Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992. 3 Fréttir Verðbréfamarkaðurinn: Búist við eins Hundur veittist að 7 ára barni prósentustigs vaxtalækkun - markaðurinn er „tilbúinn“ Starfsmenn verðbréfamarkað- anna búast við vaxtalækkun um sem næst eitt prósentustig bráðlega. Þetta kemur fram í viðtölum DV við þá. Verðbréfamenn segja aö mark- aðurinn sé „tilbúinn" í slíka vaxta- lækkun. Hún mundi falla vel að aðstæðum á markaðnum um þessar mundir. Vextir hafa verið að lækka á verð- bréfamarkaðinum að undantornu. Þannig hefur ávöxtunarkrafa verð- bréfamarkaðanna við kaup á hús- bréfum verið um 7,6 prósent en þessi kaupkrafa fór hæst í ríflega 9 pró- sent síðastliðið sumar. AfFóll frá nafnverði húsbréfa hafa að undanfómu verið 14-15 prósent og hafa lækkað úr 24-25 prósent frá því semmestvar. Ríkið hefur lækkað vexti á spari- skírteinum sínum. En ekki hefur enn orðið af þeirri miklu lækkun, sem ríkisstjórnin er talin mundu gangast fyrir ef kjarasamningar tækjust á næstunni. Menn hafa mest mænt til ríkisins um lækkun vaxta á verðbréfamark- aðinum. Ríkið hefur dregið lappimr í þeim efnum. Það er ríkið sem held- ur uppi raunvöxtunum í landinu. Framboðið er lítið um þessar mundir Menn hafa búist við að ríkið lækk- aði vexti á sínum pappírum, til dæmis niður í 6,5 prósent, sem er sú tala sem helst hefur verið nefnd síðustu daga. Þetta yrði sem sé gert „með handafli" ríkisins í tengslum við kjarasamninga. Talið er víst að bankamir kæmu á eftir ef af slíkri lækkun vaxta yrði. Menn furða sig á því að vextimir hafa ekki lækkað meira nú þegar. En hvemig mundi svona handaflsaðgerð hæfa stöð- unni á markaðinum að þessu sinni? Vissulega ber að forðast vaxtalækk- Ávöxtunarkröfur, raunvextir, á Verðbréfaþingi íslands frá byrjun ársins 1991. Sjónarhom Haukur Helgason un eða vaxtahækkun með handafli sem ekki hæfði aðstæðum á mark- aðinum. En Sigurbjörn Gunnarsson hjá Landsbréfum segir meðal ann- arra, sem DV hefur rætt við, að vaxtalækkun með handaíli mundi nú passa markaðinum vel. Markað- urinn er reiðubúinn í vaxtalækkun um sem næst eitt prósentustig. Þetta helgast af því að nú er fremur skort- ur á bréfum á markaðinum heldur en hitt. Þar sem framboðið er ekki meira en þetta er vaxtalækkun eðli- leg. Vaxtalækkun þó að kjara- samningar frestist Verðbréfamenn segja að grund- völlur sé nú fyrir vaxtalækkun, þótt svo færi að kjarasamningar frestuð- ust eitthvað. Þegar talað er um vexti í þessari grein er átt við „ávöxtunarkröfur", raunvexti, það er vexti umfram verðbólgustigið. Af aðstæðum á verðbréfamörkuð- unum er ljóst að vaxtalækkun á verðbréfum er tímabær. Hún ætti að verða, hvort sem kjarasamningar nást fyrr eða seinna. Vextir eiga í raun ekki að vera skiptimynt í kjarasamningum. Lækkun vaxta í trássi við markaðsöflin yrði af hinu illa. Málið er bara að nú er lag fyrir verulega lækkun vaxta á verðbréf- um. Rannsóknarlögreglan í Hafnar- firði hefur til meðferðar kæru vegna hunds sem sagður er hafa veist að 7 ára stúlku og bitið hana í fótlegg í fjörunni fyrir neðan Bala í Hafnar- firði um síðastliðna helgi. Samkvæmt upplýsingumDV hefur kærandi farið fram á að hundurinn verið aflífaður. Um það hefur hins vegar engin ákvörðun verði tekin ennþá. Stúlkan er ekki talin hafa meiðst alvarlega en áverkaskýrsla liggur ekki fyrir. Hundurinn var í umsjá manns sem var með hann í fjörunni ásamt öðr- um hundum. Hann kveðst ekki vera eigandi hundsins. -ÓTT í dag hefjast útvarpssendingar kl. 16 frá Selfossi á FM 91,7 og standa fram yfir helgi til fjáröflunar fyrir sund- og frjálsíþróttadeild Ungmennafélags Selfoss. Dagskráin verður fjölbreytt og hún hefur verið borin í öll hús á Selfossi. Á myndinni er útvarpsráðið að störfum í Tryggvaskála en í þvi eru frá vinstri Aðalsteinn Garðarsson, Lára Ólafsdóttir, Svanur Ingvarsson, Þröstur Ingvarsson og Hilmar Hafsteinsson. DV-mynd Kristján Einarsson NYR OG STÆRttl FJÖL SKYLDUBÍLL STiUSAKUH Þessi bill er 20 cm lengri en hin hefðbundna SAMARA og rúmbetri. Bíllinn hentarþví vel fjölskyldufólki. LADA SAMARA stallbakur er fimm manna og með lokaðri farangursgeymslu (skotti). BIFREIDAR & LANDBÚNABARVÉLAR HF. Ármúla 13, 108 Reykjavik, símar 68 12 00 & 3 12 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.