Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Side 12
12 Spumingin FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992. Hvað ætlar þú að gera um páskana? Kristín Andrésdóttir: Ég ætla að vinna og svo fer ég líklega eitthvað út úr bænum. Edda Rúnarsdóttir nemi: Ég ætla að fara austur á Hornaíjörð og heim- sækja afa minn og ömmu. Ásgeir Guðbjörnsson: Ég hef hugsað mér að borða risastórt páskaegg. Ólöf Benediktsdóttir húsmóðir: Ég verð á heimaslóðum og borða páska- egg- Áslaug Jóna Gunnlaugsdóttir nemi: Lesa fyrir próf og skemmta mér þeg- ar tækifæri gefst. Ragna Eiríksdóttir nemi: Slappa af og lesa undir próf. Lesendur Hrygningarstöðvar á landgrunninu B.Á. skrifar: Nýlega kom fram í sjónvarpi Magn- ús Jónsson veðurfræðingur og ræddi um botnvörpuveiðar. - Að togara- menn væru vísvitandi að eyðileggja fiskimiðin með því að draga jáma- drasl eftir hafsbotninum og slétta hann svo auöveldara væri að veiða á effir, án hættu á veiðafæratjóni. Fiskurinn hefur fáa staði þar sem hann nýtur skjóls eða tækifæra til að lifa í friði. Líti maður aftur í tím- ann til þeirra daga þegar fiskurinn var inni á öllum fjörðum og flóum, spyr maður sig hvað valdi fráhvarfi harns úr því umhverfi sem hlýtur að vera honum eðlilegt og nauðsynlegt til flölgunar og uppvaxtar. Togveiðar voru stundaöar alveg uppi í landsteinum hér áður fyrr og á mörgum stöðum hefur ekki sést fiskur síðan. Er það vegna breytinga sem hafa orðið á hafsbotninum sakir togveiða? - Einkennilegt er að á svæðum, sem enginn hefur lagt í tog- veiðar á, í bröttum köntum eða stór- grýttum botni, er von á fiski á hand- færi eða línu. Togveiðar virðast smám saman vera að eyðileggja nátt- úrlegt umhverfi og uppeldisstöðvar fiskanna og því þarf að leita lengra og lengra frá landinu og um leið eyði- leggst meira af umhverfinu þegar aflans er leitað. Sá afli, sem togarar fá á sömu tog- slóðum, er þá fiskur sem er á leið upp aö landinu í von um skjól á svæðum sem ekki er búið að eyði- leggja vegna slæmra aðstæðna fyrir botnvörpuna. En til hvers er þá að flárfesta í skipum upp á milljarða króna og sækja fiskinn langt á haf út í stað þess að nota minni skip með veiðarfæri sem skemma ekki botn- inn? Leyfa fiskinum að koma nær landinu eins og honum er eðlilegt og nauðsynlegt til flölgunar og viðhalds. - Maðurinn er með tækni sinni og rányrkju að breyta þeim náttúrlegu uppbyggðu aðstæðum sem nauösyn- legar eru lífríki sjávar. Með sama áframhaldi verður hrun á fiskistofn- um þeim sem við höfum byggt lífsaf- komu okkar á. Á svæðum þar sem enginn hefur lagt í togveiðar er enn von á fiski á handfæri og linu, segir bréfritari. Aukavinna fyrir tryggingafélög skattfrjáls? Páll Pálsson skrifar: Langt er um liðið (líklega meira en eitt ár) síðan fyrst mátti lesa fréttir af meintum skattsvikum sem áttu að eiga sér stað vegna greiðslna frá tryggingafélögunum sem greiddu tryggingalæknum hjá Trygginga- stofnun ríkisins þóknun fyrir ör- orkumöt. í þessum fréttum hefur komið fram að stærstur hluti þessara greiðslna (á árinu 1990 um 18 milljón- ir króna) hefur runnið til yfirtrygg- ingalæknis Tryggingastofnunar. í svari tryggingafélaganna kemur fram að þau hafi greitt fyrir þessa þjónustu samkvæmt ónúmeruðum reikningum og því ekki gefið launin upp til skatts. Hér er um stórar flárhæðir að ræða og undrar því áreiðanlega marga hve langan tíma það tekur fyrir embætti skattrannsókna að kanna mál- avöxtu. Þótt ekki væri nema til að hreinsa viðkomandi af meintum skattsvikum ætti slíkt mál að fá for- gang. Það hefur líka komið fram í þessu sambandi, frá formanni Trygginga- ráðs, ef rétt er munað, að hluti af starfi yfirtryggingalæknis sé að vinna örorkumat vegna slysa á venjulegum vinnutíma hjá Trygg- ingastofnun, en jafnframt heimilað að selja þessi möt til tryggingafélag- anna og þiggja laun fyrir sem „auka- getu“. - Vepjulega er aukageta al- mennra launþega ekki unnin á venjulegum vinnútíma og fer hér því augsýnilega eitthvað á milli mála hjá þeim er um málið flalla. - En kannski er aukavinna þeirra sem vinna fyrir tryggingafélögin skattfrjáls og hefur málið þá fengið allt annan og sléttari flöt. Rúðan í Ráðhúsinu: Leyfum villunni að vera . Borgarbúi skrifar: í DV í gær (7. apríl) greindi frá því að nýbúið væri að setja rúðu í Ráð- húsið nýja en svo óhönduglega hefði til tekist að í texta ljóðs eftir Tómas Guðmundsson, sem sandblásið er í rúðuna, væri meinleg villa sem eng- inn vildi víst kannast við að eiga sök á. Nefnilega orðið „glóbjört", sem rit- að er með auka j-i og verður því „gljó- björt“. Auðvitað er þetta til háborinnar skammar fyrir þann eða þá sem hér hafa haft umsjón. Fáránlegt er líka að ýja að því að ekki sé enn ákveðið hveijir greiða fyrir mistökin á nýju rúðunni, borgin eða þeir sem „bera ábyrgð á mistökunum", eins og talað var um í fréttinni. Auðvitað borgar sá sem rúðuna gerði, nefnilega fyrir- tækið sem textann gerði. Ég vil hins vegar að rúðan fái að standa óhreyfð. Leyfum villunni að vera, hún verður víti til vamaðar. Ekki bara þeim sem ber ábyrgð á villunni heldur líka hinu opinbera, sem hefði átt að fylgjast betur með en þetta. Það verður bara skemmti- legt að geta bent ungum sem öldnum á þessa meinlegu villu sem skapaðist við dýrasta mannvirki hér á landi, enn sem komið er. Tómas Guðmundsson skáld hefði áreiðanlega séð húmorinn í þessu, og hefði brosað að. Það á hins vegar engan veginn að firra framleiðand- ann sinni ábyrgð og hann á að sjálf- sögðu að greiða miskabætur fyrir óvönduð vinnubrögð. milli kl. 14 og 16 -eðaskrifið Nafn og símanr. vcrrtur aö fylgja bréfum „Ég vil hins vegar að rúðan fái að standa óhreyfð,11 segir m.a. í bréfinu. Hættum neyslu lambakjöts Gunnlaugur Sveinsson skrifar. Ég vil þakka DV fyrir stórgóða frétt hiim 2. apríl sl. Landsmenn ættu að fylgja fordæmi nefndar- innar í Ölfusi um að hætta neyslu lambakjöts. Ég skora á Ásmund Stefánsson og Ögmund Jónasson um að hafa forystu þar um, laun- þegum til hagsbóta. Eg vil svo aö lokum vitna í frétt- ina. „í Ölfusinu hefur nú nefnd til stuðnings banni við lausa- göngu búflár gert áætlun um átak gegn neysiu lambakjöts í eina viku til að vekja athygli sauðflár- bænda á að nauðsyn sé að taka tilliti til kröfu neytenda um gróð- urvernd." - Fylgjum fordæminu, sýnum að við elskum ísland og forðum þvi frá bitvarginum. Ljósaskylda brotin H.J. hringdi: Maður mætir sífellt bílum sem stjómað er af ökumönnum sem ekki virða flósaskyldu ökutækja. Jafnvel í diramviðri eða þokusúld er þessi regla ekki virt. Það er eins og þeir sniögangi þetta af ásettu ráöi. - Maður hefði haldiö aö löggæslan væri meira vakandi fyrir þessum brotum. Ef maður blikkar ljósum til viðvörunar er gjaman veifað til manns á móti eins og til ögrunar. - Það er kamiski hætt að sekta gegn þess- um brotum! - Ökuljósin era þó landslög, ekki satt? Óöguðþjóð Herdís skrifar: Ég hlustaði sem oftar á þátt Bjama Dags Jónssonar á Bylgj- unni nýlega. Þetta eru þættir sem hann og Eiríkur Jónsson og Hall- grfmur Thorsteínssonskipta með sér. - í þessum þætti Bjarna ræddi hann við hlustendur um ástina, hvemig fólk skilur það að elska eða þykja vænt hvað um annað, sýna alúð og kurteisi. Fram kom í máli flestra að ís- Iendínga skorti þann aga og kurt- eisi sem einkennir aörar þjóðir umíram okkur. Ég held að aðrar þjóðir hafi meiri aga í skólum, að viðbættum heraga sem ungir menn fá í herskyldu sera gildir þjá öllum þjóðura öðrum. Listayfiróheiðar- lega lögfrædinga Ingvar skrifar: Eg er því Iilyntur að framvegis verði hægt að fá aðgang aö ein- hvers konar lista þar sem maður getur séð nöfn allra iögfræöinga sem hafa reynst vera óheiðarlegir í viöskiptum við umbjóðendur sína. - En þetta er orðið nokkuð algengt hér á landi. Menn eiga aðgang að svoköfiuð- um „svörtum lista“ þar sem sjá má nöfn skuldakónga og van- skilamenn, t.d. í bönkum og öðr- um innlánsstofnunum. Á sama hátt ætti að gefa út lista með nöfnum óheiðarlegra lögmanna. Þetta er ekki nema eðlileg ráð- stofun úr þvi sem konuö er. SaknaHappó- H.J. hringdi: Ég vil hrósa þætti Eddu Andr- ésdóttur á Stöð 2 þar sem Happó- tölumar era tilkynniar ásamt ýmsu skemmtiefhi frá hinum ýmsu stöðum eða þátttakendum af landsbyggðinni. - Eití er það sem ég sakna þó í þessum þáttum og setti skemmtilega steroningu á meðan tölurnar um vinningana birtust - Það er söngur Ómars Ragnarssonar undir Happó-Iag- inu. Þið sem stjórnið þættinum, tak- ið þettaupp aftur og setjið í fyrra horf. Þessi söngur Ómars setti einhvem sérstakan punkt yfir biöina meðan tölurnar birtust á skjánum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.