Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992. Fréttir Ökumaður ákærður bæði fyrir hegningarlagabrot og umferðarlagabrot: Gef ið að sök að aka á 98 km hraða á gangstétt - refsingar krafist fyrir röskun á öryggi á alfaraleiðum Tvítugur Reykvíkingur hefur veriö ákærður bæði fyrir brot á almennum hegningarlögum og mörg brot á um- ferðarlögum þegar hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu þann 3. nóvember og reyndi að stinga af á miklum hraða í gamla bænum í Reykjavík. Ákæran /ekur athygli þar sem sjaldgæft er að ríkissaksóknari ákæri og krefjist refsingar fyrir hegn- ingarlagabrot ef ekki hlýst af líkams- tjón eða dauði vegna gáleysisaksturs. Ökumaðurinn er ákærður fyrir að hafa hvorki virt stöðvunarskyldu- merki við Sóleyjargötu né Njarðar- götu. Honum er einnig gefið að sök að hafa ekki sinnt stöðvunarmerkj- um lögreglunnar og ekið á undan henni á allt að 90 kílómetra hraða austur Skothúsveg, um Fjólugötu, Bragagötu, Laufásveg, Barónsstíg og síðan norður Freyjugötu á móti ein- stefnu og án þess að virða stöðvunar- skyldu. Ökumaðurinn ók síðan á miklum hraða eftir Njarðargötu og Frakka- stíg og austur Bergþórugötu að Bar- ónsstíg á yfir 93 kílómetra hraða, samkvæmt mælingu lögreglu. Við Njálsgötu fór hann í öfuga átt eftir einstefnuakstursgötu. Bifreiðin rakst á einstefnuakstursmerkið. Á Njálsgötimni er manninum gefið að sök að hafa ekið eftir gangstétt á allt að 98 kílómetra hraða, síðan suður Frakkastíg, að Njarðargötu, inn á Skólavörðustíg og að Kárastíg þar sem akstrinum var hætt. Með þessum akstri þykir maðurinn hafa raskað umferðaröryggi á akst- ursleið sinni. Ríkissaksóknari krefst þess að ökumanninum verði refsað og hann sviptur ökuréttindum. Hann er ákærður fyrir brot á 168. grein almennra hegningarlaga. Þar segir: „Ef maður raskar öryggi járn- brautarvagna, skipa, loftfara, bif- reiða eða annarra slíkra farar- eða flutningatækja, eða umferðaröryggi á alfaraleiðum, án þess að verknaður hans varði við 165. grein, skai hann sæta fangelsi allt að 6 árum eða varð- haldi.“ Máhð verður tekið fyrir í Sakadómi Reykjavíkur bráðlega. -ÓTT Geir Gunnarsson, fyrrum alþingismaður, hefur frá síðustu áramótum verið ráðinn aðstoðarrikissáttasemjari. Guð- mundur Vignir, sem var i þessari stöðu, varð sjötugur á siðasta ári og lét því af störfum. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari var í april í fyrra endurráðinn rikissáttasemjari til ársins 1995 en þá verður hann sjötugur og lætur af störfum. Hér má sjá þá Geir og Guðlaug aö störfum í Karphúsinu í gær þar sem sérkjarasamningar fiskvinnslu- fólks stóðu yfir. DV-mynd GVA Alþingi: „Bandormurinn“ fullskapaður - hörð gagnrýni á elli- og örorkulifeyrisskerðinguna Það hefur tekið 10 daga að fuhgera „bandorminn" svokahaða. Til stóð að taka þetta frumvarp th laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum til um- ræðu 6. janúar síðasthðinn, daginn sem Alþingi kom saman eftir jóla- leyfi. Vegna breytinga á „bandormin- um“, sem kostaði meðferð í efna- hags- og viðskiptanefnd þingsins, var það ekki fyrr en í gær að frumvarpið var tekiö th 2. umræðu á Alþingi. Rannveig Guðmundsdóttir, vara- formaður efnahags- og viðskipta- nefndar, mælti fyrir frumvarpinu og færði þar fram rök stjórnarflokk- anna fyrir þeim aðgerðum sem „bandormurinn" felur í sér. Tals- menn stjómarandstöðunnar fundu honum flest til foráttu og sögðu þetta hið versta frumvarp. Harðast var deht á skerðingu ehi- og örorkulíf- eyris. Frumvarpið hefur fengið nafnið „bandormur" vegna þess að það inni- heldur breytingar á mörgum laga- greinum. í fyrsta lagi er þar um að ræða breytingu á skólahaldi, sem felst í fjölgun í bekkjardehdum, og fylgir hún í kjölfar niðurskurðar th menntamála í fjárlagafrumvarpinu. Einnig er um að ræða nýjar greinar sem flaha um breytingar á lögum um almannatryggingar en þar er um að ræða skerðingu á elh- og örorkulíf- eyrisgreiðslum, sem og afnám þess réttar fólks að fresta töku elhhfeyris og fá þar með hækkun á honum. Þá eru breytingar á gjaldtöku vegna almennrar læknisþjónustu sem og sérfræðingaþjónustu. Hækk- ar hún í báðum tilfellum. Einnig er í frumvarpinu heimhdarákvæði fyr- ir heilbrigðisráðherra th að bjóða hehbrigðisþjónustuna út. Breyting er gerð á hafnarlögunum þess efnis að taka beri sérstakt gjald af allri vöruafgreiðslu sem fer um hafnir landsins, sem og afgreiðslu- gjald skipa. Þá er í „bandorminum" ákvæði sem heimhar ríkisstjóminni að skipa effirhtsmann eða menn sem tilsjónarmenn ríkisstofnana ogfyrir- tækja. Geta þeir gripiö inn í fjármála- legan rekstur og ráðið mannaráðn- ingum stofnana og ríkisfyrirtækja. Gjöld á sveitarfélögin vegna lög- gæslu er í frumvarpinu. Auk þess skal 100 mhljóna króna aukagjaldi til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem ákveðið var í fjárlögum, eingöngu varið til jöfnunarframlaga. Þá er ákvæði th bráðabirgða sem segir að svo lengi sem fjármagnstekj- ur eru ekki skattskyldar skuh þær ekki skerða elh- og örkulífeyri fólks. Hið umdeilda ákvæði um að setja á stofn ábyrgðarsjóð launa sem komi í stað ríkisábyrgðar á launum vegna gjaldþrots fyrirtækja er í frumvarp- in. Einnig það ákvæði að skylda sveitarfélög th aö leggja fram óaft- urkræft framlag, 3,5 prósent af kostnaðar- eða kaupverði félagslegra íbúða. -S.dór Flatur niðurskurður á launalið 1 grunnskólum nemur 180 milljónum: 260 stöðugildi á haustönn Samkvæmt nýsamþykktum fjár- lögum fyrir árið 1992 er ákveðið að skera niður launahð í gnumskólum landsins um 180 mhljónir króna. Kennarasamband íslands hefur látið reikna út hvað þessi flati niður- skurður á launahðinn þýðir í stöðu- ghdum ef hann kemur af fuhum þunga á næstu haustönn og aíhent þá útreikninga þingmönnum. Þegar er ákveðið að hann komi ekki fram nú á vorönn. Svarar það th 260 stöðu- ghda í grunnskólunum. Sé niðurskurðinum dreift hlutfalls- lega á fræðsluumdæmin þarf að draga saman í grunnskólunum sem hér segir: Reykjavík: 72 stöðughdi, en það samsvarar lokun Hólabrekkuskóla og Hhðaskóla. Reykjanes: 58 stöðughdi, samsvar- ar lokun Lækjarskóla í Hafnarfirði, Gagnfræðaskólans í Mosfehsbæ og Grunnskóla Sandgerðis. Vesturland: 20 stöðughdi, samsvar- ar lokun Grunnskóla Eyrarsveitar í Grundarfirði og Laugaskóla í Dala- sýslu. Vestfirðir: 14 stöðughdi, samsvarar lokim grunnskóla Bhdudals og Þing- eyrar. Norðurland vestra: 16 stöðughdi, samsvarar lokun Laugarbakkaskóla og Grunnskóla Hofsóss. Norðurland eystra: 32 stöðughdi, samsvarar lokun Oddeyrarskóla á Akureyri og Bamaskóla Húsavíkur. Austurland: 19 stöðughdi, sam- svarar lokun grunnskólanna á Seyð- isfirði og Stöðvarfirði. Suöurland: 27 stöðughdi, samsvar- ar lokun grunnskólanna á Hehu, í Vík og Flúðaskóla. Verði niðurskurðinum dreift á allt næsta skólaár í stað þess að ná spamaði ársins fram á haustönn 1992 þá helmingast þessar tölur sem hér koma fram. Ef niðurskurðurinn kemur ahur fram á haustönn 1992 gæti hann líka htið þannig út, eftir því sem Kenn- arasambandið segir: Kennslustundum hjá öhum grunn- skólanemendum í landinu fækkaði um 3 klukkustundir á viku eða öh tungumálakennsla í grunnskólum féhi niður eða kennslustundum í ís- lensku fækkaði um helming eða eng- in 6 ára böm og aðeins helmingur 7 ára bama kæmust í gmnnskóla næsta haust. Þá segir kennarasambandið að nið- urskurðurinn nemi því að öh grunn- skólakennsla legðist niður á Akra- nesi, í Bolungavík, á Sauðárkróki, Siglufirði, Húsavík, Eskifirði, Homa- firði, í Vestmannpeyjum, Þorláks- höfnogGrindavík. 1 ' -S.dör Blönduós: Um 20 milljón- iríbrimvöm Þórhallux Asmunds., DV, Norðl. vestra: Á fjárlögum þessa árs er í íyrsta skipti að finna fjármagn sem eyraamerkt er brimvarnargarði á Blönduósi. Það eru 19,9 mhljón- ir, áætiað er aö brimvarnargarð- urinn kosti um 150 milij. króna. „Viö erum að vona að þetta dugi, aha vega th aö hefja fram- kvæmdir. Annars er mjög freist- andi að bjóða verkið út í heild þar sem nokkuð tryggt væri að hag- stæð thboð fengjust eins og stað- an er á verktakamarkaönum í dag,“ sagði Pétur Arnar Péturs- son, forseti bæjarstjómar Biönduóss, í samtali við DV. 1t ift~' •*»

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.