Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Síða 18
26 FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992. íþróttir unglinga Þróttur frá Neskaupstað sigraði í 4. flokki kvenna. A myndinni eru, frá vinstri: Þóra Matthildur Þórðardóttir fyrir- liði, Sigríður M. Guðjónsdóttir, Anna Guðlaug Guðnadóttir. Fyrir framan er íris Dögg Jónsdóttir. Því miður náðist ekki í allar stelpurnar. DV-myndir Hson DV Blakúrslit á íslandsmótinu Hér á eftir fara úrslit einstakra loikja í úrslitakeppni islandsmóts- ins. Frammistaöa Þróttara frá Nes- kaupstað kemur ekki beint á óvart þar sem blakiö nýtur þar mikilla vinsælda. 4. flokkur karla: Stjaman - HK.....................2-1 Þróttur, N. - HK.................2-0 Stjarnan - Þróttur, N............1-2 Stjarnan - Þróttur, R............2-0 Þróttir, R. - HK.................0-2 Þróttur, R. ~ Þróttur, N.........0-2 KA - Stjaman.....................0-2 HK-KA .2-0 Þróttur, N. - KA.................2-0 KA-Þróttur,R ............................2 0 1. Þróttur, N. íslandsmeistari : : 2. Stjarnan 3. HK 4. KA 5. Þróttur, Rvk 4. flokkur kvenna: HK-Þróttur,N..............0-2 Þróttur, N. - HK................2-1 1. Þróttur, N. íslandsmeistari 2. HK 5. flokkur, blandaður: A-riðill: Þróttur, N.(2) - Þróttur, N.(3 ) 2H) Þróttur, R. - Þróttur, N.(3)... .......2—0 Þróttur, N(2) - Þróttur, R 0-2 B-riðilI: ±-'1 ULLLtl , IN .^1) “ Þróttur, N.(4) - Stjarnan 2-0 Stjarnan - HK 2-0 Þróttur, N.(l) - Stjarnan 2-0 Þróttur,N.(4)-HK 0-2 Þróttur, N.(l)-Þróttur, I L(4)2-0 1. Þróttur, N.(l) islandsmeistari 2. Þróttur, Rvk 3. Þróttur, N.(2) 4. HK 5. Stjaman 6. Þróttur, N.(4) 7. Þróttur, N.(3) -Hson Islandsmót unglinga i blaki: Þróttur, Neskaupstað sigraði í öllum f lokkum - við framleiðum, í raun, leikmenn fyrir félögin fyrir sunnan, sagði Ólafur Sigurðsson, þjálfari Þróttar frá Neskaupstað fóra í sannkallaða sigurferð í úrslita- keppni íslandsmótsins í blaki fyrir yngstu flokkana sem fór fram helg- ina 28. og 29. mars í íþróttahúsinu í Garðabæ. Keppt var í 4..flokki karla og kvenna og 5. flokki blandaðra liða. Yfirburðir Þróttar, Neskaupstað, voru talsverðir og ekkert lið gat ógn- að þeim nema kannski Stjarnan í 4. flokki karla en leik þeirra gegn Aust- fjarðaliðinu varð að útkljá með odda- lotu. Það gekk vel núna Ólafur Sigurðsson er „prímus mót- or“ blaksins í Neskaupstað og er hann einnig þjálfari flokkanna þriggja sem urði íslandsmeistarar að þessu sinni. „Ég tel þessa krakka, sem við tefl- um hér fram, mjög efnilega. Þau eru alhliða mjög sterk því þau keppa í fjölmörgum öðrum íþróttagreinum, fótbolta, skíðum, sundi, svo aö eitt- hvaö sé nefnt. Aðalvandi okkar er hvað íþróttahusið er lítið en við eygj- um í nýtt og stærra á næstunni. Þessi velgengni okkar núna stafar að sjálf- sögðu af því að við emm með alla flokka í gangi, alltaf. Það myndast aldrei nein glufa. Þetta hefur gengið þannig fyrir sig hjá okkur undanfar- in sex ár. Algengt er að við missum þau frá okkur í 2. og meistaraflokki og fara flest suður til Reykjavíkur í nám. Auðvitað er eftirsjá af þessum krökkum en það er erfitt viö að eiga. Það er ljóst að viö erum í raun að framleiða leikmenn fyrir félögin fyr- ir sunnan,“ sagöi Ólafur. Gott að búa í Neskaupstað Egill Örn Sverrisson, 14 ára, fyrirhði 4. flokks Þróttar, Neskaupstaö, kvað Umsjón: Halldór Halldórsson sigur þeirra ekki hafa komið sér mjög á óvart. „Við erum með besta liðið. Við lent- um í smávandræðum gegn Stjöm- unni og þeir unnu eina hrinu en við sigruðum þá, sanngjarnt, 2-1. Við vorum hálfþreyttir eftir 12 tíma ferð í rútu og kom það að sjálfsögðu fram í leik okkar. Það er aukinn áhugi fyrir blaki í Neskaupstað og var hann þó nógur fyrir. Ég byrjaði að æfa blak í 5. flokki, þá 10 ára. Við höfum allir orðið íslandsmeistarar frá því við byrjuðum og er þetta í þriðja skiptið núna. Það er mjög gott að búa í Neskaupstað og það þarf mikið til þess að ég flytji þaðan,“ sagði Egill Örn. Fjölbreytt íþrótt Þóra Matthildur Þórðardóttir er fyr- irhði 4. flokks stúlkna frá Neskaup- stað. „Ég byijaði að æfa blak fyrir þrem- ur árum og fmnst mér það alltaf jafn skemmtilegt því blak er mjög fjöl- breytt íþrótt og svo þarf snerpu og tækni. Þjálfarinn er góður og það hefur mikið að segja,“ sagði Þóra Matthildur. Kom skemmtilega á óvart Matthías Haraldsson, 11 ára, er fyrir- hði 5. flokks Þróttar, Neskaupstað. „Sigurinn kom mér skemmtilega á óvart. Þróttur frá Reykjavík var erf- iðasti andstæðingurinn. í leiknum við þá gekk þó allt upp í seinni lot- unni en við áttum í smávandræðum í byrjun þeirrar fyrri. Ég byrjaði að æfa blak í fyrra eins og flestir hinna og .við erum ákveðnir í að halda áfram af fullum krafti,“ sagði Matthí- Efnilegir strákar Hulda Stefánsdóttir þjálfar strákana í 4. flokki KA: „Þetta eru mjög efnilegir strákar. Þetta er ungt lið því það eru aðeins 3 frá því í fyrra. Við verðum því með mjög sterkan flokk á næsta ári. Áhuginn er almennt aö aukast á Akureyri og tel ég framtíðina bjarta fyrir þessa skemmtilegu íþrótta- grein. Elstu flokkarnir eru mjög sterkir hjá okkur og þetta er Uður í uppbyggingunni. Ég er í heild mjög ánægö með frammistöðu strák- anna,“ sagði Hulda. Fjölgun móta Jón G. Sveinsson, stjórnarmaður í Stjörnunni, sagði að uppi væru hug- myndir um að fjölga til muna blak- mótum á næsta vetri og yrðu þau liður í keppni um íslandsmeistaratit- ilinn. Stjörnustrákarnir urðu í 2. sæti í 4. flokki stráka. Liðið er þannig skipað: Óðinn Freyr Kristinsson, Hallgrímur Þór Sigurðsson, fyrirliði, Haraldur L. Pétursson og Gissur Þorvaldsson, Sölvi Birgisson, Róbert Hlöðversson, Soffia Rún Kristjánsdóttir, litla heilladisin, Jens Kristjánsson, Jóhann Már Arnþórsson og Ómar Guðjónsson. Þjálfari þeirra er Jón Gunnar. Utanhússknattspyma: Coca-Cola mótið íEyjum - drengjalandsliðið með Um páskana fer fram í Vest- mannaeyjum Coca-Cola mótið í. knattspyrnu 3. flokks karla og verður spilað utanhúss á malar- vellinum í Löngulág. Þátttökuliö verða frá KR, Fram, Stjömunni, Breiöabliki, ÍBV og ‘ auk þess mætir drengjalandsliðið til leiks. Spilttð veröur eínfóld umferð þannig að hvert liö spilar 5 leiki Mótið byijar á skírdag og leikið alla páskana og endað á 2. í páskum. Verðlaun verða veitt fyrir 3 fyrstu sætin ogþað Uð sem sigrar fær aö auki- veglegan bikar til . eignar. Sigurvegari á síðasta vori var Stjaman. -----------i--- -H«on Krakkarnir í 5. flokki Þróttar frá Neskaupstað, stúlkna/drengja, urðu íslands- meistarar. í fremri röö er B-liðið, frá vinstri: Orri Smárason, Einar Torfi Einarsson, Rósa Dögg Þórsdóttir og Ragna Dögg Ólafsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Valþór Hilmar Valþórsson, Sigurður Jónsson, Matthías Haraldsson, Sævar Jökull Sólheim. Þjálfari þeirra er Ólafur Sigurðsson. íslandsmeistarar Þróttar, Neskaupstað, í 4. flokki karla 1992. Liðið er þann- ig skipað: Valþór Hilmar Halldórsson, Sævar Jökull Sólheim, Matthias Har- aldsson og Sigurjón Gísli Jónsson, Friðrik Lindbergsson, Benedikt Ólafs- son, Ríkharð Svavar Axelsson, Stefán Hugi Jónsson og Egill Örn Sverris- son, fyrirliði. Þjálfari strákanna er Ólafur Sigurðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.