Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1992. Spumingin Lesendur Samningsbundin frekja til ferðalaga Jón Bjömsson skrifar: Það er óðum að koma í ljós aö þjóö- in hefur reist sér hurðarás um öxl á nánast hvaða sviði sem er. Það er eins og enginn hafi gert sér grein fyrir því að svona fámenn þjóð hafði engar forsendur til aö byggja upp allt það bákn sem hefur gert okkur, landsmenn, að þrælum þægindanna. Fáir vilja missa það sem náðst hefur og margir halda því blákalt fram að hægt sé að halda eyðslunni áfram. í heilbrigðiskerfinu hefur þurft að draga verulega saman á ýmsum svið- um. Það er ekki gert af eintómri mannvonsku núverandi heilbrigðis- ráðherra. Fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra hefur viðurkennt að hann hafi vissulega skoðað hvaða mögu- leikar væru á því að draga úr þessum kostnaði. Hann hefur einnig viður- kennt að þá hafi einmitt verið skoðuð sú staða sem verulega er farin að segja til sín í kostnaði heilbrigðis- kerfisins að allt að 485 læknar á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðv- um eiga rétt á árlegu námsleyfi og þar meö ferðalagi á kostnað ríkisins ásamt dagpeningum í 15 daga og ráð- stefnugjaldi. Upphæð sem getur numið allt frá 300 til 600 þúsund krónum fyrir hvern lækni - auk hinna fostu launa sem þeir halda. Þegar þessi hái kostnaður er reifað- ur af núverandi heilbrigðisráðherra snúast læknar gegn málinu, segja þetta vera í samningum og því sé þetta ekki til umræðu nú. Auðvitað verður þessu varla breytt nema með samningum en ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Og þessu verður að breyta. Um það velkist almenningur ekki í vafa. Þessar fáránlegu reglur má rekja allt aftur til ráðherradóms Alþýðubandalagsins í heilbrigðis- ráðuneytinu. Þeir létu það ekki á sig fá, Alþýðubandalagsmenn, þótt semja þyrfti um aukasporslumar úr ríkissjóði, frekar en endranær. Það er hins vegar ógnvekjandi að sjá og heyra talsmenn lækna koma fram fyrir alþjóð og sýna tennurnar þótt ymprað sé á að nú þurfi að skera niður útgjöld vegna námsferða og tilheyrandi kostnaðar fyrir alla sjúkrahúslækna á landinu. - Eða því má ekki skerða kjör lækna líkt og annarra landsmanna? Þótt sú hefð hafi skapast fyrir klaufaskap að veita einni starfsstétt þessi hlunnindi eða til að leysa atriöi í kjaradeilum á sín- um tíma, má ekki líta á þetta sem lögbundin réttindi. Allra síst mega læknar beita samningsbundinni frekju til að halda í úrelt og óvinsæl ákvæði þegar þjóðin rambar á barmi gjaldþrots. Lestu spurningu dagsins? Anna Margrét Valgeirsdóttir: Nei, ég les aldrei Dagblaðið. Regina Jucknies: Nei, ég les ekki dagblöðin á íslandi. Einar örn Thorlacius: Já, alltaf og undantekningarlaust. Þórir Gíslason: Já, alltaf. Vigfús Ingólfsson: Já, þegar ég kaupi blaðið er spumingin það fyrsta sem ég les. Linda Björk Guðjónsdóttir: Já, alltaf og mér finnst hún alveg gífurlega skemmtileg. Frá undirskrift læknasamninga 1991 „Gjafir eru yður gef nar“ Þórey Jónsdóttir fótaaðgerðasér- fræðingur skrifar: Við getum gert ofangreinda setn- ingu að okkar sem störfum hér á elli- og dvalarheimilinu Gmnd. Við hjúkrun, aðhlynningu og önnur störf í þágu aldraðra. Fjölmiðlum fannst þeir komast í feitt og náðu í efni til að selja og auka vissum rásum vin- sældir. Þar virtist boðið upp á að persónur með andlegar sérþarfir gætu fengið útrás fyrir það sem inni bjó og losað um þann ófögnuð út yfir þjóðfélagið. Gott fólk, er nú ekki mál að hnni? Á þessum tímum mengunar- og um- hverfisverndar mættum við huga að andlegum mengunarvömum. Því verður vart trúað að heilbrigt hugarfar og ómenguð andleg heilsa búi að baki þeim óhróöri sem dunið hefur yfir þetta heimili og það fólk sem hér býr og starfar. Yfir þaö fólk sem eftir bestu getu og samvisku starfar hér að líknarstörfum af alúð og ósérhlífni. Að ógleymdu því fólki sem hér ræður húsum og hefur unn- ið ómetanlegt brautryðjandastarf í þágu aldraðra og einstæðinga hér á landi. Ég skora á það vesalings fólk, sem fyrir þessum óhróðri hefur staðið, að leita sér hjálpar nú þegar. Við vorkennum þessu fólki líkt og öllum sem bágt eiga. Og þið á fjölmiðlunum: Væri ekki uppbyggilegra fyrir ykkur að líta inn til aldraða fólksins? Kannski er einhver sem fær enga heimsókn í heimsóknartímum. Hugsið málið. Já, gjafir eru okkur gefnar, starfs- fólk á Grund. En við munum ekki egna til ófriðar að hætti Bergþóru forðum. Við höfum nefnilega hreina samvisku og því fá engir fjölmiðlar eða „rásir“ breytt. Mikill dómgreindarskortur í öllu sparnaðarrausi ráðamanna? DV áskilur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf. Fjórtán f lottræf lar Runólfur skrifar: tilgangslausasta ferð skipulögö af ís- Það verður ekki sagt um þá menn sem veljast til forystu í þjóðfélaginu - svona almennt talað - aö þeir séu frábitnir sviðsljósinu, skemmtunum og uppákomum. Ávallt tilbúnir í geimið. Þeir eru þó á engan hátt líkir skátunum sem ávallt eru reiðubúnir til góðverka þótt þeim sé á engan hátt alls vamað. En ráöamenn og kjörnir fulltrúar okkar eru tilbúnir til ferðalaga, vítt og breitt um heim- inn, gegn umsömdum dagpeningum, með eða án makanna, sem geta líka gefið góða uppbót í farareyri. Nú er búið að staðfesta að fjórtán manns verði valdir til Ríó-ferðarinn- ar margumræddu til að greiða þetta eina atkvæði sem við fslendingar höfum yfir að ráða. Ég vil nú fremur kalla þessa fulltrúa okkar sem kunna að fara til Ríó fjórtán flottræfla, því þessi ferð, ef farin verður, mun lengi í minnum höfð sem eín dýrasta og lenskum stjórnvöldum. Á sama hátt má auðvitað segja að boð borgar- stjórnar vegna opunar Ráðhússins sé dýrasta boð sem haldið hefur ver- ið hér innanlands og með öllu óþarft. Þetta veislu- og boðsferðafargan af hálfu íslenskra ráðamanna er orðið meira en hvimleitt, það er orðið að einni mestu hneykslunarhellu sem almenningur sættir sig ekki við leng- ur. Forráðamönnum hér á landi er hollast að snúa við á þeirri braut sem mörkuð hefur verið, að ferðast sem mest og sem lengst á kostnaö hins opinbera meðan styrkur og staða leyfir. í spamaðarrausi ráðamanna kemur fram mikill dómgreindar- skortur og vanmat á styrk almenn- ings. Vanhæfi hefur vissulega lengi einkennt ráðamenn þessarar þjóðar - ekki bara þá fjórtán flottræfla sem fara kunna til Ríó á sumri komanda. Miðbæriitnein svínastía N.K. hringdi: Ég gekk um miðbæínn eimi sunnudagsmorguninn fyrir stuttu um ellefuleytið. Nokkuð margir vom á ferli, enda veöur gott og glaðasólskin. En hvílíkur sóðaskapur í miðbænum! Göt- urnar og ræsin eins og rusla- haugur og raunar allur miðbær- inn eins og svinastia. Það var ekki fyrr en uppi í Bankastræti að maður losnaði við ófógnuðínn á götunum. Allar gangstéttir, allt frá Hótel Borg og austur eftir Austur- stræti, blettóttar og sóðalegar og glerbrotin um allt. Þetta er nátt- úrlega ekki viðunandi ástand. Annað hvort er aö loka þessu svæöi að næturlagi eða hreinsa með tilheyrandi efnum árla hvem morgun, einkum laugar- dags- og sunnudagsmorgna. VonbrigðimeðÓla R.Ó, hringdi: Ég heyrði viðtal við Óla Kr., forstjóra Olís á Bylgjumú síðdeg- is hinn 13. þ.m. í minum huga hefur Óli Kr. ávallt verið ímynd hins framsækna og trausta fram- kvæmanda. Það urðu mér því vonbrigði hversu neikvæður hann brást við spumingu stjóm- anda þáttarins varðandi greiðslu- kortin. Óli Kr. sagði einfaldlega: „Ég hef ekki verið mikið hrifinn af kortunum!“ - Þetta 'eru nú ekki mikil rök. Hann bætti því að vísu við að olíufélögin lánuðu drjúgt til útgerðarinnar. Þar liggur kannski hundurnm graftnn. Bif- reiðaeigendur verða líklega að líða fyrir það að olíufélögin leika eins konar banka fyrir útgerðina! Veislanogég G.J. liringdi: Ég er engan veginn sátt við hvemig staðið var að opnun nýja ráðhússins. Ég er ekki á móti þessu húsi, síður en svo. Ég hefði hins vegar viljað aö það hefði verið opnað með þeim hætti aö við borgarbúar heföum fyrstir fengið að ganga þar um dyr með því að hafa húsið opiö svo sem eina helgi til sýnis. Ég er búin að vinna víða hér í borginni, m.a. hjá Granda, og svo á vegum borgarinnar. Ég veit að ráöhúsveislan og ég eigum ekki samleið en mér sárnar að forr- áðamenn borgarinnar skyldu taka svo - hrapallega ranga ákvörðun í tilefni opnunarinnar. KærkomnirEyja- mennáAkureyri G.S. hringdi: Ég var meðal áhorfenda á íþróttamóti hér á Akureyri í gær- kvöldi (13.4.) á leik KA og IBV. Ég vil koma á framfæri þakklæti til Eyjamanna sem vora meðal áhorfenda. Fyrst og fremst fyrir kurteisi og góða framkomu. þeir hvöttu lið sitt án þess að láta nokkurn tíma bera á dónaskap eða framhleypni eins og oft vill brenna við á kappleikjum. -Eyja- menn voru þvi kærkomnir gestir hér á Akureyri og við hlökkum til að heimsækja þá af sama til- efni. Timburmenn upp á Ólafur Sigurðsson hringdi: Ef allt gengur eftir og sam- komulag næst um að iðnríki leggi til 0,7% af þjóðarframleiðslu til umhverfismála er upplýst aö okkar hlutur geti orðið allt að 2,5 milljarðar króna. - Er nú nokk- urt vit í því aö leggja áherslu á að takaþátt í ráöstefnu sem leiðir til svo hrikalegra timburmanna? - Höfum við yfirleitt efni á að taka þaraa þátt með þessum af- leiöingum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.