Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992.
Viðskipti
Síðasta ár var ótrúlega erfitt 1 áliðnaðinum:
Tap álversins í fyrra nam
um 1,4 milljörðum króna
- þetta er þrisvar sinnum meira tap en hjá Jámblendifélaginu
Álverið í Straumsvík, ÍSAL, tapaði
hvorki meira né minna en um 1,4
milljörðum króna af rekstri á síðasta
ári. Þetta er um þrisvar sinnum
meira tap í krónum talið en tap Jám-
blendifélagsins sem tapaði tæplega
hálfum miiljarði króna á síðasta ári
og flestum finnst nóg um.
Þetta mikla tap álversins er vegna
lágs verðs á áh á síðasta ári. Verðið
fór niður fyrir 1.100 doflara tonnið
síðastliðið haust. Það er lægsta verð
á áfl í áraraðir. Botninn.
Undanfama mánuði hefur verð á
Velta álversins
- í milljörðum króna -
10,5
9,8
8,4
7,0
5,2
'87 ‘88 '89 '90 '91
—...—...... 853=
Velta álversins datt niður vegna
lækkandi verðs á áli. Engu að síður
greiddi álveriö um 100 milljónir
króna i framleiðslugjald til ríkisins í
fyrra.
áli sveiflast upp og niður fyrir 1.300
dollara tonnið. Virðist sem verðið sé
fast þar í bili en spáð er hækkandi
álverði þegar líður á árið vegna auk-
innar eftirspumar í Bandaríkjunum.
Talið er að um 1.900 dollara þurfi
fyrir tonnið til að hægt sé að reka
álver án taps.
Tekjur álversins endurspegla hið
lága verð þar sem framleiðslumagnið
hefur á síöastflðnum fimm árum ver-
ið á bilinu 85 til 89 þúsund tonn á ári.
Tekjurnar voru 5,2 milljarðar ís-
lenskra króna árið 1987 en risu hæst
árið 1989 þegar þær urðu 10,5 millj-
arðar króna. Á síðasta ári vom þær
komnar niður í 8,4 milljarða. Þetta
eru tekjur á verðlagi hvers árs.
Af síðustu fimm ámm var álverið
rekið með hagnaði í fjögur ár eða á
timabiflnu frá 1987 til ársins 1990.
Áriö 1989 var dúndurgott, þá nam
hagnaðurinn um 1.420 milljónum eft-
ir skatta.
Afkoma álversins
- á tímabilinu 1987 - 1991 í milljónum króna -
1.420
22 210 18
■87 '88 ‘89 '90
I fyrsta skipti i fimm ár var tap á rekstri álversins i fyrra. Og þegar það
varð munaði heldur ekki um það, tap upp á 1,4 milljarða króna.
Uppboðið í Kaupmannahöfn:
Minkaskinn hækkuðu aðeins
- þyrfti helmingi hærra verð til að ná framleiðslukostnaði
Verð íslenskra minkaskinna
hækkaði aðeins á uppboðinu í Kaup-
mannahöfn um síðustu helgi miðað
við uppboðið í febrúar síðastliönum.
Verð refaskinna lækkaði hins vegar
aöeins. Þrátt fyrir hækkandi verð á
minkaskinnum þarf helmingi hærra
verð til að hafa upp í framleiðslu-
kostnað hverju skinni.
Að sögn Arvids Kro hjá Búnaðarfé-
lagi íslands var meðalverð íslenskra
minkaskinna á uppboðinu í Kaup-
mannahöfn um síðustu helgi um 113
krónur danskar á skinn. Meðalverð-
ið í febrúar var um 109 krónur dansk-
ar.
Gæði íslenskra minkaskinna eru
að aukast. Aldrei fyrr hafa jafnmörg
skinn farið í fyrsta flokk, eða um 30
prósent af þeim sem boðin voru upp.
Aukin gæði gefa vonir um hækkandi
verð.
Að sögn Arvids þyrftu að fást um
218 krónur danskar í meðalverð til
að hafa upp í allan framleiðslukostn-
að við hvert minkaskinn, liði eins og
laun bónda, fóður, afskriftir og verk-
unarkostnað.
Með núverandi verði næst aðeins
upp í fóðurkostnað og verkun skinn-
anna. Bændur fá ekkert upp í laun
eða fjármagnskostnað.
Refaskinn lækkuðu aðeins á upp-
boðinu í Kaupmannahöfn. Að visu
voru tiltölulega fá refaskinn boðin
upp, þetta var fyrst og fremst uppboð
á minkaskinnum.
Verð á skinnum blárefs um síðustu
helgi var 347 krónur danskar borið
saman við 366 krónur danskar í
febrúar. Verð á skinnum skuggarefs
var 392 krónur danskar á skinn, 247
af silfurref og 282 af Blu Frost.
-JGH
Uppboðið í Kaupmannahöfn um sið-
ustu helgi. Minkaskinn hækkuðu í
veröi en refaskinn lækkuðu.
Samtök öskjuf ramleiðenda
- Kassagerð Reykjavíkur fuUtrúi íslands
Tíu af helstu öskjuframleiðend-
um á Norðurlöndunum stofnuðu
nýlega með sér samtök norrænna
öskjuframleiðenda, Nordic Carton
Association. Af hálfu islands er
Kassagerð Reykjavíkur hf. stofn-
aðili að samtökunum.
Tilgangur samtakanna er meðal
annars að taka þátt í þeirri um-
ræðu sem fram fer á Norðurlönd-
unum um umbúðir og umhverfis-
mál, ásamt því að nýta hina víð-
tæku reynslu meðlima samtak-
anna á því sviði.
Formaður hefur verið kjörinn
Mats Holm, framkvæmdastjóri hjá
Schurpack Horsens í Danmörku.
Varaformaður eru Timo Antila,
framkvæmdastjóri hjá Tako Cart-
on Plant í Finnlandi.
Hin nýju samtök hafa skrifstofu
sína í Kaupmannahöfn. Fram-
kvæmdastjóri þeirra er Bent Peter-
son. -JGH
Álverið í Straumsvík borgar skatta
til ríkisins eingöngu í formi fram-
leiðslugjalds til ríkisins. Upphæðin
er bundin við framleiðslumagn en
tengist hagnaði ef hann fer upp fyrir
ákveðin mörk.
Framleiðslugjaldið kemur í staðinn
fyrir tekjuskatt, aðstöðugjald og önn-
ur gjöld. Ríkið og Hafnaríjarðarbær
skipta því framleiðslugjaldinu á milli
sín.
Hæst nam framleiðslugjaldið um
335 mifljónum króna á árinu 1989 en
á síðasta ári greiðir álverið um 100
mifljónir í framleiðslugjald þótt fyr-
irtækið hafi verið rekið með jafnm-
iklu tapi og raun ber vitni.
-JGH
Peningainarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
innlAn Overðtryggð
Sparisjóðsbækur óbundnar 1-1,25 Landsb., Sparisj.
Sparireikningar
3ja mánaða uppsögn 1,25-3 Sparisjóðirnir
6 mánaöa uppsögn 2,25-4 Sparisjóðirnir
Tékkareikningar, almennir 0,5 Allir
Sértékkareikningar 1-2 Landsbanki
VlSITÖLUBUNONIR REIKNINGAR
6 mánaða uppsögn 2,75-3 Landsbanki
1 5-24 mánaða 6,75-7,25 Sparisjóöirnir
Orlofsreikningar 5-5,5 Allir nema Islb.
Gengisbundnir reikningar í SDR 6-8 Landsbanki
Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsbjslb.
ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR
Vísitölubundin kjör, óhreyföir. 3-3,25 Landsb., Búnb.
Óverötryggð kjör, hreyfðir 4,5-4,75 Landsb.,Búnb.
SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innantimabils)
Vísitölubundnir reikningar 1,75-3 Landsb.
Gengisbundir reikningar 1,75-3 Landsb.
BUNDNIR SKIPTIKJ AR AREIKNING AR
Vísitölubundin kjör 6-6,5 Ðúnaðarbanki
Óverðtryggð kjör 6-6.5 Búnaðarbanki
INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR
Bandaríkjadalir 2,75-3,0 Allir nema Búnb.
Sterlingspund 8,25-8,7 Sparisjóðirnir
Þýsk mörk 7,5-8,2 Sparisjóðirnir
Danskar krónur 8,0-8,4 Sparisjóöirnir
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
OtlAn óverðtryggð
Almennir víxlar (forvextir) 12,25-1 3,75 Búnaðarbanki
Viðskiptavlxlar (forvextir)1 kaupgengi
Almenn skuldabréf B-flokkur 13-14,25 Búnaðarbanki
Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdráttur) 1 5-1 5,75 Islb.
útlAn verðtryggð
Almenn skuldabréf B-flokkur 9,75-9,9 Búnb.,Sparisj.
afurðalAn
Islenskar krónur 12,5-14,25 Islb.
SDR 8,25-8,75 Landsbanki
Bandaríkjadalir 6,0-6,75 Sparisjóðir
Sterlingspund 11,9-12,75 Sparisjóðir
Þýsk mörk 11,25-11,5 Búnðarbanki
Húsnæöislán 4.9
Lífeyrissjóðslón 5-9
Dráttarvextir 21.0
MEÐALVEXTIR
Almenn skuldabréf aprll 13,8
Verðtryggð lán mars 9,8
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala apríl 3200 stig
Lánskjaravísitala mars 31 98 stig
Byggingavísitala mars 598 stig
Byggingavfsitala mars 187,1 stig
Framfærsluvisitala mars 160,6 stig
Húsaleiguvlsitala apríl = janúar
VERÐBRÉFASJÓOIR HLUTABRÉF
Sölugengl bréfa veröbréfasjóöa Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Einingabréf 1 6,177 Sjóvá-Almennar hf. 4,?5 4,75
Einingabréf 2 3,282 Ármannsfell hf. 1,90 2,15
Einingabréf 3 4,057 Eimskip 4,77 5,14
Skammtímabréf 2,054 Flugleiðir 1,66 1,86
Kjarabréf 5,805 Hampiðjan 1,30 1,63
Markbréf 3,123 Haraldur Böðvarsson 2,85 3,10
Tekjubréf 2,116 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 1,10
Skyndibréf 1,794 Hlutabréfasjóðurinn 1,60 1,68
Sjóðsbréf 1 2,959 Islandsbanki hf. 1,61 1,74
Sjóösbréf 2 1,940 Eignfél. Alþýðub. 1,58 1,71
Sjóösbréf 3 2,045 Eignfél. Iðnaðarb. 2,12 2,29
Sjóðsbréf 4 1,743 Eignfél. Verslb. 1,41 1,53
Sjóðsbréf 5 1,232 Grandi hf. 2,60 2,80
Vaxtarbréf 2,0814 Olíufélagið hf. 3,86 4,32
Valbréf 1,9508 Olís 1,78 2,00
Islandsbréf 1,299 Skeljungur hf. 4,23 4,82
Fjórðungsbréf 1,137 Skagstrendingur hf. 4,60 5,00
Þingbréf 1,295 Sæplast 3,35 3,55
öndvegisbréf 1,277 Tollvörugeymslan hf. 1,20 1,25
Sýslubréf 1,320 Útgerðarfélag Ak. 4,25 4.60
Reiöubréf 1,252 Fjárfestingarfélagiö 1,18 1,35
Launabréf 1,013 Almenni hlutabréfasj. 1,10 1,15
Heimsbréf 1,115 Auðlindarbréf 1,04 1,09
Islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20
Síldarvinnslan, Neskaup. 3,10 3,50
1 Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila,
er miðað við sérstakt kaupgengi.
K= Kaupþing, V = VlB, L= Landsbréf, F = Fjárfestingarfélagið, S = Verðbréfav. Sam-
vinnubanka
Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast í DV á fimmtudögum.