Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Síða 47
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991. 59 Menning Stjömubíó: Tortímandinn 2: Dómsdagur ★★★ Stál við stál Tortímandinn 2 hefst á atriðum úr myrkri framtíð árið 2029 þegar áratugabaráttu mannkyns við vélarn- ar, sem áttu að þjóna því en fengu betri hugmynd, er að ljúka með sigri Johns Connor, foringja fjölþjóöa- hersins. En baráttan var einnig háð á öðrum vígvelli á öðrum tímum. Fyrst árið 1984 þegar vélarnar sendu fyrsta tortímandann til að myrða móður Connors, Söru, áður en hann fæðist. Svo aftur árið 1994 til að myrða hinn unga Connor. Hann er þá í umsjá fóstur- foreldra eftir að Sarah lenti á geðveikrahæli. Hún hef- ur lengi verið þjökuð af vitneskjunni um dómsdaginn 29. ágúst 1997 þegar 3 milljarðar manna farast í kjarn- orkustríði. Enginn trúir henni, ekki einu sinni John sem hefur afneitað henni og er á góðri leið með að verða smákrimmi. Einn daginn stendur hann þó and- spænis sannleikanum í líki tveggja tortímenda. Annar þeirra er af sömu gerð og með útlit þess sem móðir hans kramdi í málmpressu tiu árum áður. Nú er hann kominn til að vernda Connor fyrir hinum raunveru- lega óvini, fullkomnari og nær ósigrandi tortímanda, samsettum úr fljótandi málmi sem getur tekiö á sig hvaða lögun sem er. Það var engin hætta á að ekki yrði gert framhald af Tortímandanum. Sú mynd gerði austurrískt vöðva- fjall að stórstjörnu og ungan tæknibrellusmið að ein- um færasta kvikmyndagerðarmanni heims. Þegar Tortímandanum lauk var sagan galopin og það voru aðeins viðskiptalegar flækjur sem töfðu fyrir fram- haldinu. James Cameron og æskuvinur hans, William Wish- er, hafa tekið upp þráðinn að nýju en gert það á frek- ar einfaldan máta. Síðast þegar Cameron gerði fram- haldsmynd hóf hann upprunalegu söguna upp á nýtt svið og kvikmyndaði hana á svo kynngimagnaðan hátt að úr varð ein besta kvikmynd allra tíma: Aliens. Núna endurtekur hann sig á kostnað frumleika og heildrænnar uppbyggingar í sögunni með því að senda tortímanda á ný aftur til fortíðar. Það sem fylgir er að mestu langur eltingaleikur og átök með jöfnu miiiibili. En þegar mynd kostar 100 milljónir dollara (rúmlega tvö ráðhús) eru eltingaleik- irnir allt annað en venjulegir og átökin eru tækni- brelluorgía sem slær allt út sem sést hefur. Lifandi persónur myndarinnar njóta sín ekki í öllum hasarn- um, sem er synd því Sara hefur tekið athyglisverðum breytingum úr saklausri þjónustustúlku í gallharðan en örvæntingarfullan skæruliða sem þarf að gera upp við sig hvort hún á að bíða eftir framtíðinni eða reyna að móta hana sjálf. Sonurinn John, leikinn af nýliðan- um Furlong, fær ekki að sýna hvaða áhrif það hefur að vera alinn upp í þeirri trú að hann sé frelsari mann- kyns og beri að vemda það hvað sem það kostar. Tölvufræðingurinn Miles Dyson (Morton) fær varla að átta sig á eigin siðblindu og annarra er líta á morð- tólasmíð sem verðugt viðfangsefni vísindanna. Áhersla á aðeins eina af þessum persónum hefði gefið myndinni nauðsynlegt mótvægi við vélabrögðin, mannlegan þátt til jafns við örstutt en afdrifaríkt sam- band Söru Connor við hermanninn Kyle Reese í fyrstu myndinni. Það glittir í það sem hefði getað verið í nokkrum rólegum atriðum en þau eru ergilega stutt. Þrátt fyrir lausa enda, sem munu sennilega ekki pirra neinn sem hefur ekki séð fyrstu myndina oftar en tvisvar, virkar myndin ágætlega sem ofur-hasar með mögnuðum áhættuatriðum og ótrúlega vel gerð- um tæknibrellum þar sem hið nýja málmmenni, T- Kvikmyndir Gísli Einarsson 1000, fer bókstaflega hamförum. Arnold er alltaf góður þegar hann þegir og plægir niður óvini og hinn nýi, aðeins blíðari Tortímandi, er mjög sannfærandi. Hon- um er leyft að taka sjálfan sig ekki of alvarlega og getur verið, þegar hann er að herma eftir mönnum (brosa?), ansi fyndinn. T-1000 er hins vegar málm- gerving alvörunnar og leikur Roberts Patrick (sem skoðaði erni og skordýr til fyrirmyndar), tölvubrellur ILM og líkön Stans Winston hafa skapað eftirminnileg- asta bíóskrímslið síðan Predator sást fyrst (Hannibal Lecter telst ekki með því hann kom úr bók). Að sjá Tortímendurna tvo mölbrjóta veggi hvor með öðrum, án þess að nein svipbrigði sjáist á þeim, er það næsta sem alvörubíó kemst Tomma og Jenna og þá hlýtur það að vera gott. En James Cameron geröi þrjú meist- araverk í röð á undan þessari mynd (Terminator, Ali- ens, The Abyss), hvert öðru frumlegra og kröftugra, og ég (eins og allir aðdáendur vísindaskáldsagna) gerði miklar kröfur til Tortímandans 2. Cameron brást í þetta sinn og það er lítil sárabót að fyrsta glappaskot hans er betra en flestar aðrar myndir sem boðið er upp á í dag. Terminator 2: Judgement Day (Band-1991) 137 min. Handrit: James Cameron & William Wisher. Leikstjórn: Cameron. Kvikmyndataka: Adam Greenberg (Alien Nation, Ghost). Tón- list: Brad Fidel (Terminator, Big Easy). Leikarar: Arnold Schwarzenegger, Linda Hamilton (Beauty and the Beast), Robert Patrick (Die Hard 2), Edward Furlong, Joe Morton (Brother trom Another Planet), Jenette Goldstein (Aliens). Afmæli Steindór Guðmundsson Steindór Guðmundsson fanga- vörður, Gundargerði 10, Reykjavík, verður sjötugur á morgun. Starfsferiil Steindór er fæddur í Smádalakoti í Sandvíkurhreppi í Ámessýslu. Hann var alinn upp á ýmsum stöð- um í Ámessýslu, þó aðallega í Gnúpveijahreppi. Fyrstu tíu ár ævinnar var hann með fóstru smni, Þórunni Guðmundsdóttur frá Framnesi á Skeiðum, síðan hjá Brynjólfi Melsted, bónda á Stórahoíi í Gnúpverjahreppi, og Önnu Gunn- arsdóttur, konu hans. Alltfrá unga aldri stundaði Steindór almenn landbúnaðarstörf. Steindór lauk búfræðinámi 1944 frá HólumíHjaltadal. Hann varð síðar bóndi á Stórahofi og einnig i Keldnakoti í Stokkseyr- arhreppi. Hann hefur verið fangavörður frá 1960 allt til þessa dags, lengst af á Litla-Hrauni og var þá búsettur á Stokkseyri. Síðustu sjö árin hefur hann verið fangavörður við fangels- ið við Síðumúla í Reykjavík og hefur verið búsettur í Reykjavík síðan. Fjölskylda Steindór kvæntist 23.10.1955 Á- gústu Önnu Valdimarsdóttur, hús- móður og verslunarmanni. Foreldr- ar hennar eru Anna Þórarinsdóttir húsmóðir og Valdimar Anton Valdi- marsson, bifreiðastjóri í Reykjavík. Börn Steindórs og Ágústu em Þór- ir, f. 10.6.1955, fangavörður og söðla- smiður, búsettur á Eyrarbakka, hann á þrjú börn og eitt stjúpbarn; Anna Brynhildur, f. 27.02.1959, af- greiðslustjóri í Reykjavík, hún á eitt barn; Steingerður, f. 11.9.1962, hús- móðir og verslunarmaður, maki Þorvarður Björnsson, þau eru bú- sett í Reykjavík og eiga eitt barn. Stjúpbörn eru Þórður Grétar Árnason, f. 26.3.1950, maki Vigdís Hjartardóttir, þau eru búsett á Sel- fossi og eiga tvö börn; Hinrik Ingi Árnason, f. 11.11.1951, húsasmiður í Reykjavík, maki Oddný Stein- grímsdóttir, þau eiga fjögur börn; Sigurður Þórarinn Árnason, f. 8.11. 1952, stýrimaður á Stokkseyri, maki Hafdís Jónsdóttir, þau eiga tvö börn og hann á þrjú börn utan hjóna- bands. Systkini Steindórs, Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 22.8.1918, hús- móðir í Reykjavík, maki Kjartan Árnason, þau áttu eitt kjörbarn, þau eru bæði látin; Bergvin Guðmunds- son, f. 23.3.1920, sjómaður í Reykja- vík, fyrri kona hans er Viktoría Sig- urjónsdóttir og eiga þau eitt barn, síðari kona hans er Erika Evers; Engilbert Guðmundsson, f. 8.8.1924, bifreiðastjóri í Reykjavík, maki Ing- er Sanne og eiga þau þrjú börn; Guðbjartur Guðmundssor., f. 22.9. 1926, maki Elín Ólafsdóttir, látin, þaueigafjögurbörn. Foreldrar Steindórs eru Guð- mundur Ingjaldsson, f. 18.6.1891, verkamaður, og Steinunn Dagbjört Steindór Guðmundsson. Þorsteinsdóttir, f. 13.11.1890, hús- móðir, þau eru bæði látin. Þau bjuggu lengst af á Stokkseyri. Ætt Foreldrar Guðmundar vom Ingj- aldur Hróbjartsson og Jóhönna Magnúsdóttir, dóttir Magnúsar Jónssonar og Sigríðar Guðmunds- dótturíSkarfanesi. Steinunn Dagbjört var dóttir Þor- steins Þorbergssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur frá Hæringsstaða- hjáleigu. Vegna hinna merku tímamóta hjá Steindóri og sextíu ára afmælis Á- gústu taka þau á móti gestum á morgun, 29. september, í Skagfirð- ingaheimilinu, Síðumúla35, milh klukkanlðog 18. Tortímandinn (Arnold Schwarzenegger) og John Connor (Edward Fur- long) sem hann á að vernda. Rýmingarsala á sturtuklefum Takmarkað magn Sturtuklefar í úrvali V VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.