Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Síða 30
42
LAUGARDÁGIÍR '19. OKTÓBER Í99Í:
Merming_____________________:
Góð byrjun hjá S.f.
Fyrstu áskriftartónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands á þessum vetri voru haldnir
sl. fimmtudagskvöld. Stjórnandi var Petri
Sakari. Á efnisskránni voru verk eftir Wolf-
gang Amadeus Mozart, Jón Leifs og Béla
Bartok.
Þaö mun áreiðanlega mál margra aö val
viðfangsefna á þessum tónleikum sé gott
dæmi um blöndu sem hvað heppilegust er
fyrir Sinfóníuna. Þarna var eitt frægt klass-
ískt verk, frumflutningur verks eftir íslensk-
an höfuðsnifling og eitt af mikflvægustu
hljómsveitarverkum tuttugustu aldar. Ekk-
ert léttmeti, hvergi litið niður til áheyrenda,
en auðgi og fjölbreytni tónlistararfsins látin
njóta sín.
Sagt er að Prag sinfónía Mozarts sé meðal
þeirra sem hafl haft mest áhrif á Beethoven
og varð honum hvati til stórvirkja. Fyrsti
- þátturinn er fullur af pólyfóníu þótt það liggi
ekki alveg í augum uppi. Andante er fullkom-
inn í fegurð sinni og innra jafnvægi. Síðasti
þátturinn ber í sér tvíræðni glaðlegs yfir-
borðs með harmþrungnum undirtónum. Það
er hjónaband fegurðar og dauöa.
Þaö er mjög virðingarvert að taka til flutn-
ings óflutt verk Jóns Leifs. Fine I er fallega
hljómandi verk og ber höfundi sínum gott
vitni. Hins vegar er álitamál hvort heppilegt
sé aö það standi eitt, því það er samið sem
endir á stóru verki, Edduóratóríu-þríleikn-
um. Þetta varð því svolítið svipað því aö
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
heyra niðurstöðu dóms án þess að þekkja
forsendur. Vonandi kemur að því að óratór-
íur Jóns verði fluttar í heild sinni.
Konsert fyrir hljómsveit eftir Bartok er
með vinsælli hljómsveitarverkum sem sam-
in hafa verið á þessari öld. Kann að vera að
ein ástæða þess sé sú að verkið er að mörgu
leyti aðgengilegt, þótt það sé jafnframt
þrungið djúpri og fagurri speki. Að því leyti
minnir verkiö svolítið á Mozart. Hljómur og
ytri búnaður er mjög glæsilegur og ber þjálf-
un og tækniþekkingu höfundarins gott vitni.
Með Konsert fyrir hljómsveit er átt við verk
þar sem hljóðfæraleikarar hljómsveitarinn-
ar skiptast á um að leika einleikshlutverk á
móti afganginum af hljómsveitinni. Hefur
Eitt verkanna á tónleikunum er eftir Jón
Leifs.
þetta form notið töluverðra vinsælda á okkar
öld.
Konsert fyrir hljómsveit gerir að sjálfsögðu
miklar kröfur til hljómsveitarmanna. Komst
hljómsveitin í meginatriðum vel frá sínum
hlut. Fiðlur og víólur hljómuðu mjög vel og
raunar strengjasveitin í heild. Fagottleikar-
arnir voru einnig meöal þeirra sem komu
mjög vel út í þessu verki. Það liggur ekki í
augum uppi hvernig túlka beri tónlist Jóns
Leifs. Það var greinilegt að Sakari hljóm-
sveitarstjóri hafði lagt hugsun og alúð við
túlkunina á Fine I, enda var það mjög vel
flutt og kom skýrt fram hvert hljómsveitar-
stjórinn vildi fara. Naut litróf verksins sín
mjög vel. Tíminn mun svo skera úr hvort
þessi leið eða einhver önnur verður ofan á.
I flutningi Prag sinfóníunnar, sem flestir
þekkja í mörgum útgáfum, kom vel fram hve
hljómsveitinni vex stöðugt ásmegin í snerpu,
nákvæmni og samspili yfirleitt. Strengja-
sveitin var einnig upp á sitt besta í þessu
verki en aðrir hópar komu einnig vel út.
Meðal nýjunga í starfi hljómsveitarinnar í
vetur má minna á að fyrirlestrar verða
haldnir fyrir almenning til kynningar við-
fangsefnum hverra tónleika í húsi FÍH í
Rauðageröi. Að þessu sinni annaðist Atli
Heimir Sveinsson kynninguna. Er þetta gott
tækifæri fyrir þá sem vilja kíkja aðeins
lengra inn í ómælisvíddir tónlistarinnar en
unnt er með hlustuninni einni saman.
Nauðungaruppboð
á eftirtalinni eign fer
fram í skrifstofu embættisins,
Auðbrekku 10, Kópavogi,
á neðangreindum tíma:
Sæbólsbraut 38, þingl. eig. Magnús
E. Guðmundsson, miðvikudaginn 23.
október 1991 kl. 10.35. Uppboðsbeið-
endur eru Ævaí Guðmundsson hdl.,
Gjaldheimtan í Reykjavík og skatt-
heimta ríkissjóðs í Kópavogi.
BÆJARFÓGETINN í KÓPAVOGI
Nauðungaruppboð
annað og síðara
á eftirtöldum eignum fer
fram í skrifstofu embættisins,
Auðbrekku 10, Kópavogi,
á neðangreindum tíma:
Álfhólsvegur 57, þingl. eig. Sturla
Snorrason, miðvikudaginn 23. október
1991 kl. 10.10. Uppboðsbeiðendur eru
skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi og
Bæjarsjóður Kópavogs.
Brattabrekka 4, þingl. eig. Jóhann
Bogi Guðmundsson, miðvikudaginn
23. október 199lkl. 10.05. Uppboðs-
beiðendur eru skattheimta ríkissjóðs
í Kópavogi og Bæjarsjóður Kópavogs.
Brattabrekka 9, þingl. eig. Sveinbjöm
Tryggvason, miðvikudaginn 23. okt-
óber 1991 kl. 10.05. Uppboðsbeiðandi
er skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi.
Digranesvegur 94, þingl. eig. Elías B.
Jóhannsson, miðvikudaginn 23. okt-
óber 1991 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur
em íslandsbanki, Ásgeir Magnússon
hdl., Ólaíúr Gústaísson hrl. og Jón
Ingólísson hrl.
Engihjalli 3, 5. hæð D, þingl. eig.
Helga B. Gunnarsdóttir, miðvikudag-
inn 23. október 1991 kl. 10.35. Upp-
boðsbeiðendur em Magnús Norðdahl
hdl., Guðjón Ármann Jónsson hdl.,
Veðdeild Landsbanka Islands, Bæjar-
sjóður Kópavogs og Ólafúr Gústafs-
son hrl.
Fífúhjalli 4, íbúð 1-1, þingl. eig. Hilm-
ar Hilmarsson, miðvikudaginn 23.
október 1991 kl. 10.15. Uppboðsbeið-
endur em Veðdeild Landsbanka ís-
lands og Bæjarsjóður Kópavogs.
Hamraborg 12, 5. hæð, þingl. eig.
Magnús Guðlaugsson, miðvikudag-
inn 23. október 1991 kl. 10.15. Upp-
boðsbeiðendur em Ingólfúr Friðjóns-
son hdl., Búnaðarbanki íslands og
Bæjarsjóður Kópavogs.
-----------c------------------:—
Kársnesbraut 108, 02-01 og 02-02,
þingl. eig. Prenttækni, miðvikudaginn
23. október 1991 kl. 10.00. Uppboðs-
beiðendur em Ami Einarsson hdl. og
Bæjarsjóður Kópavogs.
Kjarrhólmi 18, 3. hæð B, þingl. eig.
Hildur Leifsdóttir, miðvikudaginn 23.
október 1991 kl. 10.10. Uppboðsbeið-
andi er Baldur Guðlaugsson hrl.
Lundarbrekka 16, 1. hæð t.v., þingl.
eig. Guðmundur A. Kristinsson, mið-
vikudaginn 23. október 1991 kl. 10.05.
Uppboðsbeiðendur em Guðjón Ár-
mann Jónsson hdl., Helgi V. Jónsson
hrl., Veðdeild Landsbanka íslands,
Ólafúr Garðarsson hdl., Sveinn H.
Valdimarsson hrl., Ólafúr Axelsson
hrl. og Bæjarsjóður Kópavogs.
Mánabraut 17, þingl. eig. Borgþór
Bjömsson, miðvikudaginn 23. október
1991 kl. 10.20. Uppboðsbeiðendur em
Kristján Ólafsson hdl. og skattheimta
ríkissjóðs í Kópavogi.
Neðstatröð 6, þingl. eig. Gunnar Már
Gíslason o.fl., miðvikudaginn 23. okt-
óber 1991 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi
er skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi.
Nýbýlavegur 26, 3. hæð austur, þingl.
eig. Óskar J. Bjömsson og Rannveig
Höskuldsd., en tal. eig. Kristófer Eyj-
ólfsson, miðvikudaginn 23. október
1991 kl. 10.25. Uppboðsbeiðendur em
Gjaldheimtan í Reykjavík og Sigríður
Thorlacius hdl.
Smiðjuvegur 4, þingl. eig. Davíð Sig-
urðsson hf, miðvikudaginn 23. október
1991 kl. 10.10. Uppboðsbeiðendur em
Gjaldheimtan í Reykjavík, skatt-
heimta ríkissjóðs í Kópavogi og Sig-
ríður Thorlacius hdl.
Þinghólsbraut 15, þingl. eig. Ámi
Edwins en tal. eig. Kristmann Áma-
son, miðvikudaginn 23. október 1991
kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur em Bæj-
arsjóður Kópavogs, Pétur Kjerúlf hdl.,
Ingvar Bjömsson hdl., Brynjólfúr
Kjartansson hrl. og Bæjarsjóður
Kópavogs.
Þinghólsbraut 70, þingl. eig. Ingimar
Sveinbjömsson, miðvikudaginn 23.
október 1991 kl. 10.05. Uppboðsbeið-
endur em íslandsbanki og Guðjón
Ármann Jónsson hdl.
BÆJARFÓGETINN í KÓPAV0GI
iu
lÉr^ ^íÍéSÍÍ ■PjLXc
Manu Dibango og hljómsveit á sviðinu á Hótel Islandi.
DV-mynd GVA
Afrískt fönk
- Manu Dibango og Soul Makossa Gang á Hótel Islandi
Tónleikar Manu Dibango frá Kamerún og hljóm-
sveitar hans, Soul Makossa Gang, á Hótel íslandi mið-
vikudagskvöldið 16. okt. var liður í menningarsam-
skiptum íslands og Frakklands á sviði popptónlistar.
Dibango hóf reyndar feril sinn sem djassleikari eins
og greinilega má heyra á saxófónleik hans en hann
leikur einnig á píanó og víbrafón. Tónlist hans núna
er eins konar heimshomabræðingur en afrísku áhrifin
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
eru skiljanlega mest áberandi, sérstaklega í ryþma og
söng. Laglínurnar era ekki flóknar og músíkin fremur
einfóld frá hljómfræðilegu sjónarmiði; yfirleitt ekki
nema þrír til fjórir grunnhljómar sem þætti kannski
dálítið þunnt ef ýmislegt annað kæmi ekki til, sem nóg
var af hér. Bassi, trommur og gítar sáu um fónkið í
grunninn og slagverksleikarinn nýtti smekklega þagn-
ir og lék öðru hvoru pólýryþmískt á móti straumnum,
Dibango á saxófón og trompetleikari hljómsveitarinn-
ar fraseruðu saman og voru aðalsólóistar, hljómborðs-
leikarinn hélt þessu öllu í samhengi og rúsínan í pylsu-
endanum var hörkugott söngtríó. Að vísu söng hljóm-
sveitarstjórinn líka en meira var það í ætt við söngl
eða jafnvel rapp.
Reyndar hófst þessi skemmtun á því að Sveinbjörn
goði Beinteinsson fór með rímur. Með fullri virðingu
fyrir honum og kveðskapnum er ómögulegt að skilja
hvaða erindi þetta efni átti á tónleika sem þessa. Nema
það hafi bara verið til þess að fyrirtækið Smekkleysa,
sem á sinn þátt í tónleikahaldinu, stæði undir nafni.
Upphitunarhljómsveit var Kvartett Sigurðar Flosa-
sonar og fór leikur hans að því er virtist að mestu
leyti fyrir ofan garð og neðan hjá tónleikagestum,
svona svipað og gerist með dinnermúsík. Þetta er fín
djasshljómsveit en músíkin krefst athygli og nálægðar
sem ekki var fyrir að fara þaraa og kvartettinn virtist
kunna illa við sig á miðju dansgólfi staðarins. Hljóð-
blöndun var líka allt öðruvísi en hjá aðalnúmeri
kvöldsins. Bræðingshljómsveit hefði trúlega fengið
meiri hljómgrunn að þessu sinni.
En Dibango-gengið hélt uppi miklu stuði alveg frá
byrjun, sumir í mjög litríkum klæðnaði og tóku ófá
dansspor á sviðinu. Allt minnti nokkuð á Saflf Keita
og félaga á síðustu listahátíð, sællar minningar, enda
fólk og músík frá svipuðum slóðum. Hljómsveitarmeð-
limir komu frá Kamerún, Saír, Suður-Áfríku og Frakk-
landi og í farteskinu var fersk og heit músík úr suðri
til að ylja okkur í fyrsta vetrarfrostinu.