Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1992, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1992. 15 Vondar fréttir - vondar hugmyndir „Við höfum undanfarið lesið, séð og heyrt fréttir um það að læknar og hjúkrunarfólk í Austur-Þýskalandi hafi drekkt fyrirburum." Ólíkt flestum öörum smáþjóðum þekkja íslendingar hiö illa ekki af eigin raun. í huga þeirra er það aðeins frétt af sjónvarpsskjá, mynd í blaði, ef til viU efni í eitt eða tvö hjartnæm kvæði. Nú halda vafa- laust margir, eftir að sósíalisminn féll í Austur-Evrópu og Rússlandi, að upp sé runninn tími hins góða. Nú getum við dansað saman vín- arvalsa í stað þess að þramma norður og niður eftir einhverjum hergöngumarsi. Ég er hræddur um að þessir menn hafi rangt fyrir sér. Mann- kynið hefur ekki skipt um eðli. í sérhverjum manni býr h'till djöfull og lítill engill og við góðar leikregl- ur og góðar hugmyndir laðast hið betra eöli mannsins fram en við vondar leikreglur og vondar hug- myndir hið verra eðli hans. Fréttir af barnadrápum og nauðungarvændi Við höfum undanfarið lesið, séð og heyrt fréttir um það að læknar og hjúkrunarfólk í Austur-Þýska- landi hafi drekkt fyrirburum. Væru börn veikburða og htt mann- vænleg gerði þetta fólk sér lítið fyr- ir og drap þau. Hlýtur okkur flest að hrylla við þessu þótt fróðlegt væri að vísu að heyra hvað fylgis- menn frjálsra fóstureyðinga hafa að athuga við þetta. Við höfum líka fengið fréttir af Kjallarinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor i sljórnmálafræði því að konur í Kóreu krefjist nú skaðabóta af japanska ríkinu fyrir þgð að þær voru neyddar til að stunda vændi fyrir herlið hinnar rísandi sólar í síðari heimsstyijöld. Japanska stjórnin hefur opinber- lega beðið þessar hart leiknu konur afsökunar en ekki fengist til að greiða þeira neinar skaðabætur. Boðskapur Platóns í Ríkinu Vafalaust telja íslendingar þessa hörmulegu atburði harla fjarlæga. En á dögunum kom út rit á íslensku þar sem sama athæfi er boðað og stundaö var í Austur-Þýskalandi og Japan. Valinkunnur háskóla- kennari, Eyjólfur Kjalar.Emilsson, annaðist þýðinguna og hið virðu- lega íslenska bókmenntafélag sá um útgáfuna. Ég á hér að sjálfsögðu við Ríkið eftir Platón en sú bók geymir lýsingu hans á fyrirmynd- arríki þar sem heimspekingar stjóma. B-C) að í fyrirmyndarríkinu skuli stunda skipulagðan bamaútburð. Þau börn sem þyki veikburða eða lítt mannvænleg verði umsvifa- laust látin deyja. Hér er komin sú hugmynd sem framkvæmd var i Austur-Þýskalandi til skamms tíma. Þá lætur Platón þá skoðun í Ijós (468C og 460B) að vaskir her- menn skuli fá að velja sér rekkju- nauta. Við sjáum að bragði hlið- stæðuna við framferði japönsku herstjórnarinnar í síðara stríði. Margt fleira er svipað með hug- myndum Platóns og þeim alræðis- kenningum sem tugmilljónir manna hafa fengið að kynnast þessa öldina. En þetta tvennt rifjaö- ist sérstaklega upp fyrir mér við hinar nýlegu fréttir af barnadráp- um og nauðungarvændi. Ekkert er greinilega nýtt undir sólinni. Sósíalisminn ekki horfinn Sósíalisminn er ekki horflnn úr sögunni. Hann mun koma fram aftur undir öðrum nöfnum. Hið illa hefur ekki verið gert útlægt í eitt skipti fyrir öll úr vestrænum lýð- ræðisríkjum, heldur leynist það áfram í bókum eins og Ríkinu eftir Platón. En til þess eru vondar hug- myndir að varast þær og reynslan til að læra af henni og þess vegna hef ég hér leyft mér að benda á hliðstæður úr nútímasögu við boð- skap Platóns. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Hið illa hefur ekki verið gert útlægt í eitt skipti fyrir öll úr vestrænum lýð- ræðisríkjum heldur leynist það áfram 1 bókum eins og Ríkinu eftir Platón.“ Þar er sagt (459D, 460C og 461 Markúsarnetið - björgunartæki Að undanförnu hafa orðið nokk- ur skrif um Markúsarnetið sem björgunartæki. Tilefnið var björg- un manns af b/v Krossnesinu þann 23. febrúar sl. Ég undirritaður hef nú, sem endranær, fylgst með þessum skrif- um vegna þess þáttar sem ég átti í gerð þessa nets. Um tilurð netsins Árið 1971 var ég starfandi lög- reglumaður í Vestmannaeyjum og eins og svo margir, sem þekktu til í Vestmannaeyjum á þessum tíma, vissi ég að oft var mikil ókyrrð í höfninni. Fyrir kom að menn féllu í sjóinn á milli skips og bryggju, einnig á milh skipa, nokkrir fórust af þessum völdum en mörgum var bjargað með ófullkomnum búnaði. Oftar en ekki settu björgunarmenn sig í hættu við björgunina. Það var þá sem vaknaði sú hug- mynd innan okkar hóps í lögregl- unni að útbúa net sem hægt væri að nota til að veiða menn upp úr sjónum. Hugmynd þessari var lýst fyrir Ingólfi heitnum Teodórssyni netagerðarmeistara sem síðan hannaði net þetta. Það var svo árið 1981, nokkru eft- ir að ég hóf störf í lögregluiiði Hafn- arfjarðar, að upp kom atvik við höfnina sem varð th þess að ég fékk leyfi þáverandi yfirlögregluþjóns, Steingríms Atlasonar, til að láta búa til áþekkt net fyrir okkur. Markús heitin Þorgeirsson var þá orðin góður kunningi minn og kom hann oft á lögreglustöðina og fékk sér kaffi. Eg hafði einnig nokkrum sinnum komið í bílskúr hans við Hvaleyrarbrautina en þar vann hann við að búa til ugpskip- unarnet fyrir skipafélögin. Ég lýsti KjaHarinn Björn Guðmundsson lögreglumaður og fyrrv. sjómaður þessu neti fyrir Markúsi og varð það úr að hann tók að sér að búa það th. Því var það að ég teiknaði upp netið og átti hann að búa það th eftir þeirri teikningu. Teikningin gerði ráð fyrir að netið yrði hnýtt á legg, bæði á síðum og göflurn, en hann haföi það þannig að upptökur voru í göflum en síður leystar við síðutó netsins. Ég benti honum á að þetta væri ekki rétt og þegar togað væri í gafl- böndin lokaðist netið og gæti það valdið erfiðleikum þeim sem væru að reyna að komast í netið. Upp úr þessu fékk Markús þá hugmynd að gera þetta net þannig úr garði að nota mætti það sem björgunartæki um borð í bátum og skipum og fékk hann mig til að hjálpa sér. Ég teiknaði því upp nýtt net sem er í höfuðdráttum það net sem nú er kallað M-2. Það net sem væntanlega er kallað M-l, var af vanefnum gert, og vissi ég að við æfingar með því komu fram miklar kvartanir yfir því og einnig ábendingar um það hvað betur mætti fara. Óréttmæt ásökun Mikill tími fór í það hjá Markúsi að fá viðurkenningu á netinu sem björgunartæki og einnig kostaði það mikið fé og þar af leiðandi gaf hann sér ekki mikinn tíma til að vinna að þróun netsins eins og skyldi og benti ég honum oft á þetta. Tók hann öllum ábendingum afar vel en því miður vannst hon- um ekki tími th að vinna úr þeim ábendingum og hugmyndum áður en hann féh frá en Markús var sjó- maður og skildi sjómenn og talaði sama mál og þeir. Ég sem þetta skrifa haföi alltaf miklar efasemdir um færni þess manns er tók við starfi Markúsar, Péturs Th. Péturssonar, og vegna þess hef ég ekkert viljað skipta mér af því sem hefur verið að gerast í þróun á þessu neti en þó séð að hún hefur verið ákaflega hæg. Ég fór þó, að áeggjan nokkurra sjómanna árið 1985, í Siglingarmálastofnun ríkisins og hafði þar tal af Hálfdáni Henryssyni og lýsti ég fyrir honum á hvern hátt ég vhdi hafa netiö. Mér skilst að þá hafi verið gerðar breytingar á netinu og það síðan samþykkt af Siglingamálastofnun. Pétur Th. Pétursson fram- kvæmdastjóri skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið sem ber yfirskrift- ina: „Oréttmætt að skella skuldinni eingöngu á Markúsarnetið" og er þessi grein skrifuð til vamar Mark- úsametinu þar sem reynt var að nota það við björgun manns af b/v Krossnesinu. Þessi grein er þannig skrifuð að flestum sjómönnum blöskrar. í staðinn fyrir að leita eftir því kvað betur mætti fara í gerð netsins við shkar aðstæður sem þarna voru fer hann út í það að gagnrýna mann- skapinn á b/v Sléttanesinu sem að þessari björgun stóð. Skipstjórann fyrir stjórn á skipinu, stýrimann fyrir að kasta sér í sjóinn í flotbún- ingi og aðra á skipinu fyrir að hafa ekki hugsun á því að draga slaka af netinu th að halda því greiðu. Útkoman; þeir þurfa að fá sér nýj- ustu gerð af netinu þá er það fuh- komið! Nýr útbúnaður Á sínum tíma lýsti ég fyrir Hálf- dáni Henryssyni hvemig ég vildi að netið yrði gert úr garði og sagði ég honum þá að mér fyndist það ekki nægjaihega gott fyrr en búið væri að fjarlægja plastflotin af síð- um netsins og einnig vírana sem halda eiga þvi í sundur. Þar lýsti ég fyrir honum hug- mynd minni um nýjan útbúnað th að halda netinu í sundur og greiðu. Þetta grundvallaðist af tækni sem fyrir löngu var fundin upp. Ég sé að þetta hefur ekki komist til skila og þá sennhega vegna kostnaðar. Ég hef trú á Markúsarnetinu en það þarf að þróa það og þeir sem það gera þurfa að taka mið af reynslu sjómaima sem notað hafa netið við margvíslegar aðstæður því þeir einir hafa reynsluna. Björn Guðmundsson „Eg hef trú á Markúsarnetinu en það þarf að þróa það og þeir sem það gera þurfa að taka mið af reynslu sjómanna sem notað hafa netið við margvíslegar aðstæður því þeir einir hafa reynsl- una.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.