Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Page 21
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991.
21
Menning Í Stelpu
Strðka
Sviðsljós
Mia og Carl Bildt ásamt dótturinni Gunnet Blanceflor.
Vill ekki flytja í forsæt-
isráðherrabústaðinn
Mia Bildt, verðandi forsætisráð-
herrafrú Svíþjóðar, ætlar ekki að
flytja í forsætisráðherrabústaðinn
gegnt þinghúsinu í Stokkhólmi. Hún
segir að þar sé ekki gott að búa með
smábörn. Kunnugir segja að ekki
þýði fyrir Carl að mótmæla því
heima fyrir sé það Mia sem haldi um
stjórnartaumana.
Mia og Carl eiga nær tveggja ára
gamla dóttur og í næsta mánuði er
von á nýjum fjölskyldumeðlimi.
Mia er dóttir Gösta Bohman, fyrr-
verandi ráðherra og leiðtoga Hægri
ílokksins. Að sögn Gösta er Mia ekki
alltof hrifin af því að verða forsætis-
ráðherrafrú en hann þykist fullviss
um að dóttirin muni standa sig með
prýði. Hún starfar nú sem lögfræð-
ingur hjá skattstofunni í Stokkhólmi.
Forsýning sunnudagskvöld
kl. 11.15 fm#957
BÍÓHÖIi
ÁLFABAKKA SÍMI 78900
Bandalög 4 - Ýmsir flytjendur
Vel heppnuð blanda
Innlend plötuútgáfa hefur verið
með líflegasta móti í sumar og við-
tökur kaupenda að sama skapi góð-
ar líka. Obbinn af plötum sumars-
ins er safnplötur ýmiss konar og
virðist sem plötuútgáfa hérlendis
sé að skiptast í tvö horn; safnplöt-
ur, sem koma út á sumrin, og plöt-
ur hljómsveita og einstaklinga sem
koma út um jól.
Bandalög 4 er önnur bandalaga-
plata sumarsins og tvímælalaust
betri en sú fyrri. Fyrir það fyrsta
er þessi alíslensk en hin var blanda
af íslenskum og erlendum lögum.
í öðru lagi eru flytjendur og laga-
smíðar einfaldlega mun sterkari á
þessari síðari bandalagagaplötu.
Og það eru tvær hijómsveitir sem
mér fmnst að komist áberandi vel
frá sínu hér, Sáhn hans Jóns míns
og Todmobile. Sálin á lögin Ábyggi-
lega og Brostið hjarta, hvort
tveggja lög eftir Guðmund Jónsson,
fyrirtaks rokklög, melódísk og
grípandi. Todmobile á líka tvö lög,
Elíf ró og Róbert, kröftug og dulúð-
ug lög í beinu framhaldi af því sem
hljómsveitin var að gera á síðustu
plötu.
Ellen Kristjánsdóttir syngur tvö
lög á plötunni, annars vegar Ég læt
mig dreyma eftir Friðrik Karlsson
í mun þéttari útsetningu en áður
og svo lagið Litla systir eftir Magn-
ús Eiríksson með Mannakornum,
ljúft og faUegt lag í djassdúr.
Upplyfting á einnig tvö lög á plöt-
unni, bæði eftir Birgi Jóhann Birg-
isson; það fyrra heitir Kominn í
sumarfrí, einfaldur sumarsmellur
sem gengur sér til húðar á stuttum
tíma og hitt heitir Allt sem ég þrái
og er lag í rólegri kantinum.
Ríó tríó á sömuleiðis tvö lög og
með fullri virðingu fyrir því ágæta
tríói finnst mér lögin engan veginn
passa inn í þennan hóp enda sú
tónlist sem tríóið flytur af allt öðr-
um toga en annað efni á plötunni.
Sálin hans Jóns míns kemur vel út á Bandalögum 4.
Hljómplötur
Sigurður Þór Salvarsson
Lögin standa hins vegar fyllilega
fyrir sínu.
Karl Örvarsson á eitt lag, Dans á
rósum, prýðisgott lag sem lofar
góðu fyrir sólóplötu Karls. Aust-
flrðingarnir í Sú Ellen koma
skemmtilega á óvart með laginu
Kona eftir Steinar Gunnarsson,
léttrokkuðu lagi sem venst afar vel
og vinnur sífellt á.
Herramenn flytja lag Harðar Ól-
afssonar, í dag, frá síðustu söngva-
keppni og fer þar skagfirska svei-
flan í sinni einfóldustu mynd.
Galíleo býður upp á lagið Það ert
þú eftir Bubba Morthens, gott
rokklag í nokkuð öðrum dúr en við
var að búast frá Bubba.
Botninn í plötuna slær svo Loðin
rotta með lagið Ég ligg undir
skemmdum eftir Ingólf Guðjóns-
son, þokkalegt lag með fönkívafi
sem minnir satt aö segja svolítið á
Todmobile. ✓
ÞÆGILEGAR
UMHVERFISVÆNAR
Næturbleiur
Nýju bleiurnar eru þœr einu
sem hafa tvöfalda lekavörn
yPEAUDOUCEy
POMTBREAK
IT'S 100% PURE ADRENALINE
TOGETHER THEY TAKE
ADVENTURE PAST ÍHE POINT OF N0 RETURN.