Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Page 44
56 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991. Andlát Sigrún Matthildur Einarsdóttir lést í Sjúkrahúsi Seyðisfjaröar 17. október. Bryndís Friðþjófsdóttir, Safamýri 55, lést 17. október. Margrét Eggertsdóttir lést á Hjúkr- unarheimihnu Sunnuhlíð fimmtu- daginn 17. október. Pétur Wiencke, Túngötu 18, Reykja- vík, lést 15. október. Gislina Bjarney Guðmundsdóttir, Dalbraut 10, Bíldudal, andaðist þriðjudaginn 15. október í Sjúkra- húsi Patreksfjarðar. Happdrætti Vinningaskrá í A-flokki sjóðshapp- drættis H.í. - HAPPÓ Vinningssjóðurinn kr. 6.413.500,- 1. vinningur: kr. 3.206.750,- Númer: 188495, Smárinn, Breiðholti. 2. -11. vinningur: Hver vinningur kr. 192.405. Númer: 140630, Neskaupstaður. 147032, Hornafjörður. 156137, Selfoss. 167643, Bókav. Jónasar. 186839, Sælgætisv., Hólagarði. 188142, Árkaup. 212925, aðalumboð. 213696, aðalumboð. 213793, aðalumboö. 227835, Söluskálinn, Grímsbæ. Tilkyimingar Hallgrímssókn - starf aldraðra Vegna viðgerðar á kirkjunni fellur opiö hús niður nk. miðvikudag, 23. október. í jþess stað verður farið í Stjömubíó, Laugavegi 94, kl. 17 þann dag. Þar verður sýnd íslenska kvikmyndin Börn náttúr- unnar. Tilkynna þarf þátttöku til Dóm- hildar í síma 39965 og á fóstudag í síma kirkjunnar 10745. Grænlandsmánuður i Norræna húsinu Laugardaginn 19. október kl. 16 segja Benedikta og Guðmundur Þorsteinsson frá lífi og starfi á Grænlandsgrund og Benedikta segir frá stjómmálum á Græn- landi. Sunnudaginn 20. október kl. 16 heldur Bodil Kaalund listmálari fyrirlest- ur með litskyggnum um grænlenska myndlist. Sama dag kl. 17.30 heldur Christian Berthelsen fyrirlestur um bók- menntir Grænlendinga. Breskir dagar á Ránni Nú um helgina verður margt til gamans gert í Ránni, Keflavík. Niðri mun hljóm- sveitin SÍN leika fyrir dansi og á efri hæö mun Guðmundur Rúnar Lúövíksson koma krárgestum í rétta stemmningu en Guðmundur Rúnar og SÍN em að gefa út hljómplötu ásamt fleiri sem sem mun koma út í næsta mánuði og væntanlega taka þeir lög af þessari hljómplötu. Um þessar mundir em breskir dagar á Ránni og í tilefni af því er bresk matseld í háveg- um höfð. Og í tilefni bresku daganna munu tveir heppnir gestir Ráarinnar fá ferðavinning til Newcastle með gistingu og öllu saman. Tvennirtímar, ný hljómsveit Tekið hefur til starfa hljómsveitin Tvennir tímar. Hljómsveitin, sem var stofnuð í lok júlí, leikur gömuí lög og ný, íslensk og erlend í bland. Hljómsveitina skipa: Hannibal Hannibalsson rafgít- ar/söngur, Sigurður Kristinn Guðfmns- son kassagítar/söngur, Ólafur Kolbeins- son trommur/ásláttur og Alfreð Lilii- endahl bassi. Aðalstarfsvettvangur sveit- arinnar verður öldurhús, dansleikir, svo og aðrar uppákomur. Tertusýning í Borgar- kringlunni Glæsileg tertusýning á vegum Nýja kökuhússins verður í Borgarkringlunni í dag. Á langborði munu gestir geta barið augum hnallþórur sem vart eiga sinn líka. Simpson’s fjölskyldan verður á svæðinu og tekynning á efri hæðinni. Næturgali Þjóðleik- hússins á Norðurlandi Þjóðleikhúsið er nú að leggja af stað í ferð um Norðurland með leiksýninguna Næturgalann sem leikhópur hefur samið eftir hinu þekkta ævintýri H.C. Anders- en. Sýnt verður fyrir alla grunnskóla- nemendur í fimm sýslum norðurlands. Markmið Þjóðleikhússins með sýning- unni er að kynna nemendum list leik- hússins, tengja starfsemi Þjóðleikhússins skólakerfmu og örva nemendur til ftjórr- ar sköpunar í tengslum við námsefnið á hveijum tíma. Opið hús Björgunarsveitar SVFÍ, Fiskakletts Af tilefni 25 ára afmæhs björgunarsveitar SVFÍ, Fiskakletts í Hafnarfirði, gefst bæjarbúum og öörum, sem áhuga hafa, kostur á að skoða húsnæði og búnað sveitarinnar að Hjallahrauni 9 milli kl. 13 og 16 í dag, laugardag 19. október. M.a. verður til sýnis nýr öflugur 25 feta hraðbjörgunarbátur af Viking-gerð sem sveitin hefur nýlega fest kaup á. Slysa- vamadeild Fiskakletts var stofnuð í nóv- ember 1928 en björgunarsveitin þann 15. febrúar 1966. * Dimmalimm Muggs væntan- leg í nýrri útgáfu Sagan af Dimmalimm mun innan skamms koma út hjá bókaforlaginu Vöku-Helgafelli í nýrru útgáfu í tilefni aldarafmælis höfundarins, Guðmundar Thorsteinssonar, Muggs. Þetta verður 8. útgáfa bókarinnar en hún kom fyrst út hjá Helgafelli árið 1942. Bókin hefur ver- ið uppseld hjá forlaginu um tíma en mun nú birtast í nýjum búningi og stærra broti en áður. Myndimar í Dimmalimm þykja nú meðal helstu gersema sem Muggur lét eftir sig. Bókin hefur notið mikilla vinsælda því ævintýrið um Dimmalimm er perla íslenskra barna- bóka. Vaka-Helgafell mun gefa Dimma- limm út samtímis á íslensku, dönsku og ensku. Tónleikar KK-bandið á L.A. café KK-bandið heldur tónleika tvö næstu sunnudagskvöld i veitingahúsinu L.A. café, Laugavegi 45. KK-bandið skipa KK og Þorleifur Guðjónsson en sérstakir gestir þeirra þessi kvöld verða Leo Gille- spie farandsöngvari, ljóð- og tónskáld og Mick M. látbragðsleikarí og sjónhverf- ingamaður. Námskeið Fræðslunámskeið í Hallgrímskirkju Sunnudaginn 20. október verður mikið um að vera í Hallgrímskirkju. í sam- bandi við „Átak um safnaðarbyggingu” hefjast fræðslunámskeið sem verða hvem sunnudag kl. 10 á undan guðsþjón- ustunni. Það fyrsta hefur yfirskriftina „Kjarni kristinnar trúar“. Við messu kl. 11 syngur Jón Þorsteinsson óperusöngv- ari einsöng. Komin er út á vegum Ólafs- fjarðarkirkju hljómplata með 18 þekktum sálmum sem Jón syngur við undirleik Harðar Áskelssonar organista. Platan var hijóðrituð í Hallgrímskirkju og verð- ur hún til sölu eftir messuna kl. 12 og munu þeir félagar einnig árita hana. Kl. 17 verður kvöldguðsþjónusta um mann- réttindi. Þetta er kyrrlát stund íhugunar og bæna samkvæmt guðsþjónustuformi sem kennt er við Taije. Sálmar úr nýju sálmabókarviðbætinum verða sungnir. Allir eru velkomnir. Fyrirlestrar Fyrirlestur um ónæmis- fræði beinfiska. Dr. Lars Pilström frá háskólanum í Upp- sölum, Biomedical Center, Department of Immunology, heldur fyrirlestur um ónæmisfræði beinfiska á vegum líffræði- skorar Raunvísindadeildar H.í. í Odda, stofu 101, þriðjudaginn 22. október kl. 17. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist „Immunoglobulin genes and their expression in teleost fish with some evol- utionary perspective". Gestafyrirlestrar við lífiræðiskor eru hluti af námsefni allra nemenda á 3. og 4. ári. Öllum er heimill aðgangur. Félag eldri borgara Félagsvist spiluð kl. 14 á sunnudag í Ris- inu, Hverfisgötu 105. Dansað frá kl. 20 í Goðheimum. Skautasvellið í Laugar- dalopnað Skautasvelhð í Laugardal verður opnað í dag, 19. október. Þann dag og sunnudag- inn 20. okt. verður svelUð opiö kl. 13-18 báða dagana. Upplýsingar um opnun í símsvara 685533. Sérverslun með kerta- stjaka og smíðajárnsvörur Verslunin Fom-ný hefur verið opnuð í GKS húsinu, er þetta sérsverslun með kertastjaka og smíðajárnsvörur. Forn-ný verslunin er í eigu systkinanna Þuríðar Steinþórsdóitur og Einars og Trausta Steinþórssona og foður þeirra, Steinþórs Einarssonar. í Forn-ný versluninni í GKS húsinu, Hesthálsi 2 -4, er úrval af hönnun Þuríðar á kertastjökum, blómasúlum, kerta-ljósakrónum, ávaxtaskálum, hill- um og borðum í mörgum stærðum. Úrval af kertum í UtavaU er einnig á boðstólum. í framtíðinni er stefnt aö meira úrvali af gjafavöru. Þuríður fékk í vor styrk til náms í Bandaríkjunum við Haystack School of Craft þar sem hún starfaði og nam ásamt þekktum listamönnum frá Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur einnig hafið útflutning á kertastjökum o.fl. til Lúxemborgar. Ný sérverslun með símabunað Nú nýverið var opnuð ný sérverslun með símbúnað á íslandi. Verslunin ber nafnið Símval og er til húsa að Ármúla 32, í nýinnréttuðu húsnæði. Verslunin selur aUan mögulegan símbúnað, s.s. símboða, mótöld, súnsvara, þráðlausa síma, heim- iUsstöðvar, símkerfi o.s.frv. Símval býö- ur upp á vörur frá áður þekktum fram- leiðendum eins og t.d. Hyundai og Alcat- ell, en einnig er mikil áhersla lögð á vör- ur frá sænska fyrirtækinu Doro sem hafa ekki verið fáanlegar hér á landi áður. Auk sölu mun Símaval sinna aUnennri ráðgjöf varðandi símbúnað, jafnt til handa einstaklingum sem fyrirtækjum. Framkvæmdastjóri er Örn Jóhannsson, einn af eigendum, og sölustjóri er Jóhann Gylfason. AUur símabúnaður, sem verð- ur tfi sölu í versluninni, er samþykktur af Pósti og sima. Myndgáta dv Starfsmenn ullarþvottastöðvarinnar í Hveragerði. DV-mynd Sigrún Lovísa Myndir víxluðust Þær voru myndarlegar, konurnar í Kaupfélagi KÁ í Hveragerði, sem birtust á 4. síðu DV í gær, föstudag, en myndin átti ekki að vera með þeirri frétt sem þar birtist. Þar áttu hins vegar þessir karlmenn að vera, starfsmenn ullarþvottastöðvarinnar Istek í Hveragerði, þegar þeir mættu til vinnu þar á þriðjudagsmorgun eftir langt hlé vegna gjaldþrots Ala- foss. Myndir víxluðust því miður hér hjá okkur og eru hlutaðeigandi beðn- ir velvirðingar á því. -hsím Lífsvon: Almennur kynningarfundur Lífsvon - samtök til vemdar ófædd- um bömum, heldur kynningarfund nk. sunnudag 20. október að Hávalla- götu 16 kl. 4 síödegis. Sýnd verður myndin „Silent Scre- am“, um fóstureyðingar og fram- kvæmd þeirra, en gerð myndarinnar annaðist bandarískur kvensjúkdó- malæknir, dr. Bernard Nathanson. Myndin er með íslenskum texta. Einnig verða sýndar tvær enskar myndir um fóstureyðingar og bar- áttu lífsvemdarsinna fyrir breyttum viðhorfum og meiri upplýsingu al- mennings um ófædd börn í móður- kviði. Allir eru velkomnir ókeypis kaffi- veitingar. á næsta sölustað • Áskriftarsími 62-60-10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.