Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992. Spumingin Lesendur Lægri skatta í annairi umferð F.E. skrifar: Ég get í grundvallaratriðum tekið undir með lesanda, sem skrifaði í DV á dögunum um endurskoðun á skatt- lagningu flármagnstekna, þar sem mælt var með því aö þeir einstakling- ar sem njóta tekna af þessu tagi sitji við sama borö og aðrir í skattamál- um. Það er rétt að hvers konar for- réttindi ýmissa aðila í þessu þjóðfé- lagi eru í meira lagi hvimleið. Eg vil hins vegar benda á að fjár- magnstekjur hafa, a.m.k. í sumum tilvikum, nokkra sérstöðu sem kann að gera það óeðlilegt að þær séu að fullu skattlagðar eins og aðrar tekj- ur. Er þetta fyrst og fremst vegna þess að þama er í mörgum tilfellum um að ræða tekjur af eignum sem aílað hefur verið fyrir áður skatt- lagðar tekjur. Ef um er að ræða aðra umferð skattlagningar hjá sama aðila er viss sanngirni í því að skattlagning sé mildari af þessum tekjum en af al- mennum tekjum. En t.d. um erfða- góss, sem erfingjar hafa tekjur af án þess að hafa lagt nokkuð af mörkum til verðmætasköpunarinnar, fmnst mér svo aftur gegna öðru máli. Arð af slíku góssi finnst mér vel mega skattleggja ekki síður en launatekj- urnar. Fjármagnstekjur af eigin sparnaði einstaklinganna (og jafnvel fyrir- tækja líka) tel ég að sé sanngjamt að skattleggja með mildandi hætti, annað hvort með sérstöku skattþrepi eða frítekjumarki. Auk þess er það áreiðanlega þjóðfélagslega hag- kvæmt til þess að hvetja til sparnað- ar. Næsta skref í niðurskurði? Taka reglur um líknardauða senn gildi hér á landi? Lúðvíg Eggertsson skrifar: Aðgerðir heilbrigðisráðherra í rík- isfjármálum bitnuðu einna harðast á öldmðum, enda þótt sjúkir og fatlað- ir yrðu einnig hart úti. Aldraðir fá ekki lengur niðurgreiöslu lyfja sem þeir þurfa nær allir á að halda. Þar á meðal era lyf eins og svefnlyf, hægðalyf og sýídal;'f. Varla höfðu eldri borgarar á íslandi jafnað sig eftir aðfor heilbrigðisráð- herra til niðurskurðar í heilbrigðis- málum þegar nýjar blikur sáust á lofti. Boðað var til ráðstefnu um svo- nefndan líknardauða. Þar kom fram að læknar Borgarspítala höfðu sett niður reglur um það hvenær mætti lina þjáningar sjúklings með því að flýta fyrir endalokunum. Gamall maður komst svo að orði við mig „Þeir geta sjálfsagt losað mörg rúm á spítalanum með þessum hætti.“ Sá er þetta ritar er hlynntur líknar- dauða af mannúðarástæðum en get- ur ekki séð hvemig einstakir læknar eða sjúkrahús geti ákveðið hvenær og með hvaða aðferðum megi stytta dauöastríðið. Slíkt hlýtur að vera verkefni löggjafans. Ég hefl fregnir af því að fyrir all- mörgum áram hafi frumvarp um þetta efni verið lagt fyrir Sambands- þingið í Ottawa í Kanada. Það mælti svo fyrir að líknardauði væri heimill ef þremur skilyrðum væri fullnægt: Yfirlæknir sjúkrahússins og annar læknir til viðbótar vottuðu að hinn sjúki ætti sér enga batavon. Að sjúkl- ingurinn sjálfur samþykkti líkriar- dauða. Að nánustu aðstandendur gerðu það líka. Frumvarpið var þó fellt vegna and- stöðu kaþólskra og veit ég ekki um afdrif þess síðan. Er ekki tímabært fyrir Alþingi að taka þessi mál til athugunar og meðferðar nú þegar? Ertu búin(n) að sjá íslensku kvikmyndina „lnguló“? Sara Ósk Ársælsdóttir, 11 ára: Nei, en ég fer kannski á hana. Þuríður Reynisdóttir, 11 ára: Nei, og ég veit ekki hvort ég fer að sjá mynd- ina. Rosio Calvi nemi: Nei, en ég fer stundum á íslenskar myndir. Alli Calvi nemi: Nei, en ég er samt búinn að sjá nokkrar af þessum ís- lensku myndum. Hjalti Kristinsson, 9 ára:Nei, og fer sennilega ekki að sjá þessa mynd. Sigurður Guðfinnsson, alveg að verða 12 ára: Nei, en það getur vel verið að ég kíki á hana. Kristinn Jónsson skrifar: Nú eru allar líkur á því að Finnar og Norömenn hafi samflot með Sví- þjóð inn í Evrópubandalalgið og þá spyr ég sjálfan mig: Hvað verður um ísland? - Ætla íslendingar að vera einir í EFTA? Margir hafa staðiö í þeirri trú að við gætum einfaldlega „svissað" yfir til Bandaríkjanna ef EES-samning- urinn tæki ekki gildi. Viðskiptaráð- herra okkar var nýlega í Washington og ræddi þar við starfsbróður sinn. Niöurstaðan varð lítil ef þá nokkur um væntanlegt Fríverslunarbanda- lag. Þá spyija margir hvað svo taki við. Innganga í EB með hinum Norð- urlandaþjóðunum, eða hvað? Já, hvers vegna ekki? Við ættum að hafa samflot með hinum Norður- landaþjóðunum um að sækja um aðild að Evrópubandalaginu, á því leikur ekki minnsti vafi. Hins vegar verður að tryggja að floti Evrópu- bandalagsins fái aldrei veiðiheimild- ir við ísland. Mitterrand Frakklandsforseti og ráðherra í þýsku ríkisstjóminni, sem báðir hafa verið hér í heimsókn, lýstu því yfir að fullt tillit yröi tekið til þessa ef íslendingar myndu sækja um aðild aö EB. Ég tel að orð þessara manna sé trygging sem við getum reiknað með. Þvi álít ég að við eigum Innganga i EB. - Islendingum til gæfu um alla framtíð en ógæfu að standa utan bandalagsins - segir m.a. í bréfinu. - að sækja um aðild að EB með hinum Norðurlandaþjóöunum og ætla mætti aö það yrði íslandi til gæfu um alla framtíð - en ógæfu ef við stæöum einir utan við þetta mikla bandalag Evrópuþjóöa. Ég tel einnig að þeir sem eru enn í vafa ættu að líta á Danmörku sem dæmi en Danir hafa verið aðih að EB frá byrjun. Ég held að fullyrða megi að danska þjóðin hefur ekki staðnað nema síður sé. Og þar í landi era lífskjör talin mjög góö. Það dæmi sannar að aðild er síöur en svo hættuleg. Ég skora á DV að láta fara fram skoðanakönnun á vilja fólks, hvort það vill ganga í EB eða ekki. Við núverandi aðstæður og framtíð- arhorfur er ástæða til að ætla að við- horf margra hafi breyst frá því sem e.t.v. var fyrir nokkrum mánuðum. Ætla íslending- ar að vera einir ÍEFTA? Kristín Guðmundsdóttir skrifar: í umræðum að undanfórnu um kjaramál virðast verktöll og læti vera einu úrræðin sem verka- lýðsleiðtogarnir þekkja. Nokk- urra prósenta launahækkun skiptir launafólk engu máli og yrði einungis tíl að koma á verð- bólguskriði á nýjan leik. Okkur sem eram með dýr lán til að koma upp þaki yfir höfuðið gagnar ekki prósentuiiækkun á laun. Okkar kjarabót felst í hækkun skattleys- ismarka eða lækkun á hinum ill- ræmda matarskatti. Ef ríkisvald- ið kæmi með þessum hætti til móts við launþega er ég viss um að friður myndi ríkja á vinnu- markaðnum og etnahagsástand blómstra að nýju. Lækkun vaxta er að sjálfsögðu forsenda alls þessa en eins og allir vita eru vextir hér á landi enn á okurlána- stiginu. Maríaámína samúð Einar Magnússon hringdi: Nú er búið er að krefjast lög- banns á eigur Maríu Guðmunds- dóttur, Ijósmyndara og fyrrum fyrirsætu á áram áður. María er, eins og flestir vita, búin aö gera garðinn frægan erlendis og jafn- framt með kynningu á íslandi. Þetta var einkum áberandi fyrir nokkrum árum og áratugum þeg- ar hún var eftirsótt fyrirsæta. Mér finnst þaö nokkuð langt gengið af útgáfufyrirtæki því sem ætlaði að gefa út æviágrip hennar að sækja hana til saka þótt hún vflji rifta samningi.'- Hún hlýtur sjálf að ráða hvernig staöið er að kynningu á henni sjálfri sem per- sónu. María á a.m.k. mína samúð. Uppeldiávegum hinsopinbera Hulda Magnúsdóttir hringdi: Ég held að obbinn af fólki, sem horfir úr íjarlægö á þaö vesalings fólk sem heldur uppi spennu í þjóðfélaginu vegna hins svokall- aða niðurskurðar stjórnvalda, sé ekki sammála öllu því sem þetta fólk heldur fram. Margt af þessu fólki er með börn sín á vinnustöðum, þar sem hið opinbera býður aðstöðu fyrir barnagæslu, og ungviðið því í eins konar uppeldi hjá hinu opin- bera. Þetta eru fríðindi umfram allan almenning. - Ég held að fólk sé oröið þreytt á þessu tuði um vandamál sérfræðinga á sjúkra- húsum og í skólum landsins. Dagpeningar ráðherra Gunnar Magnússon skrifar: Fréttir um dagpeninga ráð- herra og þingmanna hafa vakið undrun. Fyrst var básúnað að búið væri að lækka dagpeninga sem hið opinbera greiöir um heil 20%. En samkvæmt fréttum er þetta engin lækkun því hið opin- bera greiðir eftir sem áður kostn- að, t.d. ráðherra og kvenna þeirra. Það er eins og þessir dagpening- ar séu svo stór þáttur í afkomu ráðherra, þmgmanna og margra annarra í kerfinu, að við þessu ferðahvetjandi kerfi verði bara ekki hróflað yfirleitt. Og fyrir því fyrir er enginn vilji hjá neinum. - Allra síst ráðherrum og þing- mönnum. Verðumað sinnaerindinu Hallgrimur Sigurðsson hrmgdi: Nú hefur borist bréf frá Wies- enthal-stofnunni með ósk um svar við því hvemig við ætlum að standa að máli Eðvalds Hin- rikssonar. Þótt okkur sé það ekkí ljúft verðum við að sinna erind- inu. Það ætti að gera sem allra fyrst. og það verður öllum fyrir bestu, einkum þeim sem málið varðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.