Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Page 7
LAUGAKDAGUR 28. SEPTEMBER 1991. 7 Fréttir Daihatsu Applause fæst bæöi með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Með framhjóladrifi kostar hann frá 979.000 kr. stgr. á götuna. Með fjórhjóladrifi og óviðjafnanlegum aksturseiginleikum kostar hann frá 1.249.000 kr. stgr. á götuna. Söluaðili Daihatsu á íslandi er Brimborg hf. Faxafeni 8, sími 91 - 685870. DAIHATSU APPLAUSE Sturtaði lömbum af vöru- Viðræðumar um evrópska efnahagssvæðið: Meiri von um samkomulag - segir skrifstofustjóri utanríkisráðuneytis Gunnar Snorri Gunnarsson, skrif- stofustjóri utanríkisráðuneytisins, segir að meiri von sé nú um sam- komulag um evrópskt efnahags- svæði en áður þótt mikið beri enn á milli í viðræðum EFTA og Evrópu- bandalagsins. Gunnar sat samninga- fund aðalsamningamanna EFTA og Evrópubandalagsins í upphafi vik- unnar í Brussel. „Mér sýnist sem Evrópubandalagið sé að þokast í rétt átt og tilboð þeirra vera hagstæðara en áöur. Það eru hins vegar meingallar á því og bandalagið er ekki enn búið að gang- ast inn á okkar hugmyndir um það hvernig eigi að nálgast fullt toll- frelsi." - Hvað um fréttir um að Evrópu- bandalagið sé nánast búið að semja viö Norðmenn og að við íslendingar sitjum einir eftir? „Það er ekki rétt.“ Gunnar segir að helsta ástæðan fyrir því að menn hafi meiri von á samkomulagi sé sú að fyrst og fremst beri á milli varðandi fiskafurðir eins og lax, makríl, síld og hugsanlega skelfisk. Afurðir sem skipti okkur ekki höfuðmáli. Á móti komi svo prinsipp-þrjóska bandalagsins, því sé einfaldlega ekki vel við að gefa frjáls- an markaðsaðgang að fullu. - Er enn krafa um fiskveiðiheim- ild? „Þeir halda því til streitu en eru meö það á lægri nótunum. Eins og áður hefur aðalpressan verið á Norð- mönnum með það.“ Ráðherrar Evrópubandalagsins munu hittast 30. september. Ráðgert er hins vegar að sameiginlegur ráð- herrafundur EFTA og EB verði 21. október. -JGH bílspalli - eitt lambanna drapst Eitt lamb drapst þegar kassa með þrjátíu lömbum var sturtað af palii vörubíls við Litla-Fjarðar- horn í Fellshreppi. Austfirskir íjáreigendur og bændur hafa verið að kaupa fé af Ströndum síðustu daga, svo- kölluð líflömb, og fengið til liðs við sig vörubílstjóra sem safnar lömbunum í lausan kassa á pall- inum. Atvikiö átti sér stað er bílstjór- inn ætlaði að taka bilinn úr drif- lás. Talið er að bílstjórinn, sem var vanur, hafi verið að flýta sér, en auk þess var þarna svarta- myrkur. -ingo Þessir tuttugu bilar eru i vinning í happdrætti sem ólympíunefnd íslands hefur hleypt af stokkunum. Hagnaði af happdrættinu er ætlað að standa straum af hluta af kostnaði og undirbúningi við þátttöku íslands í ólympiu- leikunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.