Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 5. MARS 1992. ÚÚönd Eyðniveiran komin úr mænu- sóttarbóiuefni Bandarískur örveirufrœðingur hefur komist að því aö mænusóth arbóluefni frá því um 1955 hefur í sér veiru sem veldur eyöni i öpum. Hann segir að ef til vill sé þarna fundin skýringin á þvi hvernig fyrstu mennlrnir smit- uöust af eyðni Viö gerð bólueíhisins voru m.a. notuö nýru úr afrískum öpum en grunur manna hefur lengi beinst að þeim þegar leitað er að upp- runa eyöninnar. Reynist tilgátan rétt hefur eyðnin upphaflega bor- ist í mannfólkið með mænusótt- arbóluefni. um svindl Kviðdómur í Alexandríu í Virginíu hefur fundiö sæðis- bankastjórann Cecil Jacobson sekan um margháttaö svindl. Mesta athygli hefur vakið að hann notaði eigið sæði þegar hann aðstoðaði konur við að verða bamshafandi en alls verð- ur hann dæmdur vegna 52 svika- mála og á yfir höfði sér allt að 280 ára fangelsi. Talíð er að Jacobson sé faðir allt að 75 barna þótt mæðurnar hafi ekki vitað hver hinn raun- verulegi faðir var. Jacobson hef- ur viðurkennt brot sitt og segist hafa notað eigið sæði við fijóvg- anir í tvö ár. John M^jorog Thatchereru Breskir ættfræðingar hafa rak- ið saman ættir Johns Major for- sætisráðherra og Margrétar Thatcher, fyrrum forsætisráð- herra. Ættfærslan er birt í tima- riti ættfræðinga í Bretlandi og hefur fréttin veriö tekin upp af dagblöðum þar. Þau Thatcher og Major eru komin af fólki sem bar ættamafh- íð Crust og bjó í Lincolnskíri á 18. öld. Þau hafa ekkert látiö hafa eftir sér um skyldieikann en Terry, bróðir forsætisráðherr- ans, segir að þessi möguleiki sé mjög skemmtílegur. lausmeðöllu fyrir árið2000 Borgarstjórnin í Peking hefur ákveðiö aö láta eyöa öllum flug- um í borginni fyrir áríð 2000. Al- menningi verður gert skylt að taka þátt í herferðinni gegn flug- unum tii að auka þrifnað í borg- inni. Tilgangurinn er aö gera Peking aö fýsilegum kosti þegar ólympíuborgin áriö 2000 verður valin. vopnaði þjóf Fatlaður leigubílstjóri í Edin- borg í Skotlandi afvopnaði byssu- mann sem hugðist ræna hann innkomu dagsins. Þjófurinn beindi afsíigaðri Iiaglabyssu að hálsi bílstjórans. Þjófurinn bað bílstjórann aö aka með sér á afvikinn stað utan borgarinnar og dró upp byssuna þegar kom að því að borga. Þeir voru þá staddir nærri bjargbrún og ók bílstjórinn fram á ystu nöf áður en hann snögghemlaöi. Síð- an hótaði hann aö aka fram af brúxánni ef byssumaðurinn af- henti sér ekki vopniö, Þjófurinn var dæmdur í fangelsi. Reuter , - * VM. / Þrír menn syrgja látna ættingja sina sem voru meðal þeirra sem fórust í gassprengingu í tyrkneskri kolanámu í fyrrakvöld. Talið er að allt að þrjú hundruð manns hafi látið lífið. Símamynd Reuter AUt að 300 manns fórust í námuslysinu í Tyrklandl: Ekki þverf ótað fyrir líkum í göngunum „Það var ekki þverfótað fyrir lík- um í námugöngunum þegar við hlup- um upp á efri hæðirnar," sagði Sahh Yanik, einn 87 námuverkamanna sem komust lífs af úr gassprengingu í kolanámu í tyrkneska bænum Kozlu í fyrrakvöld. „Við heyrðum eins og vindgnauð. Ég gleymi þvi aldrei." Talið er að allt að þrjú hundruð námumenn hafi farist í slysinu, versta kolanámuslysi í sögu Tyrk- lands. Anatólíska fréttastofan skýröi frá því að í gærkvöldi hefði verið búiö aö finna 104 lík. Björgunarsveit- armenn voru búnir aö missa alla von um aö finna fleiri menn á lífi. Um það bil tvö hundruð manna af nætur- vaktinni er enn saknað eftir spreng- inguna. Þeir síðustu sem komust lífs af voru fluttir upp úr námunni í gær- morgun, tíu klukkustundum eftir að metangassprenging breytti námu- göngunum og vinnusvæðunum í eitrað víti. „Við vorum að fá okkur að borða áður en við byijuðum að vinna þegar sprengingin varð,“ sagði Huseyin Ozcan, 28 ára gamall námumaður, sem slasaðist í sprengingunni. „Flestir vina minna féllu við og risu ekki á fætur aftur.“ Semsi Denizer, leiðtogi verkalýðs- félags námumanna, bar brigður á þá skoðun forráðamanna námufyrir- tækisins að óvænt uppsöfnun á met- angasi hefði valdið sprengingunni. Hann sagði að mannleg mistök væru llklegri skýring. „Það hafa orðið mis- tök, annars hefði sprengingin ekki orðið,“ sagöi hann við fréttamenn. Ættingjar þeirra sm létust og hinna sem er saknað flykktust á sjúkrahús- iö í borginni Zonguldak, sem þar er skammt frá, til að reyna að bera kennsl á líkin. Suleyman Demirel, forsætisráð- herra Tyrklands, og aðrir ráðherrar fóru á slysstað og lofuðu að veita fjöl- skyldum fórnarlambanna aðstoð. Reuter Öryggisverðimir veiddu fólk fyrir læknastúdenta Lögreglan í Barranquilla í Kolombíu fann viö húsleit í lækna- skóla þar í borg lík 11 manna og ýmsa líkamsparta úr 20 mönnum öðrum. Talið er víst að öryggisverðir við skólann hafi myrt fólkið á götum úti og fært stúdentum við skólann feng sinn. Efiör því sem heimamenn segja er nánast um mannaveiðar að ræöa. Opinber rannsókn er hafin á mál- inu. Upphaflega var útigangsmaður í borginni sem kærði til lögreglunnar og sagði að félagar sínir hefðu verið drepnir og lík þeirra ílutt í lækna- skólann. Eftir þvi sem heimildar- menn innan lögreglunnar segja þá fengu öryggisveröirnir um tólf þús- und krónur fyrir hvert lík. Lögreglan hefur grun um að enn fleiri hafi verið drepnir með þessum hætti og er nú verið að grafa í lóö læknaskólans til að ganga úr skugga um hvort nokkur hafi verið jarðaður þar. Enn hefur ekkert fundist í lóð- inni. Reuter Mikill áhugi á Eystrasaltsráðinu MikUl áhugi hefur verið á þátttöku í stofnfundi Eystrasaltsráðsins sem hefst í Kaupmannahöfn í dag, með þátttöku tíu ríkja. ísland vildi vera með og sömu sögu er að segja um Norðurlandaráð, Úkraínu og Tékkó- slóvakíu. Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, þvertekur hins vegar fyrir það og segir að fund- urinn sé aðeins fyrir lönd sem liggja að Eystrasaltinu. Noregur fær að fljóta með vegna nálægðar sinnar. Ætlunin er að Eystrasaltsráðið samhæfi efnahagslega, tæknilega og mannúðaraðstoð við lýðræðislegar stofnanir fyrrum landa Austur- Evrópu. Þá á einnig að koma á fót samvinnu um umhverfis- og orku- mál, samgöngur, menntamál og fleira. Vonir standa til að með hinu nýja Eystrasaltsráði muni aðildarlöndin tengjast sterkum böndum eins og var á tímum Hansakaupmanna á 14. öld. Þaö voru þeir Uffe Ellemann-Jens- en og þýski starfsbróöir hans, Hans- Dietrich Genscher, sem áttu hug- myndina að hinum nýju samtökum. Auk utanríkisráöherra Danmerk- ur, Svíþjóðar, Finniands og Noregs, sitja fundinn starfsbræður þeirra frá Þýskaiandi, Rússlandi, Póllandi og Eystrasaltslöndunum þremur, Eist- landi, Lettlandi og Litháen. NTB og Ritzau Ráðherraneftidin: Framkvæmda- stjórinn fær 600 þúsund í launámánuði „Þetta er fáheyrt og hrikalegt," sagði Marianne Jelved, einn full- trúanna í fjárlaganefnd Norður- landaráðs, þegar hún greindi frá því að norræna ráðherranefndin ætlaði að greiða nýjum fram- kvæmdasfjóra 60 þúsund dansk- ar krónur í mánaðarlaun auk ókeypis húsnæöis í Kaupmanna- höfn. Þessi laun svara til um 600 þúsunda íslenskra króna og eru þá fríðindin ekki talin með. Mál þetta hefur valdið hneyksl- an á þingi Noröurlandaráðs í Helskinki, sérstaklega þar sem allt er gert til að draga úr útgjöld- um 'vegna samstarfs ríkjanna í ráðinu. Danska blaðið Politiken hefur eftir dönskum stjómmála- mönnum að þetta sé bruðl með peninga og að nauðsynlegt sé að endurskoða ráðningarsamning- inn. í stöðu framkvæmdastjóra hefur verið ráðinn Finninn Pár Stenbáck. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.