Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992. Fréttir i>v Ósætti í Vestur-Eyjaflallahreppi: Barnaverndarnefnd sagði öll af sér - sveitarstjóm neitaði að greiða kostnað Barnaverndarnefnd í Vestur-Eyja- fjallahreppi hefur sagt af sér í kjölfar ágreinings sem upp er kominn viö sveitarstjórnina. Ágreiningurinn reis um fjárhagslega meöferö ákveð- ins máls sem upp kom í sveitinni. Sveitarstjórnin neitaöi að greiða kostnað vegna meöferðar barna- verndarmálsins. Þar var þó ekki um háa upphæð að ræða, að sögn Guð- jóns Olafssonar oddvita. Halldór Gunnarsson í Holti er formaður barnavemdarinnar. Hann Hvalveiðiráð Norður-Aflants- hafsstofnað „Þó að þetta sé ekki stórt skref þá er það mjög mikilvægt í þess- ari baráttu að hafa náö þessum áfanga," segir Þorsteinn Páisson sjávarútvcgsráöherra um stoín- un Noröur-Atiantshafs-livalveið- iráðsins í gær á Grænlandi á ráð- stefhu íslands, Færeyja, Græn- lands og Noregs. Á ráðstefnunni voru áheyrnarfulltrúar frá Kanada og Japan. „Samtökin verða byggð upp með svipuðum hætti og Aiþjóða hvalvéiðiráðið. Sérstakt ráö tek- ur almennar ákvarðanir, þaö verða stjómunarnefndir fyrir einstaka stofna, vísindanefnd og sérstök skrifstofa. Fyrst í stað mun verða Qallað um vísindaleg- ar rannsóknir og svo stjómun á veiðum á smáhvölum og selum. Smáhvalir hafa faliið utan við verksviö Alþjóöa hvaiveiðiráðs- ins.“ Þorsteinn sagði mikinn einhug hafa verið um að vinna að alþjóð- legri viðurkenningu á rétti þjóða tilaðnýtahvalastofna. -IBS Vísindanefnditi: Hægterað hefjahvalveið- aráný „Vfsindanefnd Alþjóða hval- veiðiráðsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að ástand ýmissa hvalastofna sé með þeim hætti að hægt er að hefja veiöar á þeim,“ segir Jóhann Siguijóns- son sjávarlíflræðingur. Hann segir einnig að nefndin hafi komist nálægt leiðarenda viö þróun á kerfi sem hægt er að nota til að reikna út veiðikvóta en eingöngu varðandi hrefnu- stofna til aö byrja með. „Þetta kerfi verður til frekari umfiöllun- ar hjá vísindanefndinni í vor og hjá Alþjóða hvalveiðiráöinu í júní.“ -IBS Maðurinn semlést Skipverjinn af rannsóknarskip- inu Bjama Sæmundssyni, sem lést eftir að hafa falliö fýrir borð á miövikudag, hét Kristján Jóns- son og var 62 ára. Hann var bú- settur að Erlúhrauni 11 í Hafnar- firði. Kristján var ókvæntur og bamlaus. -ÓTT telur lög kveða á um að sveitarstjórn beri kostnað af rekstri bamavernd- arnefndar. „Sveitarstjórnin taldi hins vegar aö bamaverndarnefndin hefði átt að hafa nánara samráð við sig um með- ferð málsins. Nefndin taldi sér þetta ekki fært. Þegar þessi ágreiningur kom upp taldi ég rétt að segja af mér sem formaður. Aörir nefndarmenn ákváðu að gera slíkt hið sama,“ sagði séra Halldór í samtaii við DV. „Þetta er bara smávægilegur Undanfama daga hafa á fiórða tug ítalskra stóla og sófa verið afkrómað- ir og lakkaðir tii að falla að um- hverfi ráðhússins við Tjömina. Stól- amir og sófamir vom sérinnfluttir frá ítaliu af fyrirtækinu Sess. Sam- kvæmt útboði á vegum Reykjavíkur- borgar skyldu hægindin vera grá en vegna mistaka kom hluti þeirra til landsins krómhúðaður. Mun þar hafa verið um að kenna handvömm móður hins ítalska framleiðanda. ágreiningur um peningamál, ekkert annað. Það var engin ástæða tii að nefndin segði af sér,“ sagði Guðjón oddviti við DV í gær. Aðspurður um hvers vegna ágrein- ingur hefði risið um lága fiárupphæð sagði Guðjón að stífni hefði komið upp hjá aðilum. „Ég get ekkert annað sagt um þetta," sagði Guðjón. Samkvæmt heimildum DV er um- rætt barnaverndarmál mjög erfitt og fyrsta sinnar tegundar í áratugi í sveitinni. Það sem gerir málið erfitt Samkvæmt heimildum DV kostar hver og einn stóll hingað kominn um 100 þúsund krónur. Ekki reyndist unnt að endursenda hægindin til ít- alíu þar sem vígsla ráðhússins fer fram á þriðjudaginn. Til að koma til móts við kröfur Reykjavíkurborgar um lit á hægind- unum ákváðu forsvarsmenn Sess að mála nýju hægindin í þeim gráa lit sem útboðið kvað á um. Til að það væri hægt þurfti að afkróma grind- er að þarna er um lítið samfélag að ræða þar sem óhjákvæmileg tengsl íbúanna eru óþægilega mikil þegar viðkvæm mál ber á góma. Halldór sagði að hann væri „ekki beiskur" vegna málsins - hins vegar væri ljóst að óbein afskipti hrepps- nefndarinnar af viðkomandi máli væru óviðeigandi þar sem hún hefði ekki tök á að hafa yfirsýn í málinu eins og bamavemdarnefndin hefur. Halldór kveðst hafa vísað málinu til Bamaverndarráðs íslands. -ÓTT urnar í sýrubaði. Það verk var unnið í Stálsmiðju Magnúsar Proppé í Kópavoginum og er þeirri vinnu nú lokið. Aö sögn Guðna Jónssonar, inn- kaupastjóra Sess, mun Reykjavíkur- borg 'ekki liða fyrir mistökin fiár- hagslega né munu þau orsaka hæg- indaleysi gesta við vígslu ráðhússins. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. -kaa Stuðningsmenn Fæðingarheim- ilisins festu svarta sorgarborða á merki fyrir utan heimilið í gær. DV-mynd Hanna Engar fæð- ingaráFæð- ingarheimili „Það er alls ekki búið að ákveða að það fari ekki fram fleiri fæð- ingar á Fæðingarheimili Reykja- víkur. Það er hins vegar rétt að þar hafa engar fæðingar verið síðustu þijá daga,“ segir Jón Þ. Hallgrímsson yfirlæknir. Skýringuna segir hann vera þá að hægt þurfi að vera að kalla í lækni ef eitthvað skyldi bera út af við fæðingu. Læknarnir hafi hins vegar verið önnum kafnir á Landspítalanum og ekki getað farið út úr húsi vegna svokallaðr- ar bundinnar vaktar. Það þýðir að viðkomandi fer ekki af staðn- um. Yfirvinnubann utan vakta er í gildi. í gær hengdu stuðnings- menn Fæðingarheimilisins svarta boröa á husið. Fæðingarheimilið fór undir stjórn Landspítalans 1. aprfl síö- astliðinn en því fylgdi engin læknisstaða. Áður þjónuðu þrír læknar heimiiinu en þó ekki í fullri stöðu. Pláss er fyrir tíu tii tólf sængur- konur áFæðingarheimilinu. -IBS Þjóðrainjasa&dð: Vissiekkiaf þessari skipun - segir Þór Magnússon „Ég vissi ekki af þessari skipun fyrirfram, en það er fært fram til skýringar, að þetta sé lengri tími en svo, aö þaö beri að láta stað- gengil sinna embættinu á með- an.“ Þetta sagöi Þór Magnússon þjóðminjavörður viö DV. Hann fer í tveggja ára rannsóknarleyfi frá 1. júní næstkomandi að telja. Þvi mun hann verja til að rann- saka sílfursmíðar frá fyr ri öldum. Þór hafði sagt í viðtali við DV, að liann byggist við að Lilja Árna- dóttir saíhstjóri Þjóðminjasaíns- ins myndi gegna starfi þjóðminja- varðar í fiarveru hans. En nú hefur Óiafur G. Binarsson menntamálaráðherra sett Guð- mund Magnússon sagnfræðing og fyrrum starfsmann SjáU'stæð- isflokksins þjóðminjavörð. -JSS Sporhundur fann þjófana Lögreglan í Hafnarfirði hand- tók tvo menn um tvítugt í nótt sem reynt höfðu að brjótast inn í Bónusvídeó viö Smiðsbúð í Garðabæ. Sjónarvottur sá menn reyna að brjótast inn. Þegar lögi-eglan kotn á staðinn voru mennimir horfnir en spor- hundur var fenginn til að rekja slóð mannanna enda höfðu þeir skilið eftir sig hlut við innbrots- staðinn. Hundurinn fann menn- ina skömmu síðar viö næstu götu. Vom þeir þá á gangi í nærliggj- andi götu. Mennirnir gistu í fangageymslum í Hafnarfirði i nótt. -ÓTT Ingólfur Proppé hefur haft i nógu afl snúast undanfarna daga við að afkróma og sýrubaða hluta þeirra hæginda sem prýða munu ráðhúsið í Reykjavík. Gráar skulu grindurnar vera samkvæmt ósk arkitekta en ekki krómaðar eins og þær sem komu frá ítaliu vegna mistaka. DV-mynd GVA ítalskir ráðhússtólar í sýrubað: Krómið passaði ekki í grátt ráðhúsið - mamma framleiðandans grunuð um afdrifarík mistök

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.