Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1991, Qupperneq 26
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1991. Geti aðr ir þ að þá get ég það - segir Guðbergur P. Guðbergsson, áhættuleikari og krónískur bíladellumaður Áhættuatriði úr myndinni Löggulif. Beggi er í Saabnum og hefur lagst í sætið áður en hann veltir. Slökkvilið og lögregla standa álengdar. DV-mynd KAE „Þetta byrjaöi allt saman á því að áhættuflokkurinn Hell Drivers kom til íslands í kringum 1980. Ég og Jón S. Halldórsson, vinur minn, vorum þá þegar komnir með ólæknandi dellu fyrir öllu sem hreyfðist fyrir vélarafli og urðum aðstoðarmenn flokksins. Á kvöldin, þegar þeir voru ekki að sýna, vorum við að leika okkur með tækin þeirra og þeir kenndu okkur heilmargt um áhættu- atriði. Dvöl Hell Drivers hér endaði á að við fórum í stökkkeppni á mótor- hjólum. Við Jón möluðum þá. Eftir á hristu þeir bara höfuðið, sögðu „crazy Icelanders" (brjáluðu íslend- ingar) og fóru. Þeir vildu ekki einu sinni stökkva á eftir okkur Jóni. Þeir stukku yfir sex bíla eða eitthvað svo- leiðis en við stukkum bara miklu lengra. Þaö hefur kannski verið vegna þess að við vissum ekki hvað þetta var. Við vorum alveg óhræddir og létum bara vaöa,“ segir Guðberg- ur P. Guðbergsson, þekktarí undir naíninu Beggi, áhættuleikari, rall- kappi, torfæruaksturs- og bíladellu- maður með meiru. Guðbergur er eini maðurinn hér- lendis sem gefur sig í að leika í áhættuatriðum fyrir kvikmyndir og auglýsingar og á að baki áhættuleik í fjölmörgum atriðum. Nú síðast lék Guðbergur í tveimur áhættuatriðum í kvikmyndinni Sódóma Reykjavík en tökum á henni er nýlokið. Guð- bergur kemur fyrir sem mjög lifandi og hress maður og lítur ekki út fyrir að vera smeykur við nokkurn skap- aðan hlut. Hans einkunnarorð eru: Ef einhver annar getur það þá get ég þaö. „Þessir náungar í Hell Drivers kenndu okkur heilmikið um hvernig maður á að haga sér í bíl sem veltur, hvernig maður á að útbúa sig og fleira í þeim dúr. Upp frá því fórum við Jón að fá okkur bílhræ og prófa. Það gekk á ýmsu og við viðbeinsbrut- um okkur einum þrisvar sinnum. Það var þó ekkert alvarlegt." Klesstur niður í sæti Með tímanum urðu þeir Beggi og Jón þjálfaöir í að velta bílum, ekki aðeins í leik með bílhræ heldur líka í rallkeppni þar sem þeir fóru ófáar velturnar. En það er alls ekki sama hvernig farið er að þegar bíl er velt. „Útbúnaðurinn þarf aö vera í lagi en hann fer siðan alveg eftir því hvernig veltan á að vera. í sumum tilfellum eru til dæmis ekki notuð veltibúr. Þá á bíllinn kannski að klessast. í atriðunum í kvikmyndinni Löggulif notuðum við engin veltibúr vegna þess að atriðin áttu að vera mjög raunveruleg. í slíkum atriðum er útbúið alveg sérstakt belti. Maður er ólaður yfir mittið og svo festir maður beltið hinum megin við sætið hægra megin þannig að hægri hand- leggurinn fer undir það. Þegar mað- ur veltur síðan með bílnum beygir maður sig strax niður fyrir sætisbak, tekur höndum saman og fer í lás. Þakið klessist saman og lendir á stól- bökunum en bílstjórinn er fastur þar undir. Eftir á þarf síðan að klippa hann út. Klippubíll lögreglunnar hef- ur yflrleitt verið á staðnum til að kippa okkur sem fyrst út því það er ekkert grín að vera klemmdur í flak- inu ef eitthvað óvænt kemur upp á. Líkurnar á því eru þó litlar þar sem við pössum alltaf mjög vel upp á all- Fólk má ekki halda að maður vaði út í hvað sem er. DV-mynd Anna ar bensínleiðslur og rafmagn. Ljós og slíkt er aftengt svo hættan á íkveikju sé minni.“ Löggulíf var fyrsta íslenska kvik- myndin þar sem notast var við áhættuatriði af einhverri alvöru. Begga er tíðrætt um Löggulíf þar sem þeir léku saman hann og Jón S. Hall- dórsson. Þegar tökur þeirrar myndar hófust voru þeir félagar komnir á fulla ferð í rallinu og höfðu getið sér gott orð. Vanir menn óskast „Það vantaði vana ökumenn til að framkvæma áhættuatriði, aðallega keyrslu. Þar sem viö vorum mikið í ralhnu á þessum tíma var hringt í okkur og við beðnir að vera meö. Við vissum ekkert hvað við áttum að gera þarna og leikstjórinn, Þráinn Bertelsson, vissi það eiginlega ekki heldur. Við byrjuðum í keyrsluatrið- um og síöan þróaðist þetta þannig að við fengum alltaf að ráða meira og meira varðandi útfærsluna á öku- atriðunum. í upphafi hafði ekkert verið hugsað út í bílveltur en ég vildi endilega velta bíl. Mig langaði að stökkva í bíl ofan á annan bíl og velta honum svo. Þetta var fyrsta virkilega áhættuatriðið í myndinni. Síðar komu fleiri keyrsluatriði og í loka- atriði myndarinnar, sem gerist niðri við Sundahöfn, gaf Þráinn okkur al- veg frjálsar hendur. Þetta var geysi- lega skemmtilegt. Áhættuatriðin í Löggulífi voru það fyrsta sem við fengum að gera af einhverju viti í áhættuleik." Eftir áhættuleikinn í Löggulífi voru nöfn Begga og Jóns greinilega skráð í minni kvikmyndaleikstjóra hér. í kjölfar Löggulífs komu fleiri myndir með áhættuatriðum. Næsta mynd, sem þeir léku í, var Skytturnar þar sem æsilegur eltingaleikur á bílum fer fram um miðborgina. Síðan gerðu þeir auglýsingar fyrir umferðarátak- ið Fararhei'l, þar sem Guðbergur endar í hjólastól, og síðan fyrir Tryggingafélögin. Þá veltu þeir félag- ar bíl í myndinni Foxtrot. Nú síöast hefur Guðbergur fram- kvæmt tvö áhættuatriði í myndinni Sódóma Reykjavík þar sem hann Menn verða að lá útrás annars stað- ar en á Hverfisgötunni. DV-mynd Anna Þetta er eins konar mania. DV-mynd Anna kemur meðal annars á fleygiferð nið- ur Bústaðaveginn, flýgur yfir Reykjanesbrautina og endar með lát- um í Elliöaárdalnum. Atriðin í Só- dómu Reykjavík eru þau fyrstu þar sem Guðbergur hefur aðra með sér en Jón. „Mér fannst það ekki gott þar sem við Jón vorum orönir svo rosalega samrýndir. í öðru atriðinu þurfti ég að nota fimm stráka með mér og það urðu mistök meðan á tökunum stóð þar sem samæfmguna vantaði alveg. En þetta gekk nú að lokum. Við Jón vorum alltaf að keppa í ralli og moto-cross og öllu sem við kemur bílum og mótorhjólum. Við þekktum hvor annan út og inn. Það gekk á ýmsu þar sem við unnum oft en við veltum líka oft.“ Metingur í brekkum Jón S. Halldórsson lést í umferðar- slysi í vor. Guðbergur riíjar upp hvernig þeir kynntust fyrir 15 árum, þegar hann var 15 ára og Jón 16. „Við vissum ekkert hvor af öðrum en vorum báðir með mótorhjóladellu og alltaf að reyna við brekkur. Ég var alltaf að heyra af einhverjum Nonna og hann af einhverjum Begga sem hafði farið þessa og þessa brekku. Við urðum auðvitað strax að fara sömu brekkurnar og hinn hafði farið. Þannig vissum við lengi vel hvor af öðrum og vorum að met- ast án þess nokkurn tíma að hittast. Þegar við loks hittumst fórum við náttúrlega að leika okkur saman á hjólunum. Upp frá því vorum við nánast óaðskiljanlegir." Allt útpælt - Hefurðu prófað að stökkva af hús- þökum og slíkt? „Ekki enn. Það stóð til í Sódómu en til þess þurfti loftdýnu með mikl- um blásurum sem var alltof dýrt.“ - Fólk hugsar sér að það sé óskap- legt að hafa atvinnu af því að henda sér niður af þaki eða gera annað í þeim dúr. Ertu áhættufrík? „Já, það er ég kannski. Ég hef umfram allt mjög gaman af þessu, annars væri ég ekki í áhættuleik. Það er mjög spennandi að reyna eitthvað nýtt og sérstök tilfmning að finna að maður getur gert það sem maður hefur ætlað sér, sama hvað það er.“ - Ertu aldrei hræddur? „Nei. í áhættuatriði reyni ég að hafa stjórn á sem flestum þáttum en maður getur það reyndar aldrei full- komlega. Það er alltaf um um það bil 10 prósent áhættu að ræða. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ekki bara spurning um að þora heldur miklu frekar að hafa allt á hreinu. Fólk má ekki halda að maður vaði bara út í hvað sem er. Hvert atriði er útpælt, allt frá því bensíngjöfmni er troðið niður í gólf og þar til lent er með braki og brestum." 100 metravelta Beggi segir að reynslan úr ralli, moto-cross og akstursíþróttum yfir- leitt skipti hann miklu. „Af reynslunni veit ég alveg hvað ég er að gera. Ég veit hvað bíllinn gerir á 60 kílómetra hraða eða 100 kílómetra eða jafnvel 200 kílómetra hraða, hvort sem ég velti honum, sný honum, bremsa eða klessi hann. Ég hef prófað þetta allt saman og þekki alveg mín takmörk. Ef velt er á 180 kílómetra hraða þýðir það 100-110 metra veltur. Það kemur ekkert fyrir þar sem maöur er með hjálm og er vel varinn að öðru leyti. Þaö er ekki síst mikilvægt áð hafa harðplast á hnjánum þar sem vonlaust er að stjórna löppunum í veltu. Reglan er að vera nær máttlaus, reyna ekki að stýra eða halda sér i. Annars meiðist maður alveg örugglega þar sem lík- aminn spennist og hættan á broti eykst. Maður verður að treysta ör- yggistækjunum, til þess eru þau. Öryggisbeltið á að taka mann en ekki hendurnar." Hann segist aldrei hafa verið í hættu í áhættuatriði eða lent í þann- ig stöðu að hafa hugsað sér að hætta öllu saman. Þó hefur hann hálfgerð- an beyg af mótorhjólaakstri á götum eftir að vinur hans lést. Námskeið til að halda sér við í áhættuleik hefur Beggi ekki sótt en á tímabili kynnti hann sér áhættu- leik með lestri amerískra „stunt“- LAUGARDAGUR 7- SEPTEMpE^t 19^1. 39 DV-mynd Anna blaða. Hann virðist hafa þetta í blóð- inu og honum er ýmislegt til lista lagt þar sem farartæki eru annars vegar. Hann hefur. öll ökupróf og hefur líka tekið flugpróf. Hann hefur átt ótal bíla og mótorhjól og reynt fyrir sér í svifdrekaflugi, á vélsleð- um, sjóskíðum, sæköttum og fleiri tækjum. Venjulegur ökumaður - Fólk heldur kannski að menn eins og þú séu alltaf svona villtir í umferð- inni: „Ég er ósköp venjulegur ökumað- ur. Stundum er maður náttúrlega að flýta sér en ég er svo mikið í þessum bílabransa að ég hugsa fyrst og fremst um að halda teininu (ökuskír- teininu). Ég fæ mína útrás í öðru.“ Beggi hefur margoft tekið þátt í keppni í ralli, torfæruakstri og moto-cross en hann hefur aldrei orð- ið íslandsmeistari í þessum greinum. Hins vegar hefur hann oft verið í öðru sæti eða næstu sætum þar á eftir og segist alveg sáttur við það. í dag er Beggi aðallega í rallí- krossi. Hann og fleiri með sama áhugamál hófu byggingu aksturs- brautar í Hafnarfjarðarhrauni og ákváðu að leggja alla keppni á hill- una á þessu ári svo hægt yrði að ljúka framkvæmdunum. Það hefur tekist og hefur keppni farið þar fram frá því í maí. Eins og alkóhólismi Guðbergur er 31 árs gamall. Hann vinnur sem verslunarmaður í fyrir- tæki fóður síns, byggingarvöruversl- uninni Gos. Sólarhringurinn fer nán- ast allur í að stússast í bílum. Þegar komið er að húsi Guðbergs í Grafar- voginum fer ekki fram hjá neinum að þar býr maður með bíladellu. Ein- ir íjórir Porsche-bílar eru fyrir utan, í misjafnlega góðu ásigkomulagi þó. Þrír hafa verið notaðir í rallkeppni. Þá á Beggi venjulegan fólksbíl og inni í geysistórum bílskúr, innan um urmul af verkfærum og varahlutum, er Willys-jeppi. „Ég er með alveg króníska bíla- dellu. Ég drekk ekki áfengi en það er ekki fráleitt að líkja þessu við alkóhólisma. Það er til meðferð við alkóhóhsma en hingað til hefur eng- in meðferð getað læknað biladellu. Ég lifi gjörsamlega fyrir bíla.“ Beggi er ekki einn um bílaáhugann á heimilinu því konan hans, Kristín Garðarsdóttir, er líka á kafi í bíla- bransanum. Hún keppir í rallíkrossi og slær strákunum alveg við á stund- um. Um síðustu helgi gersigraði hún til að mynda í rahíkrosskeppni á brautinni í hrauninu. Peningarnir fljúga Beggi hefur ekki farið varhluta af því að vera milli tannanna á fólki þar sem ótal kjaftasögur eru til um hann, aðallega vegna bíla og peninga. Hann segist ekki taka slíkt nærri sér og sögurnar geri sér ekkert. - En nú fljúga peningamir úr budd- unni þegar verið er að keppa í ralli og torfæru. Þarftu ekki að eiga sand af seðlum til að standa í þessu? „Peningarnir eru fljótir að fara en maður íjármagnar úthald í keppni mikið til með auglýsingum þótt þær dekki kostnaðinn aldrei alveg. í ralli og torfæru sleppur maður ekki við tvær mihjónir í kostnað við að koma sér upp græjum og vera með. Þá er ekki reiknað með tímanum sem fer í þetta en hann er rosalegur. Ég reiknaði einu sinni út að 1500 klukkutímar hefðu farið í smíðar fyrir torfærukeppni. Þá var ég að smíða Wfllys fyrir torfæru þar sem allt var nýtt nema grindin." - Hefurðu tíma í eitthvað annað en bíla? „Vinnan og áhugmálið fara til allr- ar hamingju saman. Annars gæti maður þetta ekki nema með hjálp margra stuðningsmanna. Það styðja mann fyrirtæki og svo koma margir aðstoðarmenn við sögu í smíðum á veturna. Tveir hafa verið með mér að staðaldri í gegnum árin og annar þeirra eiginlega frá því ég byrjaöi í rallinu. Þessir menn hafa brennandi * áhuga og gefa alla sína vinnu. Maður gerði lítið án þessara snilhnga og það er hálfleiðinlegt hvað þeirra afrek Málið er að þekkja sín takmörk. koma lítið fram þegar keppni er í gangi.“ Að þekkja sín takmörk Beggi og fleiri í Bifreiðaíþrótta- klúbbi Reykjavíkur hafa hugann við annað og meira en að hamast í brekk- um og shkt. Hann segir hug í félags- mönnum sem byggja vilja upp aðra ímynd en þá sem fólk hefur oft af bifreiöaíþróttamönnum, oft sem ein- hverjum vitleysingum. í því sam- bandi eiga þeir tíða fundi með Um- ferðarráði. Bætt umferðarmenning er nokkuð sem þeir félagar bera fyr- ir brjósti og hafa ýmsar hugmyndir komið fram í því sambandi. Vilja þeir meðal annnars standa fyrir námskeiðúm þar sem fólk lærir að þekkja möguleika og ekki síst tak- markanir bílanna sem það ekur. Begga hrýs hugur við strákunum sem þjóta upp Hverfisgötuna á hundrað. „Það er glapræði, tómt rugl. Við Nonni höfðum talað við tryggingafé- lögin um að koma á fót fraihhalds- ökukennslu. Þau -tóku mjög vel í þá hugmynd og verið getur að maður drífi í þessu. Við höfðum hugsað þetta þannig að tryggingafélögin gæfu þeim sem við tækjum í kennslu afslátt af iðgjöldunum. Meiningin er aö leyfa fólki að aka á mismunandi hraða og leyfa því að kynnast hvern- ig bfllinn hagar sér undir mismun- andi kringumstæðum. Það er alls ekki nóg að lesa um bremsuvega- lengdir og slíkt heldur verður fólk að reyna í raunveruleikanum hvað það þýðir að klossbremsa á blautum vegi á 90 kílómetra hraða. Þegar ég fæ mér nýjan bíl reyni ég til þrautar hvaða takmarkanir hann hefur. Ég fer þá á auð svæði og bý mér til þrautir. Þar reyni ég bremsuvega- lengdina, snarbeygi á 50-60 kíló- metra hraða og gef svo í til að finna hvar ég „missi“ bílinn. Með þessu flnn ég alla punktana eða mörkin sem ég verð að virða ef ég ætla ekki að fara mér og öðrum að voða. Núm- er eitt, tvö og þrjú er að þekkja sín takmörk. Þau þekkja of fáir og því fer oft sem fer. Menn læra kannski aldrei hundrað prósent hvernig þeir eiga að haga sér á bíl en til að fyrirbyggja lífshættu- legan glannaakstur þarf meira til en brautina sem við erum með úti í Hafnarfjarðarhrauni. Það þarf hringakstursbraut, kappaksturs- braut þar sem menn geta komið og reynt meö sér án þess að eiga á hættu að meiða aðra en sjálfa sig. Menn þurfa þessa útrás." Útrás á af- mörkuðum svæðum „Hvað sjálfan mig varðar þá er þetta eins konar manía. Ef ég hef ekki keyrt neitt lengi spennist ég all- ur upp og verð órólegur. Það endar með því að maður fer út að keyra eitthvert kvöldið, gefur í og virkilega keyrir. Það er fullt af mönnum sem eru svqna, þetta er eins og alkóhól- ismi. Ég fer alltaf á ákveðin svæði þar sem ég er alveg einn og í friði. Þar djöflast maður fram óg aftur, fær sína útrás í svona klukkutíma og fer síðan sæll og glaður heim að sofa. Svona útrás þurfa menn að fá á af- mörkuðu svæði. Það er mun betra en að láta eins og fífl á Hverfisgöt- unni. Þetta á sérstaklega við núna þegar allir þessir GT-bílar eru komn- ir á göturnar. Þetta eru mjög öflugir og skemmtilegir litlir bílar en þaö verður hins vegar ekki mikið eftir af þeim ef þeir lenda í árekstri. Þeir fara alveg í klessu. Afmörkuð braut mundi gera þessum strákum kleift að fá útrás án þess að stefna lífi ann- arra i voða. Það gildir það sama í áhættuleik og venjulegum akstri, þú ræður sjálf- ur hvort þú lendir í hættu eða ekki. Því betur sem þú þekkir takmarkan- ir þínar því betri stjórn hefurðu á aðstæðum. Allur akstur á að vera útpældur.“ -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.