Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Blaðsíða 24
32 FIMMTUDAGUR 5. MARS 1992. Menning Fjölleikahús farandkúnstners - Öm Ingi í Hafnarborg Á öllum tímum hafa verið til listamenn sem forðast það eins og heitan eldinn að láta tjóðra sig við ein- hvem bás. Þeir hlaupa því til áréttingar um víðan völl, koma víða við og eira helst hvergi. Þetta em fjöl- hæfir náungar með bein í nefinu og kjaftinn þar fyrir neðan. Þeir em oftast nær sagnasjóður og hrókar alls fagnaöar. Þessarar gerðar er Öm Ingi sem nú sýnir í Hafnarborg. Maðurinn sá er löngu landsþekktur fyrir sjónvarpsþætti sína og hátíðahöld um allt norðanvert landið. Þess utan heldur hann úti leiklistarhópi barna sem hann hefur reynt að fá fastan samastað í hinu nýja Listagili þeirra Akureyringa. Hér verður engin afstaða tekin tÚ þeirra deilna sem hafa risið um hvaða starfsemi eigi þar heima. Örn Ingi hefur þó vafalaust rétt fyrir sér í því aö óharðnaðir unghngar hafi allt Myndlist Ótafur Engilbertsson að vinna að fá innsýn í samvinnu listgreina og þar er leikhúsið að sjálfsögðu nærtækasti vettvangurinn. Vonandi næst á endanum sátt um Listagil, því þar eru markverðir hlutir í geijun sem Reykvíkingar mættu alveg taka sér til fyrirmyndar. En Öm Ingi lætur greinilega ekki deigan síga og í Hafnarborg sýnir hann alls 83 verk: olíumálverk, skúlptúra, vatnshtamyndir, pastelmyndir og tvær sjónvarpsmyndir. Húmor og háð Ekki hafði undirritaður færi á að sjá nema brot af annarri sjónvarpsmyndinni en þær eru 10 og 15 mínút- ur á lengd. Myndbandahst Amar Inga er þó greinilega annarrar og almennari gerðar en gemingahstamenn eða myndskeiðaspekingar fremja að jafnaði. Skúlptúr- ar og konseptverk hstamannsins eru sömuleiðis sér á parti og hreint ekki í SÚM-andanum. Bæði handbragð og hugmyndir Amar Inga bera þess glöggan vott að hann hefur ekki hlotið neina marktæka skólun í list- inni. Hann er þó fjarri því að vera einhver næfisti og e.t.v. réttast að kalla hann alþýðuhstamann með stóm A-i eða einfaldlega lífshstamann. Skúlptúramir heita t.a.m. „Þjófafæla“ og „Veiðivon" og efniviðurinn er uppstoppuð dýr, speglar, úrverk o.fl. Þeir eru í húmó- rískari kantinum þótt vafalaust áhti ýmsir samsetn- ingar þessar kaldhæönar. DV Aukablað um hljómtæki Niðvikudaginn 11. mars mun aukablað um hljómtæki fylgja DV. Blaðið verður Qölbreytt og efnismikið en i því verður Qallað um flest það er viðkemur hljómtækjum. í blaðinu verða upplýsingar um gerðir og gæði hljómtækja. Má hér nefna greinar um geislaspilara, stafræn segulbönd (DAT), staffænar smákassettur (DCC), myndgeislaspilara, umhverfismagnara, hátalára, hljómtæki og húsgögn, hljóm- tæki þekktra einstaklinga, heymartól og margt fleira. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdótt- ur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 27 22. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 5. mars. ATH.I Bréfasími okkar er 63 27 27. DV Auglýsingadeild s. 632722 - Fax 632727 örn Ingi lætur greinilega ekki deigan síga og i Hafnar- borg sýnir hann alls 83 verk. Leikræn bellibrögð Málverkin eru flest í öðrum dúr þótt sköpunargleðin og háðið séu enn sem fyrr útgangspunktar. Öm Ingi er nostursamur málari en í „frímerkjum" hans skiptir tæknileg vankunnátta litlu máli vegna þess að aðalatr- iðið er að segja sögu; t.d. í sviðsetningu á afrískum magadansmeyjum sem dansa á fljótandi rjómatertu við höfnina í Hólmavík eða í villimannslegri brúð- kaupsveislu á Tröllaskaga. Þannig minna bestu mál- verk Amar Inga á verk miðamerískra eða austur- evrópskra alþýðuhstamanna. Sjónhverfingar a la Magritte eiga einnig upp á pallborðið hjá Emi Inga, samanber verkin „Undmn“ og „í fersku minni“, en ástæður þess virðast fremur fólgnar í áhuga fyrir leik- rænum belhhrögðum en súrreahskri heimspeki. Reyndar datt undirrituðum fyrst í hug fjölleikahús þegar hann leit inn á sýninguna í Hafnarborg, enda ægir þama saman ólíkustu og skrautlegustu hlutum. Um gæði þeirra verður síðan hver og einn að dæma. Þeir sem vilja sjá myndhst í skoplegu ljósi ættu þó að fá eitthvað fyrir sinn snúð í Hafnarborg þessa dagana. Sýningu Amar Inga lýkur nk. sunnudag, 8. mars. Húsinu fylgdu tveirkettir Þetta er önnur ljóðabók Hrafns Jökulssonar, ekki hefi ég séð þá fyrri. Þessi ljóðabók skiptist í fióra bálka. Sá þriðji sker sig úr, sjö prósaljóð. Hitt eru fríljóð, mjög mislöng. Eftirsjá Erfitt yrði að gefa einhverja heildarlýsingu á hókinni í stuttu máh enda reyni ég það sjaldnast. Hér er þó áberandi að svipaður hugblær ríkir í flestum ljóðunum. Þar ber mikið á eftirsjá en allt eins eftir einhverju sem aldrei var. Einnig brýst ótti við umhverfið fram í martraðarmyndum þar sem óljós em skil ímyndunar og raunveruleika. Svipað þekkjum við frá öðrum samtímaskáldum, t.d. Geirlaugi og Gyrði. En Hrafn fer sínar eigin leiðir í þessu, svo sem við getum séð á dæmi hér á eftir. Ýmsar leiðir, t.d. er í prósaljóðimum lýst aðstæðum eða atviki ítarlegar en í fríljóðunum. Best prósaljóða fannst mér „Draugasaga" og „Loksins" þar sem skyndileg rof verða í frásögninni og mótsagnir, ógerlegt að fá botn í hvað gerðist, ef nokkuð. Ágæt mannlýsing í „Segðu henni allt“ og styrkist af því að Bókmeimtir örn Ólafsson speglast í áþekkri aukapersónu. En hin prósaljóðin finnast mér ekki ná nægri hnitmiðun, það urðu frekar svipmyndir eins og dagblöðin hirta. Fríljóðin eru líka missterk, svo sem eðlilegt er. Meðal þeirra slökustu fannst mér „Madame NN“ þar sem roskin kona ber saman ástmenn sína. Vissulega tekst að ná dæmigerðu málfari konu á þessu reki en það verð- ur heldur ekki mikið meira. Titihjóð hókarinnar fannst mér einnig ahtof knappt: Húsinu fylgdu tveir kettir Húsinu fylgdu tveir kettir og tvö augu Ég man ekM lengur hvemig kettimir vora á litinn Augun vora brún Eða græn Það má ætla að einhvem tíma hafi ljóðmælanda verið umrædd augu kær; a.m.k. þegar hann flutti inn í húsið. En eins og í fleiri ljóð- um (t.d. „Ég hafði ekki þekkt þig lengi", bls. 32-3) er meginatriðið það að allar tilfinningar eru nú á bak og burt. En þá hefði helst þurft að sýna á einhvem hátt sterklegar hvemig þær vom áður. Eins og þetta stendur hér er of lítið að stöðvast við. Og það er víða í bókinni enda þótt sameiginlegur hugblær verði ljóð- unum til styrktar. Bestu ljóðin fundust mér þau sem standa framarlega í bókinni, t.d. „ef ‘ sem ber nafn með rentu. Allt er þar aðeins skhyrtur möguleiki en birtist þó myndrænt. Upphaf ljóðsins er samanburður en aldrei kemur fram við hvað: einsog köld og skítug hafnarknæpa aö morgni dags eftir slark og óveður Ljóðmælandi endursegir samtal fólks við næsta horð, það talar saman á rússnesku en síðar í ljóðinu kemur fram að hann kann ekki orð í því máh! Hann segir svo frá.dauðaslysi, kuldalega; eins og í framhjáhlaupi: sjálfur gafst ég fljótlega upp á þvl að fylgjast með ljósum bátanna hverfa í djúpið og lagði ekki eyrun við neyðarópum sjómannanna - en síðar í ljóðinu birtist ung stúlka sem mælandi er að tala við og þar kemur orðið sem fiarverandi var í þessu, hann drukknar í augum henn- ar. Þannig bergmála einstök atriði ljóösins hvert í öðru, sameiginlegt virðist helst vera að þama er lífið að veði. Athyglisvert fannst mér líka þetta ljóð: Fugl dagsins Áðan flaug engill með húfu austuryfir: sáldraði glingri á tvo menn sem stóðu vestanmegin í Öskjuhliðinni og horfðu til veðurs: þeir breyttust ekki í mjmdastyttu en síðan hefur eitthvað ólmast inní höfðum þeirra: af englinum er það að segja að hann var með húfu og rauðan skúf í peysu: þessi tegund er ekki þekkt hérlendis. Trúlega hefur hann borið af leið í fárviðrinu á dögunum þegar bæir á suðurströndinni þurrkuðust út: annaðeins hefur nú gerst enda var þetta 930 mb lægð Hér er atriöi sem jafnan gleður bókmenntamenn, þ.e. óræð vísun í eldra bókmenntaverk, að þessu sinni í hina alkunnu sónhendu Jónasar Hah- grímssonar: „Ég bið að heilsa“. En þar er farfugl sem fer að sunnan til Islands, „vorboðinn ljúfi“. Hann er beðinn að heilsa „engh með húfu og rauðan skúf, í peysu“. Nú var Jónas náttúrufræðingur og því fer ekki hla á því að orðalag ofanskráðs ljóðs verður a.n.l. fræðhegt í náttúrulýsingu lokalínanna en auðvitað er það í andstöðu við ljóð Jónasar, eins og hvers- dagstalmálið þar: „Trúlega", „annaðeins hefur nú gerst". Engihinn hefur einkennheg áhrif á mennina tvo og þó er búist við enn einkennilegri áhrifum, ég man ekki eftir því að fólk breytist í myndastyttur, nema helst í sögu Bibhunnar af Sódómu og Gómorru að kona breyttist í saltstólpa. Þar sem hér þurrkast bæir út af yfirborði jarðar, einnig þar var engih á ferð, raunar tveir, og það var th marks um það óguðlega framferði sem menn áttu að hafa unnið sér til ólífis að þeir gimtust englana. En í þessu ljóði þarf ekki að sjá vísun til þeirrar sögu. Ljóðið stihir saman sundur- leitum atriðum, útkoman verður óræð mynd af óstjórnlegum heimi, þar sem einnig bókmenntir hafa veruleg áhrif. í heildina tekið er þetta ekki sterk bók, en lofar góðu. Hrafn Jökulsson: Húslnu fylgdu tveir kettir. Flugur 1991, 69. bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.