Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992. 15 « Eru engin takmörk? Án þess aö segja nokkuð um trú- arbrögð almennt, í klassískri merkingu þess orðs, þá hlýt ég að lýsa þeirri skoðun minni að þau séu af hinu illa þegar kemur að stjóm efnahagsmála. Það er ekki langt síðan að vinstri hreyfingin logaði í innbyrðis deil- um sem oftar en ekki byggðust á textasamanburði misviturra leið- toga. Raunveruleg þjóðfélagsþróun og ástand skiptu þá gjaman ótrú- lega litlu máh. Kaþólskari en páfinn íslenskir frjálshyggjupostular hvunndagsins leiða huga minn til þessara tíma. Allt skal sett í einka- eign og þá fullkomnu samkeppni sem aldrei hefur verið til nema í skólabókardæmum hagfræðinga. „Fræðin“ verða að trúarbrögðum. Leiðin að takmarkinu verður markmið. Þeir merku menn, sem færðu markaðslögmálin og enn frekar i framhaldi af því: frjálshyggjuna, fyrst í letur, töldu nefnilega að það væri skynsamleg leið til að há- marka afkastagetu og velferð þjóð- anna. Það hvarflaði aldrei að þeim vísu mönnum að það ætti að henda afkastagetu og velferð fyrir róða til að menn gætu skemmt sér við sam- keppni. Þaö hvarflaði víst ekki að þeim heldur að leiðin væri svo mik- ilvæg að það væri nauðsynlegt að leggja upp í kostnaðarsama aðfór gegn ríkiseign - hvað þá aðgerð sem skaðaði hina fijáisu fyrir- tækjaeigendur markaðarins. En nú er svo komið hér á landi að engeyskur sjálfstæðisráðherra sem hefur uppi efasemdir um að rétt sé að afhenda (eða selja) ein- staklingum einokun á samgöngum á landi (látum vera þó það sé „bara“ við Suðumes og millilandaflugvöll okkar þar) - hann verður fyrir að- kasti flokksbræðra sinna á þeim forsendum að hann sé að vega að KjaUarinn Björn Arnórsson hagfræðingur BSRB einkageiranum og hinu frjálsa framtaki. Það er í þeirra huga sönnun fyrir yfirburðum einkaframtaksins að einhver lét sér detta í hug að „fóma sér“ fyrir þjóðina gegn því að fá einokun á þessum samgöngum - það má ekki stoppa. Mér er ekki grunlaust um að Adam Smith (frumkvöðull borgaralegrar hag- fræði) hrærist aðeins í gröfinni. Eins er það með niðurskurð rík- isfjármála. Allar (tja, kannski ekki aðfor að fjármagnseigendum) hug- myndir um niðurskurð em vel þegnar. Uppsagnir allra starfs- manna Landakots eru stórsnjöll hugmynd - það er jú niðurskurður - enginn hefur fyrir því að sýna fram á að eitthvað muni sparast. Innskot Enginn (nema vera kynni Guð- bergur Bergsson) gerir athuga- semd við kvennahstann án þess að láta langt mál fylgja um aö viðkom- andi sé staðföst jafnréttishetja. Eins hlýt ég sem starfsmaður opin- berra starfsmanna að birta eftir- farandi sem var samþyjkkt um op- inbera þjónustu á þingi BSRB1979: „Opinber þjónusta skal tekin til gagngerðrar endurskoðunar. Þar sem þörf er á verði stofnanir end- urskipulagðar. Slík endurskipu- lagning verði gerð samkvæmt ná- kvæmlega skilgreindum mark- miðum og í fullu samráði við starfsmenn viðkomandi stofnana." Því birti ég þessa tilvitnun að það er ekki óvanaleg afgreiðsla að opin- berir starfsmenn og samtök þeirra séu eingöngu að beijast fyrir störf- um sínum en láti sig ríkisafskipti htlu skipta. Sú staðhæfing er ein- faldlega röng. Sparnaður? Og hvað er það nú sem sparast? Ef við höldum okkur við Landakot og gefum okkur (til að einfalda út- reikninga) að hehdarlaunin á mann séu 100.000 kr. og tekjutengd gjöld og kostnaður 30.000, þá má í íljótu bragði álykta 130 þúsund krónur sparist eða 1,5 mihjónir fyrsta árið. Svo er þó auðvitað ekki. Telcjuskattur af 100 þúsundum er á þriðja tug þúsunda, mörg fá bið- laun og þau sem ekki fá vinnu at- vinnuleysisbætur. Aðeins með tilliti th þessara þátta sést að spamaðurinn er kominn niður fyrir hálfa milljón. En það kemur ýmislegt th viðbótar. Þar sem þjónusta er skorin niður leita einhverjir eftir henni annars stað- ar, sem felur í sér aukinn kostnað þar. Auk tekjuskattsins missir borgin útsvar og ríkið þann virðis- aukaskatt sem innheimtist þegar starfsmennirnir eyða kaupinu sínu. Og enn er ekki upp tahð. Allir starfsmenn Landakots eru í sérhæföum störfum. Sú sérhæfing (sem hefur kostað peninga) nýtist ekki annars staðar (ahtént ekki meðan ráðningarstopp og uppsagn- ir eru á öðram hehbrigðisstofnun- um) og það mun kosta peninga að þjálfa þetta fólk th annarra starfa (hvort sem það verður gert með nýrri starfsreynslu eða niður- skomu skólakerfi). Og enn er ekki upp tahð. Kannski verður dýrasti þáttur- inn (enn í krónum reiknað) með- ferðin á starfsmönnum. Það þarf ekki mikla menntun í stjórnun th að vita að áhrifamesta hagræðing- araðferðin í hverju fyrirtæki er að hafa starfsfólkið með sér, örva metnað þess og nýta sér sérþekk- ingu þess í hvar spara má og auka afköst. Telur einhver að Landa- kots-aðferðin sé vænleg th að ná árangri á því sviði? Miðstýrt, sársaukafullt bruðl Th allrar hamingju höfum við íslendingar almennt ekki mikla reynslu af því áfahi sem fylgir því að vera atvinnulaus. Búa við yfir- lýsinguna um að okkar sé ekki þörf. Það er dýrari reynsla en svo að hún verði í krónum reiknuð. Ég fullyrði að það megi ná ár- angri í sparnaði hjá ríkinu með því að nota þá aðferð sem samþykkt var á BSRB-þinginu 1979. Ég fullyrði að sparnaðurinn vegna Landakots verði enginn þeg- ar upp er staðið. Ég fullyrði að aðgerðirnar á Landakoti séu þegar á botninn er hvolft ekkert annað en miðstýrt, sársaukafuht bruðl, sem ekki verð- ur sársaukaminna fyrir það að sársaukinn bitnar á öðrum en þeim sem standa fyrir þessu bráðræði. Á meðan sáraar þeim sem neyð- ast th að taka á móti níu hundruð milljónum - skattfijálsum. Björn Arnórsson „Islenskir frjálshyggjupostular hvunndagsins leiða huga minn til þess- ara tíma. Allt skal sett í einkaeign og þá fullkomnu samkeppni sem aldrei hefur verið til nema 1 skólabókardæm- um hagfræðinga.“ ÞJóðminjasafnið á söiulistann í Þjóðminjasalni íslands. - „Landsmenn hafa fengið að sjá fötur settar undir leka i allnokkrum fréttatímum." Ahir sem th þekkja virðast vera á einu máh um að húsakynni Þjóð- minjasafns íslands séu svo niður- nídd að th að komast hjá skemmd- um á þeim minjum sem þar eru varðveittar verði að punga út nokkur hundruð mihjónum th við- gerða eða jafnvel að rífa safnið nið- ur og byggja nýtt. Starfsmenn safnsins hafa hka verið duglegir við að lokka fréttamenn á vettvang og landsmenn hafa fengið að sjá fötur settar undir leka í allnokkr- um fréttatímum. Nýlega fylgdust landsmenn einn- ig með því að svonefnt Þjóðleikhús var endurbyggt af miklum rausn- arskap Svavars Gestssonar, þáver- andi menntamálaráðherra. Reikn- inginn fyrir rausnarskapnum sendi Svavar svo skattgreiðendum eins og sósíahsta er háttur. - Samt er það nú svo að fæstir þeirra sem fengu reikninginn muna eftir því að hafa beðið um að nokkurt Þjóð- leikhús yrði byggt, hvað þá brotið niður og endurbyggt. Ég get t.d. vel ímyndað mér að fólk úti í sveitum landsins, sem aldrei kemur th Reykjavíkur og þá ahra síst th að fara í leikhús, hafi klórað sér í skallanum þegar fjöl- miðlar birtu því reikninginn fyrir hneykslinu á Hverfisgötunni í Reykjavík. Vantar á listann góða Ríkisstjórnin hefur birt ágætan hsta yfir þau ríkisfyrirtæki sem hún ætlar að einkavæða á árinu. KjaUarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi Því miður eru engar svonefndar menningarstofnanir ríkisins á þessum hsta. Sakna ég þar mest Ríkisútvarps og -sjónvarps sem ah- ar skoðanakannanir sýna að ein- ungis htið brot þjóðarinnar hlustar eða horfir á en alhr þurfa að greiða fyrir. Fram eru komnar margar góðar tihögur um hvemig selja eigi þessa óværu sem útrýmdi stað- bundnum málfarseinkennum ís- lendinga og flatti þjóðlífið út ára- tugum saman og gerir enn. Varla er við öðru að búast en gengið verði í það verk á næsta ári þar sem landsfundur Sjálfstæðis- flokksins hefur þrýst á um að fyrir- tækið verði hlutað upp og selt einkaaðilum. Annað „menningar- legt“ furðuverk sem ríkið hefur á sinni könnu er áðumefnt „Þjóð- leikhús" þar sem ómerkhegir stjómmálamenn léku sér nýverið með drjúgan skerf af peningum þjóðarinnar. Það hús á tvímæla- laust að selja, eða ef ekki vih betur th, leigja hæstbjóðanda enda nóg af ágætum leikfélögum um land allt þó að ríkið sé ekki með leik- flokk á sínum snærum. Vandamálið leyst Og þá erum við aftur komin aö vandamáli Þjóðminjasafnsins og þar með vandamáh íslenskra skatt- greiðenda sem gætu verið látnir borga fyrir viðgerð á safninu hve- nær sem er. Svavar Gestsson væri t.d. ekki ólíklegur th að láta th skarar skríða fyrir næstu kosning- ar, ef hann kæmist aftur í ráð- herrastólinn á þessu kjörtímabih. Þá gætu birst myndir og auglýsing- ar (á kostnað skattgreiðenda) með honum í fjölmiðlum við enduropn- un safnsins nokkrum dögum fyrir kosningar og velunnarar þess gætu klappað honum lof í lófa. TÍl að koma í veg fyrir að þetta gerist má einfaldlega hugsa sér að safnið og það sem því fylgir verði selt eins og önnur óþörf ríkisfyrir- tæki. Rokkar og sokkar á uppboð Byija mætti á því að óska thboða í safnið í hehu lagi en ef það gengur ekki mætti bjóða húsið upp sér og svo rokka, aska og aðra muni. Ekki þætti mér ólíklegt að ýmsir aðhar, svo sem í ferðamannaþjónustu, heföu áhuga á því að stiha ýmsum þeim munum sem á safninu eru upp hjá sér. Sé ég fyrir mér að hótel og sölu- skálar við þjóðveginn, þar sem mun fleira fólk fer um en um Þjóð- minjasafnið heföu áhuga á því að sthla mununum upp ásamt fróð- leiksmolum. Væntaihega reyndu viðkomandi staðir að komast yfir eitthvað sem tengdist nágrenni þeirra á einhvern hátt. Yrði þetta th þess að mun fleira fólk nyti hlut- anna og á skemmthegri hátt en í hripleku ríkissafni. Glúmur Jón Björnsson „Byrja mætti á því aö óska tilboða í safnið í heilu lagi en ef það gengur ekki mætti bjóða húsið upp sér og svo rokka, aska og aðra muni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.