Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1992. Fréttir Dómur í máli manns sem fannst með fíkniefhi 1 fórum sínum í Leifsstöð: Karp um hassgramm kostaði 100 þúsund Gylfi KriatjánsaMi, DV, Aktueyri: Banaslys varö á bænuui Leyn- ingi í Eyjafjarðarsveit síðastliö- inn miðvikudag er bóndinn á bænum var að vinna við að dæla úr haughúsi. Bóndinn mun haTa fest í drif- skaM við haugsuguna og látist samstundis. Hann hét Indriði Kristjánsson og var 29 ára gamall. Akureyri: Hæstiréttur hefur dæmt tæplega þrítugan karlmann til greiðslu 16 þúsund króna í sekt og tæplega eitt hundrað þúsund króna í málskostn- að vegna innflutnings á tæplega einu grammi af hassi. Hér er um einstakt mál að ræða að því leyti að þrátt fyr- ir mjög litlar sakargiftir fór málið alla leið upp í Hæstarétt. Dómurinn átaldi sakbominginn fyrir að hafa haldið sjálfur uppi vömum fyrir hér- aðsdómi með ósönnuðum stóryrðum í garð fikniefnalögreglumanns. Málavextir em þeir að umræddur maöur kom með flugvél til Keflavík- urflugvallar frá Kaupmannahöfn í maí árið 1989. Við leit í tösku manns- ins fundust 0,67 grömm af hassi í buxum sem geymdar voru í tösk- unni. Tveir embættismenn, tollvörð- ur og maöur úr fiknefnadeild lögregl- unnar, unnu saman að leitinni. Þegar málið var sent dómara var manninum boðin dómsátt vegna inn- flutnings á hassinu - lágmarkssekt upp á 16 þúsund krónur. En maður- inn hafnaði sáttinni. Ríkissaksókn- ari gaf síðan út ákæm. Fyrir héraðs- dómi hélt maðurinn því fram að lög- reglumaðurinn hefði einn leitað í tösku sinni en tollvörðurinn komið inn í leitarklefann þegar hann var aö ljúka leitinni. Maðurinn bar á lög- reglumanninn að hann hefði einung- is þóst finna efnið í töskunni og síðan með einhverjum ráðum fengiö toll- vörðinn til að bera ljúgvitni. Þegar Sakadómur í ávana- og fíkniefnamál- um dæmdi manninn til að greiða sekt upp á 16 þúsund krónur varð maðurinn enn ósáttur og áfrýjaði til Hæstaréttar. Hæstiréttur taldi brot mannsins sapnaö enda hefði ekkert komið fram í málinu sem hefði dregið úr fram- burði lögreglumannsins og tollþjóns- ins í málinu. Þrír aðilar, sem sættu sams konar leit og maöurinn, báru alhr að embættismennimir hefðu báðir leitað á þeim og í farangri þeirra. Eins og að framan greinir átaidi Hæstiréttur manninn fyrir „ósönn stóryrði" í garð lögreglu- mannsins. Ströggl mannsins fyrir dómstólum kostuðu hann tæplega eitt hundrað þúsund krónur. I héraði var hann dæmdur til að greiða tæplega 18 þús- und krónur fyrir efnagreiningu og í vottagjöld og í Hæstarétti var honum gert að greiða 40 þúsund krónur í saksóknaralaun og 40 þúsund í máls- vamarlaun til skipaðs veijanda síns. -ÓTT Misheppnuð tilraun til bankaráns Tveir menn vora handteknir eftir misheppnaða tilraun til bankaráns á Vesturgötunni á skírdag. Lögreglunni barst tilkynning um tilraun til bankaráns í útbúi Búnað- arbankans við Vesturgötu klukkan 5.40 á skírdagsmorgun. Þegar lög- regla kom á vettvang vora innbrots- þjófamir á bak og burt. Þeir höfðu náð að spenna upp glugga við bakdyr bankans og opnuðu dymar innan frá. Þjófarnir höfðu að vonum lítið upp úr krafsinu þar sem allir pening- ar bankans eru tryggilega geymdir í peningaskápum. Þeir rótuðu engu að síður í einni gjaldkerastúkunni. íbúi í húsinu, þar sem bankaúti- búiö er til húsa, hafði séö tvo menn aka burt frá bankanum á rauðri Mitsubishi Galant-bifreið og var þeg- ar hafin leit að bílnum. Um sexleytið, tuttugu mínútum eftir að tilkynning um innbrot barst, handtók lögreglan tvo menn á rauðri Galantbifreið á mótum Hringbrautar og Fjólugötu. í bílnum fundust ýmis hjálpartæki sem innbrotsþjófar nota við iðju sína. -hlh Innbrotsþjófar höfðu ekkert upp úr krafsinu er þeir reyndu að ræna útibú Búnaðarbankans við Vesturgötu snemma á skírdagsmorgun. Lögregluþjónn bendir á glugga sem þjófarnir reyndu að spenna upp en án árangurs. Þjóf- unum tókst hins vegar að spenna litla gluggann á bak við lörgegluþjónana upp og opna bakdyrnar innan frá. DV-mynd S hjá lögreglu Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri: „Það má segja að hér hafi verið algjör ládeyða á öllum sviðum, lítið um útköll og allt rólegt,“ sagði varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri i gær. Nokkrir voru teknir fyrir of hraðan akslur. Þá urðu nokkrir smávægilegir árekstrar en engin slys. Talsvert var af fólki í mið- bænum aðfaranótt skírdags og í fyrrinótt en allt fór friðsamlega fram og lögreglan þurfti lítil af- skipti að hafa af því fólki. Fjoldia fjöllum Magnús Ólafsson, DV, Húnaþingi: Fjöldi manns var á Qöllum í blíðviðrinu um páskana. Sérstak- lega var veðrið gott á fóstudaginn langa og páskadag. í stuttri flug- ferð yfir húnvetnsku afréttirnar á páskadag varð vart viö marga vélsleða, skiðamenn og jeppa- kappa. Til dæmis voru þrír bílar á hraðferð upp Fljótsdrög á harö- fenni og sex bílar voru sunnan við Dúfunesfell og stefndu á Hveravelli. Á Hveravöllum var margt vél- sleða og jeppa og þar i kring var mikið um slóðir eftir íárartæki. Norðar, á Auðkúluheiði, var hóp- ur Blönduósbúa að leika sér á sleðum og skíðum og einnig sáust nokkrir vélsleðar áijallgaröinum milli Húnaþings og Skagafjarö- ar. í dag mælir Dagfari Síðasti geirfuglinn —-----— Islendingar fóra illa að ráði sínu þegar þeir létu geirfuglana deyja út. Síðasti geirfuglinn er stoppaður upp og geymdur á Þjóðminjasafn- inu. Eða Náttúragripasafninu. Dagfari man það ekki, enda gildir þaö einu. Geirfuglinn dó út. íslend- ingar hafa líka gert lítið úr vernd hvalanna og eru núna búnir að stofna sérstök samtök Norðvestur- landa til að heíja hvalveiðar á nýj- an leik. íslendingar era sömuleiðis á góðri leið með aö útrýma sauðk- indinni og sagt er að niðurskurður á sauðfé blasi nú við og stofninn verði í hættu ef áfram er haldið á sömu braut. Sama má segja um þorskstofn- inn, sem nú er í bráðri hættu vegna ofveiði, og um páskana vora stofn- uð sérstök samtök um þorskinn til að mótmæla núverandi fiskveiði- stefnu sfjómvalda, sem segir þá sögu umhúðalaust að íslendingar skeyta engu um merkileg náttúru- fyrirbæri og heldur ekki um nytja- stpfna. íslendingar era sem sagt litiir friðunarsinnar og hafa sjálfsagt einhveija samvisku út af þessum ofstopa sínum og drápsfýsn. Að minnsta kosti er nú komin upp hreyfmg á Alþingi að verrida Ey- jólf Konráð. Fer vel á því, enda Eykon hálfgerður geirfugl og þeirra síðastur í hópi þingmanna sjálfstæöismanna. Að vísu má deila um hvort Eyjólf- ur Konráð flokkist undir sérstakt náttúrufyrirbæri eða nytjaspendýr en hvort heldur sem er, vita menn sem er aö ekki er mikið gagn af Eyjólfi Konráð þótt hann verði stoppaður upp og geymdur á safni þegar dagar hans era taldir. Aðdragandi þessa máls er sá að forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er ekki sáttur við aö Eyjólfur Konráð sé formaður utanríkisnefndar Alþingis. Davíö vildi.annan mann fyrir formann en réð ekki við ofureflið þegar stjórnarandstaðan gerði það að skepnuskap sínum að greiða at- kvæði með Eyjólfi þegar formaður var kjörinn í nefndinni. Forsætis- ráðherra hefur þar af leiðandi not- að hvert tækifæri til að ganga fram hjá Eyjólfi þegar utanríkismál era á dagskrá og nú er það nýjast að forsætísráðherra vill stofna sér- staka nefnd til að fjalla um Evrópu- mál. Lét hann þau orö falla fyrir nokkrum dögum og mátti þá ljóst vera að nú átti að ganga á milli bols og höfuðs á Eykon, sem nýtur ekki vemdar eða friðunar hjá þeim sjálfstæðismönnum frekar en önn- ur spendýr eða sjaldgæfar fuglateg- undir. Þó er Eyjólfur Konráð Jóns- son meðlimur í þingflokki sjálf- stæðismanna og þingflokkurinn á að fara nærri um verðmætin í Ey- jólfi og þann skaða sem íslenskt dýraríki og stjómmálalíf bíður ef hans nýtur ekki við. Stj órnarandstaðan hefur bragð- ist hart við. Ingibjörg Sólrún segist ekki láta bjóða sér þá framkomu að ganga fram hjá Eyjólfi og utan- ríkisnefnd og sama segir Ólafur Ragnar Grímsson fyrir hönd Al- þýðubandalagsins. Ekki er annað vitað en Framsókn sé sama sinnis og engir þessara flokka hyggjast gefa kost á sér í Evrópunefnd og sniðganga þannig formann utan- ríkisnefndar. Þeir vilja vernda Ey- kon! Eyjólfur Konráð segir í samtali við sjónvarpið að hann taki ekki mark á forsætisráðherra. Þetta með Evrópunefndina hafi verið sagt í ógáti og af einhverjum mis- skilningi. Það era einmitt þessi ummæh sem gera Eyjólf Konráð svo sér- stæðan. Hann veit hvenær forsæt- isráöherra talar í ógáti og hvenær ekki. Eykon er meðvitaður um sér- stöðu sína og stjórnarandstaðan vill friða Eykon. Hún vill ekki láta útrýma Eyjólfi Konráð frekar en geirfuglinum og sem betur fer gengu páskamir í garð og Eyjólfur hélt lífi yfir hátíðina og forsætis- ráðherra hefur fengið ráðrúm til að hugsa sig um og átta sig á því að hann hefur talað í ógáti. Vonandi leysist þetta mál með friði. Og friðun. Vonandi þarf ekki að stoppa Eykon upp, af því sjálf- stæðismenn láta hann flakka í ógá- ti án þess að huga að verndun og friöun þeirra náttúrufyrirbæra sem þrífast enn í flokki þeirra. Vonandi stendur Alþingi Islend- inga vörð um síðustu fuglana á þingi og leyfir þeim að fjalla um Evrópumálin í friði. Hvaða gagn er líka af því að auka Evrópusam- starf ef íslenska þjóðin hefur á sama tíma fórnað öllum þeim sjald- gæfu tegundum sem hafa gert hana aö svo merkilegri þjóð? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.