Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 10. APRlL 1992. DV Norðmenn herma eftir danska Matador Norðmenn ætla sér ekki að vera neinir eftírbátar frænda sinna Ðana i sjónvarpsþáttagerö. Þeir hafa því ákveöið að framieiða eig- in átján þátta röð sem á að vera svar við hinum danska „Mata- dor“ sem naut gífurlega vinsælda á öllum Norðurlöndunum. Framhaldsílokkurinn á að heita „Vestanvindar“ og þar verður rakin saga Noregs frá lok- um heimsstytjaldarinnar síðari til ársins 1972 þegar umræðan um Evrópubandalagið sundraðí fjöl- skyldum, vinum og aliri þjóðinni. Allir helstu leikarar Noregs verða með í myndaflokknum og frumsýning er áætluð 1994. Sænskirfáað veðjaáEvrópu- söngvakeppnina Sænskir spámenn geta nú hugsaö gott til glóðarinnar því aö rikisstjómin veitti sænsku get- raununum heimild í gær til að reka veðbanka fyrir Evrópu- söngvakeppnina sem haldin verður þar í sumar. Rök rikisstjómarinnar fyrir því aö leyfa veðmálin era einfaldlega þau að alltaf sé þörf á tekjum af spilafíkn borgaranna. Svíar hefðu hvort eð er veðjaö á keppn- ina og þá fyrir miliigöngu breskra veðmálafyrirtækja. Jórdaníukon- ungurfærhest- innsinn aftur ísraelsmenn skiluðu Hussein Jórdaníukonungi aftur stroku- hesti hans í gær og létu iriðará- kall frá bömum fylgja með. Hesturinn slapp út á þriðjudag og synti yfir Akabaflóa til ísraels þar sem honum var gefið að éta og gert var að sárum hans. Jórdanir buðust til að borga fyrir allt umstangið en ísraels- menn afþökkuðu boöið. Hesturinn var afhentur réttum eigendum í suöur-ísraelsku eyði- mörkinni, ásamt bréfi þar sem börn báðu konung um að semja um frið. Alitíiagimeð golff erðir vara- forsetans George Bush Bandaríkjaforseti tók upp hanskann fyrir Dan Qua- yle, varaforseta sinn, þegar notk- un hans á flugvélum hersins til golfferða barst í tal. Forsetinn sagði að eín af kvöðum varafor- setaembættisins væri að nota flugvélar i eigu hins opinbera. Mikið stríð stendur nú yfir í Bandaríkjunum vegna aUs kyns hlunninda framkvæmdavaidsins og í skýrslu frá ríkisendurskoðun segir að Quayle hafi ferðast með herflugvélum milli golfvalla. Njósnararallra landa koma saman í Sofíu Njósnarar frá þrjátíu löndum köstuðu af sér dulargervinu í gær þegar þeir komu saman til tveggja daga fundar í Soííu í Búlg- aríu. Tilgangurinn er að ræða endurskipulagningu njósna- stofhana í löndum sem áöur lutu kommúnistum og nánari sam- vinnu i baráttunni viö hryðju- verkamenn og eiturlyfjasala. Einn skipuleggjendanna sagði að þetta væri fy rsti fundur sinnar tegundar. NTB, TT og Reuter Útlönd_____________________ Ætlaði aðskjóta íklofiðákeppi- nautsínum íástarmálum Viti sínu fjær af afbrýðisemi gekk 35 ára gamall Kaupmanna- hafnarbúi að keppinaut sínum i ástarmálum á götu þar í borginni og míðaði með stórrí skamm- byssu á klofið á honum. Eljarinn náði að snúa sér í hálf- hring áður en skotið reiö af. Fær- iö var aðeins faeinir metrar og fór kúlan í gegnum lærið og straukst við punghm á honum þegar hún fór í gegn. Maðurfnn er alvarlega sár en heldur þó getu sinni til kvenna, aö sögn lækna á ríkissjúkrahús- inu í Kaupmannahöfn. BjörnBorgreyn- iröðrusinniað byrja aftur Sænski tennissnillingurinn Björn Borg ætlar að reyna ööm sinní að byrja aftur í íþrótt sinni. í fyrra hugðist hann auka tekjur sinar með því að taka þátt í keppni eftir nokkurt hlé en fór miklar hrakfarir fyrir keppinaut- um sínum. Nú er Bjöm búinn aö æfa stíft síöustu mánuði og segist betur undir keppni búinn en i fyrra. Hann heftir leikið æfmgaleiki viö þekkta tenniskappa og haft betur. Öðru máli kann þó að gegna þeg- ar í raunverulega keppni er kom- ið. Bjöm hefur hin síðari ár átt við veruleg fiárhagsvandræði að stríða eftir að hafa saftiast mikið fé meðan hann var frægasti tenniskappi heims. Noregskonung- urviðurkennir yfirburði Svía Sænskir blaðamenn hafá það eftir Haraldi Noregskonungi að Norðmenn líti enn á Svía sem stóra bróöur. Svíum þykir þetta góð játning og nokkur sárabót eftir að Norð- menn náðu algerum yfirburöum á sviði skíðaíþróttarinnar með frækilegri framgöngu á ólympíu- leikunum í Albertville. Þar sóp- uðu Norðmenn að sér verðlaun- unum en Svíar fengu aðeins ein. Orð kommgs valda því nú að Svíar tala vel um Norðmenn og segja aö konungur þeirra sé góð- ur maöur, réttsýnn, fyndinn og jafnvel líkur Ólafi foður sínum. Svo vinsamleg ummæli hafa ekki gengið milli þjóðanna lengí, enda haía Sviar og Norðmenn löngum eldað grátt silfur þótt í góðu hafi verið hin síðari ár. Skandia hafði beturísam- keppninnivið Hafnia Úrslit liggja nú fyrir í sam- keppni tryggingarisanna Skandia og Hafnia um hituna á norrænum tryggingamarkaði. Sænski risinn Skandia haföi betur og hefur eignast meirihluta í danska keppninautnum Hafnia. Hafhia iagði of mikið undir í tilraunum sinum til að ná meiri- hluta í Skandia á síöasta ári. Verulegt tap varð á rekstrinum og Skandia gekk á lagið og keypti meirihlutann i eignarhaldsfélagi Haftiia. Greitt var með hlutabréfum i þriöja keppinautnum, UNI Store- brand fVá Noregi, sem stóö meö Hafhia að tílraununum til að ná tökum á Skandia. Ritzau og TT Á fyrstu sambúðarárum hertogahjónanna af Jórvík var til þess tekið hve samrýmd þau voru. Nú er komið á daginn að milli þeirra er enginn fjandskapur þrátt fyrir skilnað og Andrew ætlar sér að verja heiður konu sinnar. Símamynd Reuter Andrew prins og hertogi af Jórvík kemur á óvart: Styður Fergie en ekki móður sína - vill ekki aö talsmenn drottningar tali illa um konu sína Andrew prins og hertogi af Jórvík hefur komið á óvart með því að snú- ast gegn Elísabetu Bretadrottningu, móður sinni, í skilnaðarmáli sínu og Söm Ferguson. Andrew hefur snupraö talsmenn konungsfiölskyldunnar fyrir að reyna að sverta Fergie konu sína með ósæmilegum athugasemdum. Vitað er að drottningu er mjög í nöp við þessa tengdadóttur sína og efamál að starfsmenn í Buckinhamhöll láti frá sér fara orð um fiölskyldu hennar án þess að hún samþykki. Því túlka bresk blöð óánægju Andrews með hvernig hallarmenn tala um Fergie á þann veg að hann hafi risiö upp gegn móður sinni og vilji aö skilnaðurinn við Fergie verði sem sársaukaminnstur og að bæði geti verið sátt á eftir. Til þessa hefur verið tahð að Andrew væri mjög háður móður sinni og fylgdi henni að málum. Nú þykir hertoginn hafa sýnt að hann hefur bein í nefinu og lætur gömlu konuna ekki ráöa öllu. Andrew og Fergie hafa bæði leitað til Davids McDonough, ráðgjafa í al- mannatengslum, eftir aðstoð við að láta skilnaðinn líta vel út. Hann starfar á eigin vegum en venja er að fólk úr konungsfiölskyldunni leiti til starfsmanna drottningar eftir ráð- gjöf. Vinir hertogahjónanna segja að Andrew mislíki hvernig reynt er að gera lítið úr Fergie opinberlega með yfirlýsingum um að hún hafi ekki verið konungsfiölskyldunni samboð- in. Þetta fólk segir að Andrew sé mjög stoltur maður og vilji ekki að kona hans sé niðurlægð þótt hjóna- band þeirra hafi farið út um þúfur. Afríkuleiðtogar lofa bragarbót: Milljónir hungraðra fá mat Leiötogar landanna í homi Afríku þar sem miklir þurrkar hafa geisað hétu því í gær að leyfa dreifingu á matvælaaðstoð til milljóna fórnar- lamba stríðsátaka á svæðinu. „Gmndvallarréttur fólksins á svæðinu til aö fá matvæli og aðra neyöaraðstoð verður að fuOu virt- ur,“ sagði í lokayfirlýsingu leiðtoga- fundarins, hins fyrsta sinnar tegund- ar, sem haldinn var í Addis Ababa í Eþíópíu. Sameinuðu þjóðirnar telja að hungursneyð vofi yfir rétt tæpum fióröungi þeirra eitt hundrað miOj- óna manna sem búa í löndunum í homi Afríku, Súdan, Keníu, Eþíópíu, Djibouti og Sómalíu. Meira en tvö þúsund flóttamenn frá átakasvæðum í Súdan, Sómalíu og suöurhluta Eþíópíu streyma til Ken- íu á degi hveijum. Starfsmenn hjálp- arstofnana segja að styijaldarátök eigi jafn mOda sök á því og hungur- sneyð að ástandið nú er jafnvel enn skelfilegra en í hungursneyðinni í Eþíópíu 1984 þegar umheimurinn brást skjótt við. Reuter Leiðtogar ríkjanna í horni Afriku hafa heitið þvi að leyfa matvælaaðstoö aö ná til manns eins og þessa i Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, sem liður hungur vegna striðsátaka i landinu. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.