Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Síða 52
FRÉTTASK
T I Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
; : :
Gnmdarfiörður:
Grunur um
- íkveikju í
rækjutrolli
Tjón sem nemur hundruðum þús-
unda króna varð þegar rækjutroll
brann á bryggjunni fyrir framan
fiskverkunarhúsið Tanga í Grundar-
firði í gærmorgun. Lögreglan rann-
sakar málið og leikur grunur á að
um íkveikju hafi verið að ræða.
Tvö rækjutroll úr bátnum Hauka-
bergi voru á bryggjunni á vöru-
bretti. Starfsmenn í fiskvinnslunni
voru nýlega farnir í kafíi þegar fyrst
varð vart við eldinn um klukkan
10.10 í gærmorgun. Logaði þá í öðru
rækjutrollinu. Slökkvibíll kom fljót-
lega á staðinn og var annað trollið
þá alelda. Rétt áður tókst verkstjóra
að forða hinu rækjutrollinu með lyft-
ara. Eldur náði að gjöreyðileggja
annað trollið en hitt skemmdist að
hluta þar sem eldurinn náði að kom-
ast í belginn á því. Málið er í rann-
sókn. -ÓTT
Utanríkisráðherra
^ Króatíu í heimsókn
Dr. Zvonimir Separovic, utanríkis-
ráðherra Króatíu, var væntanlegur í
heimsókn til íslands í morgun í boði
Jóns Baldvins Hannibcdssonar utan-
ríkisráðherra. í dag munu þeir eiga
fund saman og ræða stöðu mála í
Júgóslavíu og síðar hitta Davíð
Oddsson forsætisráðherra að máli.
Jón Baldvin hefur látið á sér skilja
í samtölum við DV að viðurkenning
á sjálfstæði Króatíu og Slóveníu
komi til álita að því tilskildu að Þjóð-
verjar eða Austurríkismenn hafi
frumkvæðiíþvíefni. -kaa
ÞJÓFAVARNIR
FYRIR FYRIRTÆKI OG HEIMILI
Vönduð og viðurkennd þjónusta
VARI
-29399
Allan sólarhringinn
Oryggisþjónusta
síðan 1 9Ó9
LOKI
Þarskutu Norðmenn Is-
iendingum Leif fyrirrass!
lyfsölu verði af lagður
„Það er sérstök nefnd á mínum lyijaverslun áfram verða á ábyrgð aður nefndarinnar er Brynjólfur nokkm's konar einkarétt á. Þessu
vegum að skoða möguleikana á lyfjafræðinga auk þess sem versl- Sigurðsson prófessor. fylgja þó nokkur vandræði, Til að
aukinni samkeppni og frjálsræði í anir verða að sjálfsögðu að uppfylla - Verður þá um það að ræða að mynda er þannig i pottinn búið að
verslun með lyf, bæði hvað varöar ströng skilyrði um búnað og starfs- almennar verslanir eins og mat- lyfsölum er gert skylt aö kaupa
innflutningsverslun og smásölu- hætti,“ sagði Sighvatur Björgvins- vöruverslanir geti framvegis selt eignir og lager af fyrirrennurum
verslun. Auk þessa er nefndin að son heilbrigðisráðherra i samtali lyf? sínum. Það eitt getur valdið erfið-
skoöa þá erfiðleika sem kunna að við DV. „Það er verið að athuga mögu- leikum við að koma á skipulags-
vera samfara auknu frjálsræði í Nefnd á vegum Sighvats er nú að leikana á aö framkvæma þetta breytingu í lyfjasölumálurn á
lyfjaverslun. Þó verið sé að skoða endurskoða lög um lyfjadreifingu þannig að menn séu ekki lengur skömmum tíma.“
aukið ffjálsræði í lyfjaverslun er og lyfsölu. Nefndin hefur haldið með kvótakerfi í lyfsölunni þar -hlh
ekki gert ráö fyrir að breyta neinu nokkra fundi og býst ráðherra við sem lyfsölum er úthlutaður ákveð-
sem varðar öryggi. Þannig mun að hún skili fljótlega af sér. Form- inn kvóti viðskiptavína sem þeir fá
mm
Kristín Daviðsdóttir er menntaður hjúkrunarfræðingur en starfar við bensin-
afgreiðslu í Öskjuhlíðinni vegna þess hversu hjúkrunarstarfið er illa borg-
að. Sjá viðtal við Kristínu á bls. 2. DV-mynd G\lfi
Fj ármálaráðherra:
Ríkisstjómin vill
einkavæða Lyfja-
verslun ríkisins
- vinnuhópur Qármálaráðherra tekur út reksturinn
„Þessi ríkisstjórn vill kanna mjög
rækilega hvernig hægt er að koma
sem mestu af starfsemi Lyfjaversl-
unar ríkisins út á markaðinn, einka-
væða sem mestan hluta hennar. Það
verður ekki hlaupið að því. Það verð-
ur að skoða þau mál mjög gaumgæfi-
lega, ekki síst hjá viðkvæmum fyrir-
tækjum eins og ÁTVR og Lyfjaversl-
un ríkisins sem heyra bæði undir
fjármálaráðuneytið," sagði Friðrik
Sophusson fjármálaráðherra í sam-
tali við DV.
Á vegum fjármálaráðherra er
starfandi vinnuhópur sem er að
kanna rekstur Lyfjaverslunar ríkis-
ins og rekstrarumhverfi hennar.
„Það er gert með það í huga að í
framtíðinni verði þeim möguleika
velt upp að gera Lyfjaverslunina að
hlutafélagi," sagði Þór Sigþórsson,
forstjóri Lyfjaverslunar ríkisins.
Hann er í vinnuhópnum en vísaði á
fjármálaráðuneytið þegar leitað var
frekari upplýsinga.
Friðrik sagði að hlutverk vinnu-
hópsins væri mjög takmarkað. Hon-
um væri einungis ætlað að skila inn
upplýsingum svo hægt yrði að
ákvarða um framhald málsins, hvort
og hvernig eigi að breyta rekstri fyr-
irtækisins. Friörik sagði að breyting
Lyfjavcrslunar ríkisins í hlutafélag
væri inni í myndinni.
Heilbrigðisráðherra er með nefnd
í gangi sem endurskoðar lög um
lyfjasölu og dreifingu með meira
frjálsræði og samkeppni í huga. Frið-
rik sagði að ekkert samband væri á
milliþessaravinnuhópa. -hlh
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Næturfrost fyrir norðan
Á sunnudag og mánudag verða suðlægar áttir ríkjandi. Vætusamt verður sunnan- og vestanlands og um tíma einnig á Norður- og Norðaustur-
landi en þar verður annars að mestu bjart veður. Hiti verður á bilinu 6-S stig sunnanlands að deginum en heldur svalara norðanlands. Víða
verður næturfrost á norðanverðu landinu.