Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. MARS 1992. Fréttir Stórvaxandi atvinnuleysi á höf uðborgarsvæðinu - segir Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og atvinnumálaráðherra: - Er atvinnuleysi orðið viðvarandi á íslandi eins og i flestum ná- grannalöndum okkar? „Atvinnuleysi sem við höfum gengið í gegnum undanfarin ár hefur verið bundið sveiflum í sjáv- arútvegi. Vanalega hefur janúar- mánuður verið erfiður í þessu til- liti en síðan hefur atvinnuleysið gengið til baka. Það hefur því ekki haft keðjuverkandi áhrif inn í aðr- ar starfsgreinar. Nú erum við aftur á móti að upplifa afleiðingar af fimm ára samdráttarskeiði hér á landi. Sá samdráttur hefur haft keðjuverkandi áhrif inn í aðrar starfsgreinar en sjávarútveginn. Atvinnuleysi í þjónustugreinum og iðnaöi er því nýtt fyrir okkur. I Reykjavík errnn við að sjá mun meira atvinnuleysi en áður. Til aö mynda er verkafólk og verslunar- menn um helmingur atvinnu- lausra í höfuðborginni í janúar. Þess vegna erum við nú að sjá ann- ars konar atvinnuleysi en við höf- um séð áður. Þótt atvinnuleysið hjá okkur sé ekki jafn alvarlegt og ann- ars staðar á Norðurlöndunum, þar sem það hefur tvöfaldast á einu ári, má búast við að þetta ástand hjá okkur verði langvinnara en verið hefm- um áratugaskeið. - Er atvinnuleysið þá ef til vill enn að aukast? „Þótt tölur fyrir febrúar liggi ekki fyrir hygg ég að tölur fyrir þann mánuð, sem eiga að gefa okkur meiri vísbendingar um framhaldið, muni sýna að atvinnuleysið á landsbyggðinni hafi að stærstum hluta gengið til baka. Hins vegar held ég að við munum sjá verulega aukningu atvinnuleysis á höfuð- borgarsvæöinu. Ég held aö aukn- ingin verði meiri en í janúar en þá var hún 50 prósent á milli mánaða. Ef ég ætti einhveiju að spá kæmi mér ekki á óvart, miðað viö þær vísbendingar sem við höfum, að aukningin á höfuðborgarsvæðinu yrði 20 til 25 prósent á sama tíma og það gengur til baka á lands- byggðinni. En ég held að heildarat- vinnuleysið í landinu verði ekki meira í febrúar en í janúar en þá var það 3,2 prósent." - Heldurðu að sú ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að fara ekki út í sér- tækar aðgerðir i atvinnumálum eigi hér hlut að máli? „Ég held að það hafi ekki verið hægt að ganga lengra inn á þá braut að koma fyrirtækjunum til bjargar, eins og gert var í tíð síð- ustu ríkisstjórnar. Það átti að ein- hveiju leyti rétt á sér þá og bjarg- aði mörgum fyrirtækjum. Þó hygg ég að þar hafi verið of langt gengið. Ég hygg að við séum einnig að súpa seyðið af þeirri offjárfestingu sem farið var út í upp úr kreppuárunum 1967 til 1969.“ - Þú nefndir árin 1967 til 1969. Þá varð mikill landflótti héðan vegna atvinnuástandsins. Óttastu að það endurtaki sig nú? , „Það er allt önnur staða uppi nú. Þá fluttist fólk til Norðurlandanna, einkum Svíþjóðar. Þar, sem og á öðrum Norðurlöndum, er nú miklu meira atvinnuleysi en var þá. Það er þvi ekki eins mikið þangað að sækja fyrir fólk.“ - Verður dregið úr atvinnuleyfum til útlendinga? „Við hljótum að taka mjög strangt á öllum atvinnuleyfum til útlendinga á næstunni. Viö veitt- um 2.300 atvinnuleyfi á síöastliðnu ári og munum taka mjög strangt á þeim í ár. Aftur á móti höfum við þurft að halda fiskvinnslunni uppi á ýmsum stöðum með útlending- um. íslendingar hafa hreinlega ekki vilja ganga inn í þessi störf. Það er út af fyrir sig áhyggjuefni." - Ert þú eða ríkisstjómin í heild með eitthvað á pijónunum til að auka atvinnu í landinu i ljósi ríkj- andi ástands? „Ríkisstjómin var með fjárlaga- gerðinni að skapa almenn rekstrar- skilyrði fyrir fyrirtækin í landinu. Við höfum lagt grunn að áfram- haldandi stöðugleika og lækkun fjármagnskostnaöar hjá fyrirtækj- um. Því er ekki hægt að segja að Yfirheyrsla Sigurdór Sigurdórsson ríkisstjómin hafi verið að halda að sér höndum þótt hún hafi ekki vilj- að grípa til sértækra aðgerða. Ef við skoðum ástandið í atvinnumál- unum í víðara samhengi getum við spurt hvað löndin í kringum okkur hafa gert til að draga úr atvinnu- leysi. Það er einkum þrennt sem þau hafa gert. Þau hafa stóraukið alla starfsmenntun. í það mál höf- um við lítiö lagt og að mínum dómi allt of lítið. Við munum því leggja aukna áherslu á starísmenntunina og raunar höfum við í félagsmála- ráðuneytinu til þess fjárveitingu. Þá hefur víða verið gripið til þess ráðs að hækka ellilífeyrisaldurinn. Hér hafa hins vegar verið uppi hugmyndir um að lækka hann. Það tel ég óraunhæft miðað viö þá stöðu sem við erum í. Síðan hefúr verið farið út í það á Norðurlöndunum að greiða ákveðið framlag með hveij- um starfsmanni. Þetta er það helsta sem gert hefur verið á Norðurlönd- unum. Það sem ég vil fara út í, ef til lengri tíma er litið, er að auka fjár- magn til starfsmenntunar." - En hvað er til ráða í nánustu framtíð? „Ég tel aö ef viö náum EES- samningunum muni það breyta mjög miklu fyrir sjávarútveginn og skapa aukin tækifæri bæði fyrir útgerð og fiskvinnslu. Ég vil einnig að fullnýting sjávarfangs verði stóraukin í landinu. Þá vil ég sjá ferðaþjónustuna eflast sem at- vinnugrein og ég vil líka að menn skoði sameiningarmál sveitarfé- laga sem ég hef hug á að verði að veruleika. Það myndi auðvelda hagræðingu og samruna hjá fyrir- tækjum. Það myndi einnig auð- velda að flytja stofnanir út á land sem gæti verið einn Úður í atvinnu- uppbyggingu. Mér finnst enginn stjórnmálaílokkur 1 landinu hafa mótað skynsamlega atvinnumála- stefnu á liðnum árum. Það hefur verið sagt aö þorskurinn móti at- vinnumálastefnuna og það er sjálf- sagt eitthvað til í því. Ég held aö enda þótt atvinnulíf okkar sé ein- hæft séu skilyrði fyrir því að gera það fjölbreyttara." - Hér hefur ekkert atvinnuleysi verið í rúmlega 20 ár. Ef við förum að sjá atvinnuleysistölur upp á 3 til 5 prósent er Atvinnuleysistrygg- ingasjóður þá nógu öflugur tÚ að taka á móti slíku atvinnuleysi? „Nei, hann er það ekki. Hann er ekki í stakk búinn til að mæta meira en rúmlega 2 prósent at- vinnuleysi. Hann þarf því umtals- vert fé ef um verður að ræða mikið atvinnuleysi. Atvinnuleysiö var 3,2 prósent í janúar. Ef sú tala helst út árið þarf sjóðurinn að fá aukiö fé. Hvert prósent í atvinnuleysi kostar sjóðinn 600 til 650 milljónir króna á ári. í fjárlögunum er gert ráð fyrir 2,6 prósent atvinnuleysi sem var spá Þjóðhagsstofnunar. Ég er að bíða eftir nýrri spá Þjóðhags- stofnunar um atvinnuástandið en þeir vilja ekki gera hana fyrr en atvinnuleysistölur fyrir febrúar hggja fyrir. Ég er að vona, og margt bendir til þess, að atvinnuleysið yfir árið fari ekki fram úr spá stofn- unarinnar og verði á bilinu 2,6 til 3,0 prósent. Það sem ég hins vegar óttast mest er að ef við getum ekki aukið atvinnutækifærin þá sjáum við þessar tölur og jafnvel hærri á næsta ári líka. Svona atvinnuleysi hefur áhrif á útstreymi úr Atvinnu- leysistryggingasjóöi, það hefur áhrif á lífeyristryggingarnar, það hefur áhrif á félagsmálastofnanir. Það er þvi víða sem þarf að skoða hvaða áhrif atvinnuleysið hefur.“ - Ef þetta atvinnuleysi helst, svo ég tali ekki um ef það eykst, eru atvinnuleysisbætur hér á landi nógu háar? „Bæturnar eru nú 42 til 44 þús- und krónur á mánuði. Það vitað allir að enginn lifir af þessari upp- hæð. Kerfið er þannig nú að ef fólk er búiö að vera ár á atvinnuleysis- bótum dettur það út og fær engar bætur næstu 16 vikurnar. Þetta atriði er í skoðun hjá mér eins og margt fleira sem tengist atvinnu- leysinu. Það er hins vegar margt sem má skoöa í þessu sambandi. Borgar. sig að hafa fólk á atvinnu- leysisskrá ef okkur vantar fólk í heimaþjónustu sem mun aukast ef loka þarf deildum á sjúkrahúsum? Getur ekki þama verið starfsvett- vangur fyrir einhveija sem eru á atvinnuleysisbótum? Það er margt sem maður hefur áhyggjur af um þessar mundir og þetta er tvímæla- laust erfiðasta tímabil sem ég hef gengið í gegnum sem atvinnumála- ráðherra síðan ég varð ráöherra árið 1987. Þú nefndir töluna 4 til 5 prósent atvinnuleysi. Fari svo er- um við komin út í mjög háskalegt atvinnuleysi. Ég held að það sé fátt sársaukafyllra en að sjá fullfrískt fólk ganga um atvinnulaust. Það hlýtur því að vera forgangsverk- efni ríkisstjómarinnar að taka á þessu máli,“ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.