Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991. Fréttir „Við göngum í gegnum skuggasund í augnablikinu. Við höldum ótrauð stefnu okkar, æðrumst ekki þó inn komi sjór og endrum og sinnum gefi á bátinn. Rétt eins og íslenskir sjó- menn, rétt eins og íslenskir bændur, rétt eins og sérhver íslendingur í þúsund ár þá skulum við vera því stærri sem meira blæs á móti. Við skulum horfa fram á við til fagrar veraldar, fagrar framtíðar en ekki festa hugann við það skuggasund sem við erum senn að komast út úr.“ Þetta voru lokaorðin í setningar- ræðu Davíös Oddssonar, forsætis- ráðherra og formanns Sjálfstæðis- flokksins, á flokksráðsfundi flokks- ins sem haldinn var í gær. í ræðu sinni rakti Davíö aðdrag- anda myndunar ríkisstjómarinnar og útlistaði stöðuna í ríkisfjármálum og þjóðmálum við ríkisstjómarskipt- in í vor. Hann sagði að á þeim 5 mánuöum sem ríkisstjórnin hefur setiö hefði allt það sem stjórnin ætl- aði að gera í byijun gengið eftir. Davíð ræddi nokkuð um þann aft- urkipp sem nú er við að glíma í þjóð- félaginu: minnkandi afla og samdrátt á mörgum sviðum. Hann sagði ýmsa halda því fram að ríkisstjórnin hefði átt að fara hægar af stað og gera ráð- stafanir á lengri tíma. Það taldi hann ekki rétt. Ríkisstjórnin hefði ekki átt að bíða heldur gera allt það sem gera þarf strax. Hann ræddi nokkuð um þjónustu- gjöldin sem ákveðið hefur verið að setja á. Davíð sagði marga kalla þau dulbúna skatta. Það sagði hann rangt. Það væri rétt að þeir sem þjón- Davið Oddsson forsætisráðherra boðaði betri tið i ræðu sinni a flokksraðsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Hér sést forsætisráðherra ræða við Salóme Þorkelsdóttur, forseta Alþingis, og Þuríði Pálsdóttur, varaþingmann flokks- ins. ustunnar nytu þyrftu að greiða meira, þannig ætti það líka að vera. Ef þjónustugjöldin hefðu ekki komið til hefði þurfta að hækka beina skatta. Það sagði hann Sjálfstæðis- flokkinn hafa lofað að gera ekki og raunar lofaö að lækka skatta þegar um hægist. DV-mynd GVA í lok ræðu sinnar boðaði hann svo betri tíð með blóm í haga eins og sagt var frá í upphafi. -S.dór Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins: Göngum eftir skugga- sundi í augnablikinu - síðan birtir til þegar við komum út úr því, sagði Davíð Oddsson Þingmenn að æfasigá nýja tölvu- kerfið Þeir sem komiö hafa á þingpalla undanfarna daga hafa séð að við atkvæðagreiöslu er enn notast viö handauppréttingar. Búið er að setja upp fullkomið tolvukerfi og ljósaskilti sem nota á við at- kvæðagreiðslu en það hefur ekki enn verið tekið í notkun. „Þingmenn eru að æfa sig á þetta nýja kerfi. Ég hef ekki viljaö taka það í notkun fyrr en ég er viss um að allir þingmenn kunni alveg á kerfiö þanníg að engin mistök eigi sér stað við atkvæða- greiöslu,“ sagði Salome Þorkels- dóttir, forseti Alþingis við DV. Hún sagði að það liði ekki á löngu þar til tölvukerfið yrði tek- iðínotkun. -S.dór Alþingis- menn í frí síðustu vik- unaíoktóber Síðustu vikuna í október verður gert einnar viku hlé á störfum Alþingis. Þetta er nýmæli í störf- um þingsins. „Það var ákveðið við upphaf þings þegar vetrarstarfið var skipulagt að gefa þingmönnum frí frá þingstörfum í eina viku vegna þess að þing hófst nú 10 dögum fyrr en venjulega. Þetta ( vikufrí frá þingstörfum er hugsaö til þess að þingmenn geti farið hver í sitt kjördæmi og hitt kjós- endur,“ sagði Páll Pétursson, for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins, í samtali við DV. Páll sagði að ekki hefði verið rætt um fleiri slíkar frívikur frá störfum Alþingis í vetur. -S.dór Æsispennandi lokamínútur í kappleik EFTA og EB - evrópskt efnahagssvæöi er alls ekki á boröinu eftir lokaútspil EB íslenska hösins í EFTA-EB viðræð- unum, sem heldur út til Lúxemborg- ar í fyrramálið með Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra í fararbroddi, bíður erfitt verkefni á mánudaginn. Það þarf að spila loka- spilið í viðræðunum um evrópska efnahagssvæðið. Sé notuð bridgelík- ing er búið að gefa í þessu spili. Evr- ópubandalagið hefur þegar sagt sína lokasögn. Nú reynir á EFTA-liöið að ná réttri sögn miðað við þau spil sem eru á hendi. Staöan er einfaldlega þannig að evrópskt efnahagssvæöi er alls ekki á borðinu þrátt fyrir lokasögn Evr- ópubandalagsins. Þaö ríkir því hvorki bjartsýni né bölsýni um hvort samningar takist heldur yfirþyrm- andi spenna. Álagiö er mikið. Það er bara að sjá hvort ráðherrar EFTA og EB vinna best undir álagi. Undir álagi er líka mesta hættan á að gerð séu mistök. Þetta er tilboö EB Samkvæmt fréttaskeyti norsku fréttastofunnar NTB hefur fram- kvæmdastjóm Evrópubandalagsins gert EFTA-ríkjunum tilboð sem byggist á fullu tollfrelsi fyrir um 60 tíl 65 prósent af öllum útfluttum fiski frá Noregi. í staðinn vill Evrópubandalagið fá að veiða um 2,8 prósent af öllum fiski sem veiddur er í norskri lögsögu frá og með l. janúar 1993 þegar innri markaður Évrópubandalagsins tek- ur gildi. Þessi 2,8 prósent eru um 11 þúsund tonn. Krafan er meiri. Evrópubandalagið vfll tfi viðbótar við þennan kvóta fá að veiða 11.000 tonn af þorski í norskri lögsögu á ári frá og með 1. janúar 1997. Þetta eru meginpunktamir í tillögu Evrópubandalagsins til lausnar á deilunni um fiskinn í viðræðum EFTA og Evrópubandalagsins. Bandalagið gerir einnig þá kröfu á hendur okkur íslendingum aö við veitum gagnkvæmar fiskveiðiheim- ildir. EB fái 3 þúsund tonna kvóta á islandsmiðum Þessi krafa er ekki ný af nálinni og var rædd á Lúxemborgarfundin- um í sumar. Hún gengur út á að ís- lendingar leyfi Evrópubandalaginu að veiða karfa og langhala við ísland gegn því að íslendingar fái að veiða um 30 þúsund tonn af loðnu í staðinn við strendur Grænlands. Um 30 þús- und tonn af loðnu eru um 3 þúsund tonn í ígildum þorsks. Gangi þetta eftir mun skiptingin á 3 þúsund tonna þorskígildunum líkr legast verða sú aö um 70 prósent af veiði Evrópubandalagsins verði langhali, sem viö íslendingar nýtum lítið, og um 30 prósent karfi. Spurningin sem EFTA-spilararnir Fréttaljós Jón G. Hauksson við borðið verða að spyria sig er sú hvort það sé nægilega góður samn- ingur að fá ekki markaðsaögang fyr- ir allan fisk frá EFTA til Evrópu- bandalagsins. Þetta eru tollflokkarnir í fréttaskeyti NTB segir ennfremur að búið sé að skipta fiskútflutningi EFTA-ríkjanna í þijá flokka. í flokki 1, sem verður algerlega tollfrjáls, er botnfiskur eins og þorskur, ýsa og ufsi. í flokki 2 er unninn fiskur og mun hann bera um 2 prósent toll. í þessum flokki eru tegundir eins ferskur og frystur lax og fersk og fryst þorsk- flök. í flokki 3, sem mun bera um 12 til 18 prósent toll, eru tegundir eins og makríll, síld og unninn lax. Reynist norska fréttastofan hafa rétt fyrir sér, og að þetta sé tollfrels- ið sem Evrópubandalagið býður upp á, er ljóst að íslendingar eru ekki að ná þeim ávinningi úr samningunum sem vænst hefur verið. Þessi samn- ingur gefur lítið meira en íslendingar hafa nú þegar með gildandi fríversl- unarsamningi við Evrópubandalagið og nefndur hefur verið bókun 6. Þó skal minnt á að tegundir eins og makríll og lax skipta okkur íslend- inga ekki svo miklu máli í útflutn- ingi. Slæmt er hins vegar að hafa ekki síldina inni. Helstu þrætueplin í viðræöum EFTA og Evrópubandalagsins til þessa hafa snúist um fiskinn, greiðslu EFTA í þróunarsjóði banda- lagsins og þungaflutninga um Alp- ana. Alpa-málið gýs upp Ljóst er að Alpa-máhð gýs upp á fundinum í Lúxemborg á mánudag- inn þrátt fyrir yfirlýsingar fram- kvæmdastjórnar Evrópubandalags- ins um lausn. Nokkrar þjóðir innan bandalagsins, sérstaklega Grikkir, geta ekki fellt sig við samkomulagiö við Svisslendinga um síðustu helgi. Þeim finnst þaö ganga of skammt. Þá stefnir í að greiðsla EFTA-ríkj- anna í þróunarsjóð Evrópubanda- lagsins verði ekki eins auðvelt við- fangsefni á fundinum og menn hafa rætt um til þessa. Islendingar gefi 320 milljónir í tilboði framkvæmdastjórnar Evr- ópubandalagsins er farið fram á að EFTA-ríkin láni fátækustu löndun- um innan Evrópubandalagsins um 144 milljaröa íslenskra króna í formi ódýrra lána og leggi fram um 32 millj- arða íslenskra króna sem óaftur- kræft framlag. Þetta þýðir að hlutur íslendinga yrði um 320 milljónir í gjöfunum og 1,4 milljarðar í ódýru lánunum. Þetta getur oröið þungur biti að sam- þykkja. Annað mikið þrætumál í viðræð- unum hefur verið krafa íslendinga og Norðmanna um að Evrópubanda- lagið fái ekki að fjárfesta í útgerð og fiskvinnslu. Frá þessari kröfu hefur bandalagið nú vikið en ljóst er að Spánverjar eru ekki hrifnir af því og munu tuða um það á fundinum í Lúxemborg. Evrópubandalaginu finnst að með þessu tilboði sínu hafi það teygt sig eins langt og hægt er, jafnvel lengra. Það mun þvi hvergi gefa eftir á mánudaginn. Sama gildir um EFTA- ríkin. Þetta veröur því járn í jám og eng- in ástæða til að vera með neina bjart- sýni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.