Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Síða 4
4
FÖSTUDAGUR 28: FBBRÚAR 1992.-
Fréttir
Athyglisverð doktorsritgerð um þróun bamavemdarmála á Islandi:
Börnin hverfa í skugga
ráðstaf ana nef ndanna
„Það er lögð mest áhersla á móðurina, mjög lítið skrifað um föðurinn og
barninu er ýtt til hliðar," segir Guðrún Kristinsdóttir, doktor í félagsráðgjöf.
„í skýrslum barnaverndamefnda,
sem ég byggi rannsókn mína á, var
afskaplega lítiö skráö um bömin
sjálf, hvemig þeim leið og hvað þau
vildu. Þaö var langmest skrifaö um
fullorðna og samtöl sem fóm fram
við þá. Það var lögð áhersla á aðgerð-
imar, þ.e. að nú ætti að koma við-
komandi bami fyrir. Bamið var því
mjög lítið í brennidepli í þessum
skýrslum, nema þá 1 allra stærstu
málunum. Þar komu inn sálfræðing-
ar og aðrir sérfræðingar sem gerðu
nákvæma úttekt á bömunum.
En hið almenna er þetta, að bömin
viröast hverfa í skugga ráðstöfunar-
innar sem á að gera. Þaö er lögð
mest áhersla á móðurina, mjög lítið
skrifað um fóðurinn og baminu er
ýtt til hliðar.“
Þetta segir Guðrún Kristinsdóttir,
doktor í félagsráðgjöf við háskólann í
Umeá í Sviþjóð. Doktorsritgerð hennar
fjallar um bamavemd á íslandi og heit-
ir „Bamavemd og sérfræðiþróun".
Guðrún lagði ritgerðina fram í apríl
1991. Heimildimar, sem hún byggir á,
era meðal annars unnar upp úr skýrsl-
um fjölskyldudeildar Félagsmálastofn-
unar á árunum 1984-1986. Athugunin
náði til Reykjavíkur svo og tveggja
minni sveitarfélaga.
Guðrún segist varpa fram þeirri
tilgátu að með ofannefndri „ofurá-
herslu" á móðurina sé hún beitt
miklu félagslegu taumhaldi sem sé
neikvætt. í þeim vistunum, sem hún
heíði athugað, hefði verið talsvert
stór hópur bama sem hefði verið vi-
staður aftur og aftur á stofnunum.
Vitað væri að slíkt hefði í för með
sér mjög mikið álag á börnin.
Barnavernd skammt á veg
komin
„Þaö sem mér finnst sérstaklega
athyglisvert er hve skammt á veg
bamavemdarmál era komin á ís-
landi. Þá á ég bæði við Reykjavík og
úti á landsbyggðinni. Það er afskap-
lega takmörkuð aðstoð sem er veitt,“
sagði Guðrún.
Hún kvaðst hins vegar vilja leggja
áherslu á að það hefðu orðið miklar
almennar framfarir varðandi skiln-
ing á þörfum barha hér á landi. Þær
birtust meðal annars á þann hátt að
komið hefði verið á fót ýmiss konar
þjónustu fyrir þau, til dæmis dagvist-
un og sérfræðiþjónustu.
„Ein af niðurstöðum mínum eftir
athuganir á vistun bama í Reykjavík
var sú að margar vistanir hafi farið
fram af því að fólk var fátækt en
ekki vegna þess að það þyrfti að
koma bömunum fyrir utan heimilis.
Ég álít að það sé hægt að styðja
einstæðar mæður, einkum í Reykja-
vík, betur með því að veita þeim ein-
hvers konar stuðningsfj ölskyldur,
koma þeim í samband við fólk sem
þær vilja njóta aðstoðar hjá án þess
að taka bömin af heimilunum. Það
var athyglisvert hve mikið af þessum
vistunum vora hvíldarvistanir sem
vora gerðar með formerkjum bama-
verndar sem er miklu neikvæðari
ráðstöfun heldur en þegar fólki er
boðinn stuöningur."
Réðu ekkert við hlutverk sitt
„Það sem mér fannst athyglisverð-
ast við landsbyggðina var að bama-
verndamefndimar réðu ekkert við
hlutverk sitt. Það sem ekki kemur
fram í ritgerðinni, vegna þess hve
viðkvæmt það er, en ég skráði niður
eftir ítarlegum frásögnum fólks era
mjög alvarleg mál sem enginn haíði
gert neitt í. Þar má nefna kynferðis-
lega árásir á böm sem allir vissu um
en bamavemdamefnd skipti sér
ekki af. Einnig má nefna langvarandi
vanrækslu á börnum. Önnur mál
voru léttvægari og þar hefði verið
auövelt að koma á stuðningi. En það
var ekki gert.“
Hið jákvæða við skipan bama-
vemdarmála á landsbyggðinni sagði
Guðrún hafa verið hve skóhnn og
dagvistunin hefðu verið jákvæð í
garð bamanna og hefðu farið út fyrir
sitt verksvið til þess að styðja viö fjöl-
skyldur sem áttu í erfiðleikum.
„Þetta leiðir hugann að því hvemig
við eigum að skipuleggja þessi mál,“
sagði Guðrún. „Spumingin er hvort
ekki eigi að veita dagvistuninni og
skólanum miklu meira félagslegt
hlutverk en leggja ekki höfuðáherslu
á bamavemdamefndir. Ég tel að
nauðsynlegt sé að hafa þær til aö
grípa inn í í mjög alvarlegum málum.
En ég tel jafnframt að við eigum að
koma á fót einhvers konar félags-
málastofnunum um allt land. Þær
verða þá aö vera stærri en sveitarfé-
lögin era nú. Við eigum að reyna að
draga úr þessari neikvæðu mynd.“
Stærri barnaverndarumdæmi
Guðrún sagöist álíta að ekki ætti
að færa bamavemdarmál til dóm-
stóla. Hins vegar ætti að tryggja
réttaröryggið miklu betur í máls-
meðferðinni fyrir bamaverndar-
nefndunum. I Reykjavík væra
grundvallarskilyrði uppfyllt nú. Þar
væri málsmeðferðin skrifleg og
skjólstæðingar hefðu aðgang að
skýrslum þeim sem úrskurðurinn
byggði á. A þessu væri hins vegar
allur gangur úti á landi.
„Ef við hefðum stærri barna-
verndarumdæmi úti á landi til að
taka það sem við getum kallað nei-
kvæðar ákvarðanir þá myndi það
koma af sjálfu sér að réttaröryggið
væri betur tryggt. Þá myndum við
leysa það vandamál sem kalla má
náin tengsl. Þau eru jákvæð þegar
allt er í lagi en verða neikvæð, þann-
ig að fólk getur ekki tekið á hlutun-
um þegar mikið er að.
Ég er ekki að tala um að auka veldi
sérfræðinganna. Við eigum að vera
varkár í þeim efnum. Sú stefna er
dálítiö ríkjandi á íslandi að allir
mögulegir sérfræðingar eru að reyna
að halda sér frammi og segja að það
þurfi fleiri sálfræðinga hér og fleiri
félagsráðgjafa þar. Með því þrengj-
um við einnig hringinn um þessar
fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að
halda. Sérþekking er góð en við verð-
um einnig að gera okkur grein fyrir
að það hggur heilmikið félagslegt
taumhald í að beita henni."
-JSS
Grálúðan á 143 krónur í Þýskalandi
Mikið hefur verið rætt um ofíjár-
festingu í fiskvinnslu og útgerð. Fjár-
festing í vinnslunni varð th á þeim
árum sem fiskveiðarnar voru vertíð-
arskiptar, þannig að vetrarvertíð
stóð frá janúar til maí. Á þessum
tíma kom að landi meginaflinn af
bátaflotanum. Þennan tíma þurfti
því að nota vel og vinna fiskinn hvað
sem tautaði. Frystihúsin vora stækk-
uð og afkastageta þeirra aukin svo
að hægt væri að vinna ahan aflann,
annaðhvort í frystingu, saltfisk eða
Fiskmarkaður
Ingólfur Stefánsson
skreið. Ekki virtist veita af rfnnslu-
getunni og varð oft að leggja nótt við
dag til að vinna aflann. Svo kom að
því að vertíðarafhnn varö ekki eins
afgerandi í vinnslunni. Afhnn barst
nú að landi með togurum sem fisk-
uðu aht árið þorsk og annan fisk og
dreifðist vinnslan nú á aht árið. Þá
stóðu menn frammi fyrir því að
frystihúsin vora of afkastamhdl.
Með tilkomu skuttogaranna og út-
færslu fiskveiðhögsögunnar gátu
landsmenn aukið afla sinn um 100%
án þess að afla meira af þorski en
gerðist meðan erlend veiðiskip vora
á miðunum. Eftir 1976 jókst aflinn
jafnt og þétt og náði fimm hundrað
þúsund tonnum. Síðan minnkaði það
sem veiða mátti og stjómaði Haf-
rannsóknastofnunin því og nú er svo
komið að aðeins má veiða 260 þúsund
tonn. Nú stöndum við frammi fyrir
svipuðu fyrirbrigði og gerðist meö
vinnsluna en sem betur fer era skip-
in, sem nú era að veiöum, það stór
og vel útbúin að þau hafa getað bjatg-
að sér með ýmsum hætti. Á tímabih
vora menn á því að loðnuveiðiflotinn
væri th hinnar mesta óþurftar en
kannski er hann nú að verða bjarg-
vætturinn, náttúran ræður að miklu
leyti hve mikið við getum veitt.
Ástæða væri th að ræða þessi mál
betur en þaö verður ekki gert í þess-
um pistlum.
England
Eitt skip hefur selt í Englandi síðan
við vorum hér með sölur síðast: Bv.
Ottó Wathne seldi í Grimsby 20. febr.
sl., ahs 95,3 tonn fyrir 11,7 mhlj. kr.
Meðalverð 123,41 kr. kg. Þorskur
seldist á 130,25 kr. kg, ýsa 165,20, ufsi
73,77, karfi 99,65, grálúða 132,16 og
blandað 101,48 kr. kg.
Þýskaland
Bv. Gnúpur seldi í Bremerhaven
ahs 112,8 tonn fyrir 11,7 mhlj. kr.
Smáslatti af þorski seldist á 131,64
kr. kg, ýsa 100,15, ufsi 66,89, karfi á
106,15, grálúða 142,39 og blandað
46,39 kr. kg.
Bv. Engey seldi í Bremerhaven,
ahs 177 tonn fyrir 17,2 mhlj. kr.
Þorskur, rúm 2 tonn, seldist á 134,63
kr. kg. 500 kg af ýsu fóra á 121,29 kg,
ufsi 63,93, karfi 98,20 og blandað 74,90
kr. kg.
Bv. Framnes seldi í Bremerhaven,
ahs 107 tonn fyrir 11,7 mhlj. kr. Smá-
slatti af þorski seldist á 128,85 kr. kg,
ufsi á 74,44, karfi 111,87, grálúða
143,16 og blandaö 32,20 kr. kg.
Noregur:
Verð á loðnu til frystingar
Verð á hrygningarloðnu er 61 Nkr.
hl. Verðið gildir ef 40% af loðnunni
er hrygna. Önnur loðna er á 48,15
hl. Með meiri eða minni hrognafyh-
ingu lækkar eða hækkar verðið um
2,01 Nkr. hl. og 0,49 Nkr. hl af
bræðsluloðnu.
Tölvustýrð flakavinnsla
Verið er að setja í gang tölvustýrða
flakavinnslu fyrir laxaflök í Fröja-
verksmiðjunni í samvinnu við Frio-
nor. Mikið hefur verið í þetta lagt og
á mannshöndin htið að koma að
vinnslunni.
Japan
Aukin samkeppni á laxamarkaðn-
um hefur orðið við að mikið af laxi
hefur borist frá Ástrahu. Við það
hefur verð á laxi falíið veralega og
er nú frá 1100-1300 jen. Á sama tíma
hafa margir smáir útflytjendur frá
Noregi verið að hasla sér vöh á Jap-
ansmarkaðnum og hefur það haft
slæm áhrif á verðið. í bih sjá menn
ekki að verðið jafni sig og getur orð-
ið th frambúðar ef heldur fram sem
horfir.
Lúða
Innflutningur til Japans varð fram
th 30.11. 1991 ahs 22.933 tonn. Grá-
lúðuútflutningur Norðmanna jókst
um 80% á því ári. Þrátt fyrir nokkrar
birgðir, sem era 46.000 tonn, eru
menn bjartsýnir á að gott verð hald-
ist. Þó getur verið, ef Kanadamenn
auka veiðamar á flatfiski, að verðið
geti orðið óstöðugra.
íslendingar era stærstir í innflutn-
ingnum með yfir 7000 tonn.
Kanada
Samkvæmt fréttum ætla Kanada-
menn aö minnka þorskkvótann um
65.000 tonn en hann var 190.000 tonn
á sl. ári. Margur vandinn steðjar að
Kanadamönnum varðandi þorsk-
veiðamar, mikhl aragrúi er af sel við
Nýfundnaland, eða aht að 3,5 mihj.
Fjölgun hans er tahn vera allt aö
fimm þúsund á ári og nauðsynlegt
að veiða mikið ef á að halda honum
í skeflum, ,hvað þá fækka honum.
Einnig voru þarna á síðasta ári erfið
ísalög og var tahð að það hefði haft
slæm áhrif á fiskstofninn. Síðan telja
menn að mikhl flöldi erlendra skipa
við fiskveiðimörkin veiði mikið af
þorski og öðrum fisktegundum en
þar eru að verki Spánverjar, Rússar
og Austur-Evrópuþjóðimar. íslend-
ingar eiga við svipaðan vanda að etja,
erlendar þjóðir veiða mikið rétt við
mörkin og era þar að verki sömu
þjóðir og angra Kanadamenn. Nú
bætist það við aö Grænlendingar
hafa veitt Rússum leyfi th að fiska á
Grænlandshafi á núlh íslands og
Grænlands og ekki gott að spá hvaða
áhrif það hefur á veiðar hjá okkur.
Gámasölur til 21.2. sl.
Sundurliðun eftir tegundum: Selt magn kg Verðíerl.mynt Meðalverð kg Söluverð isl. kr. Kr.kg
Þorskur 119.897,77 192.693,81 1,61 19.943.132,57 166,33
Ýsa 60 890,25 118.619,58 1,95 12.276.021,19 201,61
Ufsi 2,742,13 2.295,48 0,84 237.442,77 86,59
Karfi 8 214.69 8.176,23 1,00 845.746,07 102,96
Kolí 48.923,81 77.511,83 1,58 8.021.374,52 163,96
Blandað 46.480,58 56.426,79 1,21 5.836.702,44 125,57
Samtals: 287.149,23 455.723,80 1,59 47.160.427,83 164,24