Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Page 25
FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992. Merming 33 Rómantík og rökhyggja geisla - Edda Erlendsdóttir leikur - C.P.E. Bachdiskar Efist einhver um að fágaðasti túlkandi píanó- tónlistar sem við íslendingar eigum sé heimilis- fastur í Frans og heiti Edda Erlendsdóttir, ætti sá hinn sami að taka til gaumgæfilegrar hlust- unar nýjar upptökur Eddu á sónötum C.P.E. Bachs, sem tónskáldið tileinkaði „kunnáttu- mönnum og aðdáendum". Skífan gaf þessar són- ötur út á geisladiski ekki alls fyrir löngu. Að því ég best veit er þetta eini diskurinn með þess- um sónötum á markaðinum um þessar mundir. Við erum því að tala um eins konar „world premiere", hvorki meira né minna. Carl Philipp Emanuel Bach (1714—88) var einn af þremur hæfileikamiklum sonum gamla Bachs, hirðtónskáld Friðriks mikla í tuttugu og átta ár og mikilvirkur höfundur tónlistar fyrir klavíkord og fortepíanó, fyrirrennara flygilsins. Auk þess skrifaði C.P.E. bók um náttúru hljóm- borðsins, sem notuð var til kennslu í hartnær tvær aldir og þykir einstök heimild um viðhorf 18. aldar manna til tónlistarflutnings. Kom skikk á sónötuna C.P.E. verður sennilega helst minnst fyrir þátt sinn í að hefja sónötuformið til vegs og virð- ingar. Fyrir hans tíð var sónatan fremur óburð- ugt fyrirbæri, opið í báða enda og ólögulegt. C.P.E. kom skikk á þaö, skipti því í kafla (hratt, hægt, hratt) og lagði því til upphaf og endi. Beet- hoven þótti sérstaklega mikið til um þá aðferð Edda Erlendsdóttir. Fágaöasti túlkandi píanó- tónlistar sem við íslendingar eigum. C.P.E. að enda sónötur með því að láta síðasta tóninn deyja út og tók hana sér tii fyrirmyndar í eigin píanóverkum. Stíll C.P.E. felst framar öðru í að gæða rökræn- an spunastílinn hans pabba gamla tilfmninga- legum áherslum, nota hann til „túlkunar" á aðkallandi tilfinningum ásamt ýmsum kenjum og duttlungum. Margar sónötur hans eru enda með innbyggðum fingurbrjótum og tækniþraut- um fyrir „virtúósa". Til lengdar gengur því ekki að leika píanósónötur C.P.E. mekanískt eða bók- staflega, eins og hægt er að gera við nokkur hljómborðsverk gamla Bachs, heldur verður píanóleikarinn ævinlega að gefa dijúgan skammt af sjálfum sér. Einn af ársins bestu diskum Sérkennilegur blendingurinn af rökhyggju og rómantík í sónötum C.P.E. hæfir Eddu afar vel. Leikur hennar er í senn skýr, lífmikill og greind- arlegur. Hnökralaus upptakan var gerð í Frakk- landi. Áheyrandinn fær hvorki meira né minna en 75 mínútur af tónhst í sinn hlut. Þetta er án efa einn af merkustu geisladiskum tónlistarárs- ins 1991 á íslandi. Edda Erlendsdóttir: C.P.E. Bach; Sónötur - Fantasía - Rondó. Upptaka gerö í Tónlistarháskólanum í Lyon, júlí 1991, Skifan, SCD-69. Hljómplötur Aðalsteinn Ingólfsson Menn pappírs í Þorsteinn Eggertsson mun kunnastur fyrir söngtexta við dægurlög - sérstaklega fyrir „Er ég kem heim í Búðardal“, sem var vinsælasta dægurlagið fyrir hálfum öðrum áratug. En nú hefur hann sent frá sér alllanga sögu á ensku. Hún segir frá fáeinum árum í lífi manns rétt yfir tvítugt. Þessa sögu má kalla leit að sjálfum sér. Sögu- hetjan er Keflvíkingur, og vinnur í upphafi sem skiltamálari hjá bandaríska hemum. Hann er ennfremur frístundamálari og hefur sungið með lítiUi hijómsveit í heimabæ sínum. Vinur hans á frumkvæðið að því að þeir sýna málverk sín á Mokka og fara síðan til Kaupmannahafnar enda þótt sýningin hafi ekki skilað þeim ágóða sem þurfti í farareyri. Ytra er fyrst lifað hátt en síðan snýr vinurinn aftur. Jafnframt Uggur leið söguhetju niður á.við í samfélaginu; at- vinnuleysi, húsnæðisleysi, hungur; söguhetjan lifir loks eins og róni, þótt ekki sé ofdrykkju fyrir að fara. Þá kemst hann inn á stofnun sem réttir við þá sem haUoka hafa farið og fær síöan ýmis störf sem smám saman færast nær hugðar- efnum hans. Sem fréttaritari blaðs á íslandi kemst hann á blaðamannafundi frægustu popp- hljómsveita, og eitthvað fær hann að syngja sjálfur. Svo kemst hann inn á myndUstarskóla en áttar sig fljótlega á því að hann sé meira fyr- ir auglýsingateiknun en Ustmálun, helst vill hann þó skrifa. Jafnframt þessum félagslega uppgangi verður honum æ betur ágengt í kvennamálum. Sögunni lýkur loks heima á ís- landi þar sem söguhetjan velur úr hinum bestu störfum það sem honum hugnast best. Minningar Þetta er sígildur söguþráður þroskasögu. Ung- ur maður yfirgefur fremur vemdað umhverfi heimabyggðar sinnar, þreifar fyrir sér á ýmsum sviðum, sekkur djúpt í örðugleika en finnur smámsaman þann farveg sem honum hentar best. Helstu atriðin koma vel heim og saman við upplýsingar um höfund aftan á kápu, og einnig af öðrum ástæðum virðist eðlilegra að flokka bókina sem minningar en sem skáldsögu. Nú skal tekið fram að undirritaður er ókunnug- ur höfundi og veit ekkert um sannleiksgildi ein- stakra atriða í sögunni. En hún er full af atriðum sem hafa ekkert gildi fyrir framrás sögunnar, atburðarás né persónusköpun, og eru heldur ekkert merkileg í sjálfum sér. Þau hafa aðeins gildi fyrir mann sem er að rifja upp ævi sína. Hér mætti nefna sem dæmi ástkvennataliö, sem er rækilegt, en stundum er nánast ekkert um útlit konunnar né önnur sérkenni, það er eins og söguhetjan hafi varla tekið eftir henni, bara merkt við; ein enn. Sama má segja um brandara svo sem (á bls. 72) þegar söguhetjan vinnur með landa sínum í hringleikahúsi og tvær íslenskar konur koma þar, þeir tala íslensku við þær og láta sem allt starfsfólkið tah það mál. Þegar einn viðstaddra reynist ekkert skilja skýra þeir það með því, að hann sé bara heymarlaus. Þetta hefur strákunum sjáifum þótt mjög fyndið, en í bókinni er það bara ekkert fyndið. Því þar þarf að skapa forsendur gamansagna, þær verða að eiga sér stað í textanum, yfirleitt með því að draga upp andstæður, mynd af hátíðleika sem fellur, eða eitthvað þvílíkt. En það skortir ævin- lega hér. Þrir drukknir íslendingar taka upp á því að henda dyraverðinum út af krá í Nýhöfn, meira að segja þrisvar sinnum. Þeim hefur ábyggilega þótt drepfyndið að skipta svona um hlutverk við útkastarann, en það nægir bara ekki til að ókunnir lesendur hafi gaman af að lesa um það, sagan er þvælin, endurtekninga- söm og ófyndin. Stígandi Greina má vissa stígandi í því sem hér segir um hljómsveitina „The Beatles", sem smám saman vekur æ meiri athygh söguhetju. Há- punkturinn er, að hann leggur fáeinar spurning- ar fyrir bítlana á blaöamannafundi. Seinna kem- ur annar blaðamannafundur með „The Rolhng Stones“ en þá eru eiginlega alhr of feimnir til að segja neitt, líka söguhetjan. Þetta gæti verið þráður í þroskasögu, en tengist bara ekki öörum atriðum nóg til þess. Við fáum ahtof htið að vita um hvað þýðingu Bítlarnir hafi fyrir söguhetju, helst það að hann hafi verið oröinn leiður á eldra rokki, en þama sé eitthvað nýtt. í sjálfu sér er ekkert merkhegt við þessa blaðamannafundi eins og þeim er hér lýst. Einna skástur þótti mér kafhnn um dvöl sögu- hetju á Koefoedskóla, þar sem hann reiéist upp. Því þar eru helst átök í þroskasögu og birtast fuhtrúar ýmissa lífshátta sem hann hafnar fyrir sitt leyti; hommi, þjófur, alki, ofbeldismaður. í bókinni virðist þetta lagt að jöfnu sem einhvers konar lestir, en meiru skiptir hitt að þessir menn reynast ekki allir þar sem þeir eru séðir, þar fer flærð undir viðfehdnu yfirbragði. Hér spreytir söguhetja sig á ýmsu, málar og skrifar Þorsteinn Eggertsson. Bókmenntir ðrn Ólafsson í skólablaðið. Hann kallar skrif sín „buhsögur" og þarf því miður að sanna það með því að birta heihanga slíka sögu. Hér birtist sérlega gróft sama gagnrýnisleysið og endranær, hvaða ghdi ætti þetta rugl að hafa fyrir almenna lesendur nú? Hugsa mætti sér að þarna væri sýnt lág- markið á ritferh höfundar, th að þroskasagan fengi þar byijun, en hvar er þá hámarkið? Þessi bók sem við nú lesum? Þar er því miður ekki afgerandi gæðamunur á. En af öhu þessu leiðir að sagan hefur sáralítið ghdi fyrir venjulega lesendur, hún gæti helst höfðað th fólks sem hefur sérstakan áhuga á einstakhngnum Þorsteini Eggertssyni, þ.e. vinir hans og vandamenn. Því er skrítið að hún skuh gefin út á ensku, og á titilblaði stendur nafn forlags með heinhlisfang í London. Engum get- um skal ég leiða að því, hvað býr á bak við það nafn, en annars er þetta dæmigerð sjálfsútgáfu- bók - af verra taginu. Útgáfuform segir auðvitað ekkert um bókmenntagildi. Málið Ofan á það hve þýðingarlaus mestöh frásögnin er fyrir aðra en höfund bætist sviplaus stíh. Þar kenni ég því um að hún er á ensku. Það er nefni- lega ekkert einfalt mál að skrifa á framandi tungumáh þótt maður skhji þaö. Öh fínlegri blæbrigði máls vantar hér, hkt og maður syngi með trefil fyrir munni. Hægt er að greina orða- skh og lag, en þaö er ekkert varið í það. Ég get auðvitað ekkert fuhyrt um að Þorsteinn hefði sagt þessa sögu betur á móðurmáh sínu - en um daginn las ég þó í Mogganum eftir hann grein, sem var óhkt skemmthegar skrifuð en þessi bók. Thorsten Eggerts: THE PAPER KING’S SUBJECTS. Excalibur press of Lbndón 1991, 285 bls. Glæsilegur útifatnaður fyrir íslenska veðráttu Opið til kl. 19 á föstudögum, á laugardögum kl. 10-14. Hafnarstræti 5, símar 16760 og 14800 HREINSiÐ LJÚSKERIN REGLULEGA. DRÚGUM ÚR KRAÐA! HjUMFERÐAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.