Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Page 7
FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992. 7 Fréttir Gjaldþrot Prentverks Odds Bjömssonar á Akureyri: Mátum ekki stöðuna rétt segir Bjami Sigurðsson, einn af eigendum fyrirtækisins Stórhýsi POB við Tryggvabraut. Bygging þessa húss reyndist fyrirtækinu erfittfjárhagslega. DV-myndgk Mótmæla nýj- um tollum á kex og kökur Félag íslenskra stórkaup- maima, FÍS, hefur sent fjármála- ráðuneytinu mótmælabréf vegna nýrrar reglugerðar um jöfnunar- tolla á innflutt brauð, kex, kökur og súkkulaðl „Jöfnunartollamir byggjast á millirikjasamningum sem ganga út á þaö að innlend framleiðsla eigi að sitja við sama borö og inn- flutt," segir Friörik Sophusson fjármálaráöherra. „Við myndum heldur vilja aö innlendir framléiðendur fengju að kaupa mjólkurduft á heims- markaðsverði. Nú þurfa þeír aö kaupa það á framleiðsluverði frá mjólkursamlögunum,“ segir Stef- án S. Guðjónsson, framkvæmda- stjóri FÍS. „Reglugerðin mun skapa ringulreið þar sem gjaldið er breytilegt eför toliflokkum. Slik ringulreið var algeng fyrir 1987. Við erum líka hræddir um að verið sé að fara aftur til þeirra tíma þegar íslendingar töldu sér hag í því að kaupa sælgæti er- lendis," -IBS Sluppuviðinnslgli Gyffi Eristjánsson, DV, Akureyxi: Eigendur þrettán fyrirtækja á Akureyri sluppu viö að fá inn- sigli bæjarfógeta á fyrirtæki sín í vikunni Aðgerðimar vom fyr- irhugaðar vegna ógreidds virðis- aukaskatts, en heildarupphæð krafna á hendm þessum aðilum nam 8 milJjónum. Þeir gengu frá sínum málum áður en til aðgerða kom. Gyffi Kristjánsscm, DV, Akureyri: „Þetta hefur veriö erfiður rekstur í mörg ár og ekki hægt að tala um neinn einn þátt öörum fremur sem leiddi til þessarar niöurstöðu. Þama koma til margir samvinnandi þætt- ir,“ segir Bjarni Sigurðsson, einn af eigendum Prentverks Odds Bjöms- sonar á Akureyri, sem að öllum lík- indum verður tekið til gjaldþrota- meðferðar í dag. Bókaforlag Odds Björnssonar var stofnað árið 1897 í Kaupmannahöfn. Skömmu síðar, eða árið 1901, var svo Prentverk Odds Björnssonar stofnað og þau sameinuð og er þetta fyrir- tæki því með þeim elstu í þessari starfsgrein hér á landi. Bjami Sigurðsson segir að fyrir- tækið hafi um miðjan áttunda ára- tuginn ráðist í byggingu stórhýsis við Tryggvabraut, hús sem er um tvö þúsund fermetrar. í kjölfarið hafi komið mikill kostnaöur við tækni- væðingu vegna tilkomu ofsettækn- innar sem þá var að halda innreiö sína, aukin samkeppni á markaðn- um, vaxtaþátturinn spili þarna stór- an hlut, svo að eitthvað sé nefnt. „Það væri hins vegar heimska að neita því að við höfum gert mistök og ekki metið stöðuna rétt, við verð- um bara að horfast í augu við það,“ segir Bjarni. Fyrir nokkrum ámm voru viðræð- ur í gangi mjlli POB og Dagsprents um sameiningu fyrirtækjanna. Það mál stöðvaðist þegar ekki tókst að selja eignir. Bjarni segir að stórhýsi POB ætti undir eðlilegum kringum- stæðum að vera á annað hundrað milljóna króna virði en það væri ekki hægt að selja hana. Hjá fyrirtækinu hafa að undan- fórnu starfað um 25 manns. Það mun vera vilji Landsbankans, sem fer fram á gjaldþrot fyrirtækisins, að halda rekstrinum áfram um sinn a.m.k. en það kemur síðan í hlut væntanlegs bústjóra að taka ákvörð- un um framhaldið. Páskarnir: Straumurtil Akureyrar? Gyffi Krialjánssori, DV, Akuxeyxi: Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum er mikið um bókanir til Akureyrar nú fyrir páskana. Má segja að „traffíkin" byxji strax nú um helgina því fullbókað er í allar ferðir í dag og á morgun. Flugjeiðir bæta við feröum og fljúta með þotum norður á mið- vikudag og á skírdag. Hins vegar var ekki mjög mikið um bókanir á þeim hótelum á Akureyri sem DV hafði samband við. Gunnar Karlsson, hótelstjórí á Hótel KEA, sagði að hótelið væri hálfbókað yfir hátíðina en þar eru í gangi sértilboð og af- sláttur frá venjulegu verði um 50% og meiri fyrir unglinga. Olga Örvarsdóttir hjá Hótel Norðurlandi sagði að ekki væri enn mikið um bókanir þrátt fyrir fiölmargar fyrirspumir enda væri það reynslan aö fólk bókaði ekki mikið gistingu með löngum fyrirvara um páska. Á Hótel Norðurlandi verður líka í gangi sérstakt tílboð á gistingu. Þeir sem DV ræddi við voru sammála um það að „páskagest- ir“ á Akureyri gisti mikiö í orlofs- íbúðum í bænum en þær munu vera um 120 talsins. Skíðasvæöið í Hhðarfialli verö- ur opiö um páskana en þar er nú ágætur snjór þótt ekki sé hægt að hafa allar lyftur opnar. Leikfé- lag Akureyrar er með fiórar sýn- ingar á íslandsklukkunni um páskana og veitinga- og skemrati- staðir bæjarins opnir eins og lög leyfa. afsláttur af innrömmun, plaggötum og tilbúnum álrömmum til 15. apríl. Mynd í lit, 56x71 cm Verð 3.840 m/ramma Islensk grafík Málverk eftir Atla Má Gallerí plaggöt Verð 3.840 m/ramma Mynd í lit, 56x71 cm Opið laugard. kl. 1C 1-18 . RAMMA ^ ð □— MIÐSTOÐIN SIGTÚN 10, 105 REYKJAVÍK SÍMAR 25054 - 621554.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.