Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1992. 5 Slysavamaskólinn: Hef ur áhuga áFengsem kennsluskipi „Það myndi kosta 6-8 miUjónir króna að gera Feng sjókláran. Við höfum ekki hug á að selja skipið en hefðum ekkert á móti þvi að leigja það eða lána. En þessi stofnun hefur ekki efni á að bera neinn kostnað af því,“ segir Björn Dagbjartsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands. Áhugi er á því hjá forsvarsmönn- um Slysavarnaskóla sjómanna að fá Feng fyrir lítiö og helst ekkert fé sem kennsluskip fyrir nýhða í sjó- mennsku. Fengur hefur legið við bryggju nálægt Sæbjörgu um tveggja ára skeið. Björn segir að margsinnis hafi ver- ið óskað eftir skipinu í þróunarverk- efni en vegna fjárskorts stofnunar- innar hafi ekki verið hægt að sinna þeim. Fyrirtækið Ómak, sem Slippstöðin á Akureyri stofnaði ásamt yfirvöld- um í Óman, hefur forleigurétt á skip- inu til 15. maí. Verði þá ekki orðið ljóst hvort Ómak leigir skipið til kennslu í Óman tapar það leigurétt- inum. Fengur var smíðaður sem rann- sókna- og kennsluskip árið 1984 á Akureyri og var í þróunaraöstoð við Grænhöfðaeyjar til ársloka 1989. Seint á árinu 1990 átti að nota Feng .til verkefna í Namibíu en frá því var horfið þegar í ljós kom að Namibíu- menn vantaði ekki rannsóknarskip heldur áhöfn sem þeir fengu. Á miðju síðasta ári stóð til að leigja það til þýskrar hjálparstofnunar sem hugð- ist senda það til Alsír en vegna inn- anlandsófriðar í Alsír var verkefninu frestað ótímabundið. -VD ístess: Laxá kaupir þrotabúið Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: Laxá hf. á Akureyri hefur keypt þrotabú ístess hf. en það fyrirtæki var lýst gjaldþrota á síðasta ári. Laxá hf. hefur haft rekstur ístess á leigu frá því gjaldþrotið varð. Lcixá gerði á sínum tíma tiiboð í eignir þrotabúsins, sem nam tæplega 40 milljónum króna, og norska fyrir- tækið Skretting bauð í það rúmlega 60 milljónir. Hvorugu þessa tilboða var tekið en síðara tilboð Laxár, sem nú hefur verið tekið, nam 90 milljón- um króna. Þyrlunefnd hef ur lokið störfum Nefnd, sem unnið hefur að könnun á vali á þyrlu fyrir Landhelgisgæsl- una, mun skila niðurstöðu til dóms- málaráðherra nú eftir páskana. Ráð- herra mun síðan kynna niðurstöð- urnar fyrir ríkisstjóminni fljótlega eftir aö þær berast, að sögn Ara Ed- wald aðstoðarmanns ráðherra. Heimild er í íjárlögum yfirstandandi árs að taka lán fyrir kaupum á þyrlu. Heimildin er ekki bundin ákveðinni lánsupphæð. Að sögn Gunnars Bergsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar og formanns nefndarinnar, hafa ýmis tilboð borist frá fyrirtækjum sem framleiða þyrlur og margir kostir verið skoðaðir. „Viö erum að ganga frá niðurstöð- unum þessa dagana og semja grein- argerð sem við munum láta ráðherra í té. Möguleikarnir eru ýmsir en um þá verður ríkisstjómin að fjalla og taka ákvörðun um,“ sagöi Gunnar í samtaliviðDV. -ÓTT Fréttir 70 íbúða hús á Akureyri: Hagvirki með lægsta tilboð Gylfi Kristjánsson, DV, Akmeyri: Hagvirki hf. í Hafnarfirði átti langlægsta tilboðið í byggingu tveggja f|ölbýlishúsa á Akureyri sem byggingarnefhd aldraðra byggir. Um er að ræða tvö 7 hæða hús krónum lægra en kostnaðaráætl- við Lindarsíðu með alls 70 íbúðum, unin eða um 18%. auk tengibyggingar við þjónustu- ijjögur önnur tilboð bárust í verk- hús. Kostnaðaráætlun hönnuða ið. S.S. Byggir á Akureyri bauð 456 hljóðaði upp á 483 milljónir króna, milljónir (frávikstilboð 441 millj- en tilboð Hagvirkis nam 398 millj- ón), A. Fhinsson, Akureyri, 476 ónum. Það var þvi 85 milljónum milljónir(frávikstilboð455milljón- ir), Fjölnismenn á Akureyri 484 miHjónir og ístak í Reykjavík átti hæsta tilboðið sem nam 494 millj- ónum króná. Tilboðín eru nú til skoðunar og verður ákvörðun tek- in að þvi loknu um h ver fær verkið. Sannkallaður eðalvagn á ótrúlega góðu verði. ssan Primera 2.0 SLX Bílasýning í Reykjavík ventla með öllum og á Akureyri laugardag kabúnaði á aðeins kr. og sunnudag kl. 1400 - 1700 Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 sími 91-674000 Verð án ryðvarnar og skráningagjalds, l ^ W%iá * H r* t§ -A181

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.