Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Síða 16
16
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991.
Skák
Að loknu heimsbikarmóti Flugleiða:
Karpov tefldi allra
manna best
Þótt Karpov og Ivantsjúk heföu
deilt sigrinum bróöurlega á heims-
bikarmóti Flugleiða hefur Ivant-
sjúk tekið forystu í heimsbikar-
keppninni. Skákir við Jóhann
Hjartarson, sem tefldi sem gestur
á mótinu, reiknast ekki með -
Karpov vann Jóhann en þeir Ivant-
sjúk skildu jafnir.
Stórmeistararnir 26, sem þátt
taka í keppninni, tefla hver um sig
á þremur heimsbikarmótum af
fimm á næstu tveimur árum. Næst
verður teflt í Brussel í júlí 1992,
síðan í Wellington á Nýja-Sjálandi
í nóvember, þá Barcelona í apríl
1993 og loks Brussel í júlí sama ár.
Samanlagður árangur þeirra í öll-
um mótunum reiknast til heims-
bikarstiga. Sá sem flest stig hlýtur
hreppir titilinn „heimsbikarmeist-
ari í skák“. Ivantsjúk stendur sem
sagt best að vígi að fyrsta mótinu
loknu en Karpov kemur fast á hæla
hans.
Efstur í 91. sinn
Að mínum dómi hefði Karpov
fyllilega verðskuldað að ná fyrsta
sætinu óskiptu. Hann tefldi allra
manna best - var óheppinn að tapa
fyrir Ljubojevic eftir að hafa hafn-
að jafnteflisboði í jafnri stöðu og
heilladísimar voru honum heldur
ekki hliðhollar í síðustu skákinni
viö Chandler. Karpov er stórkost-
legur skákmaður. Eftir að hafa
fylgst með honum að tafli þarf ekki
að koma á óvart að heimsbikarmót
Flugleiða var 91. keppnin þar sem
hann verður efstur! Er þá allt með
talið - einvígi, mót og sveitakeppn-
ir af ýmsu tagi.
Ivantsjúk fór aðra leið. Margar
skákir hans vom bráðfjörugar og
nokkmm sinnum sneri hann skák-
um viö í miklu tímahraki. Gegn
Chandler átti hann t.a.m. aðeins
tvær mínútur eftir á klukkunni til
aö leika yfir tuttugu leiki en fór
létt með að laga stöðuna og vinna
skákina, meðan hann velti fyrir sér
ijósabúnaðinum yfir sviðinu.
Missti af flugvélinni
Ljubojevic tefldi einnig vel og
hefði verið vel að 3. sætinu kominn
án Nikolic og Khalifmans en árang-
ur þeirra er vissulega eftirtektar-
verður. Nikohc seiglaðist. gegnum
mótið án þess að eftir því væri sér-
staklega tekið en Khalifman tók
hins vegar á sprett um miðbik
mótsins og klykkti út með sigrum
gegn Timman og Ehlvest í tveimur
síðustu skákunum. Hann hafði því
rika ástæðu til að fagna í mótslok
en öllu má nú ofgera enda fór svo
að hann missti af flugvélinni morg-
uninn eftir lokahófið!
Hnökralaus
framkvæmd
Jóhann hækkar eitthvað á stig-
um við frammistöðu sína en hann
var stigalægstur keppenda. Hann
fór illa af stað og var lengstum meö
allra neðstu mönnum. Hins vegar
var taflmennskan frískleg og marg-
oft var búið að afskrifa stöður hans
í skákskýringasalnum, sem honum
Skák
Jón L. Árnason
tókst þó að bjarga í jafntefli. Að-
sókn að mótinu var í fullu sam-
ræmi við áætlanir Skáksambands-
manna en með betri frammistöðu
hefði Jóhann áreiðanlega getað
vakið enn meiri áhuga á mótinu.
Áhorfendur horfðu fyrst og fremst
á skákir Jóhanns en „íslendingur-
inn í baráttunni við erlenda stór-
mei$tara,“ hefur ávallt verið vin-
sælasta dægradvöl skákáhuga-
manna.
Vissulega var fengur að mótinu
en þeim sem þetta ritar fannst held-
ur súrt í brotið að fá alla þessa er-
lendu snillinga til landsins án þess
aö gefast tækifæri til að „stríða
þeim“ við skákborðið og hygg ég
að svo sé um fleiri. Mótshaldið
kostar Skáksamband íslands mikiö
fé, þrátt fyrir að Flugleiðir greiði
ferðir og upphihald keppenda og
SWIFT fyrirtækið í Belgíu verð-
laun. Álitamál er hvort peningum
fjárvana sambands sé vel varið í
mót, þar sem aðeins einn íslending-
ur er meðal keppenda, ef haft er í
huga aö hér á landi hefur ekki ver-
ið haldið albjóðlegt skákmót, með
erlendum meisturum, síðan í mars
1990.
Framkvæmd mótsins var ekki
með sama glæsibragnum og heims-
bikarmóti Stöðvar 2 í Borgarleik-
húsinu, þar sem ekkert var til spar-
að, en ég hygg hún hafi engu aö
síður verið hnökralaus. Erlendu
stórmeistaramir höfðu enga
10. - Da5 11. Bd3 Rb4 12. 0-0 Rxd3
13. Dxd3 Dc5+ 14. Khl e6 15. Re3
h5 16. Hadl Be7
Valery Salov: „Hefði getað orðið besta skák min á mótinu." DV-mynd E.J.
ástæðu til að kvarta enda eru þeir
orðnir því vanir að staðið sé að
skákmótum á íslandi með miklum
sóma. Framkvæmdastjóri mótsins
var Ásdís Bragadóttir en móts-
stjóm skipuöu Jón Rögnvaldsson
(formaður), Páll Magnússon, Andri
Hrólfsson, Áskell Örn Kárason og
Þráinn Guðmundsson. Yfirdómari
var Þorsteinn Þorsteinsson og hon-
um til aðstoðar Guðmundur Arn-
laugsson, Ríkharður Sveinsson,
Ólafur Ásgrímsson og Amold Eikr-
em, hinn norski. Blaðafulltrúar
Áskell Örn Kárason og Lárus Jó-
hannesson.
Ekki má gleymast aö minnast á
vegleg mótsblað, sem gefið var út
eftir hveria umferð, þar sem allar
skákir mótsins er að finna og fjöldi
bráðskemmtilegra ljósmynda með
smellnum myndatextum. Ritstjóri
þess var Jóhann Þórir Jónsson og
útgefandi tímaritið Skák.
Nafn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 Vinn. Röð
1. V. Salov 2665 1 0 Vi 0 '/, 0 1 0 '/, 0 '/, 1 '/, '/, 1 7
2. A. Beljavskí 2650 0 'A 0 1 '/, '/, '/, 0 '/, 1 0 1 '/, '/, '/, 7
3. A. Karpov 2730 1 V, 1 1 0 '/, 1 '/, '/, '/, 1 '/, 1 '/, 1 107,
4. A. Khalifman 2630 7, 1 0 '/, 1 0 '/, 1 '/, 1 1 '/, '/, '/, '/, 9
5. B. Gulko 2565 1 0 0 '/, '/, 0 '/, '/, 0 '/, '/, 0 '/, 0 '/, 5
6. L. Ljubojevic 2600 V, '/i 1 0 '/, '/, '/, 1 '/, 1 '/, '/, '/, 1 '/, 9
7. V. fvantsjúk 2735 1 Vi '/, 1 1 '/, 1 '/, '/, '/, '/, 1 '/, 1 '/, 107,
8. U. Andersson 2625 0 7, 0 '/, '/: '/, 0 '/, '/, '/, '/, 0 '/, '/, 7, 57,
9. Y. Seirawan 2615 1 1 '/, 0 '/, 0 '/, '/, '/, 1 '/, '/, '/, '/, 7, 8
10. P. Nikolic 2625 Vi '/i '/, '/l 1 '/, ’/, '/, '/, '/, 1 1 '/, '/, 7, 9
11. J. Timman 2630 1 0 Vi 0 '/, 0 '/, '/, 0 '/, '/, '/, 0 '/, 7, 57,
12. J. Ehlvest 2605 Vx 1 0 0 '/, '/, '/, '/, '/, 0 '/, 1 0 1 1 77,
13. M. Chandler 2605 0 0 '/, '/, 1 '/, 0 1 '/, 0 '/, »i '/, 0 7, 57,
14. J. Speclman 2630 V, Vi 0 '/, '/, '/, '/, '/, '/, '/, 1 1 '/, '/, 0 77,
15. L. Portisch 2570 V, V.i '/: '/, 1 0 0 '/, '/, '/, '/, 0 1 '/, 7, 7
16. Jóhann Hjartarson 2550 0 7, 0 '/, '/, '/, '/, '/, '/, '/, '/, 0 '/, 1 '/, p’ 67,
Slæm áhrif á Salov
Valery Salov varð ásamt Short
fyrir ofan Karpov og Kasparov á
minningarmóti um Euwe í Amst-
erdam í vor. Því var full ástæða til
að búast við því aö hann myndi
blanda sér í baráttuna um æðstu
metorð á heimsbikarmóti Flug-
leiða. En það fór á annan veg. Salov
átti versta mót sitt um langa hríð
og komst aldrei nálægt því að ógna
veldi efstu manna.
Sjálfúr sagði Salov skákina við
Ivantsjúk, sem tefld var í 7. um-
ferð, hafa ráðið úrshtum um slaka
frammistöðu sína. „Þetta hefði get-
að orðið besta skák mín í mótinu,"
sagði hann og bætti við: „En þess
í stað hafði hún slæm áhrif á mig.“
Taflmennska Salovs í skákinni
er sérdeilis frábær, þar til í tíma-
hrakinu undir lok fyrri setu, að
allt fer í handaskolum. Ivantsjúk
nær að snúa á hann og vinna mikil-
vægan sigur. Svona getur ein skák
haft úrslitaáhrif á frammistöðu
einstakra keppenda. Hvaö hefði
gerst, ef Salov hefði unnið skákina?
Hefði hann kannski hrokkið í gír
og staðið í sporum Ivantsjúks nú?
Hvítt: Vassily Ivantsjúk
Svart: Valery Salov
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg6 Bd7
Þetta afbrigði hefur Salov teflt
alloft á undanfórnum árum, m.a.
gegn Timman og Short í Amsterd-
am í vor. Þeir léku báðir 7. Be2 og
hrókuðu stutt en uppskeran var
aðeins hálfur vinningur. Ivantsjúk
velur beittustu leiðina.
7. Dd2 Hc8 8. f4 h6
Annar möguleiki er 8. - Rxd4 9.
Dxd4 Da5 en reynslan hefur sýnt
að með því móti tekst svörtum ekki
alls kostar að jafna tafliö.
9. Bxf6 gxf6 10. Rf5!?
Eftir 10. Rb3 gæti svartur svaraö
með 10. - f5!? en riddarakaup létta
á hinn bóginn á stöðu hans.
Ivantsjúk yann Kasparov heims-
meistara í Linares fyrr á árinu, í
áþekkri stöðu - með riddarana aö
vopni gegn biskupum svarts og
staða svörtu peðanna var sú sama.
Hann hafði hins vegar komiö ár
sinni betur fyrir á drottningar-
væng og vann skákina með áhlaupi
peðanna þar.
í þessari skák brýst hann fram á
heföbundinn hátt með f4-f5, sem
þrengir aö svörtu stöðunni og und-
irbýr að þrýsta á e6. En e.t.v. er sá
leikur of fljótt á ferðinni. Strax 17.
Hf3, eða 17. Re2 ásamt 18. Rd4 kem-
ur vel til greina. Þá ætti svartur
ekki aðgang að e5-reitnum.
17. f5 Kd8! 18. Hf3 b5
Hugmynd svarts er að flnna
kóngnum skjól á drottningarvæng,
leika Hc7 og síðan Kd8-c8-b8. Fyrst
hindrar hann taktíska möguleika
með e4-e5 og Rc4, tryggir aðgang
að e5-reitnum og undirbýr um leið
að koma biskupnum á hornalín-
una.
19. Re2 De5 20. Rd4 a6 21. Hg3 Bf8
22. c3 Hc7 23. Bfl Bc8! 24. Rf3 Dc5
25. Rh4 Be7 26. fxe6 fxe6 27. Hg7?
Slæmur leikur að sögn Salovs og
hann útskýrir það á lærdómsríkan
hátt: Aðalvandi svarts felst í því
aö hann nær ekki að tengja saman
hrókana. Leikur hvíts leiðir ein-
mitt til þess að uppskipti verða á
hrókapari en þá eru vandamál
svarts úr sögunni.
27. - Bb7 28. Rg6 He8 29. Rc2 Kc8!
30. Rd4 Bd8! 31. Rf4 De5!
Salov teflir frábærlega vel. Auð-
vitað hafði hann ekki áhuga á
hróknum - ef 31. - Hxg7 32. Rxe6
og hrókur og drottningjn í uppn-
ámi.
32. Hxc7+ Kxc7 33. Dh3 Kb8?
Frá og með þessum leik missir
Salov þráðinn. Rétt er 33. - Kd7!
og svrtur á yfirburðastöðu.
34. Dxh5 Hg8 35. Df7? Hh8?
Missir af 35. - Hg4! 36. Rfxe6 Dxe4
með vinningsstöðu því að g2-reitur-
inn verður ekki varinn.
36. Dxe6 Bxe4 37. h3 f5?
Enn er svartur á grænni grein
eftir 37. - Bb6! sem hótar illþyrmi-
lega 38. - Bxd4+ 39. cxd4 Hxh3+!
40. Kgl Dxd4+ 41. Hf2 Ddl+ 42.
Hfl Hhl+ 43. Kxhl Dxfl+ 44. Kh2
Dxf4+ o.s.frv.
38. Dd7! Dc5 39. Rde6 Dc4 40. Dxd6+
Ka8 41. Hf2
Tímamörkunum er náð og ljóst
er að lítið er orðið eftir af svörtu
stöðunni. Salov gerir örvæntingar-
fulla tilraun til að flækja málin en
án árangurs.
41. - Bh4 42. Dxa6+ Kb8 43. Db6+
Kc8 44. Hd2 Be7 45. Rg6! Dfl+ 46.
Kh2 Hxh3+ 47. Kxh3
Auðvitað ekki 47. gxh3 Dhl + 48.
Kg3 Df3+ með þráskák.
47. - Bxg2+ 48. Hxg2 Df3+ 49. Kh2!
Dh5+ 50. Kg3 Bh4+ 51. Kf4!
Og Salov gafst upp.