Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Síða 2
2
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991.
Fréttir
Hjukrunarfólk leitar annarra starfa vegna lélegra launakjara:
Deildarstjóri af gjörgæslu-
deild í bensínaf greiðslu
„Ég vinn á kassa við bensínaf-
greiðslu og fæ betri laun fyrir að
handfjatla peninga en ég fæ fyrir að
bjarga mannslífum," sagöi Kristín
Davíðsdóttir í samtali við DV.
„Þegar ég vann sem hjúkrunar-
fræðingur með tveggja ára sémám
og 17 ára starfsreynslu og starfaði
sem deildarstjóri á gjörgæsludeild
fékk ég ekki nema 83.240 krónur í
grunnlaun. En sem bensínaf-
greiöslustúlka með enga starfs-
reynslu fæ ég 74.064 krónur í grunn-
laun,“ sagði Kristín.
„Núna vinn ég aldrei á jólunum,
páskunum eða öðmm hátíðisdögum
og aldrei á næturvöktum. Ég losna
við allt álag og tek ekki áhyggjurnar
með mér heim,“ sagöi Kristín.
Aðspurð sagðist hún samt eiga von
á því aö fara aftur í hjúkrun ein-
hvern daginn.
„Sláturhúsið“ 1 Grindavík:
Innsiglað
fram yf ir
helgi
Ægir Már Kárason, DV, Keflavík;
„Við leituðum til Hollustu-
vemdarum faglega ráðgjöfí mál-
inu. Þeir taka þetta sennilega fyr-
ir á fundi á mánudagsmorgun og
þá mun væntanlega ráðast hvað
verður gert viö kjötiö,“ sagði
Magnús Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits
Suðumesja, er DV innti hann eft-
ir því hvað yrði gert við kjötið
af lömbunum sem fláreigendur j
Grindavík slátraðu sjálfir í vik-
unni.
„Það era skýr fyrirmæli um þaö
í lögum frá árinu 1990 aö f kaup-
stöðum og kauptúnum sé óheim-
ilt að slátra búfé utan sláturhúsa,
jafnvel þótt afurðimar séu ein-
göngu æöaðar til heimilisnota,“
sagði Magnús.
Innsiglið á iðnaöarhúsnæðinu,
þar sem slátrunin fór fram, verð-
ur þvi ekki rofiö fyrr en á mánu-
dag og jafnvel seinna því Magnús
taldi sennilegt aö Hollustuverad
myndi senda máliö áfram til
landbúnaðarráðherra sem þá
tæki endanlega ákvörðun.
ÞorsteinnPálsson:
Formleg
tengslvið
ECU óráðleg
„Viö þær aðstæður sem nú
blasa við tel ég óráðlegt að binda
hendur okkar raeð því að tengjast
evrópska myntkerflnu ECU með
formlegum hætti," sagði Þor-
steixm Pálsson sjávarútvegsráð-
herra á fundi Samtaka fisk-
vinnslufólks á Akureyri í gær.
Þorsteinn sagöi tímabært að
forystumenn þrennra stærstu
sölusamtaka sjávarútvegsins
hygðu aö því að sameina kraft-
ana. „Viðskiptavinir á erlendum
mörkuöum haía ekki svo miklar
áhyggjur af því hvort menn eru
sjálfstæðismenn eða framsóknar-
menn uppi á íslandi," sagði hann.
„Ég er bara þreytt núna og þarf að
sjá og reyna eitthvaö nýtt og hitta
hraust fólk til tilbreytingar. Ekki
bara fólk sem er í sorg og krefst þess
að þú gefir helminginn af sjálfri þér.
Nú svo þarf að vera hægt að lifa
mannsæmandi lífi á þessum laun-
um.“
Niðurlæging að láta
bjóða sér þetta
„Mér var boðið þetta starf og ákvað
að slá til því þetta starf er miklu bet-„
ur launað og vinnutíminn allur ann-
ar,“ sagði Björg Pálsdóttir, menntað-
ur hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir
sem nú starfar á fasteignasölu.
„Hjúkranarstarfið er mjög erfitt og
kreflandi og miöað viö launin, sem
maður fær, finnst manni bara niður-
læging að láta bjóða sér þetta.
Þaö má líkja því saman að vera á
fasteignasölu, þar sem maöur er með
flárhagslega aleigu fólks í höndun-
um, og að vera hjúkrunarfræöingur
með andlega, líkamlega og félagslega
aleigu fólksins í höndunum. Manni
finnst það ansi hart að þaö skuli ekki
vera metið meira til launa en dauðu
hlutirnir," sagði Björg.
„Það sem ég get borið saman núna
er reglulegur vinnutími, skrifstofu-
vinna í dagvinnu, öll kvöld og allar
helgar fríar, á móti vaktavinnu og
gífurlegu álagi, plús það að maður
kemst ekki hjá því að taka áhyggj-
urnar með sér heim. Og launin eins
og þau era; ég bara læt ekki bjóða
mér þetta.
Ég er með 6 ára menntun og valdi
mér þessa braut af einlægri löngun
og áhuga. En launin era niðurlægj-
andi og þau, ásamt álaginu, halda
aftur af mér við að vinna við þetta.
Ef það er stefna stjórnvalda að
halda okkur niðri, eins og gert hefur
verið undanfarin ár, þá á ég eftir að
sjá fleiri taka til fótanna. Þetta er
bara byrjunin því hjúkrunarfræð-
ingar eru mjög eftirsóttir vinnukraft-
ar,“ sagði Björg.
273 hjúkrunarfræðingar
starfa við annað
„Hjúkrunarfélag íslands er tvö
þúsund manna félag, af þeim eru
1500 starfandi, einhverjir orðnir elli-
lífeyrisþegar en um það bil 273 starfa
viö eitthvað allt annað," sagði Sigur-
björg Björgvinsdóttir en hún er starf-
andi hjúkrunarfræðingur á gjör-
gæsludeild Borgarspítaians.
• „Skýringin á þessu er fyrst og
fremst launin. Það er alltaf verið að
kvarta yfir því að það vanti hjúkrun-
arfræöinga til starfa og þvi kennt um
Sigiún Björgvinsdóttir, DV, Egflsstöðum:
Kartöfiuuppskera á Héraði er í
góðu meðallagi í haust. Þurrkurinn
í sumar hefur þó dregið allmikið úr
vexti svo jafnvel grösin náðu ekki
fullum þroska og sölnuðu strax í ág-
úst á þurrastu svæðunum. Engir al-
varlegir sjúkdómar hijá kartöflur á
aö loka þurfti heilu deildunum en
það eina sem þarf að gera er að
hækka grunnlaunin því þær leita í
betur launuð störf í dag.
Ég veit til dæmis um margar sem
vinna sem flugfreyjur og eina sem
vinnur sem tæknifræðingur. Flestar
hafa þær byrjað að starfa við hjúkr-
un en gefist upp vegna vaktavinn-
unnar, álagsins og launanna. Deild-
imar eru oft undirmannaðar og álag-
ið því mikið og launin alltof lág,
67.396 krónur í byrjunarlaun.
Sjálf hef ég sex ára starfsreynslu
og aldrei starfað annað en ég velti
því nú mikið fyrir mér að fara að
vinna við eitthvað annaö," sagði Sig-
urbjörg.
-ingo
Héraði.
Ræktun garðávaxta hefur aukist
mikið hin síöari ár og er nú nægileg
fyrir markaðinn á svæðinu, það er
Hérað og firöina. Framleiðendur,
sem eitthvaö kveður að, era þó ekki
nema um 10. Þeir reka sína eigin af-
urðasölu, AkurguU, í Fellabæ við
Lagarfijótsbrú.
í prentun
Þótt blaöabunkinn á myndinni láti kannski ekki mikiö yfir sér er innihald
hans þeim mun merkilegra. Þama er nefnilega komið fjárlagafrumvarp rikis-
stjórnarinnar fyrir árið 1992 sem verið er að prenta í Gutenberg-prentsmiöj-
unni. Þaö er einn prentaranna sem höndlar þarna niðurskurðarhugmyndir
ráðherranna á einu bretti. Annars verða prentuð 2300 eintök af þessu
merka riti sem er rúmlega 400 síður. Verður unnið aö prentun alla helgina
og lokið við hana annað kvöld. -JSS/DV-mynd Hanna
Norömenn „stela“ Leifi Eiríkssyni vestra:
Norskt einka-
framtak kæfir
rödd íslands
- efasemdirumþjóðerniLeifsáCNN
„Það er ansi sárt að sjá hvernig
norskir aðilar hér vestra hreinlega
vaða uppi með áróður um að Leifur
Eiríksson hafi veriö norskur. Aug-
lýsing flugfélagsins SAS og skipafé-
lagsins Bergen Line í New York
Times hefur vakið feiknaathygli og á
sjónvarpsstöðinni CNN hafa komið
fram miklar efasemdir um þjóðerni
Leifs. Þennan vafa og þessa athygli
notfæra norskir aðilar sér til hins
ýtrasta og mokgræða á því. í þeim
efnum eru íslendingar með allt niöur
um sig,“ sagði íslendingur búsettur
í New York í samtali við DV.
Töluverð umræða hefur orðið í
Bandaríkjunum eftir aö stór auglýs-
ing frá SAS og Bergen Line birtist á
baksíðu aöalblaðs bandaríska stór-
blaðsins New York Times á fimmtu-
dag. Þar er spurt stórum stöfum efst
á síðunni: Hvaða land fann Ameríku
meðan aðrar Evrópuþjóðir trúðu því
statt og stöðugt að jörðin væri flöt?
Undir auglýsingunni, sem segir frá
starfsemi SAS og Bergen Line, stend-
ur síðan jafnstórum stöfum: Þaö er
rétt. Það var Noregur.
Óvissan um þjóðemi Leifs og at-
hygli almennings vestra í kjölfar
auglýsingarinnar hefur virkað sem
vatn á myllu norskra viðhorfa þar.
Félög Norðmanna í Bandaríkjunum,
auk fyrirtækja og einstaklinga, hafa
fylgt þessu eftir með öfiugu átaki þar
sem rödd íslands er ósköp hjáróma
og lítil. Sem dæmi um yfirburði
Norðmanna nefndi viðmælandi DV
að þegar víkingaskipin komu til New
York hefði meirihluti þeirra sem
komu til að horfa á haldið á norskum
fána en einungis um 30 manns á ís-
lenskum.
„íslensk kona dreifði fánunum-
Hún hafði haft spurnir af yfirburðum
Norðmanna við komu skipanna til
Kanada og ætlaöi að ekki að láta
kaffæra sig. Þarna bar ekkert á fram-
taki íslenskra embættismanna."
Ingvi S. Ingvason, sendiherra í
Washington, sagöi í samtah við DV
að ef Norðmenn vildu eyða peninga-
fúlgum í stórar auglýsingar væri það
þeirra mál. íslenskir fánar hefðu
blakt við hún til jafns við þá norsku.
Þórður Einarsson sendiherra á
sæti í íslensk-norskri framkvæmda-
nefnd vegna ferðar víkingaskipanna
vestur um haf. Hann sagðist skilja
sárindi íslendinga.
„Það era ekki alhr Norðmenn sem
vilja eigna sér Leif og allra síst þeir
sem standa að þessu verkefni. Þar
er Knud Kloster, sá ér byggði vík-
ingaskipin, meötalinn. Auövitað
væri gamán að geta gert meira fyrir
íslenskan málstað almennt en við
eram svo litlir í þessu samhengi,"
sagði Þórður.
-hlh
Hérað:
Góð kartöf luuppskera