Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Page 32
TAS KOT Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar Dreifing: Sínii FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992. Byggingane&id Ölfushrepps: Samþykkir * réttargeðdeild Bygginganefnd Ölfushrepps sam- þykkti í gær teikningar að breyttri innréttingu að Sogni þar sem ætlun- in er að koma á fót réttargeðdeild. Áður hafði nefndin hafnaö erindi sama efnis en neyddist til að taka máhð aftur fyrir þar sem umhverfis- ráðuneytið úrskurðaði fyrri af- greiðslu ógilda. Verði samþykkt bygginganefndar staðfest í hreppsnefnd Ölfushrepps getur heObrigðisráðuneytið þegar í stað hafið framkvæmdir að Sogni. Þegar þær hefjast verður tuttugu manna hópur sendur til Svíþjóðar til náms og starfsþjálfunar á réttargeð- deildum þar. Fyrirhugað er að opna deildina að Sogni þegar í vor eða sumar. -kaa Landsbankinn á sölulista Hjá ríkisstjóminni eru nú uppi áform um að selja báða ríkisbank- ana, Búnaðarbankann og Lands- bankann. Það er nokkuð langt síöan ákveðið var að selja Búnaðarbank- ann. Hugmyndin um að selja Lands- bankann er hins vegar ný af nálinni. Sparisjóðir landsins hafa sýnt áhuga á að kaupa Búnaðarbankann en hugmyndin um sölu Landsbank- ans er svo nýtilkomin að enn hafa engir verið orðaðir við kaup á hon- um. Landsbankinn er aðalviðskipta- banki um það bil 80 prósent sjávarút- vegsfyrirtækja landsins. -S.dór Hnífsdalsvegur: Tvösnjóflóðféllu Tvö snjóflóð féllu á Hnífsdalsveg í gærmorgun og var veginum lokað. Sömuleiðis var Óshlíðarvegur lokað- ur í gær vegna snjóflóðahættu. Unnið var við að opna vegina í morgun en Breiðadalsheiði er kolófær. Samkvæmt upplýsingum frá ísafirði í morgun var snjókoma þar í gær en rigning rétt fyrir sunnan - á Flateyri. Oljóst var í morgun hvort Fokkervél, sem er veðurteppt á flug- vellinum á ísafiröi, kæmist þaðan í dag. -ÓTT Hæstiréttur: Staðfesti úrskurðinn Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Sakadóms um gæsluvarðhald yfir 7» manninum sem rak Sportklúbbinn við Borgartún. Samkvæmt úrskurð- inum má hafa manninn í haldi til klukkan 16 í dag. JSS LOKI Hvað um þá sem höfðu barnað upp í tekjuaukann? i morgun: Gíf urlegt Ijón fyrir alla trillu karla bæjarins - annar Slökkviliðið á Seyöisfirði barðist í þijár klukkustundir við eld í svo- kölluðu Pöntunarhúsi, eða gamla bryggjuhúsinu, sem stendur við hlið Dvergasteins utarlega í bæn- um, snemma í morgun. Húsið er nánast brunnið til kaldra kola og tjónið mjög verulegt þar sem nær allir trillukariar á Seyðisfirði höfðu aðstöðu í húslnu. Húsið er ótryggt samkvæmt upplýsingum DV. Lögreglumaöur og tveir starfs- menn loðnubræðslu uröu fyrstír varir við eldinn um klukkan hálfsex í morgun. Húsið var tvflyft myndarlegt timburhus sem setti svip á umhverfiö. Eldurinn magn- aöist mjög fljótlega. „Þetta varð feiknarlegt bál,“ sagði Egill Ragn- arsson lögregluvarðsljóri í samtali viö DV í morgun. Slökkviliðið reyndi að halda eld- inum í skefjum en ekki tókst að forða því að stórtjón varð. í húsinu hafði Skeljungur einnig aðstöðu fyrir þjónustu við smábátaútgerð. Stórar smurolíutunnur voru inni og sprungu þær hver af annarri og eldurinn fór í olíuna. Slökkvistarf- ið stóö yfir þangað til klukkan háif- níu i morgun. Þá var hluti af hús- inu hruninn og nánast allt brunnið sem brunnið gat. Bruninn hefur mikil áhrif á smá- bátaútgerð á Seyðisfirði. Inni voru frystiklefar fyrir beitu og þar voru geymd net, linur, balar og fleira sem trillukarlar bæjarins áttu. Margra milljóna tjón varö á veíðar- færum einum saman. Þetta er annar bruninn á skömm- um tíma á Seyðisfirði. í janúar brann svokallað Wathne-hús sem einnig var sögufræg bygging. Þar var talið að um íkveikju væri að ræða. Óljóst er hins vegar með eldsupptök í Pöntunarhúsinu en máliðerírannsókn. -ÓTT Bronco-jeppabifreið með kerru, sem á var fjórhjól, valt út af veginum við Vattarnes við Reyðarfjörð um kl. 15 í gær, fimmtudag. Talið er að bifreiðin hafi farið fjórar veltur og stöðvaðist hún loks á hjólunum. í bifreiðinni er veltigrind og má telja fullvíst að hún hafi komið i veg fyrir stórslys en ökumaður og farþegi voru ekki í bílbeltum. Þeir voru fluttir á Heilsugæslustöðina á Fáskrúðsfirði og sluppu með smáskrámur. Bifreiðin og fjór- hjólið eru talin ónýt. DV-mynd Ægir Kristinsson Veðriðámorgun: Hlýttog rigning Á morgun verður sunnan- og suðaustanátt, víða allhvöss. Rigning verður um mestallt land en einna minnst á Norðaustur- landi. Hlýtt verður um allt land og hiti allt að 9 stígiun á Norður- landi. Höfrungur AK í nótt: Skipveiji skarst erbrotskall á brúarglugga Skipverji á loðnuskipinu Höfrungi AK 31 frá Akranesi skarst talsvert illa í andlití þegar brotsjór skall á brú skipsins í nótt. Höfrungur var nýfar- inn út frá Akranesi eftir loðnulöndun þegar brotíð skall á brúarglugga. Maðurinn stóð við gluggann þegar ólagið reið yfir. Skipinu var strax snúið við og kom það aftur til hafnar á fimmta tíman- um í nótt. Lögreglan flutti manninn á sjúkrahúsið á Akranesi þar sem gert var að sárum hans. Snemma í morgun var gert ráð fyrir að Höfr- ungur færi aftur á veiðar að lokinni viðgerðíbrúnni. -ÓTT Bamagæsla í heimahúsum: Greiðslum frestað Ákveðið hefur verið að fresta greiðslum Reykjavíkurborgar til for- eldra vegna barnagæslu í heimahús- um. Meirihlutí borgarstjómar hafði lagt fram tillögu um að farið yrði af stað með slíkar greiðslur. Var fyrir- hugað að verja tíl þeirra 50 milljón- um króna í fjárhagsáætlun borgar- innar. Við síðari umræðu um hana í gær kom fram sú breytíng meiri hlutans að fresta umræddum greiðsl- um. -JSS Hvassviðriínótt: Ruslagámur fauk Talsvert var um að þakplötur fykju í hvassvirði í Keflavík í nótt. Einnig færðist ruslagámur úr stað um 100 metra við Samkaup og tilkynnt var um að skjólveggur hefði gefið sig við hús ofarlega í Keflavík. Að sögn lög- reglunnar var í morgun ekki tahð að teljandi tjón hefði orðið. Á höfuðborgarsvæðinu og i Vest- mannaeyjum var einnig hvasst í nótt en ekki var tílkynnt um tjón. -ÓTT HalldórH. Jóns- son er látinn Einn helstí viðskiptajöfur íslensks viðskiptalífs, Halldór H. Jónsson, arkitekt og stjórnarformaður Eim- skipafélags íslands, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík í fyrrinótt. Halldór var á 80. aldursári, fæddur í Borgamesi 3. október 1912. -JGH ORYÓSÍÍÍÍMINN Vandað og viðurkennt öryggistæki lyrir þig og þó sem þér þykir vænt um Sala - Leiga - Þjónusta ' 'l 91*29399 Allan sólarhringinn Öryggisþjórujsta VARI síðan 1 9ó9 I i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.