Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992.
Fréttir
Skoðanakönnun D V:
Jaf ntef li í GATT-málinu
- 42 af hundraði óákveðnir eða þekkja ekki málið
Yfir 40 af hundraði landsmarma
treysta sér ekki til að taka afstöðu í
„GATT-málinu“, ekki síst af því að
menn telja sig ekki hafa næga þekk-
ingu á málinu. Af þeim sem taka af-
stöðu er örlítill meirihluti fylgjandi
framkomnum samningsdrögum um
aukna fríverslun í GATT en munur-
inn er innan skekkjumarka í slíkri
skoðanakönnun. Því telst í könnun-
inni hafa orðið jafntefii milli hinna
stríðandi fylkinga.
Niðurstöður skoðana-
könnunar um samnings-
drögin um aukna fríverslun
í GATT urðu þessar:
Fylgjandí 29,2%
Andvígir 26,8%
Öákveðnir 42,2%
Vilja ekki svara 1,8%
DV spurði: Ertu fylgjandi eða and-
vígur framkomnum samningsdrög-
um um aukna fríverslun í GATT?
Þessi samningsdrög byggjast á tillög-
um sem kenndar hafa verið við Dun-
kel, stjómanda GATT-viðræðnanna.
Landsmenn kannast vafalaust helst
við málið af miklum deilum bænda
á fundum viða um land við Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkisráðherra
vegna þess að í samningsdrögunum
felst að innflutningur landbúnaðar-
vara yrði lítið eitt fijálsari en verið
hefur ásamt öðrum tillögum um
aukna fríverslun yfirleitt.
í skoðanakönmminni var jafnt
skipt milli kynja og jafnt milli höfuð-
borgarsvæöisins og landsbyggðar-
innar. Úrtakið í skoðanakönnuninni
var 600 manns.
Af öllu úrtakinu sögðust 29,2 pró-
sent vera fylgjandi samningsdrögun-
um um aukna fríverslun í GATT.
26,8 prósent kváðust vera andvíg.
Óákveönir voru 42,2 prósent og 1,8
prósent vildu ekki svara spuming-
unni.
Þetta þýðir að af þeim sem afstöðu
tóku voru 52,1 prósent fylgjandi
samningsdrögunum og 47,9 prósent
andvíg.
Fólk skiptist mjög eftir búsetu.
Ef aðeins eru teknir þeir
sem afstöðu tóku verða
niðurstöðurnar þessar:
Ummæli fólks
í könnuninni
Fylgjandi
Andvígir
52,1%
47,9%
„Ég get ómögulega tekið afstöðu til
þessara GATT-samningsdraga þar
sem ég þekki drögin svo lítið. Þannig
held ég að þetta sé hjá fleirum," sagði
kona á höfuðborgarsvæðinu þegar
hún svaraði spumingunni í skoðana-
um aukna fríverslun íGATT?
Fylgjandi
Andvígir
1,8%
| 1 9
- Æ Vilja ekki
svara
Óákveðnir
könnun DV. Karl á höfuðborgar-
svæðinu sagði að tímabært væri að
draga úr veldi bænda með frjálsari
innflutningi á búvöram. „Maður er
ekki mikið fræddur um GATT,“
sagði kona á höfuðborgarsvæðinu.
Karl á höfuðborgarsvæðinu sagði að
það þyrfti að kynna þennan GATT-
samning miklu betur en veriö hefur.
Karl á landsbyggðinni sagði að ekki
mætti knésetja landbúnaðinn. Kona
á landsbyggðinni sagði að tiilögurnar
í GATT, sem mest væm ræddar,
væm greinilega okkur í hag. „Ég hef
enga samúð með bændum," sagði
karl á höfuðborgarsvæðinu. Karl á
landsbyggðinni sagði að við yrðum
að nota eigin framleiðslu þegar það
væri hægt. Karl á höfuðborgarsvæð-
inu sagði að fríverslun yrði eini
raunhæfi kosturinn í framtíðinni og
hann þyrftum við að nota. „Ég þekki
ekki GATT-samninginn,“ sagði karl
á landsbyggðinni. Annar sagðist
sjálfur vera bóndi og því vera á móti
samningsdrögunum í GATT. Karl á
landsbyggðinni sagði aö vernda
þyrfti innlenda framleiðslu. -HH
Meirihluti fólks á höfuðborgarsvæð-
inu var fylgjandi samningsdrögun-
um en meirihluti á landsbyggðinni
var andvígur.
Skekkjumörk í svona könnun eru 3-4
prósentustig.
-HH
Sti'illmr aA raAa aílrl í válarnar hiá Pnlarsíld.
Fáskrúðsfjörður:
Búið að salta í 10 þús-
und tunnur hjá Pólarsíld
Ægir Kristiiisson, DV, Fáskrúðsfirði:
Síldarsöltun hófst á ný hjá Pólar-
síld hér á Fáskrúðsfirði á mánudag
3. febrúar eftir nokkurt hlé. Þá kom
Barðinn GK með 81 tonn að landi en
bræla hefur verið á miðunum að
undanfornu og hamlað veiðum.
Síldin er nokkuð blönduð og einnig
er töluvert af loðnu með sOdinni.
Stærri sOdin er flökuð en sú smærri
söltuð. Að sögn Hallgríms Bergsson-
ar, skrifstofustjóra Pólarsíldar, hefur
úthlutun á viðbótarsöltun vegna
samninga við Rússa ekki borist fyrir-
tækinu.
Alls hefur verið saltað í tíu þúsund
tunnur hjá Pólarsíld og mun hún
vera hæsta söltunarstöðin á landinu.
Það er Barðinn GK sem hefur land-
að allri sOd sem borist hefur til Pólar-
síldar á þessari vertíð, að frátöldum
100 tunnum sem Keflvíkingur land-
aði í haust.
Samkvæmt skoðanakönnun DV er
Alþýðubandalagið að vinna á.
Flokkurinn mæhst með tæp 24%
fylgi og er á hraðri uppleið. Fjórði
hver kjósandi ætlar að greiða
gamla Kommaflokknum atkvæði
sitt í næstu kosningum. Er þar
mikO breyting á, því þess er
skemmst að minnast að Alþýðu-
bandalagið var um það bO að deyja
út fyrir örfáum misserum.
Nú verður það varla sagt með
sanni að þessar breytingar stafi af
því að Alþýðubandalagið hafi
breytt um stefnu. Allt frá því að
Alþýðubandalagið hét Kommúni-
staflokkur íslands eða Sósíalista-
flokkurinn - Sameiningarflokkur
alþýðu eða eftir að Alþýðubanda-
lagið hét Alþýðubandalag hefur
stefnan verið sú sama, byggð á
gamla góða sósíalismanum.
Að vísu má halda því fram með
gOdum rökum að hinir flokkamir,
og þá einkum sfjómarflokkamir,
hafi veitt Alþýðubandalaginu
dygga aðstoö við fylgisaukninguna,
enda hafa þeir ekki legið á liði sínu
fil að fæla frá sér kjósenduma í
stríðum straumum. Þannig hefur
þessi ríkisstjóm orðið tO að hleypa
nýju blóði í andvana flokk og svo
má heldur ekki gleyma framlagi
í minninau Sovét
hins fijálsa framtaks. Islenskir að-
alverktakar hafa löngum verið
mesta fyrirmyndarfyrirtækiö í
framvarðarsveit hins fijálsa fram-
taks, sverð þeirra og skjöldur sem
hafa haft það að leiðarljósi að at-
vinnureksturinn væri í höndum
einstaklinganna. Nú hafa Morgun-
blaðið og aðrir góöir fjölmiðlar flett
ofan af þeim gróða sem íslenskir
aðalverktakar og einkaframtakið
hafa haft af hermanginu og gróðan-
um hefur verið útbýtt til eigend-
anna og erfingja þeirra og allt hefur
þetta haft þau áhrif að eftir því sem
einkaframtakið hirðir meiri gróða,
því fleiri atkvæði hirðir Alþýðu-
bandalagið.
Þrátt fyrir þennan vinsamlega og
vel þegna atbeina þeirra aðfla, sem
mestan hag hefðu haft af því að
Alþýðubandalagið lognaöist út af,
verður þó að segja eins og er að
aðrar og fleiri ástæður koma tO.
Tvennt stendur þar upp úr. Annars
vegar er ljóst að vegur Alþýðu-
bandalagsins hefur vaxið að mun
eftir að Sovétríkin vom lögð niður.
Hins vegar virðist það vera mikill
ávinningur fyrir Alþýðubandalag-
ið að Þjóðvfljinn leggi upp laupana.
Þetta hafa verið steinböm í magan-
um á allaböUum. Menn hafa verið
að klína Sovétríkjunum upp á ís-
lensku kommana, rétt eins og þeir
beri einhveija ábyrgð á ástandinu
þar eystra! Nú em Sovétríkin dauð
og aUabailar þurfa ekki lengur að
bera þennan kross og íslenskir
kjósendur sjá það í hendi sér að ef
íslenskt Sovét verður tU þá verður
það miklu betra sovét heldur en
Sovétið sem við höfðum ekkert með
að gera.
Og svo er hitt að losna við Þjóð-
vfljann. Það var nú meiri guðs
blessunin. Þetta blað hefur allar
götur frá því að það kom fyrst út
veriö að reka áróður fyrir stefnu
Alþýðubandalagsins og gömiu
kommana og fylgt harðUnunni í
hvívetna og aldrei hvikað í mál-
staðnum. Þessi skrif og dagleg út-
koma blaðsins hefur verið flokkn-
um tfl mfldls trafala og almenning-
ur hefur getað lesið um stefnu Al-
þýðubandalagsins, alveg eins og
það gat ímyndað sér að hún yrði í
veruleikanum meðan Sovétríkin
vom og hétu. Loksins þegar Þjóð-
vUjinn fer á hausinn og leggur niö-
ur útgáfu hafa kjósendur ekki leng-
ur aögang að útskýringum á stefnu
Alþýðubandalagsins og það er eins
og við manninn mælt: fylgið tekur
kipp upp á við!
Þannig hefur það orðið íslensk-
um kommum tO óendanlegrar
gæfu að fyrirmyndin og málgagnið
hafa horfið. Það er heilladrjúgt fyr-
ir íslenska komma að kommúnism-
inn er dauður. Það styrkir kom-
mana hér heima að kommúnism-
inn er fyrir bí. Það er sömuleiðis
happadrjúgt að málgagnið sé liðið
undir lok vegna þess að nú er eng-
in hætta á því að flokkurinn og
flokksstefnan séu afílutt í skrifum
í þágu þeirra. Nú getur flokkurinn
leikið lausum hala og notið þess
frelsis að hafa sína skoðun án þess
að einhver sé að útskýra hana. Þaö
kemur í ljós að Sovétríkin og kom-
múnisminn vom þrándur í götu
þess sósíalisma sem hér þrífst þeg-
ar hann þrífst hvergi annars stað-
ar. Og Þjóðvfljinn þvælist ekki
lengur fyrir öflugum flokki. Það er
munur að hafa ekki málgagn tfl að
eyðileggja fyrir sér málstaðinn.
Dagfari