Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1992. Fréttir Teknirvið innbrot í bíl Flmm menn voru handteknir á páskadagsmorgun þar sem þeir voru að stela úr bíl við Sólheíma. íbúi i götunni tilkynnti um þjóf- ana og var lögregla fljót á vett- vang. Tveir þjófanna voru inni í bílnura og reyndu að taka úr hon- um mælaborðið. Hinir þrír biðu átekta í flóttabíl við hliðina. Ókyrrð kom á mannskapinn þegar lögregla birtist en þjófarnir komust hins vegar hvergi. Þeir tveir sem voru að stela maela- borðinu höföu nefnilega lyklana aðflóttabílnumívasanum. -hlh Öivuní miðbænum Tðluverö ölvun var í miðbæ Reykjavíkur eftir að skemmti- staðir og ölkrár lokuðu á mið- nætti aðfaranótt páskadags. Erill var í miðborginni fram til klukk- an tvö en þá höföu flestir haldiö til síns heima. Ölvun var einnig töluverð í heimahúsum fram eftir nóttu og þurfti lögregla oft að sinna kvört- unumvegnagleðiglaums. -hlh Ö]fusárbrúin: Alveg lokuð til 20. maí Ölfusárbrúnni var alveg lokað í morgun og verður hún ekki opn- uð aftur fyrir bílaumferð fyrr en 20. maí. Vinnuflokkar munu vinna sleitulaust við endurnýjun á aðalbrúargólfinu en endurbæt- ur hafa þegar veriö geröar á því þar sem brúin er yfir landí beggja vegna árinnar. Frá og meö degin- um í dag verður öll bílaumferð því að fara um Óseyrarbrúna. Gangandi vegfarendur munu þó enn komast yfir Ölfusárbrúna. Um helgina var bílaumferö hleypt yfir brúna um eina akrein. Aö sögn lögreglu gekk umferðin yfír brúna óhappalítið en bílstjór- ar stjórnuðu rennslinu að mestu sjálfir. Engar meiri háttar biðrað- ir raynduðust, mest 10-12 bílar. Þorlákshöfh á annan 1 páskum: Tveimur bjargað á vélarvana smábát Ása HF 154, sex tonna plastbátur, var dregin til hafnar í Þorlákshöfn um hádegisbil í gær eftir að hafa rek- ið vélarvana vestur af Eyrarbakka í vonskuveðri. Tveir menn voru um borð og sakaði þá ekki. Hafnarvörðurinn í Þorlákshöfn heyrði kall frá Ásu klukkan 11.15 um að báturinn ætti í erfiðleikum vestur af Eyrarbakka en hann var á leiðinni frá Stokkseyri til Þorlákshafnar. Vél- in hafði drepið á sér og rak bátinn stjórnlaust í vonskuveðri. Haft var samband við Slysavamafélagið og björgunarsveitin Mannbjörg frá Þor- lákshöfn ræst út á björgunarbátnum Draupni. Særún GK var nýfarin frá Þorlákshöfn um þetta leyti og var beðin um að fylgjast með Ásu þar til björgunarbáturinn kæmi á vettvang. Vegna slæms veðurs afréðu menn á Særúnu að taka Ásu í tog og voru komnir langleiðina til Þorlákshafnar þegarDraupnirtókvið. -hlh Tæplega fimm þúsund manns komu í Bláfjöll á páskadag en mun minna aðra daga en lokað var annan í páskum vegna veðurs. Á meðal þeirra sem renndu sér á skiðum var Þuríður Sigurðardóttir sem hér aðstoðar dóttur sína, Ellen Rögnu Pálsdóttur. DV-mynd JAK Þorsteinn Hjaltason: Aðeins góð aðsókn á páskadag „Það var fremur dauf aðsókn hjá okkur á skírdag og föstudaginn langa enda ekki mjög bjart. Á laugardag var ágætt veður en ekki mikið af fólki og það var ekki fyrr en á páskadag sem við fengum góða aðsókn. Það var toppdagurinn og sennilega hafa verið um fimm þúsund manns en það dimmdi yfir upp úr hádeginu og þá fór fólk að tínast heim. Annan í pásk- um var leiðindaveður og allt lokað. Það má því segja að við höfum orðið fyrir vonbrigðum enda er það bara páskadagur sem skilar sér og páska- helgin sem slík kom ekki vel út fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Hjaltason, fólkvangsvöröur í Bláfjöllum, í sam- tali við DV. Fólkvangsvörðurinn segir að reynslan sýni að margur skíðamað- urinn pakki græjunum niður eftir páska þótt alltaf séu einhverjir sem vilja koma og hann minnti sérstak- lega á að opið væri í Bláfjöllum á næsta almenna frídegi landsmanna, sumardeginum fyrsta. -GRS Merming__________ Himnasending Á páskadag birtist á skjánum pýtt sjónvarpsleikrit Allt gott eftir Davíð Oddsson í kvikmyndaleikstjóm Hrafns Gunnlaugssonar. Þetta er notaleg mynd úr hugarheimi bamsins, lituð svolítilli eftirsjá eftir hðnum tíma. Þó að engin stórtíð- indi gerist frá sjónarhóli hinna fullorðnu riíjar mynd- in upp hálfgleymda tilfmningu fyrir einmitt svona pælingum frá því að maður var krakki. Lífið í þorpinu er alfarið sýnt frá sjónarhóli strák- anna. Yfir myndinni er litblær gamalla ljósmynda og ágætlega tekst að endurvekja minningu um þá kyrrð sem aðeins var rofin af skrölti í stöku bílskrjóð sem hlunkaðist um pollóttar götur. Það er líka kappkostað að móta þorpsmyndina á sem raunsæjastan hátt og ná fram andrúmslofti eftirstríðsáranna þegar erlendar vörur vora svo sjaldséðar að þeim var líkt við himna- sendingu þá sjaldan þær bárust. Lítil atvik, sem fara alveg framhjá fullorðna fólkinu, verða að stórtíðindum í huga strákanna en svo þegar liggur við stórslysi láta þeir sér fátt um finnast. Það lýsir líka vel vinnubrögðum og skilningi höfund- ar á viðfangsefninu hvað honum tekst vel að sýna hvernig bömin leggja hlutina út á sinn hátt þegar hin- ir fullorðnu era að reyna að innræta þeim guðsótta og góða siði. „Allt gott kemur frá Guði,“ segir amma og auðvitað skilur drengurinn það sem svo að hér sé rætt um gott- erí. Og orð kaupfélagsstjórans um himnasendingu gefur þeim félögum síðan hugmyndina um að biðja Guö um að kasta niður til þeirra smáslatta af tyggjói sem á þessum árum er æðst allra lífsins gæða. Kvikmyndaleikstjómin byggir á sömu forsendum og er gaman að virða fyrir sér ,verk Hrafns Gunnlaugs- sonar sem er hér að æði langt frá hráum og kaldrana- legum heimi stórmynda sinna. I þessari mynd gilda hin fíngerðu vinnubrögð og leggst þar allt á eitt, hand- rit, leikstjórn og falleg myndataka Ara Kristinssonar. Litlu strákarnir, sem léku aöalhlutverkin, vora af- slappaðir og elskulegir. Ragnar Nikulásson lék Jó- hannes og Guðlaugur Hrafn Ólafsson Daníel'. Bjart Leiklist Auður Eydal svipmót endurspeglar heiðríkju bamshugans og fram- sögnin var eðlilegri en hjá fullorönu leikurunum sem vora mun þvingaðri þó aö týpurnar væru ágætar. Myndin stendur og fellur meö því að höfundunum takist að lýsa atvikum án þess að lita þau einhvers konar útlagningu frá sjónarhóli hinna fullorðnu. Þetta fannst mér þeim félögum takast með ágætum og þó að ekki sé farið með neinum brussugangi í mynd- inni Allt gott skilur hún meira eftir en ýmsar þær myndir sem átakanlega vantar kjarnann þrátt fyrir miklar umbúðir. Allt gott er sönn og einlæg. Notaleg og falleg mynd. RÚV-sjónvarp sýndi: x Allt gott Sjónvarpslelkrit eftir Davið Oddsson Stjórn kvlkmyndatöku og klipping: Ari Kristinsson Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson Leikmynd og búningar: Karl Júliusson Hljóösetning: Július Agnarsson Leikstjóri: Hraln Gunnlaugsson Ölvaöir menn á sex tonna bát: Strönduðu við Eyrarbakka Sex tonna bátur, Sigurveig ÁR195, strandaði í skerjagarðinum austan við Eyrarbakka að kvöldi skírdags. Þrír menn voru um borð og var þeim bjargað um borð í þyrlu Landhelgis- gæslunnar, TF-Sif. Mennina sakaði ekki en þeir eru grunaðir um ölvun. Klukkan 22 á skírdagskvöld barst tilkynning til loftskeytastöðvarinnar í Vestmannaeyjum um að Sigúrveig væri vélarvana rétt austan við Eyr- arbakka og ræki að landi. Voru björgunarsveitir í Þorlákshöfn, á Eyrarbakka og Stokkseyri kallaðar út. Hélt björgunarbáturinn Draupnir strax af stað frá Þorlákshöfn. Þegar hann kom á vettvang hafði Sigurveig þegar strandað. Vegna aðstæðna á strandstað komst Draupnir ekki að Sigurveigu og var því leitað aðstoðar þyrlu. Björgunarmenn voru reyndar komn- ir í Sigm-veigu á slöngubát frá landi þegar þyrlan kom. Sigurveig er ekki talin mikið skemmd en henni var bjargað á flóð- inu snemma á fóstudagsmorgun og komiðtilhafnaráEyrarbakka. -hlh Margbrotinn eftir slys á vélhjóli Ungur maður hggur illa slasaður á Borgarspítalanum eftir slys á vel- hjóh sínu við höfnina á Ákranesi seinni partinn á páskadag. Slysið varð með þeim hætti að maðurinn kom akandi á hjólinu vest- ur Faxabraut, sem hggur framhjá Akraborgarbryggjunni. Smásveigur er á götunni rétt .viö Akraborgar- bryggjuna en maöurinn náði ekki beygjunni. Ók hann á steyptan kant- stein og steyptist af hjóhnu og niður í grýtta fjöru. Lenti hann í flæðar- máhnu en drengur, sem horft hafði á slysið, kom fljótt til bjargar og gat kallað á hjálp. Var flogið með mann- inn á Borgarspítalann þar sem hann gekkst undir aðgerð á fæti. Fótbrotn- aði hann iha og mun einnig hafa mjaömargrindar- og handleggs- brotnað. Líöan hans er sögð eftir at- vikumgóð. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.