Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 5. MARS 1992.
Spumingin
Borðar þú saltkjöt
og baunir?
Guðrún Jónsdóttir húsm.: Nei, ég hef
ekki gert það í mörg ár, alltof mikið
salt.
Sigurlina Stefánsdóttir húsm.: Já,
a.m.k. einu sinni á ári og stundum
oftar.
Hilmar Gunnarsson nemi: Já, svona
þrisvar sinnum á ári. Mér fmnst það
geðveikislega gott.
Helena Jónsdóttir, atvinnulaus: Já,
svona einu sinni til tvisvar á ári.
Finnur Guðlaugsson nemi: Já, alltaf
á sprengidag.
Siggeir Siggeirsson nemi: Já, mér
finnst þaö svona allt í lagi.
Lesendur
ísraelsför
forsætisráðherra
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Háttvirtur forsætisráðherra fór í
opinbera heimsókn til ísraels á dög-
unum. Víst má segja að hún hafi
mælst fremur illa fyrir hjá mörgum.
Þó tók fyrst steininn úr í hneykslan
þeirra er það fréttist að Wiesenthal
stofnunin heíði afhent bréf við þetta
tækifæri þar sem sagði að á íslandi
byggi nú eftirlýstur „stríðsglæpa-
maður“, eistneskur að uppruna. Svar
ráðherra var á þá lund að máhð yrði
kannað er hann kæmi heim.
Ég vona svo sannarlega að af því
verði, enda í allra þágu að slíkt verði
gert. Margur landinn varð bæði sár
og reiður og þótti að sér vegið og
hafði uppi stór orð vegna framkomu
Wiesenthal-manna. Kannski skutu
þeir yfir markið þarna. Það er ekki
enn upplýst. Á einu verða menn þó
að átta sig í þessu máh. Umrædd
samtök eru hvorki að eltast við skatt-
svikara né heldur ómerkilega bfi-
þjófa, svo að dæmi sé tekið, heldur
menn er stóðu fyrir skelfilegustu af-
brotiun mannkynssögunnar, þar
sem útrýma átti heilli þjóð, afmá
hana af kortinu. Gleymum þessu
ekki.
í ljósi þessa kem ég ekki auga á
sekt samtakanna þótt þau komi þess-
um upplýsingum sínum á framfæri
þegar þeim þykir best henta. Og hve-
nær gefst betra tækifæri en einmitt
þegar erlendir þjóðhöfðingjar sækja
„Auðvitað varð forsætisráðherra að Ijúka þessari vinaheimsókn, annað
hefði verið með öllu ósæmandi." Símamynd Reuter
þjóðir heim og umhverfið morar af
fréttamönnum sem eru reiöubúnir
að skýra frá hverju sem markvert
þykir. Þessi samtök kunna einfald-
lega að nýta sér mátt fjölmiðla tfi
hins ýtrasta og gera það.
Ég dáist að Davíð Oddssyni fyrir
að hafa farið þessa för þrátt fyrir
úrtöluraddir á Alþingi og viðar í
þjóðfélaginu og því hve hann svaraði
skynsamlega er fréttamaðurinn bar
undir hann efni títtnefnds bréfs úti
í ísrael. Og auðvitað varð forsætis-
ráðherra að ljúka þessari vinaheim-
sókn. Annað hefði verið með öhu
ósæmandi. Að lokum: Hver sú þjóð
sem lætur réttlætið ekki sigra er á
hættulegri braut og sannleikurinn
verður að ná fram að ganga. Sama
hver í hlut á.
Lýsi eftir tillögum um uppbyggingu
S.J. skrifar:
Það fer ekkert á milh mála að ís-
lendingar þurfa á framsýnum og
dugmiklum stjórnmálamönnum að
halda nú sem aldrei fyrr, allt frá
stofnun lýðveldisins. Atvinnuleys-
isvofan er ekkert til að grínast með
og enn síður sú staðreynd að við
verðum að hætta að eyða um efni
fram ef við ætlum ekki að stefna
sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. Það
ættu allir fuhorðnir menn og konur
að skilja að ráðstafanir til að draga
saman útgjöld eru aldrei vinsælar.
Það hefur vakið mig til umhugsun-
ar hvemig stjómarandstæðingar
bregðast við aðhaldstfilögum ríkis-
stjómarinnar nú þegar þjóðin þarfn-
ast öðm fremur að stjórnarandstað-
an sé ábyrg í máiflutningi sínum.
Málflutningur t.d. alþýðubandalags-
manna er áróðurskenndari en
nokkru sinni og allt á þaö að vera
fyrir þá sem minna mega sín því það
er jú fallið til vinsælda að hengja
utan á sig hjartað og húmanismann.
Ef dýpra er skoðað má skfija að
þörfin fyrir athygh og völd er drif-
krafturinn en ekki sú hugsun að taka
þurfi á erfiðum málum og styrkja
þjóðina tfi að styðja þá í framtíöinni
sem minna mega sín.. Afneitun er
algjör og hræsnin sker í augun. Ég
var að hugsa um þetta þegar Svavar
Gestsson alþm. talaði um að hann
heföi nú fundið út að það væri ekki
rétt að við séum með dýrasta heil-
brigðiskerfi í heimi. Niðurstöður sín-
ar setti hann fram eins og þar talaði
sá sem aht veit og að nú mætti öllum
vera Ijóst að heflbrigðisráöherra aö
væri vondur karl en ekki vel upplýst-
ur og góöur eins og karlamir í flokks-
eigendafélagi Alþýðubandalagsins.
Þaö er ekki að ástæðulausu sem
Jón Baldvin Hannibalsson kahar
þetta fólk „besservissera“. Það er
gott að geta vitað aht og skihð ekk- -
ert. Auðvitað má deila um ahan sam-
anburð en það er enginn stórisann-
leikur tfi þarna. Það má ekki reka
þetta þjóðfélag á sama hátt og Þjóð-
vfijann.
Þjóðin verður að sjá í gegnum
svona óábyrgan málflutning þar sem
allir hlutir eru shtnir úr samhengi.
Ég lýsi hér með eftir uppbyggilegum
tihögum um uppbyggingu þjóðfé-
lagsins frá þingmönnum Álþýðu-
bandalagsins, Kvennalistans og
Framsóknarflokksins.
Er nokkuð að marka þingmenn?
Guðmundur Guðjónsson skrifar:
í fréttum fjölmiðla sl. fimmtudag
var eins og Mikson-máhð væri úr
sögunni, atvinnuleysi væri ekki til
lengur og kjara- og launamál væru
ekki á borðinu. Það var komið upp
nýtt mál. - Atkvæðagreiðsla Matthí-
asar Bjamasonar á Alþingi fyrir
flokksbróður sinn, Áma Johnsen.
Þetta var útmálað sem eins konar
sakamál og rætt um að Matthías
kynni að þurfa að segja af sér. Og
ekki bætti úr skák að hann var sagð-
ur hafa greitt atkvæði fyrir Áma að
honum forspurðum. Árni staðhæföi
líka, aöspurður, að hann heföi aldrei
ljáð máls á þvd hvað þá meir að Matt-
hías ýtti á atkvæðagreiösluhnapp
fyrir sig. Fiölmiðar og fréttamenn
æstust því enn vdð þann framburð
Matthías Bjarnason og Árni Johnsen alþingismenn. - „Var hér um einangr-
að tilfelli að ræöa ...?“
Arna. Matthías hlaut því að vera ehi-
ær eöa eitthvað annað verra.
Svp komu seinni fréttir með vdðtah
vdð Áma Johnsen. Að vísu símavdð-
tal. Jú, Ami sagðist muna eftir „einu
tfivdki11 þar sem hann heföi beðið
Matthías að ýta á atkvæðagreiðslu-
hnappinn. Það var þegar hann komst
ekki í sæti sitt nema „klifra yfir“
borðin. Og það mátti ekki bíða með
að ýta! - Enginn spurði Áma hvort
hann heföi þá vísvdtandi skrökvað í
fyrri yfirlýsingu sinni. Var hér um
einangrað tilfehi að ræöa, eða em
fleiri þingmenn undir sömu sök seld-
ir? Og síðan hefur enginn vdljað
spyija neins. Andstæðingar Matthí-
asar jafnt og flokksbræður vfija ekk-
ert af þessu máh vdta. Segja þetta
ekki „stórvæghegt“, þetta sé upplýst
mál og nú verði bara að ljúka upp-
setningu atkvæðatölvubúnaðarins á
Alþingi. Svo verði aht gott. - Kannski
hefur Matthías bara verið að gera
Alþingi greiða með því að ýta á
hnapp fyrir annan. Nú verður veitt
fjármagn til að ganga frá kerfinu. -
En er nokkuð að marka þingmenn
eftir þessa uppákomu?
Nústandaþing-
menn saman
Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar;
Flestum þykir framkoma þing-
manna einkennileg eftir að upp
komst um einn þingmann Sjálf-
stæðisflokksins sem greiddi at-
kvæði fyrir fjarverandi flokks-
bróður sinn. Þaö virðist algjör
samstaða að þagga máhð niður.
Varla er önnur skýring á þessu
að minu mati en sú að fleiri þing-
menn hafi stundaö þessa iðju, án
þess aö upp hafi komist fyrr en
núna. - Önnur léttvægari mál á
Alþingi hafa orðið tflefni harka-
legri viðbragöa af hálfu alþingis-
manna. Að maður tah nú ekki
um af hálfu andstæðra þing-
manna. - En svona er nú sam-
tryggingin á Alþingi eftir allt.
Ekkispurtum
Kristín skrifar:
Vegna hins svonefnda Sand-
gerðismáls þykir mér tímabært
að spyija: Var ekkert mark tekið
á vilja drengsins, sem er þó orð-
inn 11 ára og er því ekkert ómólga
barnlengur? Vildi hannekki vera
hjá móður sinni? Mér heföi fund-
ist bætt úr því sólartjóni, sem
hann hefur orðiö fyrir, ef hann
dveldi þar sem hann vdh vera og
með móður sinni og systur.
Móðirin var tilbúin íil að láta
fylgjast með sér og vildi bæta úr
og byggja upp framtíð sína með
börnunum. Um leið og ég óska
þessari htlu fjölskyldu alls góðs,
hvet ég tfi frekari umræðu um
þessi mál.
Skömmað
Sognmálinu
Guðrún Ólafsdóttir skrifar:
Þaö er nú búiö að fuhreyna
manngæsku sumra sem reynt
hafa að koma í veg fyrir að Sogn
í Ölfusi verði gert að heimili fyrir
ósakhæfa afbrotamenn. Ein-
hveijir góðhjartaðir menn sendu
inn tfiboð um að kaupa húsið tfi
að reka þar hrossabúskap! - Megi
þeim vel famast að láta sínar
„andans truntur þeysa“ annars
staðar um hlað en á Sogni. Önnur
byggðarlögvdlja ljá þessu máh hð
og íbúar þar eiga virðingu skihð
fyrir skilning á máhnu. En málið
hefur enn snúist í höndum Ölfus-
hrepps og nú til varanlegrar
lausnar, vonandi.
Tröppurnar við
Domus Medica
Birgir Þorvaldsson skrifar:
Ég þarf því miður stundum að
fara til lækna í húsinu Domus
Medica. Þá legg ég bílnum minum
auðvitaö á bílastæðinu austan við
húsið. Þegar hins vegar ég kem
að tröppunum að húsinu eru þær
ahtaf fuhar afsnjóog klaka þegar
snjóað hefur í vetur. Ég furða
mig á þvd hvort enginn húsvörður
sé í þessu húsi eða hvort vesa-
lings læknamir hafi ekki efni á
þvri að láta þrífa þessar tröppur
þegar snjóar. Eða er verið að leita
eftir þvi að einhver bijóti sig
þarna í tröppunum?
Hvaðerrangt
við plastkortin?
Einar Siguijónsson hringdi:
í frétt í Tímanum í dag (3. mars)
er greint frá þvd að fjórðuhgur
ahrar eyðslu Islendinga á sl. ári
séútá plastkortín eins og þau eru
nefhd í fréttinni Og við notum
nú kortin tvöfalt meira en Amer-
íkanar. - Ég spyr bara: Hvaö er
rangt vdö plastkortin? Þetta er
eitt það besta, sem hér hefur gerst
i fjármálum okkar, að fá þessi
kort. í landi dýrtíðar og óhóflegs
vöruverðs em kortin hrein
himnasending fyrir hinn al-
menna neytanda.