Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992. 15 Sækjum um EB-aðild Um daginn lýsti framkvæmda- stjóri VSI þeirri skoðun sinni að reyna ætti á þá kosti sem þyðust með umsókn um aðild að EB. Fréttastofu ríkissjónvarps sagðist svo frá aö hér væri um tímamót í Evrópuumræðunni að ræða, í fyrsta skipti væri umsókn rædd. Þetta er rangt, Ragnhildur Helga- dóttir lýsti þessari skoðun úr ræðu- stól Alþingis fyrir síðustu kosning- ar og Bjarni P. Magnússon ílutti tillögu um umsókn Islands að EB á síðasta landsfundi krata. Reynd- ar fylgdi hvorugt málinu eftir enda viðbrögðin að láta sem þetta heyrð- ist ekki og hinn ráðandi ríkisfjöl- miðill hefur nú kosið að endurrita sögu málsins að norður-kóreskum hætti. Ég hef ítrekað skrifað með EB- aðild í dagblöð á undanfomum árum. Þessi „sameign okkar allra“, RÚV, hefur hins vegar það mat að í þjóðfélagsumræðunni séu ein- ungis ráðherrar og forystmnenn aðila vinnumarkaðarins gjaldgeng- ir. Almenningur, að maður tali nú ekki um landsbyggðarfólk sem hír- ist í skugga þeirrar apartheid- stefnu sem ljósvakaeinokun RÚV er, skyldi aldrei tjá sig um annað en veður, lokun frystihúss og land- búnaðarstefnu krata og þá aðeins í vanmáttugri, röklausri nei- kvæðni. Brautryðjendur hræðast ekki almenningsálit Af virðingu fyrir framsóknar- kommunum og ítökum þeirra í Sjálfstæðisflokknum hefur Davíð Oddsson bakkað með þá djörfu stefnu er hann hafði staðið fyrir í Evrópumálum innan framtíðar- nefndar flokksins áður en hann í fyrsta sinni settist á þing og þá beint í stól forsætisráðherra. Hugsjónir komast aldrei í fram- kvæmd ef menn stöðugt leita afsak- ana fyrir þeim eins og: „Aldrei á meðan sjávarútvegsstefna banda- Kjallariiin Jón Hjálmar Sveinsson er sjóliðsforingi að mennt lagsins er eins og hún er, ég segi nú kannski ekki einhvem tíma í fjrlægri framtið." Háskólamenn telja íslendingum enga ógn stafa af sjávarútvegsstefnu EB og vart er okkar stefna til eftirbreytni þar sem við afhendum einstökum aðil- um endurgjaldslaust sameign þjóð- arinnar, aðilum sem hrópa „kommúnismi" þegar imprað er á greiðslu. Jafnvel í Bandaríkjunum, háborg kapítahsmans, tíðkast ekki slík frekja, þar greiða kúrekamir, tákn framtaks og frelsis, alríkisstjóm- inni fyrir beit nautgripa sinna á landi alríkisstjórnarinnar, sam- eign bandarísku þjóðarinnar, og kvarta ekki. Menn tala um hlut erlendra aðila í sjávarútvegsfyrir- tækjum af þvílíku ofstæki aö halda mætti að um drepsótt væri að ræða. Undanhald hefur verið afstaöa sjálfstæðismanna og krata. Grjóthríð úr glerhúsi Furðulegum rökum hefur verið beitt gegn EB-aðild, sérstaklega ef skoðað er hverra fulltrúar halda þeim fram. Framsókn og Alþýðu- bandalag segja EB ganga út á mið- stýringu sem sé ókostur. Þessir sömu flokkar hafa samt aldrei stað- ið fyrir slökun miðstýringar hér- lendis, þvert á móti hlúð að henni, svo út frá skilgreiningu þeirra og samkvæmt verkum þeirra ætti þeim eiginlega að lika vel við EB. Sömu aðilar hafa einnig líkt EB við Sovétkerfið sem nú hefur verið lagt niður og segja óskiljanlegt hvers vegna verið sé að endurreisa það í Vestur-Evrópu. Þeir voru hins vegar aldrei meðal harðra gagn- rýnenda Sovétkerfisins, næsta sáttir við tilvist þess, svo hví skyldu þeir nú andmæla endurreisn þess ef um hana væri að ræða? Líking sú að EB sé uppfylling drauma Hitl- ers er jafn fjarstæðukennd. Svona uppvakningar sýna rökþurrð og afhjúpa hinn raunverulega tilgang andstæðinga EB, verndun fáokun- arinnar, hindrun frumkvöðla. Þá hafa þeir nefnt að verið væri að fóma sjálfstæðinu meö nánari tengslum við EB. Ég hef gjarnan spurt forsvarsmenn þessara skoð- ana á stjórnmálafundum um hversu sjálfstæða þeir telji íslend- inga í dag, hversu sjálfstæð sú þjóð sé sem afneiti skyldu og rétti þegn- anna til hervarna. Einnig, hvort þeim sé hið meinta sjálfstæði það dýrt að þeir persónulega vildu veija það með vopn í hönd. En lítið hefur orðið um svör, umræðan koðnaö, sjálfstæðisfómfýsin ekki náð út fyrir ræðupúltið. Látum ekki hugsa fyrir okkur Andstæðingar EB hafa bent á valdaframsal þjóða í ýmsum mál- um til yfirþjóðlegra stofnana sem neikvætt atriði. Ekki er ástæða til að harma slíkt framsal verði áhrif- in sambærileg við þær endurbætur sem urðu á íslensku réttarkerfl í átt til þess er gildir í vestrænum samfélögum. Eftir að einstaklingur leitaði rétt- ar síns með íslenskan hæstaréttar- dóm til Evrópu felst mótsögn í því að skilgreina EB sem ólýðræðislegt en samtímis telja neikvætt að EB- dómstóll skuli þurfa að flalla um EES-samninginn og geta haft áhrif. Rétt er að vægi Evrópuþings er ekki mikið en það getur ekki orðið það fyrr en utanríkisstefna, fram- kvæmd efnahagspólitíkur og her- vamir EB-aðOa hafa verið sam- ræmd. Sannur jöfnuður á ekki að ganga út á það að slétta yflrborð samfélagsins þannig að alhr verði jafn andlausir. En það stefnuleysi sem nú ríkir í Evrópumálunum hér á landi er einmitt til þess fallið. Snúumst gegn þeim sem spila með hræðsluáróður um EB. Sækjum um EB-aðild strax. Jón Hjálmar Sveinsson „Framsókn og Alþýðubandalag segja EB ganga út á miðstýringu sem sé ókostur. Þessir sömu flokkar hafa samt aldrei staðið fyrir slökun miðstýringar hérlendis... “ Hversu sjálfstæðir eru Islendingar i dag? - Nær sjálfstæöisfórnfýsin ekki út fyrir ræðupúltið? Iþróttir fyrir alla „Reykjavík er nefnilega ekki paradís hjólreiðamannsins," segir m.a. í greininni. Þegar ég var að alast upp var ansi margt sem máli skipti í lífinu röngum efnaskiptum að kenna. - Vesalings stúlkan er svona feit af því að það eru röng í henni efna- skiptin, sagði fólk. Og ef einhver var of magur aö áliti fólksins í land- iniyrar það líka röngum efnaskipt- um að kenna. í fyrra tilfellinu voru þau of hæg en í því síðara of hröö. Svo var það útrætt mál. Nú til dags heyrist aldrei minnst á efnaskipti enda er búið að koma upp álíka mörgum heilsuræktar- stöðvum á landinu og gígamir eru á tunghnu og þar keppast menn um að brenna af sér fitunni og auka vöðvamassann og keppa að því loknu í þolfimi og verða íslands- meistarar. Og nú er svo komið að annað hvert mannsbarn í landinu er orðið íslandsmeistari í einhverju því að keppni ahs konar'er oröin ahs ráð- andi hjá ungum sem öldnum og eru víst dæmi um þaö að öldungar hafi keppt í kúluvarpi þótt þeir hafi ekki getað kastað kúlunni lengra en ofan á tærnar á sér. Barnaleikur Ekki ætla ég að amast við því þótt fuhorðið fólk geri sig að meist- urum í ahs slags íþróttum, kappáti eða hjólböruakstri en ég vil leyfa mér að efast um að rétt sé að khna íslandsmeistaratitli á böm sem era svo nýbyijuð að iðka íþrótt sína að þau vita varla í hveiju þau eru að keppa. Hins vegar getur ahs konar keppni átt rétt á sér en þó ekki fyrr en keppendur hafa að minnsta KjáUariim Benedikt Axelsson kennari kosti lært undirstöðuatriði þeirrar greinar sem í skal keppt. Það var th dæmis nöturlegt að horfa á unga krakka berjast um á hæl og hnakka í íþróttaþætti í sjón- varpinu ekki alls fyrir löngu við að reyna að halda sér á fótunum í því sem þulurinn kahaði keppni í skautadansi. Þótt ég gerði mitt besta th að taka vhjann fyrir verk- ið gat ég ekki annað en vorkennt krakkagreyjunum þar sem þeir hömuðust í kulda og trekki við að reyna að gera það sem þeir gátu ekki. En þetta er ekkert einsdæmi. Það er aht of algengt að bömum sé att út í keppni löngu áður en þau hafa getu eða þroska th að taka þátt í henni nema bíða hugsanlega tjón bæði á sál og líkama. Þeir sem hjóla Ekki alls fyrir löngu las ég aug- lýsingu í blaði þar sem verið var að auglýsa íþróttir fyrir aha, og man ég ekki betur en að það hafi veriö Iþróttasamband íslands sem ætlaði að gera aha að hástökkvur- um og kúluvörpurum. Þetta fund- ust mér góð tíðindi. Og ekki sakaði aö fólk átti að stunda íþróttir sér th heilsubótar og ánægju en þessi árin er vist talsverður misbrestur á því. Ég held að ég muni ekki eftir nokkmm íþróttamanni, sem stundað hefur keppnisíþróttir að einhverju marki, sem er ekki ann- aðhvort meiddur, hefur nýlega ver- ið það eða á það í vændum mjög bráðlega. Ég veit að það getur enginn ímyndaö sér nema sá sem reynt hefur hvað það er óhugnanlegt að hjóla um götur borgarinnar að morgni dags innan um alla þá svefndmkknu og svipljótu menn sem eru nýbúnir að spenna bhinn sinn við sig samkvæmt lögum og æða af stað út á nætursaltað mal- bikið í þá ferð án fyrirheits sem farin er daglega og endar oftast þótt merkhegt megi virðast á vinnustað. Reykjavík er nefnhega ekki para- dis hjólreiðamannsins þótt nú sé leyfilegt að hjóla á gangstéttum hennar gegn hátíðlegu loforði um að slasa ekki vegfarendur. En því miður eru gangstéttimar með þeim ósköpum gerðar að á þeim em háar brúnir sem stöðugt þarf að vera að hjóla upp á og þar að auki em ekki gangstéttir nærri því ahs staðar þar sem við teljum okkur þurfa að hjóla. Af þessu thefni langar mig að biðja íþróttasambandið, sem ætlar að gera okkur hraust á sál og lík- ama, að fara fram á það við borgar- yfirvöld að þeir sem kaupa sér þijá- tíu þúsund hjól á ári komist fyrr en seinna leiðar sinnar á þeim, án teljandi hættu frá tvíspenntum bfl- stjórum en þurfi ekki að loka hjól sín inni th að lenda ekki í þeirri lífshættu sem bhmenningin boðar frá morgni th miðnættis. Benedikt Axelsson „Ég held að ég muni ekki eftir nokkrum íþróttamanni, sem stundað hefur keppnisíþróttir að einhverju marki, sem er ekki annaðhvort meiddur, hefur nýlega verið það, eða á það í vændum mjög bráðlega.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.