Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Qupperneq 6
v
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991.
Utlönd
ísraelsmenn féllust á öll skilyröi fyrir friðarráöstefnu fyrir Miö-Austurlönd:
Palestína sjálf stætt
ríki þegar innan árs
- ráöstefnan hefst í Madríd þann 30. október aö viðstöddum Bush og Gorbatsjov
Háttsettur bandarískur embættis-
maöur segir aö væntanlegar viöræö-
ur um friö í Mið-Austurlöndum miði
aö því að Palestína verði sjálfstjórn-
arríki á herteknu svæðunum í Israel
innan árs frá því að samningum lýk-
ur. Áætlað er að komið veröi á fót
bráðabirgðastjórn í Palestínu.
Það voru PaJestínumenn sem settu
þetta skilyrði fyrir því að senda full-
trúa á friðarráðstefnuna. ísraels-
menn voru mjög tregir til að sam-
þykkja að þessi skilyrði en gerðu það
þó með hálfum huga síðdegis í gær.
„Stjóm ísraels var treg til að sam-
þykkja þetta en geröi það þó á endan-
um athugasemdalaust. Friðarráð-
stefnan verður því haldin með þess-
um skilyrðum og í fullu samkomu-
lagi við Israelsmenn," sagði embætt-
ismaðurinn sem ekki hefur verið
nafngreindur.
Afráðið er að ráðstefnan hefjist í
Madríd þann 30 október. Þar verða
fulltrúar stjóma Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna auk allra deiluaðila.
Þá hefur Míkhaíl Gorbatsjov Sovét-
forseti lýst því yfir að hann verði á
ráðstefnunni. George Bush Banda-
ríkjaforseti hefur þegar lýst því yfir
aö hann verði við setninguna þann
30. Það eykur mönnum vonir um
árangursríkan fund að bæði stór-
veldin standa að friðargerðinni.
Það voru James Baker, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, og Borís
Pankin, utanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna, sem lýstu því yfir í gær að
þeir byðu ísraelsmönnum og araba-
ríkjunum til ráðstefnunnar í Madríd.
Fyrr um daginn hafði ríkt mikil
óvissa um hvort ísraelsmenn ætluðu
sér að fara til Madrídar.
Baker virtist um tíma vondaufur
um að mánaðalangar viðræður hans
við þjóðaleiðtoga i Mið-Austurlönd-
um ætluðu aö bera árangur en svo
fór að lokum að ísraelsmenn gáfu
eftir. Hann hefur farið átta ferðir til
funda við leiðtogana og náði nú loks
settu marki.
Baker ítrekaði þó á fréttamanna-
fundi eftir að samkomulag um ráð-
stefnuna var í höfn að langur vegur
væri enn til þess að friöur kæmist á
í Mið-Austurlöndum þótt mikilvægt
skref hefði verið stigið þegar deiluað-
ilar settust loks að samningaborði
eftir 43 ára átök.
Reuter
Fjölskyldanfékk
súkkulaðitertu
meðhassi
„Ég fór alla leið til helvítis og
til baka aftur,“ sagði Margrét
Jellico, kona á sextugsaldri, eftir
að hafa borðað af dýrindis súkku-
laðitertu i teboði hjá ungri
frænku sinni ásamt fleirum úr
íjölskyldunni.
Við rannsókn á áhrifamætti
tertunnar kom líka í ljós að fleira
hafði verið notað til að bragðbæta
hana en súkkulaði. Álitlegur
skammtur af hassi var einnig í
herini.
„Ég vildi bara að teboðið yrði
afslappað og að öllum liði vel,“
sagði Kathleen Pollard, frænkan
unga sem bakaði tertuna, í yfir-
heyrslu hjá lögreglunni. Hún
slapp með sekt fyrir tiltækið og
lofaði að gera þetta aldrei aftur.
Gamla frænkan sá miklar of-
sjónir eftir tertuátið. Hún flúði
út úr húsinu og beit gras í garðin-
um. Þegar hún sá lögregluþjón
tók hún til fótanna og hélt að
hann væri að ofsækja sig. Fjöl-
skyldan býr í Wales.
Reuter
Enn er barlst um bæinn Dubrovnik. Sambandsherinn situr um borgina og
hér má sjá hermenn leita skjóls bak viö skriðdreka i nágrenni hennar.
Símamynd Reuter
EB vill uppstokkun í Júgóslavíu:
Nýtt samband
fullvalda ríkja
Evrópubandalagðið ætlar að halda
fast við áform sín um að koma á
nýju sambandsríki í Júgóslavíu þrátt
fyrir að Serbar hafi lýst yfir óánægju
méð hugmyndirnar. Ef vilji Evrópu-
bandalagsins fer eftir verða lýðveldi
núverandi Júgóslavíu í laustengdu
bandalagi, ekki ólíku því sem nú
virðist vera aö komast á laggirnar í
Sovétríkjunum.
Vinna við nýjan sambandssáttmála
er þegar hafin á vegum Evrópu-
bandalagins í Haag í Hollandi þar
sem friðarráðstefna þess hefur staðið
síðustu vikur.
Leiðtogar annarra lýðvelda en
Serbíu hafa lýst sig ánægða með
drögin. Þrjú lýðveldanna hafa þegar
lýst yfir sjálfstæði. Haft er eftir Carr-
ington lávarði, sem leiðir friðarvið-
ræðurnar, að Serbar telji drögin
stefna framtíð Júgóslavíu í voða og
efist um að hin lýðveldin hafi lagaleg-
an rétt til að samþykkja breytingarn-
ar.
Afstaða Serba ræður úrslitum í
málinu því sambandsherinn er á
þeirra bandi og auk þess hefur
skæruliðum Serba orðið vel ágengt í
baráttunni við fjendur sína frá Króa-
tíu í bardögum undanfarinna vikna.
Vopnahlé á enn að heita í gildi í Júgó-
slavíu en samt er víða barist í land-
inu. Reuter
Skriðdrekar
umkringja
þinghúsið í
Moskvu
Skriðdrekar Sovéthersins um-
kringdu þinghúsið í Moskvu í
gær, vegfarendum til skelfingar.
Valdaránið frá því í ágúst var þó
ekki að endurtaka sig heldur
hafði herinn Iánað kvikmynda-
fyrirtæki tól sín. Nú á að endur-
taka leikinn fyrir hvíta tjaldið.
Myndin er tekin í réttu umhverfi
og með réttu skriðdrekunum.
Og það er ekki aðeíns von á
kvikmynd um valdaránið, Þijár
bækur um það eru væntanlegar
á markaðinn á þessu og næsta
ári. Höfundarnir eru ekki ófræg-
ari menn en Míkhail Gorbatsjov
og Boris Jeltsin. Þá er náinn sam-
verkamaður Jeltsíns einnig að
skrifa.
Morðinginn
þekktistárödd-
inniísíma
Lík tveggja þýskra lögreglu-
þjóna eru fundin á æfingasvæði
breska hersins nærri Bielefeld í
Þýskalandi. Lögregluþjónarnir
höfðu farið að sinna útkalli rétt
þar hjá.
Mannanna hafði verið saknað í
nokkra daga en fulltrúi áöur
ókunnra samtaka hafði lýst í
síma ábyrgð á hvarfi þeirra. Lög-
reglunni tókst að bera kennsl á
rödd mannsins í símanum og
handtók hann.
Um var að ræða góðkunningja
lögreglunnar en hann sagðist
hafa myrt lögregluþjónana í
nafni hóps raanna sem kallar sig
Baráttusamtök fyrir upplausn
lögregluríkisins.
Suöur-AMka:
Viðskipta-
þvingunum af-
léttíáföngum
Leíðtogar ríkja í Breska sam-
veldinu hafa ákveðiö að aflétta
viðskiptaþvragunum á Suður-
Afríku í áfongum. Fundur leið-
toganna hefúr staðið í Harare í
Zimbabwe.
Utanríkisráðherrar samveldis-
ríkjanna höfðu áður saraþykkt
afhám viðskiptaþvingana þar
sera stjóm Suður-Afrlku hefði
stigið raikilvæg skref í átttiijafn-
réttis kynþátta í landinu.
Reuter
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
INNLAN OVERÐTRYGGÐ
Sparisjóðsbækur óbundnar 3,5-4 Allir nema Sparisjóðir
Sparireikningar
3ja mánaða uppsögn 4 6,5 Sparisjóðirnir
6 mánaða uppsögn 5-7,5 Sparisjóðirnir
Tékkareikningar, almennir 1 Allir
Sértékkareikningar 4-7 Landsbanki
VlSITÖLUBUNDNIR REIKNINGAR
6 mánaöa uppsögn 3.0 Allir
15-24mánaða 7-7,75 Sparisjóðirnir
Orlofsreikningar 5.5 Allir
Gengisbundnir reikningar í SDR 6,5-8 Landsbanki
Gengisbundnir reikningar i ECU 8,5-9 Landsbanki
ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR
Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Búnaðarbanki
överðtryggð kjor, hreyfðir 8-8,5 Sparisjóðirnir
SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innan timabils)
Vísitölubundnir reikningar 4-8 Landsbanki
Gengisbundir reikningar 4-8 Landsbanki
BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR
Visitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki
Överötryggö kjör 10,5-11 Búnaðarbanki
INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR
Bandaríkjadalir 3,75-4,1 Sparisjóðirnir
Sterlingspund 8,25-8,8 Sparisjóðirnir
Þýsk mörk 7.5 7,8 Sparisjóðirnir
Danskar krónur 7,75-8 Sparisjóðirnir
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
OTLAN óverðtryggð
Almennir vlxlar (forvextir) 16,5-19 Sparisjóðirnir
Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi
Almenn skuldabréf 17-20 Sparisjóðirnir
Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdráttur) 20-22,5 Sparisjóðirnir
útlánverðtryggð
Skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki
AFURÐALÁN
Islenskar krónur 16,5-1 9,25 Sparisjóðirnir
SDR . 9-9,5 islandsbanki, Landsbanki
Bandarikjadalir 7,25-8,0 Sparisjóðirnir
Sterlingspund 12-12,75 Landsbanki
Þýsk mörk 11 Allir
Húsnæðlslán 4.9
Lífeyrissjóöslán 5 9 ' • 1
Dráttarvextir 30.0
MEÐALVEXTIR
Almenn skuldabréf september 21,6
Verötryggð lán september 10,0
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala október 31 94 stig
Lánskjaravisitala september 31 85 stig
Byggingavísitala október 598 stig
Byggingavisitala október 1 87 stig
Framfærsluvísitala september 1 58,1 stig
Húsaleiguvísitala 1,9% hækkun 1. október
VEROBRÉFASJÖOin HLUTABRÉF
Gengi bréfa veröbréfasjóöa Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Einingabréf 1 5,968 Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40
Einingabréf 2 3,186 Ármannsfell hf. 2.33 2,45
Einingabréf 3 3,919 Eimskip 5,70 5,95
Skammtímabréf 1,990 FJugleiðir 2,05 2,25
Kjarabréf 5,595 Hampiöjan 1,80 1,90
Markbréf 3,000 Haraldur Böðvarsson 2,95 3,10
Tekjubréf 2,123 Hlutabréfasjóður VlB 1,01 1,06
Skyndibréf 1,738 Hlutabréfasjóðurinn 1,64 1.72
Sjóðsbréf 1 2,860 Islandsbanki hf. 1,66 1.74
Sjóösbréf 2 1,935 Eignfél. Alþýðub. 1,68 1,76
Sjóðsbréf 3 1,978 Eignfél. Iðnnðarb. 2,45 2,55
Sjóðsbréf 4 1,732 Eignfél. Verslb. 1,75 1,83
Sjóðsbréf 5 1,183 .Grandi hf. 2,75 2,85
Vaxtarbréf 2,0157 Olíufélagið hf. 5 10 5,40
Valbréf 1,8896 Olís 2Í05 2,1 5
Islandsbréf 1,247 Skeljungur hf. 5,65 5*95
Fjórðungsbréf 1,131 Skagstrendingur hf. 4,80 5,05
Þingbréf 1,244 Sæplast 7,33 7,65
öndvegisbróf 1,226 Tollvörugeymslan hf. 1,04 1,09
Sýslubréf 1,265 Útgerðarfélag Ak. 4,70 4,90
Reiðubréf 1,211 Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42
Almenni hlutabréfasj. 1,12 1,17
Auðlindarbréf 1,03 1,08
Islenski hlutabréfasj. 1.15 1,20
Síldarvinnslan, Neskaup. 3,23 3,40
’ Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabrétum. útgefnum af þriðja aðila,
er miðað við sérstakt kaupgengi.