Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992. 5 Fréttir Guðmimdur Ámi Stefánsson um formennsku Alþýðuflokksins: Aukin umræða um mótframboð „Þaö er mikil umræða í flokknum um fólk og stefnumið. Ég held að sú umræða fari vaxandi fremur en hitt,“ sagði Guðmundur Árni Stef- ánsson um hugsanlegt mótframhoð gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni á flokksþinginu í haust. Jóhanna Sigurðardóttir, varaform- aður flokksins, sagði í viðtali við Nýtt Líf, eins og komið hefur fram í DV, að hún útilokaði ekki framboð sitt til formanns á flokksþinginu. „Það lýsist ekkert fyrr en með haustinu en eins og Jóhanna sagði' þá er mótframboð alls ekki útilok- að,“ segir Guðmúndur Ámi. Guðmundur sagði óánægjuna stafa af stefnumörkun og starfl flokksins í stjórninni, ásamt öðrum þáttum í innra starfi flokksins, samband flokksfólks og forystu. „Það eru allir sammála um að það samband þurfl að auka en virðist ekki takast þrátt fyrir fógur fyrir- heit,“ sagði Guðmundur Ami. -pj Þorvaldur Gylfason prófessor: Arnór Jónatansson og börn Halidóru í tröppum Flugleiðavélarinnar við brottförina. Talið frá vinstri Ingólfur, Erna Björk, Guðbjörg, Inga Helga og Elísabet. Á myndina vantar Björgúlf sem fór landleiðina suður. DV-mynd Gísli Bömum Halldóru boðið til Lundúna Gisli Hjarlaison, DV, Isafirði: Flugleiðir hafa boðið börnum Hall- dóru Ingólfsdóttur til Lundúna þar sem þau munu dvelja hjá móður sinni um páskana. Halldóra er ísfirö- ingur og hefur beðið í Lundúnum eftir læknisaðgerð. Skipt verður um hjarta og lungu í henni. Á miðvikudag fóm 5 bama hennar héðan til Reykjavíkur með Flugleiða- vél en eitt ók suður deginum áður. Amór Jónatansson, umdæmisstjóri Flugleiða, afhenti börnunum flug- miðana til Lundúna rétt fyrir brott- fór vélarinnar. Þau sögðust í viðtali við DV vera Flugleiðum afar þakklát fyrir hið rausnarlega boð og hlakka mjög til þess að hitta móður sína. Slysavamafélagið: Skráning á slys- umíleikskólum Slysavarnafélag íslands hefur komið á skráningu á slysum sem börn verða fyrir í sex leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Fimm leikskólar í Reykjavík og einn í Kópavogi taka þátt í skráning- unni. Henni lýkur í febrúar á næsta ári og verður þá unnið úr niðurstöðunum með hliðsjón af úrbætum. Hér er um að ræða hluta af vinnu vegna átaks ýmissa aðila gegn slysum á börnum. SVFÍ og Rauði kross íslands hafa meðal annars tekið upp samvinnu um verkefni sem nefnist Vörn fyrir börn. Fimm stuttar kvikmyndir um slysahættur í umhverfi bama hafa veriö nýlega verið unnar vegna átaksins. Þær eru nú til- búnar til sýninga, til að mynda í skólum eða þar sem slysavarnir em á dagskrá. Frá því að umrætt átak hófst hefur borið á vaxandi áhuga ein- stakhnga og samtaka um ráðgjöf vegna slysavarna fyrir börn. Hjúkrunarfræðingurinn Herdís Storgaard hefur í því sambandi haldið 45 kynningarfundi á síð- ustu misserum. Tvö bæjarfélög, Keflavík og Njarðvík, hafa í samstarfi við Slysavamafélagið tekið að sér verkefni sem miðar að skráningu og könnun á slysagildrum í bæj- unum í þeim tilgangi að lagfær- ingar og endurbætur verði gerðar á slíkum stöðum. Stefnt er að því að nota reynsluna sem vinnst með starfmu í Suðurnesjabæjun- um við hliðstæð verkefni í öðrum sveitarfélögum á landinu. -ÓTT Bók um markaðshagf ræði fyrir Austur-Evrópuþjóðir „Bókin er skrifuð fyrst og fremst handa almenningi í Austur-Evrópu í því skyni að hann eigi kost á að kynna sér þá hagfræði sem velferð okkar á Vesturlöndum hefur hvUt á síðustu 50 tU 100 árin,“ segir Þorvald- ur Gylfason prófessor. Hann hefur ásamt Ame Jon Isachsen, prófessor í Noregi, og Carl B. Hamilton, pró- fessor i Svíþjóð, nýlega gefið út bók um markaöshagfræði með nafninu: Umskipti - Frá miðstjóm tfl markað- ar. „Þegar við vorum byrjaðir að skrifa sáum við að þessi hagfræði, sem vomm að reyna að útskýra fyrir austur-evrópskum lesendum, ætti kannski erindi við suma sem standa okkur nær. Þess vegna verður bókin gefin út á ensku, af Oxford Univers- ity Press, og nokkrum öðmm Vest- ur-Evrópumálum Uka.“ Að sögn Þorvalds er taUð næstum öruggt að bókin komi út á íslensku og sænsku en hún er þegar komin út á norsku og Utháisku. Formálann að litháisku útgáfunni skrifar Lands- bergis, forseti Litháens. Búið er að semja um útgáfu á eist- nesku og lettnesku og verið er að semja um útgáfu á rússnesku og pólsku. í Póllandi er það Samstaða sem hefur áhuga á að gefa bókinaút í samvinnu við Oxford University Press. í Austur-Evrópu era bækur gefnar út í stómm upplögum og má því búast við að eintakafjöldinn verði nokkur hundmð þúsund. Aðspurður segir Þorvaldur að það hafi verið að eigin frumkvæði sem höfundarnir ákváðu að skrifa bókina en það hafi ekki verið í þeim tilgangi að græða á henni. „Svona bækur skila engum verulegum. hagnaöi. í Austur-Evrópu em bækur til dæmis mjög ódýrar en nú þegar er búið að ákveða að tekjurnar af útgáfunni í Lettlandi renni til barnaheimilis." Höfundarnir eiga von á því að bók- in geti hentað til kennslu, bæði í framhaldsskólumogháskólum. „Það kemur á daginn að það er hægt að kynna hagfræöi fyrir nemendum og fyrir almenningi með svolítið nýstár- legum hætti, það er með því að sækja dæmin í þennan misheppnaða mið- stjórnarbúskap sem hefur verið við lýði í Austur-Evrópu. Þannig fá menn annað sjónarhorn á hagfræði- legu viðfangsefnin en ella. “ -IBS Við bjóðum þér að taka þátt í BMW hátíðarhelgi laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. apríl 1992 FRUMSÝNING: Nýr tveggja dyra BMW 318is Um helgina frumsýnum við nýjan tveggja dyra BMW þrist sem um margt minnir á hinn glæsilega sportbíl BMW 850i. Nýi þristurinn er búinn 4 eða 6 strokka fjölventlavél með nýju jafnflæðikerfi (ICIS) og tölvustýrðu eldsneytiskerfi (DMEIII). FjölliðafjöðrunarbúnaðurinnsemþróaðurvaríBMW Z1 sportbílnum gefur mikla rásfestu óháð hleðslu og fjöðrun. Jöfn þyngdardreifing (50% á hvorn öxul) gefur síðan besta fáanlega stýriseiginleika, spyrnu og stöðugleika. Einnig verður boðið upp á tveggja dyra þristinn sem 320is og 325is. SÝNUM EINNIG: BMW 3 línuna BMW 316i og BMW318Í BMW 5 línuna BMW 518i, BMW 520i og BMW 520i Touring SÖLUSÝNING: 28 glæsilegir notaðir ÐMW bílar til sölu og sýnis um helgina Öruggir Bílaumboðið hf. er einkaumboðsaðili notaðir fyrir BMW bíla á íslandi. Hjá fyrir- bílar tækinu er ásamt söludeild nýrra bíla rekin öflug söludeild á notuðum bílum. Notaður BMW er í mörgum tilfellum hagkvæmari kostur en kaup á nýjum bíl af öðrum gerðum. Allir notaðir BMW bílar í eigu Bílaumboðsins eru yfirfarnir af sérþjálfuðum starfsmönnum á verk- stæði. Þetta tryggir að bíllinn mun reynast betur og endast lengur. Um hátíðarhelgina munum við sýna bíla eins og BMW 730iA 1987 með öllu, BMW635i Coupe 1982, BMW323i 1986, BMW325i 1988 og BMW 318i blæjubíl. Auk þessa sýnum við mikið úrval af öðrum notuðum BMW bílum í öllum verðflokkum. Við bjóðum hagstæð greiðslukjör til allt að 24 mánaða og lága útborgun. KOMIÐ OG KYNNIÐ YKKUR NYJA OG NOTAÐA BMW BILA SEM LESENDUR STÆRSTA BILATÍMARITS EVRÓPU "AUTO MOTOR UND SPORT,, HAFA ÁR EFTIR ÁR KOSIÐ BESTU BÍLA HEIMS. HATIÐARHELGIN ER OPIN: Laugardag og sunnudag kl. 13-17. Bílaumboðið hf Krókhálsi 1-110 Reykjavík-Sími 686633 Engum líkur EINN BÍLL Á MÁNUDI í > Y. ASKRIFTARGETRAU^á. OG SIMINN ER 63 27 Nauðungaruppboð annað og síðara, verður á fasteigninni Ægisgötu 22, Ólafsfirði, þingl. eign Margrétar Hjaltadóttur og þb. Skúla Friðfinnssonar, í skrifstofu embættis- ins, Ölafsvegi 3, Ólafsfirði, miðvikudaginn 15. apríl 1992 kl. 10.00. Uppboðs- beiðendur eru Skiptaráðandinn á Akureyri, Ólafsfjarðarkaupstaður, Hús- næðisstofnun rikisins, Tryggingarstofnun ríkisins og Sparisjóður Ólafsfjarðar. Bæjarfógetinn í Ólafsfiröi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.