941
Sófaborð
Barhnettir,
10 tegundir
Húsgagnaverslun sem
kemur á óvart
kemur a ovart
GARÐSHORN íí
Ertu að vjnna við útsaum?
Eigum ávallt glæsilegt úrval af antik- og
rokokostólum og stólgrindur fyrir útsaum.
Veitum fullkomna ráðgjöf um stramma-
stærð og fleira vegna uppsetningar í bólstr-
sem úrvalið er mest og kjör-
HÚSGAGNADEILD v/Fossvogskirkjugarð, símar 16541 og 40500