Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991,
25
Eiginkonan lagfærð:
Brjóstin stækkuðu,
maginn og lærin
minnkuðu eftir lýta-
lækningar
Þegar skurðlæknirinn Jan Sæt-
her kvæntist Grethe sinni var hún
kannski í þykkasta lagi þó hann
setti það ekki beint fyrir sig. En
Grethe var ekkert sérlega ánægð
með sig. Henni fannst hún vera
með reiðbuxnalæri, þung augnlok
og lítil brjóst.
Grethe Sæther, sem býr í Árhus
í Danmörku, getur nú þakkað eig-
inmanninum að hún lítur út eins
og glæný manneskja. Hún hefur
stinn og falleg silikonbrjóst sem
eru einmitt eins og allar konur vilja
hafa þau. Maginn er flatur og lærin
grönn, hálsinn rennilegur og engir
pokar í kringum augun. Hún er 37
ára gömul og lítur glæsilega út.
Með silikoni og fitusogi hefur Jan
Sæther búið Grethe nánast til upp
á nýtt og formað hana eftir hennar
höfði. „Grethe var svolítið þybbin
þegar við kynntumst en það skipti
engu máh fyrir mig. Ég varð samt
ástfanginn af henni,“ segir hann.
En Grethe var ekki ánægð með
sig. „Ég var dauðþreytt á reið-
buxnalærunum mínum, útstand-
andi maganum og fitu hér og þar.
Brjóstin voru eins og tveir kaffi-
pokar með 25 eyringum hangandi
í,“ segir hún.
Jan, sem er skurðlæknir, þótti
jafnsjálfsagt að hjálpa Grethe eins
og þegar útvarpssali gefur eigin-
konunnf vasadiskó. „Það er ekki
bara útlitið sem hefur breyst með
þessum aðgerðum. Sálarástand
Grethe gjörbreyttist. Hún varð
opnari og lífsglaðari. Ég er alltaf
að kynnast nýjum hliðum á henni.
Hún er glaðari svo aðgerðirnar
hafa gjörbreytt lífi hennar," segir
Jan.
Grethe er skurðhjúkrunarfræð-
ingur og starfar á sama stað og
Jan. Þau byrjuðu að búa saman
árið 1989 og ári síðar giftu þau sig.
Ástarsaga þeirra er eins og tekin
úr spítalaróman. „Við kynntumst
á sjúkrahúsi," segir Grethe. „Jan
var giftur og árið 1986 flutti hann
ásamt eiginkonunni í annan bæ þar
sem hann setti upp læknastofu. Ég
sagði þegar hann fór að ef hann
vildi einhverntíma hafa samband
við mig þá gæti hann hringt."
Það leið hálft annað ár en þá
hringdi Jan í Grethe og bað hana
að koma. Hann var þá skilinn."
Jan ítrekar að allar þær breyting-
ar sem hann hafi gert á Grethe séu
Fyrir
Eins og sjá má á myndunum fyrir
og eftir hefur prófíll Grethe gjör-
breyst eftir að eiginmaðurinn lag-
aði útlitið.
Jan Sæther skurðlæknir breytti
eiginkonunni i glæsilega konu.
Hann notaði sprautu til að fylla
brjóstin með silikoni en slík að-
gerð kostar nálægt tvö hundruð
þúsund krónum.
allar að hennar ósk. „Það var ekki
ég sem óskaði eftir að hún hefði
stærri brjóst. Hún fékk þau samt í
afmælisgjöf frá mér.“
„Maður á kannski ekki að vera
að breyta því sem er náttúrlegt en
fyrir mig hefur það breytt miklu.
Reyndar getur maður sjálfur reynt
að ná fitu af maga og lærum en
ekki lagað brjóstin. Nú er ég ánægð
með mig. Meira að segja var blístr-
að á eftir mér þegar ég kom í vinn-
una í morgun. Það segir sitt.“
SÖNGSVEITIN
FÍLHARMÓNÍA
efnir til námskeiðs til undirbúnings á starfi komandi
vetrar dagana 11. til 25. september.
Kennd verður raddbeiting, nótnalestur og sungin
verða kórlög frá ýmsum tímum. Námskeiðið verður
haldið í sal Tónlistarskóla FÍH, Rauðagerði 27.
Kennarar: Úlrik Ólason, Elísabet Erlingsdóttir og Jó-
hanna Lövdahl. Skráning fyrir 9. september í símum
53335, 611165 og 39119.
Allir áhugasamir um kórsöng velkomnir.
SONGVAKEPRNI
SJÖNVARPSSTOÐVA
EVROPU
1992
Ríkisútvarpið - Sjónvarp auglýsir hér með eftir sönglagi til þátttöku í Söngva-
keppni sjónvarpsstöðva Evrópu 1992 sem fram fer í Svíþjóð í maí. Undankeppn-
in fer fram í Sjónvarpinu í janúar og febrúar.
Þátttökuskilyrði
Þátttaka er öllum heimil. Laginu skal skila á nólum eða hljóðsnældu og má
það taka allt að þrjár mínútur í flutningi. Frumsaminn texti á islensku skal
fylgja. Lagið má ekki hafa komið út á nótum. hljómplötu, snældu eða mynd-
bandi og það má ekki hafa verið leikið í útvarpi eða sjónvarpi.
Nótur, snælda og texti skulu merkt heiti lagsins og dulnefni höfundar. Rétt
nafn höfundar, heimilisfang og símanúmer skulu fylgja með í lokuðu umslagi
sem merkt skal sama dulnefni.
Ríkisútvarpið áskilur sér einkarétt á flutningi laganna í útvarpi og sjónvarpi
meðan á keppninni stendur.
Verðlaun verða 200 þúsund krónur fyrir sigurlagið ásamt ferð fyrir höfund lags
og texta til að vera viðstaddir úrslitakeppnina i Svíþjóð. Séu höfundar tveir eða
fleiri skiptast verðlaunin milli þeirra eins og úthlutunarreglur STEFS segja til um.
Sigurlagið verður framlag íslenska Sjónvarpsins til Söngvakeppni sjónvarps-
stöðva Evrópu 1992.
Nánari upplýsingar um tilhögun keppninnar veitir dagskrárstjóri innlendrar
dagskrárdeildar Sjónvarpsins, sími 693731, Laugavegi 176, Reykjavík.
. ^^~T~
Utanáskrift er
Ríkisútvarpið - Sjónvarp, „söngvakeppnin 1992“,
Laugavegi 176, 105 REYKJAVÍK
Skilafrestur er til
15. nóvember
1991
.TT
SJONVARPIÐ