Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Síða 18
18
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991.
Veiöivon
Aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga
Haldinn mn næstu
helgi í Borgarfirði
Stjórn Landssambands stangaveiðifélaga, Grettir Gunnlaugsson formaður, Hjörleifur Gunnarsson, Rafn Hafnfjörð,
Guðmundur Halldórsson, Sigurður Sveinsson, Matthias Einarsson og Jón Bjarnason. DV-mynd G.Bender
Það er nokkur spenna í loftinu yfir
aðalfundi Landssambands stanga-
veiðifélaga sem haldinn verður um
næstu helgi. Fundurinn verður hald-
inn í Munaðarnesi í Borgarfirði og á
hann mæta veiðimenn af öllu land-
inu og ræða málin. Eitt mál hefur
verið óvenjulega heitt þetta sumarið
og það eru netaveiðar í sjó víða um
land. Nokkuð sem fundurinn hlýtur
að taka á.
Stærstu málin á þessum fundi eru
líka verð á veiðileyfum og samningar
um veiðiárnar og netaveiði í sjó víða
um landið.
Þaö er enginn annar en veiöimað-
urinn Steinar J. Lúðvíksson sem
mun ræða um verö á veiðileyfum og
samninga um veiðiámar.
Fundurinn mun hefjast klukkan
hálftíu á laugardaginn og verður án
efa fróölegur og fjörlegur. Þarna
koma veiðimenn af öllum landinu,
úr flestum veiðifélögum sem eru
starfrækt hérlendis.
DV hefur heimildir fyrir því að
Grettir Gunnlaugsson muni gefa
kost á sér áfram sem formaður. Hann
verður áfram kosinn formaður veiði-
manna.
-G.Bender
Tungufljót:
Sextán punda
sjóbirtingur
áland
„Það var meiriháttar gaman að
fá þennan 16 pund sjóbirting í Ár-
mótunum á Jeson spúninn," sagði
Ólafur Júlíusson í samtali við DV,
en fyrir skömmu veiddi hann
stærsta sjóbirtinginn í Tungufljóti,
ennþá.
„Það var ekki mikið af fiski en
við settum í stærri sjóbirting en
hann fór af eftir stutta baráttu.
Laxarnir á land eru 15 á þessari
stundu,“ sagði Ólafur ennfremur.
-G.Bender
Þjóðar-
spaug DV
Guðmundur Hagalín rithöfund-
ur kynnti sig eitt sinn á eftirfar-
andi hátt:
Ég hef farið yfir Rín.
Ég hef drukkið brennivín.
Ég er hundur. Ég er svín.
Ég er Gvendur Hagalín.
í Danaveldi
Forstjóri einn hitti kunningja-
konu sína og spurði um son henn-
ar.
„Hann er í Danmörku," svaraði
konan.
„Er hann við vinnu eða nám?“
spurði forstjórinn þá.
„Hvorugt. Hann er á styrk,“
ansaði konan.
Aðeins böm
Vestmannaeyingur átti eitt sinn
erindi til Húsavíkur. Er hann var
búinn að koma sér vel fyrir á
hótelinu rölti hann niður í bæ og
spurði fyrsta manninn sem hann
mætti:
„Hafa einhver mikilmenni
fæðst hér?“
„Nei, aðeins kornabörn," svar-
aði Húsvíkingurinn og gekk í
burtu.
Námið
Hér á árunum þegar sem mest
var bruggað af landa í sveitum
landsins bjó karl einn í afdala-
koti er Kinn hét og var hann
frægur bruggmeistarí.
Einhverju sinni tók karl þessi
nokkra menn til sín, þeirra á
meðai mann að nafni Jón, til þess
að kenna þeim bruggun.
Nokkrum dögum eftir að Jón
var farinn til „námsins" kom
maður einn heim til hans og
'spurði eftir honum. Kona hans
varð þá fyrir svörum og sagði:
„Jón minn er ekki heima sem
stendur. Hann er í landafræði-
námi aö Kinn."
Finnurþúfmmibreytmgai? 125
Er það hér sem herbergi er til leigu fyrir rólegan ungan mann?
Nafn:........
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. Fimm Úrvalsbækur að
verðmæti kr. 3.743.
2. Fimm Úrvalsbækur að
verðmæti kr. 3.743.
Bækurnar sem eru í verðlaun
heita: Á elleftu stundu, Flugan
á veggnum, í helgreipum hat-
urs, Lygi þagnarinnar og
Leikreglur. Bækurnar eru
gefnar út af Frjálsri fjölmiðl-
un.
Merkið umslagið með
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 125
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir hundrað
tuttugustu og þriðju getraun
reyndust vera:
1. Sesselja Þórðardóttir
Faxabraut 36 B, 230 Keflavík
2. Stefán Þór Jessen
Krummahólum 2,111 Rvík
Vinningarnir verða sendir
heim